Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
ÉG ER Á LEIÐINNI...
..í IKEA en eins og bloggvinir mínir vita þá eru það sögulegar ferðir, sem enda oftast með því að ég kem heim, með fulla poka, einhverjum þúsundunum fátækari, reynslunni miklu ríkari og.... án þess sem ég fór til að kaupa. Ég er búin að fara þrisvar í IKEA á þessu ári til að kaupa sturtuhengi. Mér hefur enn ekki tekist það. Nú förum við SARA og fröken Jenny Una Erriksdóttirrrr í kjötbolluferð í stórverslunina sem alltaf gefur mér höfuðverk og við ætlum að kaupa barnarúm. Jenny Una verður að fara að fá rúm og einhversstaðar verður hann Oliver að geta sofið þegar hann kemur í heimsókn frá Londres og gistir hjá Granny-J og Einari. Það vantaði nú bara.
Ég mun skrifa nákvæmlega innihald pokaskjatta þegar ég kem heim. Held að ég muni ekki gleyma að kaupa rúmið, ef svo er, er ég illa stödd í minnisdeildinni. Set sturtuhengi á innkaupalistann en mér segir svo hugur að ég muni gleyma því. Ég verð auðvitað að hafa ástæðu til að fara í verslunina til að kaupa eitt og annað fyrir jólin. En ekki hvað?
Skelli hér inn nýjum myndum af Oliver en hann kíkti til ljósmyndarans nýlega og gerði Granny-J og ömmu-Nordquist alveg svakalega glaðar með því tiltæki sínu.
Gjörsovel!
Úje - Læfisbjútífúl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
A-B-C OG DOROTHY
Ég á fósturdóttur. Hún heitir Dorothy Nakawunde, er 12 ára og býr í Uganda. Frá 9 ára aldri hefur hún verið stelpan okkar. Foreldrar Dorothy eru bæði látin, úr AIDS. Hún á sex systkini og hún býr í litlu þorpi hjá elstu systur sinni, sem vart er af barnsaldri, á 5 börn og maðurinn hennar er látinn, úr AIDS.
Það kostar mig heilar 1950 kr. á mánuði að leggja til með stelpunni minni. Fyrir það fær hún að vera í skólanum, fær heita máltíð á hverjum degi, föt, læknisþjónustu, skólabækur og annað sem til fellur. Hún hefur fengið tækifæri til að lifa af. Það besta er að hún er hluti af ABC fjölskyldunni sem er að bjarga börnum út um allan heim og hún verður aldrei nafnlaust fórnarlamb fátæktar eða sjúkdóma, við þekkjum hana og fylgjumst með.
Ég fæ myndir af henni reglulega. Ég held að hún sé á myndinni hér fyrir ofan, þekki skólabúninginn. Einkunnaspjöldin berast mér reglulega fyrir utan jólakort og slíkt. Það er nóg fyrir mig. Þessi leggjalanga dóttir mín stækkar og stækkar. Það sé ég þegar ég fæ myndirnar af henni tvisvar á ári.
Ég átti aðra dóttur á Filipseyjum, sem bjó hjá móður sinni við sorphaugana í Madrid. Hún var 4 ára. Einn daginn fékk ég bréf frá ABC. Þær mæðgur voru horfnar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað af þeim varð. Upphæðin sem ég borgaði til þeirrar litlu var líka skammarlega lág.
Núna þegar það er í fréttum að það sé brjálað að gera í hjólhýsakaupum og kaupum á öðrum varningi þá velti ég því fyrir mér hvort við getum ekki staldrað aðeins við. Höfum við það ekki gott? Er ekki lag að setjast niður og forgangsraða smá? Við berum ábyrgð hvort á öðru. Ég sé á fréttabréfi ABC að þeim sárvantar fleiri foreldra bæði í Kenýa og Pakistan. Sara dóttir mín og skólasystur hennar hafa fengið hjálparstarfsáfanga við sinn skóla en þær hafa safnað fyrir skóla í Pakistan. Það er búið að kaupa lóð og bygging skólans hefst í desember. Þessar stelpur hafa lagt nótt við dag að safna peningum.
Það kostar sem sagt ekki mikið að bjarga lífi barns. Ég hvet fólk eindregið til að skoða síðu ABC, www.abc.is. Hjá ABC fer hver króna til barnsins engin aukakostnaður í "eitthvað" eins og svo oft er í hjálparstarfi.
Þessu langaði mig að deila með ykkur á þessum fyrsta degi mánaðarins þegar flestir eiga peninga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
ÉG VEIT HVAÐ MÁNABIKAR ER!!
Ég komst að því í dag að ég er fáfróð á sumum sviðum. Það kom mér gjörsamlega í opna skjöldu enda veit ég yfirleitt alla skapaða hluti betur en flestir aðrir. En þarna var kategoría sem var mér eins og lokuð bók. Á einu bloggi var minnst á mánabikar og höfundur gaf sér að allir vestrænir lesendur síðunnar vissu hvað það væri. Höfundur hafði 99,9% rétt fyrir sér. Ég var sú eina í athugasemdakerfi þessa bloggara (sem ég ekki man lengur hver var) sem ekki vissi hvað fyrirbærið mánabikar er.
Ég gaf mér að þetta væri eitt af hjálpartækjum ástarlífsins, því við athugasemdirnar voru hallærisleg hint um að þetta væri svona kyn-eitthvað. Dót í dótakassann en núorðið eru fólk með dótakassa undir kynlífsleikföngin sín. Hvað varð um rómansinn ha? Hm...
En ég fékk link frá viðkomandi bloggara. Ég veit núna hvað mánabikar er. Hann er ekki dótakassakandídat.
Svei mér þá ef ég var ekki alveg ágætlega komin með fáfræðina. Þetta segir mér lítið sem ekkert.
Vitið þið hvað mánabikar er?
Auðvitað, þið eruð svo kúl sem komið inn á þessa síðu.
Tellmísomþingædóntnó!
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
HROKI, HEIMSKA EÐA GRÆÐGI?
Svei mér þá, en stundum þegar ég les eða hlusta á fréttir þá trúi ég ekki mínum eigin eyrum/augum. Í dag er forsíðufrétt á Fréttablaðinu um að karlahópur Femínistafélagsins þurfi að borga sig inn, þar sem þeir eru að vinna sjálfboðaliðastarf á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem er auðvitað ómetanlegur liður í baráttunni gegn nauðgunum.
Eins og það sé ekki nóg, að allir sjálfboðaliðar á svæðinu, skv. Tryggva M. Sæmundssyni, borgi sig inn fullu verði, þá segir Tryggvi að listamennirnir sem koma fram á hátíðinni borgi sig inn líka. Það sé yfirleitt dregið af laununum þeirra.
Fyrir mér eru það ekki fréttir að það sé sums staðar borin lítil virðing fyrir listamönnum þessarar þjóðar. A.m.k. þá hef ég heyrt ófáar sögurnar af því hvernig farið hefur verið með tónlistarmenn, svo dæmi sé tekið. En getur verið að þessi aragrúi listamanna sem fram kemur um helgina í Vestmannaeyjum sé meðvitaður um að þeir séu að borga sig inn í vinnuna? Að þeir hafi ekkert við það að athuga? Mikið skelfing langar mig til að fá svar við þessu. Ekki er Tryggvi, sem er einn talsmanna Þjóðhátíðar, að fara með staðlausa stafi?
Ef svo ótrúlega vill til að þetta sé rétt sem maðurinn segir eru þeir þá ekki aðeins of peningagráðugir mótshaldararnir þarna í Eyjum?
Anybody?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
ÉG ER "MEAN" OG ÉG VEIT ÞAÐ!
..Ég er kvikindi, það krimtir í mér af gleði þegar ég hugsa um hver viðbrögð reykingarfólks á djamminu verða í vetur, þegar það þarf að standa úti í frosti/snjóbyl/stórhríð með storminn beint í andlitið. Minni á veturinn í fyrra. EKKI góður til útivistar. Ég er að vona að fólk sitji einfaldlega heima. Það verður þá kannski til að þessi ólög verða endurskoðuð. Kvikindisskapur minn beinist því að stjórnvöldum sem fá vonandi að finna fyrir því í gegnum óánægða veitingamenn. Hví í ósköpunum geta þeir ekki fengið að ákveða hvernig þeir haga sínum rekstri?
Ég held að þessi illkvittni í mér komi til vegna þess að ríkið selur mér sígarettur, og það á uppsprengdu verði. Við sem reykjum erum nikótínfíklar svo einfalt er það. Sígarettur eru dýrari hér en á öllum hinum Norðurlöndunum svo dæmi sé tekið. Svo setur ríkið lög sem gera reykingamenn að annars flokks borgurum, þar sem þeim er hvergi vært. Engar málamiðlanir eins og reykherbergi eru á borðinu. Rosalegur tvískinnungur verð ég að segja.
Nú er komið smá babb í bátinn. Að gefnu tilefni vill embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vekja athygli á ákvæði 3.mgr.19.gr. áfengislaga sem bannar með öllu að áfengi sem selt er á veitingastað sé borið þaðan út af gestum staðarins eða öðrum.
Æ en leiðinlegt. Hvað gerir fólk núna? Skutlar í sig drykknum, hleypur út og reykir og aftur inn í biðröðina á barinn og svo út aftur? Voða flókið orðið að fara á djammið. Eða á kaffihús eða....???
Eins og ég segi þá bíð ég spennt eftir vetrarveðrunum.
Bætmí.
![]() |
Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
AUKIN NEYSLA FYLGIR LÆGRA BRENNIVÍNSVERÐI
Ég er hjartanlega sammála Þórarni Tyrfingssyni og því sem hann segir í þessari frétt. Auðvitað mun neysla aukast ef áfengisverð lækkar, það er ekki spurning um það. Þórarinn bendir líka á að róstur í þjóðfélaginu aukist, ölvunarakstur og fleiri slys.
Íslendingar geta ekki enn státað sig af hófdrykkju, svona almennt. Það nægir að fara í bæinn um helgar og sjá ástandið þar, fyrir utan öll óhöppin, umferðarlagabrotin og ofbeldisverkin sem detta inn hjá lögreglu sökum áfengis- og vímuefnaneyslu.
Auðvitað er fullt af fólki sem drekkur eðlilega en allt of stór hluti þjóðarinnar kann ekki að fara með vín og þá er ég ekki bara að tala um virka alkahólista.
Kveðja,
forsjárhyggjunefndin (segi svona, en þetta hefur ekki með forsjárhyggju að gera).
Súmí.
![]() |
Aukin neysla og heilsutjón afleiðingar lægra áfengisverðs" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
ÞAÐ ER EKKI OFT...
..sem ég dáist að hugmyndaauðgi SUS, hvað þá heldur skoðunum þeirra og gjörðum. Núna hins vegar, finnst mér þeir pínulitið sniðugir. Þeir lögðu fram gestabók hjá tollstjóranum í morgun og buðu þeim sem telja sig hafa ástæðu til að snuðra í upplýsingum um samborgara sína, tækifæri til að skrá nafn sitt og upplýsingar um hvaða gögn þeir hafa skoðað.
Ég verð að játa að mér finnst það undarlegur áhugi sem fólk hefur á tekjum náungans og að margir leggi lykkju á leið sína til að velta sér upp úr því. Hvað liggur þar að baki? Ekki hagnýt upplýsingaöflun, svo mikið er víst.
Mér finnst þetta flott framtak hjá krökkunum.
Súmí!
![]() |
Ungir sjálfstæðismenn lögðu fram gestabók hjá tollstjóraembættinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
EKKI Á TOPP 20
Enn einu sinni hef ég orðið fyrir sárum vonbrigðum. Hef unnið að því öllum árum undanfarin ár að komast á lista yfir gjaldhæstu einstaklingana í Reykjavík. Ég hef:
Fengið mér bauk hjá öllum bönkunum og lagt jafnt í þá alla.
Selt flöskur.
Selt merki.
Sparað eins og nirfill til að geta lagt inn á bækurnar mínar.
Ég er ekki í námunda við topp 20.
Arg. hvernig fer þetta lið að þessu?
Bítsmí!
![]() |
Hreiðar Már Sigurðsson gjaldahæstur í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
ÞAÐ VIÐRAR VEL FYRIR JÁKARLA
Jenny Una Erriksdóttirr hefur í dag kveðið upp sinn úrskurð um jákarlana.
"Jákarlar eru ekki hættulegirrrr, þeir vilja barra vera hjá mömmusín og pabbasín".
Heyriði það þið þarna sem eruð að drepa vesalings jákarlana alltaf hreint.
Þeir eru góðir.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
AF VEÐRUÐUM BLOGGURUM
Þið sem hélduð að hér ætti að fara að ráðast á annarra manna blogg hafið verið TEKIN. Ekkert slíkt stendur til. Sussu-sussu, maður er aldrei andstyggilegur fyrr en eftir kl. 10,00 á morgnanna. Það stendur í Bibbu Biblíu. Stranglega bannað.
Þegar ég er að lesa á blogginu rekst ég auðvitað á allskonar blogg frá fólki sem ég hef ekki tekið eftir áður og það eru oft fyrirsagnirnar sem fanga athygli mína. Það eru mörg blogg þessa dagana sem fjalla um eftirfarandi:
Fríið búið - Vinna á morgun - Okkur rigndi niður í Englandi- Við hefðum betur setið heima- og fleira í þessum dúr. Dúa vinkona mín skrifaði um bloggmeðvirkni um daginn og ég var ekki sammála henni um hennar skilgreiningu á fyrirbærinu (www.dua-athugasemd.blog.is), en hvað varðar svona blogg þá er ég svakalega meðvirk. Ég dauðvorkenni fólkinu sem er búið að vera í sumarfríi og hefur ekki farið úr stígvélunum allan tímann, er komið á Penisilín og er með bullandi bronkitis. Ekki nóg með það heldur er fríið búið og vinnan handan við hornið, sem yfirleitt er hið besta mál, en ekki alveg, þegar fríinu hefur verið eytt í vatnsaustur og kvefpestir. Fríið attbú og vesalings fólkið á ekki svo mikið sem einn dag eftir í fríi til að jafna sig eftir ósköpin.
Svo blasir við sú staðreynd, að eftir næstu helgi er ekki einn einast rauður dagur á almanakinu fyrir en 24. desember.
Það er eins gott að bretta upp ermar, láta sér batna og vona að fríið takist betur næst.
Æfílforðesökkers!
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2988405
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr