Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

MIG VANTAR BLÓÐ..

1

..ef einhver er til að gefa mér smá?  Fékk að vita það í gær án þess að ég ætli að setja ykkur inn í alla mína sjúkrasögu addna gemlingarnir ykkar. 

Það rann upp fyrir mér ljós og ég skildi á því augnabliki hvers vegna eina aktivitetið hefur verið nánast eingöngu í fingrunum á mér undanfarið (lyklaborðsmarsúrkinn), ég hef gert lítið annað en að færa mig á milli stóla.

Ég er svo glöð að það skuli eitthvað ama að mér og  að það skuli vera hægt að kippa því í liðinn án mikillar fyrirhafnar.

Újeeee


AFMÆLISBARN DAGSINS

1

Hann Jökull Bjarki elsta barnabarnið mitt á afmæli í dag, en hann fæddist árið 1994.  Byltingarárið í lífi ömmu sinnar þegar hún snéri upp og niður á lífi sínu með góðra (misgóðra) manna og kvenna hjálp.  Hann fæddist á yndislega fallegum júlídegi, íðilfagur og hefur haldið þeim sið síðan  Jökullinn er duglegur, klár, grúskari og lestrarhestur og verðandi bassaleikari af guðs náð og er til fyrirmyndar eins og sönnum unglingi sæmir.  Jökksinn, Klakinn eða Jökkli, eins og hann er kallaður, ýmist eða á víxl fer til Parísar og London með mömmu sinni í lok mánaðar í tilefni afmælis.  Þar sem ég á enga nýlega mynd af drengnum (Helga Björk vinsamlega meila mynd af dreng) kemur hún inn seinna þegar frumburðurinn gefur sér tíma til að senda ömmunni eins og eitt almennilegt eintak af barnabarni numero uno.

Granny-J


FRIÐARGÆSLULIÐAR - MINN AFTURENDI

1

Hermenn eru hermenn, alveg sama hvaða nöfnum er troðið á þá  og hver sendir þá í stríð.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hermenn S.Þ. (friðargæslumennirnir með byssurnar) liggja undir grun fyrir að misbeita valdi sínu gagnvart því fólki sem þeir eiga að vernda.  Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem þessir vopnuðu "englar" eru grunaðir um kynferðislega  misnotkun.  Núna eru þeir sakaðir um kynferðislega misnotkun á Fílabeinsströndinni.

Þetta hefur gerst nógu oft til að Kofi Annan sá sig knúinn til að taka upp hina svokölluðu 0-stefnu (zereo-tolerance) gagnvart þessum málum sem þýðir einfaldlega að slíkt athæfi verður með engu móti þolað. 

Þá er að standa við það bara.

Meiksmísikk!


mbl.is Friðargæsluliðar SÞ sakaðir um kynferðislega misnotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERU EKKI EINVHERJIR ÞARNA ÚTI...

...sem hafa í heiðri orðatiltækið (málsháttinn) "í upphafi skyldi endirinn skoða"?  Þetta er einn af mínum uppáhalds og ég les alltaf endirinn á spennubókum áður en ég fer að lesa fyrir alvöru.  Þetta geri ég til að geta notið bókarinnar í rólegheitum og þurfa ekki að vera stressa mig yfir sögulokum.

Ástæða þess að ég er að röfla um þetta svona snemma á laugardagsmorgni er einföld.  Ég get ekki verið ein um nota þessa aðferð.  Þið Harry Potter lesendur sem eruð búnir að grafast fyrir um endi bókarinnar, skellið sögulokunum hérna í athugasemdakerfið hjá mér.  Hverjir dóu?  Gefið mér sóðaleg smáatriðin.

Skvísmí.


CHÉ GUEVARA Á RÆMU

1

Mér finnst ekki leiðinlegt a það eigi að fara að gera mynd um Ché Guevara.  Myndin verður tekin upp á spænsku og mun heita Guerilla.   Benico Del Toro verður í hlutverki Ché.

Ég elska sannsögulegar myndir og þó ég sé búin að lesa gat á allt í pappír sem fjallar um karlinn þá er alltaf hægt að bæta við sig smá í viðbót.

Ég fer nærri því á frumsýninguna.

Envímí!


mbl.is Benicio Del Toro leikur Ché Guevara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG BÍÐ SPENNT..

1

..eftir því hver niðurstaðan verður fyrir Hamish Howitt eiganda kráar í Blackpool í Englandi en hann er kærður fyrir að virða að vettugi reykingabannið sem tók gildi í Englandi þann 1. júlí s.l.  Howitt segir:

Ég er ekki reiðubúinn að reka viðskiptavini mína út í rok og rigningu svo þeir geti notið réttar síns til að reykja. Kráareigandinn hefur stofnað stjórnmálaflokkinn Fight Against Government Suppression, eða FAGS, sem er algengt slanguryrði yfir sígarettur í Bretlandi."´

Það verður áhugavert að fylgjast með þessu.  Ég bíð líka spennt eftir viðbrögðum hjá íslenskum pöbba- og kaffihúsagestum þegar kólnar í veðri og þeir þurfa að standa norpandi í ískulda, stormi og ofankomu úti á gangstéttum bæjarins.  Munið þið veturinn sem leið?  Sást ekki út úr augunum.  Muhahahahaha

Súmítú.


mbl.is Rétturinn til að reykja á krám fyrir mannréttindadómstól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FJÖLDAHYSTERÍA BÚIN TIL

 

Rosalega er þetta Harry Potter fár farið að taka á sig óhugnanlegar myndir.  Allir spila með í þessari markaðssetningu og nú búa hjálparlínur í Bretlandi sig undir að fá hringingar frá örvæntingarfullum aðdáendum HP-bókanna eftir að síðasta bókin kemur út í kvöld.  Það er talin hætta á að lesendum bókarinnar finnst þeir hafa misst einhvern náinn þegar bókaflokknum lýkur.

Þetta er í besta falli brosleg múgsefjun í gangi allsstaðar í kringum okkur.  Í versta falli óhemju sorgleg vegna allra þeirra sem eru að missa einhvern náinn á hverjum degi, eiga ekki að borða og búa við stöðugar stríðsógnir og sjúkdóma.

Þegar grannt er skoðað verður þessi ballett allur svo skeflilega kjánalegur.

 


mbl.is Breskar hjálparlínur búa sig undir hringingar frá örvæntingafullum Harry Potter lesendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FREKJA OG HROKI STANGAVEIÐIFÉLAGS RVK

 

Nú get ég bara ekki orða bundist.  Aðgerðir Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafa tekið á sig mynd öfgafullra ofsókna á hendur Pólverjum sem félagið segir í tugavís stunda veiðiþjófnað í íslenskum ám.  Félagar eru hvattir til að stöðva þá og halda þeim á meðan beðið er eftir lögreglu og taka af þeim myndir ef kostur er.  Þetta bendir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss á m.a. í þessari frétt.

Rosalega yrðum við Íslendingar glaðir ef einhverjir legðu okkur svona í einelti.

Pólverjar eru 2% þjóðarinnar.  Sumir Íslendingar ættu að skammast sín, það er á hreinu.


mbl.is Umræðan um veiðiþjófnað öfgafull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TRÚAROFSTÆKI - HREINN HRYLLINGUR

 

Það er eitthvað svo öfugsnúið við hugtakið "sæmdarmorð".  Á bak við það eru ófáar hryllingssögur kvenna eins og í þessu tilfelli þar sem faðir tvítugrar stúlku og föðurbróðir hennar voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða hana í janúar á s.l. ári.  Þriðji maðurinn var einnig dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.

Stúlkunni hafði verið nauðgað og henni misþyrmt illilega áður en hún dó.  Faðir hennar og frændur fengu mann til verknaðarins en ástæða þess var að stúlkan var ástafangin af manni sem fjölskyldunni líkaði ekki við. 

Trúarofstæki fyrirfinnst í öllum trúarbrögðum.  Þarna fær það á sig hina ljótustu mynd.

 


mbl.is Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sæmdarmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FORGANGURINN Á HREINU!

 

Mér er slétt sama hvað brennivín kostar.  Ekki bara af því að ég er óvirkur alki og kaupi það ekki lengur, heldur líka vegna þess að á meðan ég drakk, bæði bjór og rauðvín, þá pældi ég aldrei í hvað mjöðurinn kostaði.  Ég hefði heldur ekki elt tilboð á vínum milli búða, eins og gjarnan er gert þegar matvörur eiga í hlut.  Þeir sem eiga í erfiðleikum með áfengi, kaupa það einfaldlega án tillits til.  Svo mér er nokk sama.

Forgangurinn á lækkunum rennur illa niður hjá mér.  Hvað með matarverðið?  Allir þurfa að borða og við erum með dýrasta matinn í allri Evrópu (og þótt víðar væri leitað). Það er akútmál.  Venjulegt fólk er að sligast undan matarkostnaði.

Gætu þessir frómu alþingismenn náð þverpólitískri samstöðu um það mál áður en þeir fara í gæluverkefni af þessum toga?  Hvað er minn þingmaður hún Katrín Jakobsdóttir eiginlega að hugsa? Hinir koma mér hins vegar ekki á óvart með þessu.

Forgangsraða forkræingátlád.


mbl.is Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 2988395

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.