Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
ZARKOZY FLOTTUR
..enda markmið í sjálfu sér að komast á lista yfir bestu klæddu mennina í Vanity Fair. Þangað fóru líka David og Victoria Beckham. Veit ekki hvort Gaddafi komst á listann, en karlinn er ansi reffilegur þarna á myndini í Kiragisa jakkafötum úr ZZelber línu sumarsins sem sló algjörlega í gegn í vor. Sjalið sem Gaddafi ber, brýtur skemmtilega upp hvítan flötinn og gerir hann bæði grennri og rennilegri og er frá hönnuðinum Kentgetmore og er til í fleiri litum. Sjalið er úr ormasilki, margglyttum og hunangi. Takið eftir sólgleraugunum en þau eru úr nýrri línu Europris.
Það hlýtur að vera dásamleg upplifun að komast á lista yfir best klædda fólkið.
David Beckham vaknar örgla á morgnanna núna, teygir úr sér og hugsar; "ég er á lista yfir þá best klæddu. Ég David litli Beckham. Í dag bara verð ég að láta gott af mér leiða. Mér er ekki stætt á öðru. Nú veit ég, ég gef einni þjónustustúlkunni strætókort. Jess! Vei, já það get ég gert".
Dressd2kill!
![]() |
Nicolas Sarkozy á meðal þeirra best klæddu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 30. júlí 2007
FJÖLDASUND TIL VIÐEYJAR
Er að æfa mig fyrir fjöldasundið að ári. Kemst ekki á bloggið fyrr en um miðnætti.
Sé ykkur þá.
Ein að æfa af fullum krafti.
Ég,
í kafarabúningnum á Viðeyjarsundi.
![]() |
Fjöldasund út í Viðey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 30. júlí 2007
ÉG ER GREINILEGA BLÁEYGÐ..
..þrátt fyrir að vera brúneygð svo ekki verður um villst. Ég skammast mín fyrir að játa það að ég varð hissa á að fangelsismálayfirvöld í Mexíkóborg eru fyrst núna að leyfa mökum samkynhneigðra fanga að heimsækja þá í fangelsin.
Það hvarflaði aldrei að mér að samkynhneigðir hefðu ekki sömu mannréttindi og við hin þegar að þessu kemur.
Auðvitað veit ég að víða í heiminum eru mannréttindi brotin á samkynhneigðum, m.a. hér þar sem Þjóðkirkjan gengur á undan með sínu innsnjóaða fordæmi í giftingarmálunum og gerði það að verkum að ég sagði mig úr henni, þegar það mál skók þjóðina. En svo sofnar maður á verðinum.
Arg. Meiri viðhorfin í heimi hér.
Bítsmítótallí.
![]() |
Makaheimsóknir samkynhneigðra fanga í Mexíkó leyfðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 30. júlí 2007
VERTÍÐ HJÁ FÍKNÓ!
Nú er vertíðarhelgi fíkniefnalögreglunnar framundan. Töff hjá þeim að auglýsa það að þeir verði á ferð og flugi með alvæpni, ef ég má orða það svo.
Hlýtur að hafa fyrirbyggjandi áhrif.
Eða hvað?
Kallar það á flóknari aðgerðir dópsala, meira útfærðar og útpældar?
Stundum er baráttan gegn fíkniefnum eins og vindmylluslagur.
En vér gefumst ekki upp.
Súðebastards (sko dópsalana).
Úje
![]() |
Öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 30. júlí 2007
FYRIRLIGGJANDI..
..steinliggjandi og nauðsynleg verkefni dagsins, fyrir utan bloggfikt af ýmsu tagi, eru:
..uppvask á tveimur diskum, 3 glösum og einhverjum bollapörum.
..móttaka á nýjum ísskáp með þátttöku Lúðrasveitar Seljahverfis, fulltrúa borgarstjóra og fleiri mektarfólki.
..flutningur gamla ísskáps í geymslu, þ.e. verkstjórn, aðrir í skítverkunum.
..endurgláp á Fanny og Alexander í minningu meistara Bergman.
Úff líf mitt er svo sannarlega flókið og merkilegt.
París Hilton og þið hinar stelpurnar í Hollý..
"Eat your heart´s out.
Ég er "vippari", ekki spurning.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 30. júlí 2007
ÉG VEIT EKKI MEÐ YKKUR..
..en ég er skíthrædd við Gary Oldman. Hann er svo illilegur eitthvað.
Vilduð þið eiga hann fyrir pabba?
Ædónþeinksó!
![]() |
Gary Oldman er svalur pabbi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 30. júlí 2007
STÓRI BRÓÐIR Á VAKTINNI!
Stundum orðar fólk nákvæmlega það sem maður er að hugsa. Upp á punkt og prik, upp á þrjár og þurrk.
Anna uppáhalds (www.anno.blog.is) , gerir það í dag sem reyndar oft áður.
"BIG BROTHER IS WATCHING YOU!
Það er eins gott að passa sig að gera nú allt rétt þegar maður mundar fingurna á lyklaborðið í þeim tilgangi að skrifa bloggfærslu. Miðað við það sem ég hef lesið á bloggrúntinum mínum í morgun er greinilega her manna og kvenna að fylgjast með því hvort við hin skrifum blogg eins og við eigum að skrifa blogg. Ég verð að bíða með að skrifa meira þangað til ég er alveg viss 1) hvað ég má blogga um og 2) hvað má standa þar. Er farin að lesa manúalinn frá big brother. Sjáumst! "
Svona er nú það börnin góð.
Bætmí!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 30. júlí 2007
PIRRINGSBLOGG
Loksins þegar fjárans sumarstarfsmaðurinn spáir almennilega fyrir mér þá vantar mikilvægan hluta minna dásamlegu eiginleika í fj.. spána.
"Steingeit: Þú ert sérlega næmur, skilningsríkur og samúðarfullur við fólkið sem þú elskar - og líka við það sem þú þekkir varla. Það er þitt framlag til friðar á jörðu"
Ég viðurkenni að ég hef verið að bíða eftir viðurkenningu veraldarinnar á framlagi mínu til heimsfriðar, ásamt öðrum viðurkenningum sem ég á skilið. Loksins kom örlítil viðurkenning á því að ég er dásamleg manneskja. Betri en flestar aðrar. Fullkomin eiginlega. En af hverju í andskotanum stendur ekkert um hversu hógvær og lítillát ég er? Ha??
Æmabát2börst!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 30. júlí 2007
LATERNA MAGICA
Ein af flottustu og eftirminnilegustu kvikmyndaleikstjórum í heimi, Ingmar Bergman er allur. Það er svo sem ekki neitt sjokkerandi við það, maðurinn orðinn 89 ára gamall. Bergman hefur alltaf heillað mig, myndirnar hans og hann sjálfur sem karakter.
Þegar sjálfsævisaga hans kom út í Svíþjóð (Laterna Magica), var ég snögg að fjárfesta í henni. Maðurinn var hreint ótrúlega litríkur karakter. Hann var opinn og víðsýnn listamaður en alveg ótrúlega erfiður sjálfum sér í hinum smærri hlutum. Ekki að maður kannist ekki við það.
Í bókinni Hrafninn flýgur, segir Hrafn Gunnlaugsson, skemmtilega frá kynnum sínum af Bergman.
Eitt sinn skal hver deyja, þannig er nú það.
Nú fer ég og les bókina hans einn ganginn enn.
Langt síðan að ég hef horft á Fanny og Alexander, best að leigja hana fljótlega.
Ójá.
![]() |
Ingmar Bergman látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Í DAG ÆTLA ÉG AÐ..
..að fréttablogga með mínu nefi ef eitthvað kemur í fréttunum sem mér finnst athygli vert.
..búhúblogga ef ég verð rosalega viðkvæm eða leið.
..fíflablogga ef fíflaandinn tekur sér bólstað í mér eins og hann gerir stundum.
..reiðiblogga ef það fýkur snögglega í mig.
..tuð- og hneykslisblogga ef fólk leyfir sér að blogga öðruvísi en mér er þóknanlegt (þennan má taka með fyrirvara, þar sem fíflaandinn réðst á mig rétt í þessu og tók stjórnina).
..gleðiblogga við öll tækifæri, sjálfri mér til sælu og ánægju.
..snúrublogga ef ég þarf að sinna bataferlinu.
..yfirhöfuðblogga ef mér dettur það í hug.. OG..
Ég ætla að láta mér í léttu rúmi liggja ef einhver ætlar að kafna úr ergelsi yfir bloggaðferðum mínum.
Samningur gerður við almættið í morgunsárið, af gefnu tilefni.
Ég,
öll að koma til
Súmí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr