Leita í fréttum mbl.is

Löglegir og siðlausir í Landsbanka?

Eftir hrun hafa bankadólgar og aðrir græðgifurstar og stundum stjórnmálamenn svarað uppkominni gagnrýni á eftirfarandi hátt:

Engin lög hafa verið brotin, ekki reglur heldur. Allt eftir bókinni.

Vilmundur heitinn talaði mikið um hugtakið löglegt en siðlaust og þannig er uppgjörið við bankahrunið afgreitt af þeim sem að því stóðu.

Oftast löglegt en alltaf siðlaust.

Núna Segir Páll Benediktsson, talsmaður Landsbankans að meðferð bankans á Styrktarsjóði hjartveikra barna hafi verið lögleg.  Farið hafi verið að reglum og þegið þið svo.

Þetta lið ber fyrir sig lögum til að verja siðleysið, græðgina og samviskuleysið.

Svona lög eru þá ólög og það ber að breyta þeim núna!

Fullt af fólki missti aleigu sína við fall bankanna.

Það situr nú uppi með sárt ennið.

Starfsfólk bankans hringdi í akkorði mánuðina fyrir hrun til að fá fólk til að færa peningana sína út af öruggum reikningum yfir í sjóði.

Það er auðvitað líka löglegt trúi ég.

Ég ráðlegg þessum kverúlöntum að segja sem minnst og skoða á sér höfuðið í staðinn.

Uppgjörið mun eiga sér stað.

Væntanlega með siðleysisfaktornum inniföldum.

Arg.


mbl.is „Bankinn fór að reglum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dúa

Rétt

Dúa, 4.9.2009 kl. 08:59

2 identicon

Hárrétt.

www.Viðbjóður.is ætti í raun að vera heimasíðan hjá þessu fyrirtæki.

Ég hreinlega skil ekki hvernig fólk getur haldið stillingu sinni þetta lengi. Mig grunar að stutt sé í aðra ofbeldisbyltingu, því miður.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.