Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 26. október 2007
Forstokkaðir trúarnördar, ég segi það satt
Samkvæmt frétt þá er annan hvor Norðmaður trúaður og 40 af hundraði segjast trúa því að Kristur hafi dáið á krossinum fyrir syndir mannanna. Gott og vel ef þeim líður vel með það, þá er bara að óska våra nordiska vänner til hamingju með það.
Ég hélt að þeir væru mun fleiri. Ég hef ekki hitt Norsara, að heitið geti sem ekki hefur verið að kafna úr trúarhita, samviskubiti yfir syndum sínum og löngunar til afláts.
Ég er á því að ég hafi þess vegna hitt annan hvorn Norðmann. Hinir hafa verið einhversstaðar á djamminu og í spillingunni bara. Þ.e.s. ef það hefur ekki verið búið að loka á djamminu um 23,30, því þeim Guði sem sér um Noreg er uppsigað við langan opnunartíma.
Til að vera ekki að ætla Norðmönnum meiri trúarhita en þeir eiga inni fyrir þá er orðið ansi langt síðan ég hef skondrast um með þeim frændum vorum, að einhverju ráði, amk.
Tack för mig och adjö.
Úje
![]() |
Annar hver Norðmaður trúir á Guð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 25. október 2007
Gott hjá Borgarráði!
Ég missti af þessari frétt í dag. Ég missti nánast af öllu í dag, í stressinu sem búið er að angra mig frá því í morgun, ég má þakka fyrir að ég týndi ekki sjálfri mér til frambúðar, bara.
Hér er gleðifrétt á ferðinni. Borgarráð leggst gegn því að heimilaður verði nektardans á veitingahúsunum Club Óðal, Vegas og Bóhem í tillögu sinni að umsögn um rekstrarleyfi þessara staða, en gerir það að tillögu sinni að stöðunum verði veitt rekstrarleyfi að öðru leyti.
Það er nú aldeilis fínt. Nú geta þessir staðir bara verið með venjulegan veitingahúss- eða pöbbarekstur eins og kollegar þeirra í Reykjavík, fyrir fólkið á djamminu, en þar er alltaf nóg að gera.
Svo geta þeir sem eru svona hrifnir af fótamenntinni bara skráð sig í Þjóðdansafélagið. Hliðar saman hliðar.
Súlur hvað?
Dansi, dansi dúkkan mín!
Úje
![]() |
Borgarráð leggst gegn því að heimila nektardans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fimmtudagur, 25. október 2007
Að vera edrú en dröggeraður!
Ég fór í rannsókn, ég fékk róandi eða slakandi/eitthvað í æð og mér leið eins og þurs hefði sest á herðarnar á mér og bómull hefði verið troðið í hausinn á mér. Tilfinningin var ekki góð, sem betur fer og ég gat ekki beðið eftir að hún hundskaðist burt, sem hún er í þann veginn að gera, amk er skjárinn orðinn sýnilegur og lyklaborðsverkfærin hlaupa af mikilli snilld yfir téð borð.
En ég þarf að fara aftur þ. 5. nóvember. Den tid den sorg.
Niðurstaða úr rannsókn: Ekki neitt rosalega góð, en gæti verið verri.
Vildi bara segja ykkur að vímur eru ofmetnar.
Mikið rosalega er ég glöð með að þetta sé að baki.
Það er allt útlit á að ég leggist edrú á koddann í kvöld.
Guð gefi mér æðruleysi...
Love you guys og takk fyrir kveðjurnar.
Alkinn, í bullandi bata.
Ójá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Fimmtudagur, 25. október 2007
Fyrir 300 þúsund á mánuði...
.. sem fást fyrir fundarsetu ca. 1 sinni í viku, tel ég að það sé verið að yfirborga fólki.
Fyrir mér er þetta ótrúlega há upphæð fyrir ofannefnt framlag.
Mér er sama hvar í flokki fólk er statt, þetta er með ólíkindum, ef við t.d. skoðum laun leikskólakennara hjá borginni. Það muna allir eftir tjóninu þar er það ekki?
Hver heldur á reiknistokknum þarna?
Varla sá hinn sami og ákvarðar laun þjónustustéttanna hjá Reykjavíkurborg?
Ég er nánast orðlaus, nánast.
En hvað veit ég fávís konan?
Ójá.
![]() |
Varaborgarfulltrúar fá 300 þúsund á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Fimmtudagur, 25. október 2007
Jólagjöfin í ár? - Taka III
Ég held áfram á jólagjafavaktinni, fyrir okkur ríku og fögru. Eitthvað skemmtilegt í þá áttina er í Mogganum á hverjum einasta degi. Undir innlendum fréttum, en ég hefði haldið að svona umfjallanir myndu flokkast undir auglýsingar.
Engin kona með sjálfsvirðingu notar krem sem kostar minna en 45.000. kr. Það liggur í hlutarins eðli að við þau ríku og laglegu veljum það besta, alltaf. Mér var að detta í hug að svona krem væri sniðugt í jólapakkann handa saumaklúbbsvinkonunum, bara lítið og smálegt fyrir jólin til að sýna hug sinn til stelpnanna og hyggja að húð þeirra í leiðinni.
Í fréttinni stendur: "Konur átta sig á því að þær eru með betri krem og meiri virkni í lúxuskremunum. Það er ekki bara skellt á þetta dýru verði, heldur eru rannsóknir á bak við kremin og dýr hráefni. Þær sem nota þessi krem vita að hverju þær ganga og velja þau því frekar," segir Kristín en tekur fram að margar haldi sig þó við ódýrari tegundir"
Þær sem halda sig enn við ódýrari tegundir geta ekki tilheyrt okkur þeim ríku og snoppufríðu, það er ég viss um, svo lágt leggjumst við ekki.
Fíflagangi lokið og að alvöru lífsins.
Ég á smá erfitt með að fíflast með þetta, því þegar ég las "fréttina" þá kom mér í hug ABC-barnahjálp, af einhverjum orsökum, en á þeirra vegum á ég litla fósturdóttur, hana Dorothy í Uganda, og fyrir tæpar 4.000 krónur á mánuði, fær hún mat, föt, læknisþjónustu og skólanám. Þessi upphæð bjargar lífi þessarar litlu telpu, sem hefur misst báða foreldra úr Aids.
Það er alltaf spurning um forgang, er það ekki?
Ég tek fram, vegna "upphrópenda forsjárhyggjuhræðslu" sem hafa verið að sauma að mér hér í athugasemdakerfinu og víðar, undanfarið, að ég vil ekki láta BANNA andlitskrem, heldur vil ég benda á þessa gengdarlausu neysluhyggju sem ríður röftum í þjóðfélaginu, á meðan heimurinn sveltur.
En í dag er ég glöð, edrú, einbeitt og hamingjusöm, þó ég þurfi að vera fastandi til kl. 15,30 í dag.
Svona er ég mikill unaður á geði.
Ójá.
![]() |
Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Ekki hugsa, og þá skotgengur þetta!
Ég hef verið að drepast úr eirðarleysi í dag. Ég kvíði smávegis morgundeginum en ég er á leiðinni í rannsókn.
Nóg um það ég á ekki neitt bágt og þetta skotgengur.
En í stressi mínu henti ég mér með fjarstýringuna fyrir framan sjónvarpið. Flett,flett,flett.
Skár 1, Næsta ofurmódel Ameríku á dagskrá.
Stúlka í myndatöku.
Maður segir, "hættu að analýsera sjálfa þig svona".
"Ekki hugsa og þá skotgengur þetta".
(Don´t think and everything will be fine).
Ekki að þetta komi mér á óvart þegar þessi bransi er annars vegar, en þessi grímulausa hreinskilni er fremur sjaldgæf.
Bara svona í tilefni kvennafrídagsins áður en nýr dagur rennur.
Baráttukveðjur,
Við þurfum á þeim að halda.
Ójá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Stelpur, til hamingju með daginn..
..þó seint sé. Er utan við mig þessa dagana, enda margt í farvatninu.
Hvað um það. Ég man kvennafrídaginn 1975 í smáatriðum, eins og hann hafi verið í gær eða fyrradag, nánast.
Stemmingin á Lækjartorgi var ótrúlega mögnuð og mér fannst eins og að nú myndu hlutirnir gerast hratt og örugglega.
Ekki reyndist ég sannspá þar, en hellingur hefur gerst í jafnréttismálum síðan þá og það ber að geta þess sem gott er.
Ég er smá óróleg yfir viðhorfunum sem virðast ráðandi hjá ungu kynslóðinni varðandi jafnréttismál.
Ég vona annars að allar konur, hafi notið dagsins.
Ójá.
![]() |
Unga kynslóðin íhaldsöm og bakslag komið í valdahlutfall kynjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Ástarlestin - Tjútjúfærsla
Nú er hægt að fara á stefnumót í hraðlest ef fólk er orðið leitt á hinni hefðbundnu stefnumótaleið. Þýsku járnbrautirnar bjóða nú upp á ferðalög milli Nürnberg og München fyrir einhleypa.
Þú sem ert að pakka niður fyrir ferðina færð eftirfarandi pepp frá mér..
..ef það hefur ekki smollið hjá þér í bílnum, á veitingastaðnum, í partíinu, í vinnunni, í strætó, í leigubílnum eða flugvélinni:
Þá eru líkurnar á árangri milljónprósent litlar.
Sumum er bara ætlað að þjást.
Tjútjútrein!
Ef einhver ætlar að missa sig yfir þessum bjánagangi, þá er tekið á móti viðkomandi í herberginu til hægri þegar komið er inn, þar er slökun í gangi undir eftirliti fagaðila.
Annars er ég edrú og í góðum málum.
Ójá.
![]() |
Stefnumót í hraðlest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 24. október 2007
"Ten little niggers"
Bókin 10 litlir negrastrákar eða "Ten Little Niggers" eins og hún heitir á frummálinu, er að koma út aftur. Stundum verð ég svo innilega hissa á því sem gerist í kringum mig, að ég veit varla hvert ég á að snúa mér. Þessi bók sem er auðvitað afurð breska heimsveldisins og endurspeglar viðhorf þess til annarra kynþátta er tímaskekkja sem á auðvitað ekkert erindi inn á markað og það sem barnabók!! Hinsvegar væri hún ágætis kennslugagn í hvernig forðast beri innrætingu smábarna á heiminum, en það er önnur saga.
Sumir segja; úff ég skil ekki hvað er athugavert við þessa bók, mér fannst hún svo "óggisla" skemmtileg þegar ég var lítil og svo teiknar MUGGUR myndirnar og ladídadída. Vei þeim sem setti svona bók í jólapakka til barna tengdum mér.
Annars hef ég trú á fólki og mér dettur ekki í hug að margir aðstandendur barna setji þessa ójólalegu bók undir jólatréð fyrir saklausar barnssálir að lesa. Hvorki um þessi jól né þau sem á eftir fylgja.
Miðvikudagur, 24. október 2007
Jólagjöfin í ár - Taka II
Jæja, þar sem ég hef tekið að mér, fyrir hönd okkar (ný)ríka og fallega fólksins að vera á jólagjafavaktinni (ekki er ráð nema í tíma sé tekið), stend auðvitað mína plikt í því. Í gær benti ég á demantinn stóra sem tillaga að gjöf undir hvítagullsjólatréð og nú er komið að hinu nauðsynlega fjarskiptatæki.
Skv. Þorsteini Þorsteinssyni, vörustjóra hjá Hátækni, eiga margir tvo til þrjá síma og nota þá eftir verkefnum og klæðaburði og þessir lúxussímar seljast nú sem aldrei fyrr.
Þessi Nokia sími er úr gulli og kostar um 170 þúsund krónur stykkið. "Sirocco-síminn er smíðaður úr 18 karata gulli og ryðfríu stáli. Skjárinn úr safírgleri og með honum fylgir gullitaður handfrjáls búnaður. Þá eru hringitónar í símanum eftir Brian Eno, en þeir eru að sjálfsögðu spilaðir á flygil."
Ég mæli sterklega með honum þessum, fyrir krakkana sko, einkum þau yngri, en auðvitað eru þeir hjá Nokia ekki að ætlast til að við fullorðna fólkið notum síma á útsöluverði, þar sem ekki einn einasta demant er að finna í appíratinu.
Svo má taka svona gullsíma og láta demantsskreyta hann þannig að hann fari yfir milljónina a.m.k. svo að hann sé nothæfur fyrir okkur, þau fögru og efnuðu.
En þarna er komin fram góð jólagjafahugmynd fyrir foreldrana til að gauka að afkomendunum, með öðrum og merkilegri gjöfum að sjálfsögðu. Símar eru jú fylgihlutir, og nauðsynlegir sem slíkir, en fylgihlutir verða aldrei neitt aðalatriði, ef þið skiljið hvað ég meina.
Ég held áfram að fylgjast með fyrir okkur útvöldu.
Money makes the world go around!
Újejeje!
![]() |
Íslenskir auðmenn tala í 170 þúsund króna gullsíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr