Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
KÁRAHNJÚKAHEILKENNIÐ
Hver ætlar að taka á sig ábyrgðina á framkomu Impregilo á Íslandi? Þorsteinn Njálsson, yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Kárahnjúkum segir að listi með nöfnum 180 starfsmanna Impregilo sem veikst hafa á síðustu vikum, hafi verið tekinn af skrifborði hans af starfsmanni heilsugæslunnar (á launaskrá hjá Impregilo)sem hafi svo afhennt hana sínum yfirmönnum. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður fyrirtækisins segir ekkert óeðlilegt við þetta. Það þarf sérstaka manngerð til að tala fyrir fyrirtæki eins og Impregilo.
Hvað varð um trúnaðinn milli læknis og sjúklings? Þorsteinn segir réttilega að sjúkdómsupplýsingar og kennitölur hafi ekkert að gera í hendurnar á fyrirtækjum.
Það er ekki mikið manngildið þarna austur að Kárahnjúkum.
![]() |
Starfsmaður heilsugæslu afhenti Impregilo lista yfir veika starfsmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
GÆSAHÚÐ DAGSINS..
..gefur afródans Búss sem Mbl. segir að geti orðið efnilegur dansari!!! Sjáið myndband með frétt. Maðurinn hefur svo þokkafullar hreyfingar, limamýktin og rythminn er með ólíkindum. Bússi fer beint í ballettinn eftir forsetakosningarnar.
Án gríns. Það sem fólk þarf að leggja á sig í listaheiminum til að vekja athygli á góðum málefnum. Úff barasta.
![]() |
Bush sýndi afrískan dans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
ÉG ER FRJÁLS!!
Ég er búin að segja mig úr þjóðkirkjunni. Ég geri það vegna þess að þar á bæ er munur á Jóni og sr. Jóni. Samkynhneigðir eru Guði ekki næganlega þóknanlegir samkvæmt yfirgnæfandi meirihluta þessarar samkundu og fóstbræðralags hinna trúuðu. Ég geri það vegna þess að ég vil lýsa yfir stuðningi við málstað samkynhneigðra og líka vegna þess að ég á vini og vinkonur í þessum hópi. Síðast en ekki síst geri ég það af því að mér er meinilla við mannréttindabrot hvaða nafni sem þau annars nefnast. Ég er sandkorn í eyðimörkinni og breyti ekki gangi mála svona ein og sér en þessi aðgerð er í mínu valdi og eins og með kosningaréttinn og því eina atkvæði sem ég hef til ráðstöfunar, nýti ég mér hann að sjálfsögðu.
Fyrir þá sem vilja ekki lengur vera í kirkjupartíinu þá er farið inn á thjodskra.is og í eyðublöð. Það er prentað út og útfyllt, sent eða faxað til Hagstofunnar.
Í dag geng ég í Ásatrúarfélagið (segi sonna). Nebb ætla að vera utan trúflokka. Minn Guð rekst illa í flokkum.
Síjúgæs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
BULLANDI SIGLING HJÁ VG
Það er gleðilegt fyrir okkur vinstri-græn að sjá niðurstöður könnunarinnar sem Stöð 2 birti í gær úr Reykjavík suður. VG tvöfaldar fylgi sitt samkvæmt henni og tekur mann af Framsókn. Þennan eina sem þeir hafa. Sjálfstæðisflokkur dalar og eini flokkurinn sem er á uppleið er VG.
Kannanir eru ekki úrslit en ef svo heldur fram sem horfir þá stefnir í sigur okkar VG þ. 12. maí. Þá verður nú gaman að lifa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
SUBBUATHUGASEMDIR
Ég ákvað þegar ég fór að fatta hvernig bloggið virkaði að ég myndi hafa opið hjá mér fyrir allar athugasemdir þangað til eitthvað það kæmi í ljós sem fengi mig til að endurskoða þá ákvörðun. Ég hef bloggað í rúma tvo mánuði og aldrei þurft að hugsa um að loka á einhvern eða taka út eina einustu athugasemd þó oft hafi það komið fyrir að fólk hafi orðið kjarnyrt nokkuð þegar það hefur ekki verið sammála.
Ég hef hins vegar tekið eftir því hjá sumum bloggurum að þeir hafa fengið yfir sig fádæma sóðaskap og þurft að loka bæði á óskráða notendur og einstaklinga. Sérstaklega eru það konur sem í þessu hafa lent. Konur sem hafa skrifað um pólitík og feminisma. Ég skil þær skelfilega vel.
Í dag hef ég lokað á tvo einstaklinga. Annar var svo sem ekki með neinar alvarlegar meiningar. Var mynd- og nafnlaus og var að skamma mig fyrir hvernig ég flokka í undirflokka og var að tuða eins og reglugerðarlögregla þannig að ég nennti ekki að standa í þessu við einhvern þykjustupersónuleika sem ég veit engin deili á. Ég tók þó tillit til þess sem viðkomandi sagði um flokkunina. Ég vinka skrifaranum héðan.
Hinn síðari skrifaði ískyggilega meiðandi og orðljóta athugsemd undir pistilinn minn um ákvörðun kirkjuþings í dag að gefa ekki samkynhneigða saman í hjónaband. Ég veit að þetta er viðkvæmt efni og allir ekki sammála. Það er bara í góðu lagi. En annan eins viðbjóð eins og þessa athugasemd hef ég ekki séð á blogginu. Áhrifin voru þau að fyrst langaði mig að hætta að blogga. Drímon gamli jálkur auðvitað geri ég það ekki. En mér varð óglatt og fannst eins og það væri vegið að mér úr launsátri. Ég ætla ekki að skrifa nafn þessa manns hér og gefa honum ókeypis auglýsingu en hann var óskráður.
Úff það verður að taka slæmt með góðu og hér með lýsi ég því yfir að allir sem fara yfir velsæmismörk í orðavali í mínu athugasemdakerfi verða bannaðir og fjarlægðir med det samma. Það geri ég af mikilli gleði. Og nei það er ekki skortur á virðingu fyrir málfrelsi. Klám er bannað með lögum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Á MORGUN SEGI ÉG MIG ÚR ÞJÓÐKIRKJUNNI
Núna er ég svo bullandi reið að konan á myndinni hjá mér er háheilög madonna í samanburði við þá vonsku sem ólgar í mér. Ég segi mig úr þjóðkirkjunni á morgun og húsbandið sagði að það lægi við að hann skrifaði sig inn í þessa aumu stofnun bara til að geta gengið úr henni samstundis aftur.
Ég vonaði svo innilega að þessir sjálfskipuðu umboðsmenn Guðs á jörðinni myndu nú sýna alvöru kristilegt hugafar og ákveða að kirkjan myndi viðurkenna og framkvæma hjónavígslu á samkynhneigðum. Ó nei ekki. Eftir að hafa horft á Þingvallageir í Kastljósinu áðan þar sem hrokinn skvettist af honum og skinheilagleikinn líka þá ákvað ég að mig langaði ekki lengur til að tilheyra þessum vafasama félagsskap sem þjóðkirkjan greinilega er. ´
Það misbýður réttlætiskennd minni að allir menn skuli ekki vera jafnréttháir innan kirkjunnar. Ég hélt að við værum öll jöfn fyrir Guði. Ég stórefast um að það sé mikið af Guði í þessum félagsskap presta og preláta. Minn Guð er kærleikur og gerir sér ekki mannamun.
Arg..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
AÐ KOMAST Á TOPPINN Á MOGGABLOGGI
Ég er svo gamaldags að ég átti í verulegu basli með að sættast við að setja þessa klúru mynd í færsluna mína en lét slag standa. Nú ég las á blogginu hans Tomma bloggvinar míns að nú væri Ellý Ármanns komin á topp 1 á vinsældalista Moggabloggs. Ég fór nottla og tók þetta út því þetta eru svei mér fréttir. Sigmar, bráðskemmtilegur sem hann er, hefur lotið í lægra haldi fyrir sjónvarpsþulunni sem á þann undarlegasta vinkvennahóp sem um getur. Þær fá flatlús, eru með giftum mönnum í hádeginu, eru kynlífsfíklar og finnst röddin í Bjögga Halldórs ógisla sexý ofl. ofl. Ég les stundum pistlana hennar og get hlegið mig máttlausa. Ellý ætti að opna stofu og taka fólk í meðferð. Vinkonur hennar eru upptættar á sálinni það veit trúa mín.
Nú Sigmar er ekki nándar nærri eins lostafullur í bloggi sínu. Hann skrifar um hversdagslega hluti. Sú staðreynd að hann er snilldarpenni og með launfyndnari mönnum er auðvitað hvergi nærri nóg.
Hm.. ég verð að panta tíma hjá Ellý og reyna komast yfir það að tilheyra ekki hinni frjálslegu kynslóð titrara og eggjanotenda sem á lostafulla dótakassa sem mér er sagt að séu bráðnauðsynlegir á hvert heimili. Aðeins þannig á ég von um að komast einhvern tímann á top 10.
P.s. Ég gúgglaði á kynlíf. Á síðu 2 kom upp mynd af Ellý! Nema hvað!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
OPINN Í BÁÐA?
Ég ætlaði nú ekki að vera með tvíræðni hérna í pistlinum en sá eftir að ég byrjaði að skrifa að fyrirsögnin gæti orkað tvímælis. Ég læt hana standa því þegar ég las meðfylgjandi frétt finnst mér eins og biskupinn okkar sé eins og Framsóknarflokkurinn, opinn í báða enda. Hann slær úr og í og ekki er nokkur leið að draga nokkra ályktun á skoðun hans varðandi hjónabönd samkynhneigðra eftir lestur fréttarinnar. Biskupinn viðurkennir vissulega að verklag kirkjunnar þyki varfærið og fálmkennt. Hvað er þá málið? Getur kirkjan verið þekkt fyrir "fálmkennd" vinnubrögð? Nú er prestastefna og lag að breyta. Af hverju er kirkjan að vafstra með þetta mál? Er það ekki þeirra að kippa réttindum samkynhneigðra til hjónabands í liðinn. Að fólk skuli ekki geta fengið kirkjulega vígslu ef það æskir þess er náttúrulega bara mannréttindabrot. Ég myndi taka ofan fyrir þessu prestabræðralagi ef þeir hoppuðu inn í nútímann. Arg.. hvað ég verð pirruð yfir þessari hugsanavillu sem sendir þau skilaboð til samkynhneigðra að þeir séu eitthvað verri manneskjur en annað fólk.
Amen.
![]() |
Biskup segir skiljanlegt að verklag kirkjunnar þyki varfærið og fálmkennt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
FER DORIS Í NEBBANN LÍKA?
Ég læt andrei hjá líða að blogga um Keith þar sem hann er einn af mínum uppáhalds, verandi í Stones. En maðurinn er bóksataflega alltaf í fréttum. Nú vegna þess að mamma Doris var að deyja s.l. helgi. Keith sat við rúmstokkinn hjá mömmu síðustu dagana. Doris var 91 árs þegar hún dó.
Nú er bara að bíða spenntur. Fer mamman líka í nebban á stráknum? Ásamt einhverju hvítu ógeðisdufti sem heitir kókaín. Hann fer nú varla að mismuna foreldrunum strákurinn? Ha??
![]() |
Rokkaramóðir látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
HIN KATÓLSKA KVENNAKÚGUN
Þeir toppa sig sífellt í Vatíkaninu á sjálfum heimavelli katólskunnar. Innan þeirrar kirkju hefur viðgengist aldagömul kvennakúgun og barnamisnotkun eins og nýleg dæmi frá Bandaríkjunum sanna. Konum hefur verið haldið niðri með ofbeldi, að fá ekki að skilja, mega ekki nota getnaðarvarnir né hafa umráðarétt yfir líkama sínum. Heimilisofbeldi á meðal katólskra á Írlandi er gífurlegt vandamál svo einhver dæmi séu tekin.
Næst æðsti embættismaður kenningakerfisins í Vatikaninu fór í dag hörðum orðum um hjónabönd samkynhneigðra og segir þau vera af hinu illa. Fóstureyðingar eru persónugert hryðjuverk segir þessi frómi kirkjunnar maður einnig.
Þessar kenningar og álit Vatíkansins eru slæm fyrir alla. Konur og karla. Það er erfitt að trúa því að þetta viðhorf sé ráðandi hjá svo valdamikilli stofnun sem Katólska kirkjan er árið 2007. Mér verður hálf illt við að lesa þetta.
![]() |
Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 2988351
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr