Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Bræðrabandalög hægri - vinstri
Loksins jákvæð frétt!
Talsmaður Landsbankans segir það út í hött að Bretar fara að rannsaka fall bankanna.
Halló, hvers vegna?
Mikið skelfing vona ég að af þessu verði.
Ég er orðin úrkula vonar um að Íslendingar geti staðið í þessu sjálfir.
Þeir eru allir í helvítis bræðrabandalögum hægri - vinstri.
Jájá, annars róleg bara.
![]() |
Íhuga rannsókn á bankahruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Takk Geir
Sjónvarpið mitt sést nokkuð vel þegar maður situr undir sófaborðinu og horfir á það.
Því miður.
Þar eyddi ég stórum hluta tímans á meðan ég horfði á Geir á BBC í gærkvöldi.
En málið er að það er ekki hægt að eyða lífinu undir borði.
Nú veit ég hvernig tilfinning það er að verða að atlægi á alheimsvísu einnig.
Ég sem hélt að það væri ekki hægt að toppa vanlíðan mína yfir ástandinu á landsvísu.
Takk Geir.
Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Ofsóknir og hatur einn ganginn enn
Iss, hvað er að tímaritinu Time?
Með ofsóknir á hendur Davíð Oddssyni.
Hata hann örugglega, eru að bregða fyrir hann fæti.
Davíð hefur ekkert með fjármálakreppuna að gera.
Hann hefur marg sagt það maðurinn.
Þarf að klippa þetta út í pappa fyrir fólk?
![]() |
Davíð Oddsson á vafasömum lista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Heimurinn er fullur af símum!
Það var góð umræða og oftast málefnaleg við utandagskrárumræðu á Alþingi í dag um efnahagsmál.
Meira um það seinna.
En ástæða þess að ég er að blogga um þessar utandagskrárumræður eru upplýsingar sem komu frá Jóni Magnússyni, hörðum stjórnarandstæðingi svo ég leyfi því að fljóta með, um það sem kom fram í viðtali við Geir á BBC í morgun.
Ég er ekki búin að sjá viðtalið en Jón segir að þar komi fram að Geir hafi ekki talað við Gordon Brown vegna setningu hryðjuverkalagana á Ísland.
Að hann hafi reyndar ekki talað við hann svona yfir höfuð eftir hrun, að mér skilst!
Ég er svo gáttuð. Ég vissi að þeir voru slakir og framkvæmdafælnir í ríkisstjórninni sem frá fór en kommon - þeir hefðu allt eins getað farið í stríð við okkur!
Og enginn lyftir tóli!
Það brennur á þjóðinni að vita hvað varð til þess að Bretar fóru fram gagnvart okkur með þessum hætti.
Hann lyfti ekki símanum maðurinn, endurtek ég eins og biluð plata. Mér finnst þetta svo stórklikkuð staðreynd.
Þetta er grafalvarlegt mál - vítavert dómgreindarleysi af fyrrverandi forsætisráðherra.
Nei, ég skil þetta ekki.
Gæti einhver til þess bær krafið manninn svara, hvers vegna hann lét þetta yfir okkur ganga án þess að lyfta símanum og ganga eftir svörum frá karlfíflinu Brown?
Við eigum rétt á því Íslendingar að fá um þetta upplýsingar.
Geir, phones, phones, the world is full of phones!
![]() |
Jóhanna hringi í Gordon Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Þarf að hrista þessa menn?
Ég var að furða mig á því í morgun þegar ég fylgdist með þingfundi, hvernig stæði á því að sumir Sjálfstæðismenn skuli ekki enn hafa áttað sig á alvarleika þess sem við eigum við að etja, Íslendingar.
Að þeir skuli enn ganga um í sínum vatteraða fílabeinsturni og haga sér eins og þeir séu á málfundaæfingu og komi í pontu milli þess sem þeir snyrta á sér andskotans neglurnar?
Þetta sló mig sérstaklega þegar fyrrverandi heilbrigðisráðherra beindi spurningu til utanríkisráðherra um hvaða Evrópukúrs hafi verið tekinn í nýrri ríkisstjórn.
Rétt eins og skoðanir stjórnar í Evrópumálum (fyrir utan það sem stendur í stjórnarsáttmála) sé það sem íslenskt samfélag stendur og fellur með.
Eins og áttatíu daga ríkisstjórn sé að dúlla sér í Evrópumálunum af því allt annað er í svo fínum farvegi.
Eins og hér ríki bara nokkuð gott ástand í öllum málum og þingmenn hafi ekkert betra að gera en að reyna vera fyndnir í ræðustól.
Annars hafa þeir sérstakt lag á því Sjálfstæðismenn þessa dagana að koma manni á óvart.
Hvar voru þeir þegar allt hrundi?
Hafa þeir ekki heyrt hvað er í gangi í þjóðfélaginu?
Þarf að hrista þessa menn?
![]() |
Tvö hænufet og tvíhöfða þurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
N 1 í formannsslag
Samkvæmt Mogganum okkar allra er Bjarni Ben djúníór einn í formannslagnum.
Ennþá..
Er hægt að vera í slag við sjálfan sig?
Er það nokkurs konar glíma við ekkert?
Ég hefði haldið það.
Það er að minnsta kosti afskaplega rússneskt eins og margt annað í þeim eðla flokki sjálfstæðis.
Bölvað rugl. Hann er réttborinn til embættisins eins og allir vita.
Búmm - pang - hviss og púmm.
![]() |
Enn einn í formannsslag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Hústaka á Hól
Hústökumennirnir á Hólnum sitja sem fastast.
Ennþá...
Annar ætlar að yfirgefa kastalann í júní, hinn kannski aldrei nokkurn tímann, að því er virðist.
En nú er það svo að þetta er ekki í þeirra höndum þó þeir haldi það, ásamt Flokknum sem ól annan og hefur sennilega tekið hinn í fóstur á seinni tímum.
Á morgun kemur nýr dagur (já ég veit það, forspárri en fjandinn sjálfur).
Þá verður nýr þingfundur og á morgun ætla ég að fylgjast með hvort frammíköllin og gelgjustælarnir í prófkjörskandídötum íhaldsins fara þverrandi.
Af því að það er fylgst með grannt með þeim sko, út um víðan völl skilst mér.
En að allt öðru.
Á morgun verður veður, já ég er að segja ykkur satt börnin mín södd og sæl.
Ekki þetta ískalda frostveður sem gerir hárið á manni rafmagnað, svíður í lungun og sprengir á manni varirnar, svo ég tali nú ekki um sprungnar neglur og kalsár á fótum.
Nei það verður rok og rigning.
Er það ekki dásamlegt?
I´m singin in the rain. Lalalalalalala.
![]() |
Vill að Eiríkur hætti strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Fólkið í rykmekkinum
Nú spretta prófkjörskandídatarnir upp í Sjálfstæðisflokknum.
Samt hef ég takmarkaða trú á nýjum fronti flokksins.
Hann er svo jakkafataður út í gegn.
En ég fagna hverjum nýliða í stjórnmálinn, hvar í flokki sem þeir standa.
Þar sem ég í iðjuleysi mínu og meðfæddum skepnuskap stytti mér stundir við að fylgjast með þinginu þá verður mér margt til fróðleiks og skemmtunar og skelfingar reyndar líka, en hér verður ekki farið nánar út í þá sálma.
Hvað eftir annað þessa dagana koma menn (konur) í ræðupúlt þingsins, huldir torkennilegum mekki sem erfitt er að greina þá í gegnum en þegar skýrist í kringum þá vandast málið enn frekar.
Ég hef ekki séð þetta fólk fyrr og tel ég mig fylgjast ágætlega með.
Ég alveg við sjálfa mig: Vá hvað það er mikið af varamönnum inni fyrir íhaldið þessa dagana!
En það er ekki svo - langt því frá.
Mökkurinn mun vera rykmökkur af langri bekkjarsetu á þingstólum án mikillar útlimagleði og kroppslægra framkvæmdakippa.
Ástæðan fyrir að rokið er í ræðustól af elju og baráttuhug er ekki svo mikið málstaðarins vegna sýnist mér, heldur mun það vera prófkjörsbaráttan í Sjálfstæðisflokknum sem nú hefur færst inn á löggjafarsamkunduna.
Enda fullt af fólki eins og mér sem hefur tekið heilagt loforð af sjálfu sér um að láta ekkert fram hjá sér fara ef mögulegt er.
Glápir á þingið eins og væri um ofsalega spennumynd að ræða.
Nú hefur maður verið aðvaraður - þá er eins gott að vera vopnaður.
Ég ætla ekki að verða tekin á sænginni á kjördag. Það er nokkuð ljóst.
En þingmenn íhaldsins sem kvörtuðu stöðugt yfir málgleði stjórnarandstöðu og hafa gert s.l. 17 ár, eru nú á vaktinni.
Ekkert mál er svo smátt, svo ómerkilegt að þeir vilji ekki hafa um það orð.
Kosningar kalla fram hluti hjá fólki.
Alls konar hluti.
Súmítúðelásíbón!
![]() |
Býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Ekkert betra að finna?
Nú get ég ekki annað en skellihlegið, mitt í allri kreppunni og biðinni eftir að Framsókn fari að gera vinnu nýrrar ríkisstjórnar framkvæmdafæra og hætti að draga lappirnar.
En þetta er brjálæðislega fyndið - nú eða sorglegt ef fólk er ekki enn búið að átta sig á að við búum við afskaplega knappt lýðræði.
"Bannað að vera með læti á almannafæri" sendur í bleðli sem löggan dreifir til Búsáhaldabyltingarsinna fyrir utan Seðlabankann.
Halló, vinna á Alþingi var stöðvuð og stjórnin féll undir áslætti byltingarsinna við húsið dögum saman!
Engum datt þessi viska í hug á meðan það gekk yfir.
Hvaða snillingur dró þessa reglugerð upp?
Það er svo margt bannað ef út í það er farið.
Það er bannað samkvæmt gamalli reglugerð að vera úti á götu á nærbolnum. Ha!
Hvernig ætlar löggan að sansa þetta ákvæði með hávaðann í miðbænum um helgar, t.d. þegar fer að vora og ekki stendur steinn yfir steini þar vegna fólks í alsherjar vímufögnuði sem kemur þar saman?
Við vitum líka að það er bannað að pissa á almannafæri, löggan tók rispu í því í fyrra og sektaði mígandi menn í miðbænum en svo var það búið.
Bannað að vera með læti á almanna færi!
Fannst virkilega ekkert betra en það?
Grátið mér stórfljót!
![]() |
Sturlu bannað að þeyta lúðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Smá Óli - meiri framsóknarmennska
Ég heyrði upptöku af samtali þýska blaðamannsins við ÓRG á RÚV í gær.
Óli sagði ekki að Íslendingar ætluðu ekki að borga.
Alls ekki.
Hvað um það, hann er tjáningarglaður forsetinn.
Kannski ætti hann að leyfa Dorrit að sjá um PR-ið.
En að öðru og alvarlegra máli.
Ég held að Seðlabankafrumvarpið komist ekki í gegn fyrir kosningar.
Ég held að Framsóknarflokkurinn ætli sér að bregða fæti fyrir frumvarpið.
Þrátt fyrir meikóver í aldri og nýju fólki virðist allt vera við það sama hjá bændaflokknum.
Framsókn er á bullandi mikilvægisfylleríi, stjórnin lifir eða deyr með þeirra vilja.
Þeir eru innstungan í öndunarvélinni.
Nú setja þeir fyrir sig menntunarkröfur sem gera á til nýja Seðlabankastjórans.
Það er of þröngt skilgreint að hann skuli vera með meistarapróf í hagfræði.
Japl, jamm og fuður.
Látum okkur sjá...
Það má bæta við prófi á mjólkurvélar,
nú eða viðskiptafræði..
eða þá lögfræði..
þá erum við kominn hringinn.
Og afdankaðir Framsóknarmenn geta fengið djobbið.
Ég mun fylgjast vel með.
Látið ekki blekkjast af nýjum umbúðum gott fólk - ef það er það eina sem hefur breyst og gamli valdaflokkurinn hangir hinum megin við hornið og sætir færis.
Þ.e ef sú er rauninn. En við skulum láta þau njóta vafans örlítið lengur.
![]() |
Skapstóri forsetinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr