Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Hneyksli

"Stétt með stétt" verði "stétt undir stétt"

Ég fékk hugljómun í kvöld þegar ég sá Geir Haarde segja að sjúklingar geti staðið undir þeirri gjaldtöku sem hann ætlar að skella á þá til að næla sér í þrjúhundruð millur eða svo.

Flestir sjúklingar eru sko ekki veikir í grunninn nebblilega, segir Geir.

(Alveg eins og við í Háskólabíó á dögunum vorum ekki þjóðin skv. ISG.)

Fyrir utan mína hefðbundnu hugsun sem alltaf slær mig í höfuðið er ég ber forsætisráðherrann augum og er: "Gvöð hvað maðurinn er mikill dúllurass", þá gerði ég hér heljarinnar uppgötvun sem breytir lífi mínu varanlega.

Allt í einu skildi ég hvað Sjálfstæðisflokkurinn meinar með einum af uppáhaldsfrösunum sínum"Stétt með stétt"!

Mér fannst þetta alltaf vera innantómur byljandi þangað til að nú á jólum ég skildi.

Auðvitað á flokkurinn við að öreigastéttin búi í haginn fyrir yfirstéttina eða haldi henni gangandi svo að segja.

Eiginlega ætti að umorða frasann.  Inntak hans er nefnilega: Stétt undir stétt.

Djöfull sem ég er sein að fatta.

Ég sé veika fólkið alveg brosa hringinn yfir að fá að leggja sitt af mörkum þegar það fer til læknis.

Það mun borga og brosa.

Að því sögðu þá ætla ég að leyfa mér að segja nákvæmlega það sem mér finnst um þetta nýjasta útspil Geir Haarde sem ekkert aumt má sjá, blessaður maðurinn.

Mér finnst að hann eigi að hafa þá skömm í sálu að halda kjafti og láta norska hermanninn tala fyrir sig og láta hann terrorisera þá sem veikir eru og í þörf fyrir sinn skerf af samneyslunni, þ.e. ef það þarf yfirhöfuð eitthvað að vera að tjá sig.

Geir og hans samverkamenn hafa nefnilega sýnt töluverða hæfni í að þegja og yfirleitt þegar það er gjörsamlega óviðunandi.

Það er ekki á íslenska þjóð meira leggjandi í bili.  Kolruglaðir stjórnmálamenn eiga að þekkja hvenær komið er nóg.

Stétt með stétt minn andskotans afturendi og guð veri með ykkur.


mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siv féll af lista

Málamyndafrumvarpið um eftirlaunaósómann verður væntanlega að lögum í dag.

Ég ætla ekki að klappa fyrir því.

En ég sá aðeins frá Alþingi í gær eða fyrradag þegar frumvarpið var til umræðu.

Siv Friðleifs sem ég var búin að skipta um skoðun á vegna vasklegrar framgöngu hennar í þinginu undanfarið, var í ræðustól.

Siv stóð og messaði yfir þingheimi full af réttlátri reiði vegna mögulegrar skerðingar á lífeyrisréttindum þingmanna.

Hún sagðist reikna með að alþingismenn fengju launahækkun yrðu lífeyrisréttindin skert.

Það er nefnilega fjandans það!

Hoppaðu inn í raunveruleikan kæra þingkona.

Fólk sem er að fá lífeyrir greiddan úr almennum lífeyrissjóðum fá neyðina í andlitið í formi skerts lífeyris á nýju ári ef fram fer sem horfir og þar erum við að tala um aldraða og öryrkja sem draga fram lífið og rétt það af smánarlega lágum bótum.

Nú verður enn hert að þessum hópum án þess að nokkur uppbót komi í staðinn.

Það er vegna kreppurnar Siv Friðleifsdóttir.  Þú hefur væntanlega heyrt af henni?

Hvernig dettur konunni í hug að hún fái launhækkun vegna þess að siðlaus lífeyrisréttindi verða afnumin eða skert?

Er ekki í lagi?

Meiri ekkisens ruglið.  Það er alltaf eitthvað.

Siv fór aftur á svarta listann yfir sérhyglandi stjórnmálamenn.

Enda í Framsókn og ekki við miklu að búast.

Fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól.


mbl.is Með jöfnuði eða ójöfnuði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað næst?

Ég held að mig langi ekkert sérstaklega til að búa hér.

Ég er ekkert rosalega kröfuhörð til umhverfisins og móralsins þar sem ég bý enda sjálf ekki alltaf gefið tilefni til stofnunar aðdáendaklúbba í kringum persónu mína.

Hef alveg átt mína takta í lífinu þó ég sé búin að ná hellings nirvana og raðfullnægingum vegna framfara á þroskabrautinni.  Ókei, smá útúrdúr.

Það er hreinlega orðið þannig á síðustu vikum að allar gáttir eru að opnast, hvert kýlið að springa svo vellur úr.

Mikið djöfulli hafa allar leikreglur verið orðnar ljótar og einskis svifist, leikvöllurinn ormagryfja.

Ég trúði nærri því honum Reyni í dag, gat ekki séð af hverju hann ætti að vera að ljúga upp á þennan unga blaðamann.

En reyndar sá ég enga ástæðu til þess heldur að blaðamaðurinn væri að ljúga upp á Reyni.

Ég snýst eins og fífl í kringum sjálfa mig, hver er að segja satt, hver er að ljúga?

Það er ekki lengur hægt að skipta upp leikmönnum í góða og vonda gæja.

Þeir virðast að stórum hluta allir sökka alveg biggtæm.

Nú eru staðreyndirnar á borðinu.

Átti að taka æru og starfsframa þessa unga manns og eyðileggja frekar en að segja satt?

Ef það er rétt þá skil ég ekki hvernig fólk getur sofnað á kvöldin.

Hvað næst?


mbl.is Upptaka af útskýringum ritstjóra DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ribbaldalandið Ísland

Hvers lags ribbaldaþjóðfélag er þetta sem við búum í?

Lög frumskógarins í gildi?

"Each to his own" bara.

Þrátt fyrir að vera fyrir löngu komin með upp í kok af fyrirkomulaginu í íslenskum stjórnmálum, spillingunni, kunningjareddingunum, leyndarmálunum, svikunum, gerræðinu og ég nenni ekki meiri upptalningu, þið notið eftir þörfum, er enn haldið áfram að ganga fram af almenningi.

Davíð lætur taka við sig viðtal í útlöndum.  Hann vandar ekki meðulin frekar en fyrri daginn.

Hann hótar okkur í gegnum einhvern snepil í Danmörku.

Hreyfið við mér og ég fer í pólitíkina aftur!

Það skuggalega við þetta er að það er ekki hægt að tala um óðs manns æði, þetta er raunveruleikinn og hann er með Geir í vasanum.

Fyrir Geir er þetta martröð líkast.  Hann gæti dottið úr formanninum.

Það er ekki hægt að hunsa Davíð Oddsson með því að blaka röflinu í honum burt eins og kuski af hvítflibba. 

Sjálfstæðisflokkurinn er skelfingu lostinn, enda Davíð aldrei sleppt stjórnartaumunum.  Hann þóttist bara gera það.

Og til að gera þetta súrrealíska rugl enn geðveikara þá mætir karl fyrir viðskiptanefnd Alþingis og ber fyrir sig bankaleynd....

...sem hann N.B. gagnrýndi harðlega í reiðiræðunni um daginn.

Er ég biluð?

Nei, en ég bý í klikkuðu þjóðfélagi þar sem engar venjulegar reglur gilda og það er aldrei gengið svo langt að nóg sé komið.

Maður ætti kannski að fara fá sér lífverði.

Hm....


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað heitir leynifélagið?

Davíð neitar að svara.

Voðalega er ég hissa.  Alveg stein andskotans bit. 

Hélt að Seðlabankaljúflingurinn myndi frussa frá sér upplýsingum eins og glæpamaður á píningarbekk loksins þegar hann álpaðist fyrir viðskiptanefndina.

Hann ber við bankaleynd.  Hahahahahahaha.

Það er ótrúlegt að verða vitni að því hvernig einum manni tekst að fokka upp heilli þjóð, halda henni í gíslingu, tala hana niður í útlöndum, sýna dónaskap, hóta mönnum, skemma og eyðileggja án þess að nokkuð sé gert í málinu.

Það er svo grátlegt að það verður hlægilegt.

Og mikil ósköp - næst þegar Geir Haarde verður spurður um hvort hann treysti Seðlabankastjóra þá mun hann svara eins og venjulega, með stuttaralegu jái.

Hvaða tök hefur Davíð á mönnum?

Í hvaða leynifélagi eru þessir strákar allir?

Frímúrurunum?

Ég spyr.

Áhugaverð samantekt hjá skessunni.

 


mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðblindustefnan

Það eru líkur á að Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir innherjaupplýsingum um hlutabréf Landsbankans þegar hann seldi bréf sín í bankanum.

Til þess að fá málið nákvæmlega á hreint þarf að komast að því hvað var rætt á fundi með Darling viðskiptaráðherra Breta þ. 2. sept. s.l. en þann fund sat ráðuneytisstjórinn.

Hálfum mánuði seinna seldi hann bréfin.

Kommon, maðurinn er ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.

Af hverju gengur hann ekki úr starfi á meðan málið er rannsakað?

Á meðan minnsti vafi leikur á því hvort þarna orki eitthvað tvímælis á hann auðvitað ekki að vera að vasast í vinnu á meðan.

Það á ekki að þurfa að segja fólki svona.

Þetta virðist sér íslenskt fyrirbrigði.  Að sitja sem fastast eins lengi og stætt er.

Það er þessi nananabúbú stefna.  Siðblindustefnan.  Ég fer ekki rassgat nema þið getið sannað eitthvað.

Ég ætlast til að maðurinn fari að minnsta kosti í launalaust leyfi þar til málið hefur verið rannsakað.

Ég er algjörlega að tapa mér yfir þessari siðblindu í stjórnkerfinu.

ARG.


mbl.is Ráðuneytisstjóri hugsanlega innherji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta satt?

Ég birti yfirleitt ekki bænaskjöl, auglýsingar eða annað efni umbeðin utan úr bæ.

Þannig er það bara.

En stundum geri ég undantekningu.

Fékk þetta sent frá einum bloggvini og var beðin um að birta og senda áfram.

"Er skuldhreinsað við bankastarfsmenn?

Og reiðin magnast !!!

Talið er að yfirmaður áhættustýringar Kaupþings hafi tapað 2 milljörðum (mest tekið á láni) og allar skuldir hreinsaðar við hann og mörg hundruð aðra bankastarfsmenn sem tóku lán frá 10-1000 milljónir til að kaupa hlutabréf, sumir fengu sér Cruiser 100 jeppa, fjármögnuðu heimsreisur og lúxus heimili. Allar skuldir hreinsaðar upp svo þeir geti hafið störf í nýju ríkisbönkunum.  Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka.

Margir telja þetta stríðsyfirlýsingu við venjulegu borgarana í þessu landi enda
flestir með lán í þessum bönkum. "

  

Þessar sögur hafa verið í umræðunni undanfarið og mér finnst að nú sé kominn tími á að farið verði í málið og það kannað.

Þetta má ekki líðast ef rétt reynist.

Er þetta satt?  


Kínverska alþýðulýðveldið hvað?

g_myndir_blogg_ymislegt_motmaeli-081101_johann_rostur-1

Ó, excuse moi gott fólk, ég sá þessa frétt og þar stóð "tugmilljónir týndar"og ég hélt að Geir Jón og félagar hans í löggunni hefðu verið sendir til að telja mannfjölda einhvers staðar úti í heimi en mér skilst að það hafi verið súpermótmæli á Ítalíu eða eitthvað.

Þess vegna fannst mér svo tilvalið að tengja við þessa frétt, þeir týna nefnilega líka tölum hér þegar þeir taka saman göngu- og fundargesti á laugardagsmótmælunum.

Miðað við talningagetu lögreglunnar og fjölmiðla á þessu landi þá ætla ég rétt að vona að þeir verði ekki fengnir í atkvæðatalninguna þegar við kjósum í eftir áramótin (já við munum kjósa þá).

Ég er ansi hrædd um að atkvæði greidd öðrum en íhaldinu myndu týna tölunni all verulega í lúkunum á þeim.

Fyrirgefið ruddaskapinn og hvatvísina en eftir þrjá laugardaga í mótmælum þar sem talningin tekur á sig ótrúlegustu lygamyndir og fjölmiðlar éta það upp gagnrýnislaust, þá treysti ég þessum yfirmönnum í löggunni ekki spönn frá rassi.

Lára Hanna er er með myndir af mannfjöldanum sem segja meira en 100 afdankaðir lúserar í lögreglubúningum með alla sína talnaspeki.

Reyndar skiptir ekki öllu máli pc hversu margir voru að mótmæla.  Við vitum að það var hópur af fólki og að hann fer stækkandi, en ástæða þess að ég læt mig þetta varða er einföld.

Ef verið er að blekkja fólk með uppdiktuðum tölum af fjölda fundargesta og það trekk í trekk, þá eru þessar sjónhverfingar löggunnar vart einsdæmi.

Svo les maður blöðin og horfir á fréttir þar sem lygin er endurtekin gagnrýnilaust.

Það hræðir mig.

Kínverska Alþýðulýðveldið hvað?

Fleiri myndir hjá Láru Hönnu.


mbl.is Tugmilljónir týndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn krísufundur..

..sagði Geir og laug eins og sprúttsali í fréttunum í fyrrakvöld.

Auðvitað veit ég að málin hafa verið á viðkvæmu stigi en er þá ekki sniðugra að láta ekki taka við sig viðtöl?

Það hleypir illu blóði í fólk þegar það er logið upp í opið geðið á því.

Það sem situr fastast í mér eru svörin um að svona fundir séu algjörlega eðlilegir og reglulegir og þýði ekki að eitthvað sé í farvatninu.

Þá má færa það til bókar.  Stjórnmála menn ljúga eins og atvinnumenn í greininni þegar þeim finnst það réttlætanlegt.

Sem er ansi oft þessa dagana.

Á ekki að þjóðnýta fleira?

Kastró hvað?


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"It gives me the creeps"

Nei, nei, ekki vera að splattera "heimilisbókhaldinu" í fjölmiðla.

Hvern fjandann kemur okkur almenningi við hvað hinir ósnertanlegu hafast við og hvernig vinir gera upp skuldir?

Bjarni Ben sagði víst við Matta Jó að það giltu aðrar reglur um "þá" og "okkur hin".

Hann átti auðvitað við sig og þá útvöldu sem ekki lytu sömu reglum, sömu lögum.

Og heilbrigðisráðherra biður aldrei um kvittun þegar hann á viðskipti við "vini" sína.

Þetta tal um vini og margumtalaða veiðiferð "gives me the creeps".

Þetta er eins og einhver innmúruð frímúrararegla eða bræðrafélag.

Algjörlega óþolandi.

Og svo sjáum við almúginn um aðhaldssemina bara, herðum sultarólina og svonnnnna.

Hva?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985766

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband