Færsluflokkur: Tónlist
Miðvikudagur, 24. desember 2008
Aðfangadagur
Dagurinn í dag er: Stund milli stríða, rjúpa, Nóakonfekt, kertaljós, lykt af kanil og eplum, marglit jólaljós, falleg föt, eftirvænting, meyr lund og tár í augum, fallegar minningar, söknuður, hamingjusöm börn, pakkar, greni, frönsk súkkulaðikaka, hátíðarkaffi, bið, hátíðleiki, falleg tónlist, mikið uppvask og angandi lín.
Ég vona elsku dúllurnar mínar að dagurinn ykkar feli í sér allt það sem ykkur finnst hámark gleði og hátíðleika.
Ég óska lesendum síðunnar minnar gleðilegrar friðarhátíðar og ég þakka ykkur öllum sem komið hér inn og lesið.
Ég kem svo tvíefld og mjög hversdagsleg, jafnvel rífandi kjaft um leið og hátíðleikinn bráir af mér.
Gæti orðið strax í kvöld.
Friður sé með okkur öllum, ekki mun af veita.
Jólin.
Fréttaþjónusta um jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Ekki skata í sjónmáli
Skata er ógeðismatur og ég fer ekki ofan af því.
Samt er eitthvað krúttlegt við þennan sið sem fólk hefur verið að hefja til vegs og virðingar undanfarin ár hér í höfuðborginni.
Það þýðir ekkert að halda því fram að skötuát hafi verið stundað á öðru hvoru heimili frá upphafi vega því þannig er það ekki. Ég t.d. er eldri en ómunatíðin og í minni æsku var hægt að ganga á milli húsa og heimila á Þorláksmessu án þess að verða fyrir lyktarofbeldi.
En aftur að þessu krúttlega. Fólk safnast nefnilega saman yfir hræinu og hefur skemmtilegt.
Ingunn systir mín er með skötuveislu á Hjallaveginum fyrir mömmu og pabba og allar systur mínar.
Hún eldar kvikindið úti í bílskúr sem er auðvitað brilljant.
En ég mæti ekki. Ég er skötuhatari.
Ég sýð hangikjöt á Þorláksmessu og brýt allar hefðir því við borðum það líka. Að hluta sko.
Annars er Þorláksmessa minn uppáhaldsdagur á árinu því þá koma jólakveðjurnar í útvarpið.
Ég elska jólakveðjurnar. Þær minna mig á bernsku mína, á eplalykt, mjallarbón og kökuilm.
Ekki skata í sjónmáli á Hringbrautinni get ég sagt ykkur þegar ég var barn.
En þessi maður sem stal skötunni ásamt humri og hámeri hefur ætlað að bjóða til þríréttaðrar veislu á Þorlák.
Æi það er eitthvað sorglegt við það að fólk skuli vera farið að stela mat.
Aumingja maðurinn.
Og aumingja nefið á mér eftir einhverja daga.
Fallegasta jólalag í heimi kemur svo hér. Frá mér til ykkur stórkrúttin og villingarnir ykkar.
Og hagið ykkur svo einu sinni.
Stal skötu, humri og hámeri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 8. desember 2008
Hvurs lags karlmenn?
Ég með mína fjölmörgu eiginmenn, elskhuga, kærasta og einnarnæturmenn (róleg) á ekki eitt einasta ástarbréf.
Hvurs lags karlmenn hef ég lagt lag mitt við?
Allt óskrifandi skítapakk?
Ó, nú man ég, þeir hafa alltaf verið eins og skugginn minn og því aldrei komið til bréfaskrifta.
Án gamans þá á ég ekki ástarbréf. Hef ekki fengið mörg heldur það kemur kannski til af því að mér finnst bréfarómantík væmin alveg eins og blóma- og skartgriparómantíkin og því ekki laðað að mér skiflæga elskhuga.
Hmm...
En ég hef blendnar tilfinningar gagnvart Edith Piaf, sem var alin upp í hóruhúsi þessi dúlla.
Hún var frábær listamaður og á aldrei eftir að gleymast.
En hún var glataður mannþekkjari og lenti á alls kyns ógeðismönnum sem fóru illa með hana.
Og hvað hún söng fallega konan! Litli spörfuglinn.
En talandi um blendnar tilfinningar til þessarar frábæru konu þá fæ ég alltaf sting í hjartað þegar hún syngur.
Ég man eftir lögunum hennar á gömlu gufunni þegar ég var barn og ég varð alltaf svo hrygg. Hún var svo leið í röddinni og lögin svo mædd.
En ég er smá svekkt yfir að eiga ekki ástarbréf. Það væri gaman að geta gefið þau út á bók svona þegar hægist um og aldursrökkrið færist yfir.
Kannski hefði verið gerð um þau bíómynd því ég er að segja ykkur að ég hef kynnst litríkum karakterum í gegnum tíðina.
Verst hvað þeir voru lítið fyrir að setja tilfinningar sínar niður á blað.
Kannski eins gott?
Hvað veit ég?
Er á leiðinni á Borgarafund í Háskólabíó kl. átta hvar ég reikna með að hitta ykkur öll, hvert einasta eitt.
Adjö så länge.
Ástarbréf frá Edith Piaf á uppboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 7. desember 2008
Ekki svo mikið jólablogg
Ég sat og gapti yfir sjónvarpsfréttunum í gær þar sem sagði frá kostnaðarliðum forsetaembættisins.
Samt er alveg ferlega erfitt að ganga fram af mér eftir bankahrunið. Þar hefur eyðsla og rugl náð hæðum sem erfitt er að toppa.
En ég var sum sé nánast orðlaus yfir kostnaðarliðunum.
Nema innlendum ferðalögum. Þar var ekki bruðlað. Hefði kannski mátt vera meiri sá liður, ég veit það ekki.
Það var símakostnaðurinn, launin, ferða- og hótlekosnaðurinn sem gaf mér illilega utan undir.
Ég veit ekkert hvernig forsetaembættið hefur eytt peningum svona yfirleitt, né heldur veit ég hvort ÓRG er meiri eyðsluseggur en forverar hans en það má segja Ólafi til varnar að hann hefur unnið eins og mófó fyrir hönd Íslands.
Nú má hins vegar alveg deila um hvort áherslurnar hjá karlinum hafi verið réttar þegar horft er til baka.
Ég er á því að hann hafi verið á langdregnum sjálfshátíðum með útrásarvíkingunum.
Nú hefur forsetaembættið mótmælt þessari frétt og segir að hún sé beinlínis röng eða villandi.
Hvað um það. Ef eitthvað að þessu reynist rétt. Að kostnaður við embættið sé svona hár þá vil ég að við förum að hugsa um að leggja niður þennan póst.
Við getum ráðið PR-mann til verksins.
Við erum fátæk þjóð og höfum ekki efni á svona flottræfilshætti.
En að mér og jólunum.
Í dag stendur hin árlega jólamartröð fyrir dyrum.
Ég ætla að greiða úr þessum tuttuguogeitthvað seríuum sem ég á.
Á hverju ári þegar ég tek niður seríurnar, algjörlega með upp í kok af jóleríi, læt ég mér ekki segjast og geng frá þeim eins og viti borin kona.
Ég nuðla þeim saman í eina bendu og hendi ofan í kassa.
Og á hverri aðventu líð ég fyrir skammsýnina.
Dem, dem, dem.
Farin að rekja.
Falalalala
Og til að bjarga deginum þá er hér eitt gamalt og gott jólalag með Abba Agnetu.
Forsetaembættið mótmælir frétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 28. nóvember 2008
Mjólkurpeningar?
Mér er kallt. Að utan sem innan.
Ekki nema von á þessum síðustu og bestu.
En...
Í dag ætla ég að passa Hrafn Óla á meðan mamma hans fer í próf.
Ég ætla að kveikja á kertum og reyna að fá í mig jólastemmingu.
Það eru bara 26 dagar til jóla. Ekki í lagi hvað tíminn flýgur áfram.
Svo var ég að pæla í Davíð Oddssyni. Já mér er kalt á sálinni, ég sagði það.
Finnst engum þarna í valdabatteríinu neitt athugavert við að hann þegi yfir því í heila viku að peningarnir frá IMF séu komnir inn á reikning hjá Seðlabanka.
Það er ekki eins og þetta séu mjólkurpeningar heimilisins. Þetta eru milljarðar.
Ég er hætt að botna í nokkrum hlut.
Þetta lagar.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Það skreppur saman
Það er vantrauststillaga á ríkisstjórnina í uppsiglinu.
Jájá og ekki mínútu of seint.
Annars er krepputalið farið að ná inn í smæstu umræðuefni hér á kærleiks.
Ég geng um eins og sparibaukur og það liggur við að ég sé farin að margnota einnota kaffifilttrana.
Samt finn ég lítinn mun.
Það skreppur allt saman þessa dagana. Haldið ykkar sauruga hugsunarhátt fyrir ykkur sjálf plebbarnir ykkar.
Á þessum tíma í fyrra var ég farin að jólablogga eins og engin væri framtíðin.
Komin á kaf í stemminguna enda rétt rúmur mánuður til jóla þá eins og nú.
En með kreppunni koma ákveðin vandamál, hvað á að gefa í jólagjafir, skal föndrað, bakað og boðið í bjóð?
Auðvitað mun allt þetta mínus föndur verða ástundað enda nægur tími í janúar til að fremja kviðristur af örvæntingu og angist vegna framtíðarinnar.
Ég hef aðeins eina ósk varðandi jólagjöf. Hún er ekki stór, ekki svo dýr, en ansi fyrirferðamikil.
Ég vil kosningar í vor.
Ég vil þjóðstjórn núna.
Ég vil Davíð úr Seðlabankanum, Baldur Guðlaugsson úr fjármálaráðuneytinu, sannleikan varðandi efnahagshrunið á borðið og ýmislegt annað lítið og löðurmannlegt.
Skiljið pakkann eftir hérna þegar þið farið út af síðunni minni elskurnar.
Ég ætla að jólast smá.
Setjum jólin í hjartað og hlutið á þessa snillinga.
Falalalalala
Undirbúa vantrauststillögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Litli framsóknarmaðurinn
Mér finnst frábært að sjá hvernig Íslendingar þjappa sér saman þessa dagana.
Þá er ég ekki að meina samþjöppun þá sem ráðamenn eru að biðja um. Þjöppunina sem á að fela í sér óskorðað þol fyrir furðulegum vinnubrögðum þeirra og leynimakki.
Nei, ég er að tala um fólkið á Austurvelli, og á Nasa í gærkvöldi og auðvitað tónlistarmennina sem buðu landsmönnum á tónleika á laugardagskvöldið.
Tónlistarmenn hafa í gegnum tíðina verið iðnir við að gefa vinnuna sína í þágu góðra málefna.
Tónleikarnir á laugardaginn voru fallegt framtak til að létta fólki lífið í kreppunni sem alla er að drepa.
Og kemur þá ekki litli framsóknarmaðurinn (Óskar Bergsson) og eyðileggur stemminguna, eða reynir það að minnsta kosti.
Óskar lét hafa eftir sér í visi.is að þetta væru útgáfutónleikar.
Ergó: Listamennirnir voru að troða upp til að selja plöturnar sínar, að sjálfsögðu, helvítis mangararnir.
Er það nema von að framsóknarmaður og það í borginni hafi ekki hugmyndaflug í að það sé til fólk sem gerir eitthvað í óeigingjörnum tilgangi.
Án þess að ota sínum totta.
Án þess að græða á því sjálft.
Þvílíkur andskotans gleðispillir.
Það eru erfiðir tímar, eins og skáldið sagði, og okkur veitir ekki af að grípa hvert tækifæri til að láta okkur líða vel, slaka á og gleðjast.
Fjandinn fjarri mér að menn eins og litli framsóknarmaðurinn eigi að geta fokkað því upp enda voru tónleikarnir haldnir þrátt fyrir tilraun hans til að koma í veg fyrir það með bölvuðum óliðlegheitum.
Alveg eins og Austurvallafundirnir verða stærri og stærri og Borgarafundirnir líka.
Íslenskur almenningur hefur vaknað til lífsins og lætur ekkert stoppa sig.
Ekki litla framsóknarmenn né heldur nokkurn annan sem vill halda öllum í sama kómanu og undanfarna áratugi.
Jess.
Allir út á götu.
Tónlistarmenn argir út í Óskar Bergsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. október 2008
Margir Kennedydagar
Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós.
Heyrði það þið sem eigið í hlut? Hlýða kóngi!
Halló Krónan og Bónus!
Ég vil greiða 5% fyrir mína matvöru og ekkert kjaftæði.
Búin að versla við ykkur lengi og núna er komið að skuldadögum.
Ég vil að mér sé hlýtt!
En þetta er búinn að vera undarlegur dagur.
Reyndar eru allir dagar núorðið svona Kennedydagar.
Ha? Kennedydagar hváir þú.
Við munum öll hvar við vorum þegar við heyrðum um morðið á Kennedy. Ég held að allir dagar sem liðnir eru síðan allt fór í steik muni ekki líða manni úr minni. Kennedydagur upp á hvern dag.
Maður verður gangandi almanak íslensku bankanna. Hreint skjalasafn bara. Hægt að fletta upp í manni og leita endalausra heimilda. Alveg: Já þegar Landsbankinn fór á hausinn og Geir sagði sóandsó í sjónkanum kl, 11,30og Björgvin kom svo 11,40 og þýddi það sem Geir sagði og setti það fram á íslensku muniði? Þá var ég að þurrka af eldhúsborðinu, sjóða egg og klóra mér í hægra eyra, neðarlega og dálítið til vinstri.
En þessi dagur byrjaði leiðinlega, ég var döpur, með sting í maganum, kvíðin og í tómu tjóni frá a til ö.
Svo fékk ég vinkonur í heimsókn.
Guði sé lof fyrir vinkonur. Hvað gerði maður án þeirra?
Við spjölluðum og hlógum, reyktum úti í kuldanum og vorum á trúnó.
Þegar þær fóru voru öll mín vandamál á bak og burt.
Takk stelpur.
En nú er ég farin að lúlla í hausinn á mér.
Sé oss á morgun.
Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 18. október 2008
Breyttir tímar
Mér líður ekki eins og ég hafi verið auðmýkt af því Ísland komst ekki í öryggisráð SÞ.
Mér líður eins og mér sé jafn slétt sama um öryggisráðið eins og mér hefur verið frá byrjun.
Það tekur ekkert frá mér - gefur mér ekki neitt.
Reyndar hefur mér fundist þetta framboð bölvaður hégómi en ég er auðvitað ekki með innmúraðar upplýsingar um hvað skiptir máli í heimi hér.
Í dag hef ég tapað húmornum. Ég sé ekkert broslegt við nokkurn skapaðan hlut í augnablikinu en ég set allt mitt traust á að þetta rjátlist af mér þegar líða tekur á daginn.
Í dag er ég bálill.
Ég ætla ekki út í það nánar, ég ætla að fara að taka til. Skúra, skrúbba og þurrka af.
Það er ágætis meðal við reiði, depurð, hryggð og öllum fjandans neikvæðnipakkanum.
Fyrir sjálfa mig og alla hina sem ætla að mæta í dag og praktisera lýðræðið set ég meistara Bob Dylan hér fyrir neðan.
The times they are a-changin´.
Gæti ekki átt betur við en einmitt í dag.
Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 5. október 2008
Krúttlegur fórnarkostnaður
Ég vaknaði í morgun og brosti framan í heiminn.
Ég las Moggann á pappír og drakk te.
Ég vil benda ykkur gott fólk á frábært viðtal við Orra Harðarson í tilefni af útgáfu bókar hans "Alkasamfélagið" sem ég er viss um að á eftir að færa umræðu um bata alkanna á frjórra plan. Umræðan hefur nefnilega staðið í stað um árabil.
Svo skellti ég mér á Netmoggann dálítið stressuð auðvitað, því það eru bara vondar fréttir þessa dagana af efnahagsmálum.
Svo sá ég að það er allt við það sama í miðborginni þrátt fyrir kreppu og vonleysi. Erill var á fylleríi og það var verið að slást um allan miðbæinn eins og venjulega.
"Í flestum tilfellum var um að ræða áflog og pústra" milli manna.
Hvernig hægt er að gera ofbeldi svona sakleysislegt á prenti er mér fyrirmunað að skilja.
Það má segja að það sé búið að normalisera ofbeldið sem fer fram í miðbænum þegar fólk gerir sér "glaðan" dag. Áflog og pústrar hljóma eins og krúttlegur fórnarkostnaður.
Þó mér finnist afskaplega sorglegt að ástandið sé við það sama í miðbænum þá veitti það mér ákveðna öryggiskennd að eitthvað er enn eins og það hefur alltaf verið.
Erill ég þakka þér.
Annars bíð ég eftir Silfrinu.
Sjáið þessa færslu hér.
Later krókódíll.
13 líkamárásir í höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 15
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987146
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr