Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Um nauðgunarmál

Ég var að lesa leiðara Jóns Trausta inni á dv.is en hann er um nauðgunarmál.

Leiðarinn kemur að nauðgunarmálum frá dálítið öðrum sjónarhóli en vant er og þess vegna er hann mun sterkari fyrir bragðið og skyldulesning.

JT skrifar um þá afstöðu sem dómstólar og samfélgið taka gagnvart nauðgurum vs þolandanum.

Að hagmunir þolandans víki fyrir hagsmunum nauðgarans.

Einnig í sifjaspellamálum.

Eins og ég segi, þennan pistil á enginn að láta fram hjá sér fara.

LEIÐARINN


Erum við svoleiðis fólk?

 

Getur maður hætt að verða hissa?

Það slær mig skelfilega illa að ríflega þriðjungur svarenda á aldrinum 18-35, í könnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir ASÍ telji eðlilegt að Íslendingar njóti betri kjara á vinnumarkaði en útlendingar.

Getur verið að þessi undarlega skoðun sem unga fólksins sem hér svarar virðist hafa á mannréttindum sé tilkomið af viðhorfum sem þau hafa með sér að heiman?

Hvar annars staðar nær fólk sér í svona skoðanir?

Nú er ekki hægt að kenna því um að hér sé allt vaðandi í útlendingum sem "taki" vinnu af Íslendingunum.  Það var vegna skorts á vinnandi höndum sem stór hluti þeirra sem hingað hafa komið voru ráðnir í störf.  Annars hefðu allar framkvæmdir stöðvast.  Ekki má gleyma því að stór hluti þeirra verkamanna sem hér unnu í s.k. uppsveiflu eru farnir til síns heima.

Í sumum löndum í kringum okkur eru kynþáttafordómar tilkomnir vegna bágrar stöðu margra eins og atvinnuleysis og að einhverju leyti skiljanlegir þess vegna, en fáfræði og ótti er meginuppstæða svona skítaviðhorfa.

Mér finnst eins og það þurfi afskaplega lítið til á Íslandi að fólk láti skína í andúð á útlendingum.  Að hún kraumi undir niðri og það þurfi lítið til að rífa hana upp á yfirborðið.

Kynþáttafordómar hafa sýnt sig vera mestir neðst í goggunarröðinni.  Þar sem menntun er ekki til staðar og sjóndeildarhringurinn því afskaplega þröngur.

Ekki er því að heilsa á Íslandi er það?  Erum við ekki nokkuð upplýst þjóð?

Í FF verða talsmenn kynþáttaandúðar æ háværari og þeir virðast ná til nokkuð margra með þessum ljóta málflutningi sínum.

Það fer um mig hrollur þegar ég rekst á skrif sem ala á andúð í garð fólks af öðrum uppruna, eða í garð annarra minnihlutahópa svona yfirleitt.

Það hefur sýnt sig vera stórhættuleg pólitík þar sem afleiðingarnar eru skelfilegar.

Rasismi er ljótt orð og leiðinlegt en ég verð að játa að þessa dagna stingur það upp kollinum æ oftar í hausnum á mér.

Erum við svoleiðis fólk?

Hrollur.


mbl.is Telja eðlilegt að útlendingar séu með lakari laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það er gott að búa í Kópavogi" ekki til í Amríku?

Hvað er að fá greitt í fríðu?

Fyrirsögnin á fréttinni hljómar þannig og ég skil ekki hvar fríðleiki kemur inn í málið.

Er hægt að fá greitt í blíðu, stríðu, fríðu, ófríðu og óblíðu?

Sennilega.

En þeir eru búnir að svipta lögfræðing málflutningsréttindum í Illinois fyrir að taka einkadansa sem greiðslu upp í skuld.

Mér þykir þeir ekki hafa fylgst með fréttum frá Íslandi þessir barbarar í US of A.

Vita þeir ekki að hér á Íslandi er svona súluhangs listgrein?

Að það jaðrar við mannréttindabrot að banna mönnum að kaupa einkadansa og súludansa?

Að það er beinlínis atvinnuofbeldi að meina konum að dingla á stönginni og karlfauskum að slefa yfir viðkomandi snúningi?

Nei, þeir fylgjast ekki með.

Eins gott að "Það er gott að búa í Kópavogi" er ekki staður í Norður Ameríku.

Annars tek ég ofan fyrir Lögmannafélagi Illinoisborgar. 

Þeir eru í þessum rituðum orðum komnir á jólakorta- og partýlistann hjá mér.

Ekki spurning.

Ég er nefnilega dedd á móti konum til sölu.

Upp í skuldir sem og að öðru leyti.

Alexander Gústaf, rólegur og þið hinir líka.

Ekki frelsisræðuna plís.

Gunnar Birgisson hvað?


mbl.is Lögmaðurinn fékk greitt í fríðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er mér nóg boðið

Samkvæmt lögum ber öllum sem verða varir við að illa sé farið með börn, þau vanrækt eða beitt ofbeldi af einhverju tagi, að láta barnaverndaryfirvöld vita.  Það er hin borgaralega skylda og nær til allra, nágranna, ættingja og svo auðvitað yfirvalda af öllu tagi.

Flott að hafa góð lög en andskotans mínus að enginn eða fáir láta sér það til hugar koma að fara eftir þeim.

Mín reynsla (sem er þó nokkur í þessum málum) er að virðing fólks fyrir foreldraréttinum er meiri en virðing fyrir mannréttindum barnanna.  Fólk er feimið við að skipta sér af.

Í þessu ljóta máli sem hér er að koma í ljós hlýtur ábyrgðaleysi umhverfisins að hrópa í himininn.

Þessi börn hljóta að hafa verið í skóla.

Það eru áverkar eftir eggvopn á einu barnanna.

Ofbeldið er ekki ný tilkomið, af hverju hefur enginn komið þessum blessuðu börnum til bjargar?

Eða voru það barnaverndaryfirvöld sem brugðust þar til núna?

Ég vil ekki hafa það að ofbeldi á börnum þrífist á Íslandi.

Ég vil ekki hafa það að foreldri geti gert líf barnanna sinna að helvíti árum saman í friði og ró.

Á dögunum var dómur felldur fyrir norðan þar sem dómarinn sá ekki að rassskellingar og annað ofbeldi væri saknæmt eða hættulegt.

Er í lagi að beita pínulitlu ofbeldi?  Hvenær verður það of mikið?

Á meðan að líkamlegt ofbeldi er leyfileg leið í mannlegum samskiptum, skyldi þá einhvern undra að hlutirnir gangi svona langt.

Þessi frétt hefur sirkabát gert mig óða úr reiði.

Að þetta skuli geta þrifist.

Fjandinn sjálfur bara.


mbl.is Grunur um hrottalegt líkamlegt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Flóttamannavandinn" - vandi hvers?

Eitt stykki hælisleitandi kostar sexþúsundogfimmhundruð krónur á dag.

Menntamálaráðherra kostaði  fimm milljónir minnst vegna dvalar í Kína í x daga.

Smekklegar fyrirsagnir eða hvað?

Væri ekki ráð að reyna að hraða afgreiðslu á málum flóttafólks?  Það myndi valda töluvert minni vanlíðan hjá því og í leiðinni lækka kostnað íslenska ríkisins þar vegna styttri biðtíma.

Flestir hælisleitendur vilja auðvitað komast í vinnu og fara að lifa eðlilegu lífi eins fljótt og kostur er.

Ég hef orðið vör við það eins og sjá má í athugasemdakerfinu mínu við þessa færslu að það kallar á heitar tilfinngar margra ef maður sýnir af sér samúð með því fólki sem hingað leitar vegna þess að því er ekki líft í eigin landi.

En mér er svo nákvæmlega sama um það því ég er á því að við eigum að taka á móti fleiri flóttamönnum hér en við höfum gert enda erum við eftirbátar þeirra þjóða sem við berum okkur saman við.

Ég finn verulega fyrir aukinni andúð á útlendingum í þjóðfélaginu.

Oft er reynt að fela þessa andúðina og fórdómana (óttann) á bak við umhyggju fyrir "vesalings" manneskjunum sem hljóti að eiga svo skelfilega erfitt með að aðlagast.  Jájá.  Mun betra að deyja úr hungri  eða vera hreinlega drepinn heima hjá sér í langburtistan heldur en að komast í var í ókunnu og framandi landi eins og hér hjá okkur.  Á Íslandi er svo helvíti kalt og svo er íslenskan svo fjandi erfið og maturinn tormeltur fyrir "aumingjans" fólkið.

Þá er auðveldara að kljást við þá sem sýna óbeit sína á útlendingum eins og hún kemur fyrir af skepnunni, jafnvel þó að sendi ískaldan hroll niður eftir bakinu á mér.

Skoðun mín á "flóttamannavandanum" sem er auðvitað vandi Íslendingsins sem fær harðlífi af tilhugsuninni um nýja Íslendinga, er kölluð ýmsum nöfnum í athugasemdakerfinu.

Ég er til dæmis kölluð naívisti og femínisti sem eiga að vera skelfileg skammaryrði en hljóma eins og ljúf músík í mínum eyrum.

Ef það er einfeldni að trúa á að fólk sé í eðli sínu gott þá só bí it.

Ég er reyndar ekki enn búin að tengja femínisma inn í þessa umræðu en það er í góðu lagi.

Ég stend föst á minni skoðun. 

Mér segir svo hugur um að ekki muni af veita.

Súmítúðebón.


mbl.is Hælisleitandi kostar 6500 á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjá borginni - minn afturendi

Mér finnst voða krúttlegt að sjá Hönnu Birnu svara í símann í borginni og fyrst var ég alveg; dúllan og sonna.

Svo fór ég að hugsa, (já ég veit það, stór-furðulegt en ég á þetta til þegar minnst varir).

Vildi svona skemmtilega til að blaða- og myndatökumaður móðurblaðsins var á rambi um Símaverið hjá borginni og gengu þar fram á Hönnu Birnu alveg í starfskynningu á fullu?

Auðvitað ekki.  Það tekur krúttlegheitin niður um helling þegar maður fattar að allt svona er sett á svið.

Þetta er ímyndasköpun í beinni útsendingu.

Fjandinn að maður skuli vera orðinn svona kaldhæðinn á gamals aldri.

Það verður erfiðara með hverju árinu fyrir mann að sjá hlutina eins og þeir eru settir upp fyrir mann.

Sama fyrir kosningar, þegar frambjóðendurnir hanga á kaffistofum og í vélar- og pökkunarsölum út um allan bæ en myndu ekki fyrir sitt litla líf koma í námunda við viðkomandi starfsemi á milli kosninga.

Gætuð þið ekki kastað ykkur fyrir björg að sjá t.d. Áddna fjár með fyrstihúsahúfu í innilegum samræðum við pökkunarkonuna?  Alveg intú itt?

Algjört stílbrot.

Mér er alveg sama hvar í flokki menn standa þeir eiga ekki að setja á svið einhver sjónarspil í aumri tilraunastarfsemi sem ætlað er að blekkja fólk.

Steingrímur með sveðjuna á lofti í frystihúsinu, Solla í pípulögnum, Áddni í dósaverksmiðju, Kiddi Sleggja í þvottahúsi og Geir í loðnu er ekki að gera neitt fyrir mig.

Hanna Birna, geðþekk eins og hún er og hún má eiga það, á ekki að vera að svara í símann fyrir blaðamenn.

Hvað varð um spekina úr bókinni um að hægri höndin skuli ekki vita hvað sú vinstri er að bardúsa?

Er ekki gott að halda henni til haga?

Hjá Reykjavíkurborg góðan dag, minn afturendi.


mbl.is Símadama á borgarstjóralaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fautar og fól

Ég segi það satt og lýg því ekki að það fer um mig ískaldur hrollur þegar ég horfi á viðtalið við þennan vesalings fulltrúa lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Hann heitir Eyjólfur Kristjánsson.  Eyfólfur vill nefnilega koma upp lokuðum flóttamannabúðum og setja flóttamenn í gæsluvarðhald meðan mál þeirra eru skoðuð.

Það er sem sagt glæpsamlegt athæfi samkvæmt lögreglunni suður með sjó að vilja koma til Íslands sem flóttamaður.  Gæsluvarðhaldssök - ekkert minna.

Hvern fjandann er þessi maður að boða hérna?

Eyjólfur talar um að það sé óþolandi fyrir fjölskyldurnar á svæðinu að hafa einhverja menn sem mögulega geta verið morðingjar á sveimi í þessu eðla landi.

Ég ætla að leyfa mér að skammast mín fyrir hönd þessa embættis.

Var kúrsinn útlendingatortryggni 101  í lögguskólanum og ef svo er var Eyjólfur efstur á prófi?

Mér liggur við að álykta svo þegar ég hlusta á fulltrúa löggustjórans (og stjórann sjálfan reyndar líka) tala eftir árásirnar á alla hælisleitendurnar um daginn.

Einhver sagði á blogginu eitthvað um að þessar aðgerðir væru löglegar á landinu okkar kæra og þess vegna ætti maður ekkert að vera að fetta fingur út í þær.

Halló, landið er fólkið sem býr í því og ef meginþorri Íslendinga hugsar svona gagnvart fólki í neyð þá er það mér ekki afturenda kært.

En ég veit að flestir Íslendingar eru vænar manneskjur og vilja koma fallega fram við fólk.

Líka flóttamenn og líka þá sem mögulega fá ekki dvalarleyfi.

Þetta er spurning um eðlilega framkomu ekki fautaskap.

Svo tel ég að við þurfum ekki á svona æsingamönnum að halda í löggunni.

Enda dettur mér ekki í hug eitt andartak að þessir tveir sem hér eru nefndir séu einhver summa af íslenskri lögreglu.

Og guði sé lof fyrir það. 


mbl.is Vilja flóttamenn í varðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vildi að ég væri bindishnútur

Tækifærin til að leggjast í þunglyndi koma á færibandi þessa dagana.

Jarðskjálfti í morgun og hamfarir um allan heim gefa ekki tilefni til sérstakrar gleði.

Fjármálaheimurinn er á þvílíkri hraðferð til helvítis að enginn yrði hissa þó fólk yrði flutt í förmum á geðdeildir heimsins.

Bindishnútarnir í heiminum sem eru ábyrgir fyrir fjármálakreppunni keppast við hver um annan þveran að útskýra málið og sjá; þeir hafa ekkert með ástandið að gera, "utanaðkomandi og ófyrirsjáanlegar aðstæður" er glæpasnifsið í málinu.

Það er catch 22 hundalógían sem blívur.

Enginn er ábyrgur þessa dagana.

Ekki Geir, ekki Solla, ekki Áddni og svo yppa allir öxlum og hrista hausinn.

Við almenningur misskiljum bara og náum ekki (sökum heimsku vænti ég) hvað allir eru að fórna sér biggtæm fyrir okkar hönd.

Hundalógían er í hávegum höfð hjá lögreglustjóranum í Reykjanesbæ.

Við skiljum ekki málið, segir hann ábúðarfullur, rökstuddur grunur er fyrir hendi um ólöglegt athæfi hælisleitenda.

Þess vegna má rífa af þeim allt lauslegt. 

Ef einhver hringdi á bjöllunni hjá mér núna frá ríkislögreglustjóra og segði við mig að ég væri grunuð um landráð þá færi ég auðvitað á límingunum vitandi að ég er búin að rappa þjóðsögnin og taka hann í öllum öðrum mögulegum útgáfum og það er bannað með lögum.

Ég myndi spyrja fyrir hvað eins og hvítþvegin engill í andlitinu.

Og þeir væru eins og sprúttsalar í framan og myndu segja mér að það væri rökstuddur grunur um að ég hafi framið voðaverk gegn landi og þjóð.

Ég: Rökstuddur grunur?  Hver er hann?

Þeir: Við látum ekkert upp um það, við verðum að halda heimildum okkar leyndum.

Svo yrði ég sett í bönd, leidd út í Blökku Maríu og látin í svarthol.

Rökstuddur grunur er öflugt vopn í baráttunni við vonda og hættulega fólkið.

Ég vildi óska að ég væri bindishnútur.

Þá væri bókstaflega andskotans ekkert mér að kenna.

Blame it on the weather!

Annars í stuði og ég hjala eins og geðgott smábarn.

Later my friends.


mbl.is Snarpur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þú náðir ekki í mig"

Fannst ykkur fjármálaráðherrann Áddni ekki dúllulegur í réttunum, í góðu djússtuði með fleyginn og svona?

Ég er yfirkomin af hrifningu.  Finnst svo sniðugt að sjá að sumir geta djammað á meðan ljósmæður berjast fyrir laununum sínum.

Lára Hanna hefur tekið saman nýtt myndband um málið og það er nokkuð gott til glöggvunar.

Hér er linkurinn á myndbandið og ég hvet alla bloggara til að skrifa um málið eða setja inn myndbandið hjá sér.

Ég persónulega er komin með upp í háls af kjaftæði og bulli.

ARG


Fasismi og ofsóknir

Það er ekki oft sem maður sér hælisleitendur hér á landi hafa sig í frammi.

En nú er það að gerast og á þessari stundu situr Farzad Rahmanian fyrir utan löggustöðuna í Reykjanesbæ og er í hungurverkfalli vegna þess að lögreglan tók af honum tvöhundraðþúsund krónur.

Hælisleitendur mega greinilega ekki eiga peninga.

Ég veit ekki hvað þessi lögregluárás á fimmtudaginn á að fyrirstilla annað er að sýna fólkinu sem bíður afgreiðslu sinna mála í ljótu húsunum í Njarðvík (sumir árum saman) hver ræður og að það megi brjótast inn á það hvenær sem er telji lögreglan sig hafa "rökstuddan" grun um eitthvað. 

Þá fara þeir tugum saman inn á heimili þessa fólks, brjóta niður dyr og leita í dyrum og dyngjum af einu og öðru.

Peningum þar á meðal.

Við skulum heldur ekki gleyma hundunum ónei, fólkið hlýtur að vera svo ógnvekjandi.

Ef grunur er um að eitthvað misjafnt sé í gangi af hverju er þá ekki farin hefðbundin leið?

Nú er slatti af fólki sem vinnur svart það vitum við öll.

Ég myndi ekki vera mikið heima ef ég væri það - víkingasveitin gæti verið á leiðinni.  Ný vinnubrögð almennt í afgreiðslu mála eða beinist þetta bara að útlendingum?

Og þessi lögreglustjóri þarna er að kafna úr fordómum fyrir utan það hvað hann virðist vera yfir sig sannfærður um eigin mikilvægi, amk. í mynd. 

Löggurnar eru svo í bófaleik.  Verst að leikurinn er ójafn.  Þarna er ráðist inn á fólk sem nýtur greinilega ekki friðhelgi á herbergjum sínum.

Að þessu sinni ætla ég að leyfa mér að kalla þessa lögregluaðgerð famsima með bullandi mannréttindabrotum.

Fasismi og ofsóknir.

Ég veit að það er klisjukennt en ég er ekkert ofsalega stolt af þjóðerni mínu stundum.

Þetta er eitt af þeim skiptum.


mbl.is Hælisleitandi mótmælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband