Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 20. júní 2007
Á SKAGASTRÖND, JESÚS MINN
Ef ég væri atvinnulaus og þess vegna á bótum yrði mér illa uppsigað við þá hjá Eflingu stéttarfélagi. Skattkort bótaþega eru geymd á Skagaströnd og þeir geta ekki útskýrt hvers vegna. Er ekki í lagi hjá fólki, stór hluti atvinnulausra eru á stór-Reykjavíkursvæðinu. Í fréttinni segir:
"Margir spyrja í afgreiðslu Eflingar hvort það sé ekki rétt að flestir hinna atvinnulausu séu á höfuðborgarsvæðinu. Svarið er jú. Það er rétt. Hvað eru skattkortin okkar þá að gera á Skagaströnd? Svarið höfum við ekki því að það er ekkert skynsamlegt svar til sem gengur ekki þvert á dómgreind hins almenna manns. Við bendum hins vegar þessu forviða fólki á að hafa samband við Vinnumálastofnun sem mótaði þessa fráleitu stefnu um að færa þjónustuna við fólkið sem lengst frá fólkinu sjálfu." Efling vonast eftir að nýr félagsmálaráðherra breyti þessum vinnubrögðum."
Sniðugt og svo krúttlegt eitthvað. Skattkortin á Skagaströnd svo má stimpla sig í Hveragerði og vera sendur í vinnu á Siglufirði. Um að gera að láta þetta atvinnulausa lið hafa fyrir krónunum. Hvernig væri að láta bréfdúfu í stimplunina og allan pakkann bara?
Hehe
![]() |
Skattkort geymd á Skagaströnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 20. júní 2007
ELDHÚSIÐ Í GÆR
Ég er eldhúskona að upplagi. Ekki svo mikið húsmóðurlega heldur líður mér vel í eldhúsum. Sérstaklega þessum stóru með nógu tjillplássi. Að sitja og lesa í eldhúsinu er bara toppurinn og ef ég fengi einhverju ráðið þá færu allir mínir gestir beint þangað og héngu yfir mér á meðan ég sýsla þar. Ég var ansi mikið í eldhúsinu í gær, svona seinnipartinn. Saran mín, mamma Jenny, var með matarboð fyrir tónlistarfólkið sem er að spila með pabba Jenny, honum Erik Quick (spiluðu í Kastljósinu í gær) og það átti að elda læri að hætti mömmu, frá a-ö. Sara var sein, ég var u.þ.b. að fá taugaáfall þegar hún loksins var búin að setja lærið inn. Fyrirmæli voru gefin og það liðu 10 mínútur og aftur var hringt. Saran á því að láta þetta ekki klikka. Reyndar er stelpan mín fínn kokkur en ekki alveg vön að vera með stórsteikur. Svo kom að kartöflurétti og sósu.
"Hvað mikinn gráðost mamma?"
"æi svona sæmilega þykkan bita"
"hvað kallarðu sæmilega þykkan bita, svona hálfan ost?"
"nei, nei Sara mín, róleg, svona helminginn af hálfum væri nærri lagi"
"en hvað fer mikið af pipar?"
"eftir smekk"
"eftir hvers smekk? Þínum eða mínum?"
Allavega ég eldaði í fyrsta sinn gegnum síma í beinni og maturinn tókst stórkostlega vel. Á eftir var ég orðin ansi lúin og tók heimaleikfimina Í ELDHÚSINU AUÐVITAÐ á meðan ég steikti fiskinn.
Þarna fenguð þið innsýn í mitt "hektiska" eldhúslíf. Síjúgæs!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 20. júní 2007
SVO SORGLEGT
Með þessa ungu konu sem lést á LSH í nótt. Það er bara að votta aðstandendum hennar samúð og vona að svona geti ekki gerst aftur inni á spítala.
Þetta er bara svo hryggilegt.
![]() |
Dauðsfall sjúklings á LSH til rannsóknar hjá lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 20. júní 2007
OG ALLT TEKUR ENDA UM SÍÐIR
Mogginn er kominn með bláan haus aftur, stjörnuspá Steingeitarinnar er að venju frámunalega hallærisleg og bleiku færslunar mínar munu ekki birtist fyrr en 8. mars á næsta ári. En þetta var flottur kvennadagur sem ég eyddi að mestu í að blogga, fara til læknis og bíða þar von úr viti áður en ég komst að. Ég var með bleika tösku. Mitt statement fyrir daginn. Ég er ekki kona sem klæðist bleiku, það er bara svo mikið ekki ég.
Höfuðverkurinn herjar á mig og húsbandið. Flensa í gangi. Æi veit ekki. Það er allavega kominn nýr dagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 19. júní 2007
OG ÞÆR BLEIKU HALDA ÁFRAM
Tillaga frá Vinstrihreyfingunni grænu framboði um að setja á stofn samráðshóp til að kanna kosti þess að stofna jafnréttisskóla, kallar á ekkert minna en bleika fjöður í hattinn. Tillagan var samþykkt samhljóða í borgarstjórn í dag.
Flott hjá VG og í anda dagsins í dag auðvitað.
![]() |
Samþykkt að undirbúa stofnun jafnréttisskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 19. júní 2007
OG ENN EITT BLEIKT TIL VIÐBÓTAR
Það linnir ekki látunum í fréttum af konum í dag. Dásamleg tilbreyting. Steinunn Valdís kveður borgarstjórn Reykjavíkur með stæl og flutti tillögu um að láta fara fram könnun á launum karla og kvenna í starfi hjá borginni. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Það er eftirsjá að Steinunni Valdísi úr borgarmálunum, en hún kemur til með að slá í gegn á þingi og þetta segi ég þrátt fyrir að hún sé í stjórnarliðinu. Aðdáun mín á henni, ISG og Jóhönnu sig, ásamt auðvitað fleiri konum úr SF nær út fyrir allt pólitísk þrætutal.
Flott Steinunn Valdís!
![]() |
Samþykkt í borgarstjórn að gera launakönnun meðal borgarstarfsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 19. júní 2007
ENN EIN BLEIK FÆRSLA..
..og ekki svo gleðileg í þetta skipti. Ef fram fer sem horfir verð ég handtekin af litalögreglunni en ég er komin með dómdagshöfuðverk af öllum þessum hressilega bleika lit, enda ég þekkt fyrir að vera í svörtu. Konur bjóða körlum hærri laun en konum og karlar bjóða kynbræðrum sínum ennþá hærri laun. Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar. Munurinn er frá 13-19%. Þetta er niðurstaða rannsóknar á óútskýrðum launamuni kynjanna sem kynnt var í dag.
Ég er ekki hissa á að karlar bjóði körlum mikið hærri laun en konum. Það veit ég bæði af eigin raun og vegna fjölda rannsókna um málefnið. Það er hins vegar sárara en tárum taki að konur skuli mismuna kynsystrum sínum svona. Það eru sorgarfréttir á þessum annars yndislega degi.
Við áfram í bleiku stelpur og bítum á jaxlinn!
![]() |
Bæði kynin reikna með því að konur sætti sig við lægri laun en karlar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 19. júní 2007
SILFURMAÐURINN SLOPPINN
Egill Helga er laus úr prísundinni hjá 365. Úff hvað mér léttir. En ykkur? Það virðist ekki kjaftur mega hætta hjá þessu fjölmiðlafyrirtæki án þess að vera hótað lögsókn og vera svo borinn út í fjölmiðlum fyrirtækisins, þar sem samræður og bréf milli manna eru birtar, almenningi til lesturs. Vó eins gott að fólk gæti sín á risanum.
Til hamó Egill moggabloggari (sem leyfir EKKI athugasemdir á sínu bloggi og fær fyrir það feitan mínus í kladdann).
![]() |
Egill og 365 ná samkomulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 19. júní 2007
MOGGINN..
..fær dúlluverðlaun dagsins, þessa fallegu slaufu, fyrir að hafa alla hausa á forsíðunni bleika í tilefni dagsins og minna um leið gesti og gangandi á að í dag er 19. júní! Stundum er Mogginn einfaldlega dúllurass og ef hægt væri að knúsa fyrirbærið myndi ég gera það og klípa í hann í kinnina líka.
STYRMIR ÉG ER Á LEIÐINNI!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 19. júní 2007
HEFUR SIGURVÍMA OG VALDAGLEÐI..
...Samfylkingarinnar náð tökum á fulltrúum þeirra í ferðamálaráði, þeim Oddnýju Sturludóttur og Felix Bergssyni? Ég veit svei mér þá ekki, hvað ég á að halda, en ég sé ekki alveg hvert SF er að fara með þessum aðgerðum. Báðir fulltrúarnir sátu sem sagt hjá þegar Ragnar Bjarnason söngvari var útnefndur borgarlistamaður á fundi ráðsins í síðustu viku. Oddný skýrir málið:
"Okkur var tilkynnt að þetta væri borgarlistamaður Reykjavíkur og okkur hefði þótt eðlilegt að fulltrúar minnihlutans, sem og þeir tveir áheyrnarfulltrúar listamanna sem sitja fundi ráðsins, hefðu komið að þessari ákvörðun, verið með í ferlinu. Raggi Bjarna er frábær söngvari og vel að þessum heiðri kominn en við ákváðum að taka ekki afstöðu vegna þessara vinnubragða. Við vorum ekki á móti, við sátum bara hjá," segir Oddný. Hún ítrekar að Samfylkingin hafi ekkert út á Ragga Bjarna að setja og þyki hann frábær söngvari. Þetta sé hennar fyrsta ár í þessu ráði og því hafi þessi vinnubrögð komið flatt upp á hana."
Æi svo leim, eitthvað, um svona hluti ætti að geta ríkt þverpólitísk samstaða.
![]() |
Samfylking sat hjá við útnefningu borgarlistamanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr