Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Bandsjóðandi reið
Ég er gargandi ill eftir að hafa hlustað á Atla Gísla í Silfrinu.
Hann talar nefnilega mannamál og ég skil nú betur en áður hversu illa við höfum verið rænd af auðmönnum í boði stjórnvalda auðvitað.
Atli talar um að það eigi að setja þennan hóp (ca. 40-30 manns) á válista og bankarnir (okkar) eigi ekki að skipta við þá.
Halló - er það ekki þegar inni í myndinni?
Það hélt fíflið ég.
Í þau skipti sem maður hefur verið of seinn að borga, farið yfir á kortinu eða gert annað andbankalegt í fjármálunum sínum í gegn um árin hefur maður svo sannarlega verið látinn borga og blæða.
Og hafa mínar syndir ekki miklum sköpum skipt fyrir aðra en "yours truly".
Ég er ekki að kvarta - finnst sjálfsagt að fólk sé lamið til fjármálahlýðni með refsingum, dráttarvöxtum og öðrum bankafærum aðgerðum, svo fremi að sanngjarnar séu.
Maður skyldi ætla að þetta næði yfir alla viðskiptavini bankanna. Sömu reglur fyrir JJonna og Júlíus
En af hverju í andskotanum er ekkert að gerast í þessum málum?
Hvernig væri að frysta eigur þessara manna?
Ójá, hvernig læt ég? Það væri mannréttindabrot offkors.
Djöfuls kjaftæði, það er búið að fremja mannréttindabrot á okkur almenningi og við eigum að borga og brosa.
Við borgum ekki - ég sverða, nema að þetta lið sem var svo hálaunað vegna mikillar ábyrgðar í starfi (góður) druslist með eigur sínar hingað og lágmarki skaðann.
Ég er bandsjóðandi reið get ég sagt ykkur.
![]() |
Útrásarvíkingana á válista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Flottasti blaðamaðurinn "okkar"
Stundum hitta verðlaun í mark.
Svo fáfengileg sem þau oft eru þá finnst mér að þessi verðlaun hljóti að vera eftirsóknarverð.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er frábær blaðamaður, hún á þetta svo sannarlega skilið.
Mér finnst ég eiga smá í henni af því hún er á Mogganum.
Það er auðvitað eitthvað að mér, tel mig yfirleitt ekki eiga neitt sameiginlegt með þeim miðli.
Múha.
Ég man þegar Steingrímur Sævarr rak Þóru Kristínu.
Þá varð ég hissa.
Mikið má Stöð 2 snæða hjarta og önnur innyfli vegna þeirrar ákvörðunar.
Ég er hins vegar að gæta tveggja afkomenda minna.
Jenný Una og Hrafn Óli eru í pössun af því foreldrar þeirra eru á "ballett", að sögn Jennýjar.
Ballett mun vera ball.
Vér óskum þeim góðrar skemmtunar.
Ég er hins vegar úrvinda - hvernig gat ég verið með þrjú hérna í denn?
Úff, amman og afinn farin til kojs.
Til hamingju aftur Þóra Kristín.
![]() |
Þóra Kristín blaðamaður ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.2.2009 kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Eyjan að verða eyland?
Ég er ekki sú eina sem er nánast hætt að lesa eyjuna.
Hún er að verða það sem ekki á að verða hægt að vera - andskotans eyland.
Þessi uppáhaldsfrétta- og bloggvefur undirritaðrar er nú á hraðri leið með að breytast í kosningaáróðursvef fyrir fullt af fólki.
Sem blogga til að prófkjörast.
Nú eru allir sótraftar á sjó dregnir og þeir hafa tekið land á hinni fyrrum ágætu eyju.
Reyndar eru Egill og fleiri eðalbloggarar enn þess virði að maður lesi en það er óþolandi að það verður vart þverfótað fyrir baráttubloggum. Mig á 1. 2. og 3.!!
Svo eru það bloggararnir annars staðar sem eru á leiðinni í pólitíkina og ætla í forvöl eða prófkjör.
Nú ætla ég að móðga þá en skítt sama, ég vil bara að fólk viti hvar það hefur mig.
Ekki - og ég meina ekki, senda mér pósta og skilaboð um nýja áróðurspistla og benda mér á að lesa.
Það er vísasta leiðin til að ég eyði þeim og lesi ekki orð.
Ég er líka fúl yfir skorti á nýliðun hjá flokkunum.
Þetta er að stórum hluta fólk sem er búið að vera í hlutverkum innan flokka í langan tíma.
Sem er fínt - en hvar er nýja fólkið?
En fyrirgefið mikið skelfing er mikið af flottum konum hjá VG.
Jess ég held að ég muni kjósa VG nema eitthvað óvænt komi uppá.
Svo óska ég Geir Haarde og fjölskyldu hans velfarnaðar í veikindabaráttunni sem framundan er.
Jabb, ekki fleira í bili.
![]() |
Geir gefur ekki kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 20. febrúar 2009
Er ekki komið nóg?
Greiðslustöðvun Kaupþings framlengd.
Gott fyrir skilanefndarmennina, eru þeir ekki með tuttuguogfimmþúsund á tímann fyrir hvert viðvik?
Ég sé fyrir mér gapastokk í hillingum á Austurvelli.
Eða myndi sjá ef ég hefði trú á ofbeldi.
En ég var að lesa þetta inni á dv.is
Tveir skilanefndarmenn fóru til Bangalor á Indlandi fyrr í mánuðinum til að meta eignir.
"Samkvæmt tölvupóstunum lagði sá starfsmaður skilanefndar Kaupþings sem skipulagði ferðina mikla áherslu á að skilanefndarmenn dveldu við góðan kost. Mælir þú með hóteli fyrir okkur í Bangalor. Ég vil helst eitthvað í allra besta flokki ef þér er sama. Hversu mikinn tíma þurfum við þarna fyrir fundina og ef við viljum koma við á báðum svæðunum? Ég yrði þakklátur fyrir að dagskráin yrði í háum gæðaflokki. Hvorugur okkar hefur verið þarna þannig að við verðum að leggja traust okkar á þína dómgreind,
Þetta er fólkið sem á að gæta hagsmuna bankanna sem íslenska þjóðin fékk í fangið eftir að auðmennirnir voru búnir að blóðmjólka þá.
Finnst einhverjum þetta í lagi?
Út með þetta fólk.
Svo er til háborinnar skammar ef þessi verkefnataxti er réttur.
Við þurfum að borga brúsann fyrir gróðærissukkið við almenningur.
En er virkilega ekki komið nóg af siðleysi og græðgi á okkar kostnað?
Mér sýnist partíið enn vera í fullum gangi.
![]() |
Greiðslustöðvun Kaupþings framlengd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Þeir geysast fram gúbbarnir í flokknum eina
Heiða vinkona mín er greinilega að hugsa á svipuðum nótum og ég.
Pétur Blöndal ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri fyrir FLOKKINN!
Skrýtið, ég heyrði hann nefnilega tala á Alþingi um hversu ömurlega vanþakklát starf þingmannsdjobbið væri, þegar verið var að ræða eftirlaunaafnámið í fyrradag.
Hann talaði um allt umtalið á bloggsíðum.
Um umtalið úti í bæ.
Djöfuls skítadjobb fannst honum þó hann segði það ekki nákvæmlega svona.
Sama sinnis er Kristinn H. Gunnarsson, óánægjuþingmaður í Frjálslynda.
Þar sem ég hef legið yfir þinginu eftir stjórnarskiptin þá hef ég fylgst með KHG og hann er alltaf ósammála.
Hann þarf örugglega að leita eins og brjálæðingur á hverjum morgni eftir nýjum flötum á hverju máli sem tekið er fyrir í þinginu til að finna eitthvað til að setja út á.
Ég hafði samúð með Kristni þegar þeir voru að veitast að honum í Frjálslynda en nú býð ég eftir að hann tilkynni að hann gefi ekki kost á sér meir.
Af því þetta er ömurlegt starf, illa launað og vanþakklátt.
Annars ætti KHG að fara í Sjálfstæðisflokkinn eins og hinn órólegi þingmaður Frjálslyndra, Jón Magnússon gerði í gær.
Mér sýnist KHG vera smávegis á sjálfstæðissíðuna.
Jájá, eins og mér finnst og rétt er (Hildur Helga, ég sagði þér að ég myndi nota þennan).
Later!
![]() |
Pétur Blöndal sækist eftir 2. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Bíða, skoða, drolla og hangsa
Var einhver hissa á að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki tilbúinn í persónukjör í næst komandi kosningum?
Ekki ég.
Bíða, skoða, drolla og hangsa einkennir vinnubrögð íhaldsins og hefur gert lengi.
Svo er auðvitað best að breyta sem minnstu, allt of mikið í húfi að riðla kerfinu.
Steingrímur J. segir ásetning ríkisstjórnarinnar að koma málinu áfram þannig að við getum þá valið fólk af listunum í vor.
Frábært.
Jabb. Við sjáum til.
![]() |
Vinna áfram að persónukjöri þótt ekki náist sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Beðið við símann?
Sjálfstæðismönnum er meinilla við forsetann svo ég kveði ekki fastar að orði.
Þessu með greinina hans Eiðs geta þeir ekki sleppt.
Nú vilja Sjálfstæðismenn í utanríkismálanefnd fá formann nefndarinnar til að óska eftir upplýsingum frá forsetaembættinu og undanríkisráðuneytinu í tilefni af grein Eiðs Guðnasonar, fyrrverandi sendiherra í Mogganum.
Sko, Sjálfstæðismenn telja sig réttborna til flestra embætta sem fengur er í þessu þjóðfélagi (til að fyrirbyggja misskilning, sem þeim þykir fengur í, svona vegtylluplebbismi).
Þeir eru því búnir að vera friðlausir síða ÓRG var kjörinn forseti.
Því miður er ÓRG að leggja þeim upp í hendurnar alls kyns ástæður til að hamast og djöflast.
Óli farðu að hegða þér.
Ég skil vel að íhaldið vilji fremur velta sér upp úr forsetanum en sjálfum sér þessa dagana.
Eftir sautján ára valdasetu íhaldsins við kjötkatlana sem þeir toppuðu svo með að sitja lamaðir hjá meðan þjóðarskútuna rak stjórnlausa fyrir vindi, þá er útlitið ekki fagurt og ábyggilega hundleiðinlegt og laust við glamúr að horfast í augu við sjálfan sig.
Þess vegna má ólátast yfir öllum fjandanum, svo fremi það hafi ekki með þjá sjálfa að gera.
Af hverju hringir þetta fólk ekki í Eið.
Hann hlýtur að bíða við símann.
![]() |
Óska skýringa á grein Eiðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Óskar; borga og kveðja
Það var merkilegt að horfa á Óskar Bergsson í Kastljósinu í gær.
Hann var svo rosalega 2007.
Honum var fyrirmunað að sjá að það væri eitthvað athugavert við að láta reykvískan almenning borga fyrir vín og meððí fyrir flokksbræður hans úr öðrum sveitarfélögum.
Þóra Arnórsdóttir reyndi hvað hún gat að fá hann til að skilja hvers vegna fólki gæti mögulega fundist eitthvað að þessu bruðli í kreppunni og Óskar náði ekki málinu.
Hann var hins vegar æstur í að fá að halda kosningaræðu um sjálfan sig og íhaldið í borginni, hversu sparsöm þau væru, búið að lækka laun og allt.
Siðlausum stjórnmálamönnum er ekki hægt að leiða neitt fyrir sjónir.
Framsóknarmennska af gamla skólanum, sem finnst örugglega í öllum flokkum ef grannt er skoðað, er eða á að vera liðin tíð.
En þarna í borginni má sjá hvað gerist þegar lítill flokkur með lágmarks fylgi kemst til valda, þökk sé íhaldinu og hegðar sér svo eins og olíufursti með fjármuni almennings.
Ég bið fólk að hafa þennan möguleika í huga þegar það gengur til kosninga í vor.
Ég vil ekki sjá lamaðan og fylgislausan flokk leiddan til áhrifa í landsmálunum.
Óskar, segðu af þér og borgaðu nótuna.
Hér má verða vitni að siðlausum Óskari Bergssyni.
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Stolnu fjaðrirnar
Frá því í október var ríkisstjórn Geirs Haarde á humm og hugs stiginu.
Fjórir mánuðir af engu á meðan þjóðarskútan marraði í hálfu kafi.
Aðgerðir létu á sér standa, almenningur beið í ótta og spennu og leyndarmálin hrönnuðust upp.
Nú er komin ríkisstjórn sem er að vinna.
Hvert málið á fætur öðru er í áþreifanlegri vinnslu, sum þegar komin til framkvæmda.
Þetta þolir Sjálfstæðisflokkurinn illa.
Enda er flokkurinn enn ekki búinn að átta sig á að almenningi er slétt sama hver gerði hvað, hver á hvað og hverjum telst til tekna og hverjum ekki.
Við étum ekki ferilsskrá stjórnmálamanna og við förum ekki og borgum með henni í apótekinu heldur.
Ögmundur er búin að afturkalla Jósefsspítalaruglið.
Svo við förum ekki út í verð á lyfjum til atvinnulausra, barnafjölskylda og svo framvegis.
Þá kemur frasinn með stolnu fjaðrirnar. Er verið að safna í kodda? Eða er skortur á líkingarmáli að hrjá Sjálfstæðisflokkinn?
Þetta er beinlínis bráðfyndið og hvað er nauðsynlegra nú á dimmum dögum en einmitt broshvetjandi atvik.
Ríkisstjórnin er á þriðju viku, þeir gera og græja eins og fólk í akkorði enda liggur líf við.
Eftir sitja ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og hafa það eitt sér til dundurs að hlúa að særðu egói sínu í ræðustól á Alþingi, nú eða í prinsessuviðtölum á Mogganum.
Það má kannski benda þeim á að í hvert sinn sem þessar þeir opna á sér munninn þessa dagana þá kemur það beint í andlitið á þeim aftur.
Ég minni á AGS og Geir Haarde (kast).
Stolnar fjaðrir - meira ruglið.
Hverjum er ekki sama?
![]() |
Skreytir sig með stolnum fjöðrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Æ, æ, æ
Áts, hvað þetta er pínlegt!
Fyrst var það Hard talk to Haarde!
Það er ennþá í manni hrollurinn.
Svo kemur Geir dúllan í ræðustól þingsins, það er þungt í honum og það eru hafðar uppi ásakanir á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um að hún sé að ljúga að þingi og þjóð.
Maður er með bréf upp á það frá innanbúðarmanni og nánum vini í AGS.
Púff, allt upp í loft - ekki steinn yfir steini. Ésús minn sæll og saddur hvað þetta var misheppnað stönt.
Jóhanna var auðvitað að segja satt.
En Geir þú hinn seinheppni..
er ekki lag að biðjast afsökunar á þessu frumhlaupi?
Hvernig er hægt að vera svona "óheppinn"?
Kona spyr sig.
![]() |
Davíð og dularfulla bréfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2988595
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr