Föstudagur, 17. apríl 2009
Sænska leiðin er íslenska leiðin
Það gleður hjarta mitt svo innilega að loksins skuli hafa verið gert refsivert að kaupa vændi.
Það er flott innlegg í baráttuna sem fram fer um allan heim gegn mansali í hverri mynd sem það birtist.
Milljónir kvenna og barna eru seld í kynlífsþrælkun víða um heim og enginn virðist geta rönd við reist.
Það á ekki að vera hægt að kaupa sér afnot af líkama annarrar manneskju í nútímanum.
Og þá kemur "frelsiskórinn", konur sem vilja selja sig eiga að fá að gera það í friði, tónar hann.
Hann sönglar líka eitthvað um að boð og bönn ýti vændinu neðanjarðar.
Halló, vændi er í eðli sínu neðanjarðarstarfsgrein vegna þess að hún er þess eðlis að bæði kaupandi og seljandi fyrirverða sig fyrir viðskiptin.
Stór hluti þeirra kvenna sem selja aðgang að líkama sínum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.
Jú,jú, það eru til konur sem segjast elska vændisstarfið, rétt er það.
En það voru líka til svartir menn í USA sem sáu bölvun í afnámi þrælahalds.
Það er sjaldnast hægt að gera svo öllum líki, þannig er það bara.
Ég er að minnsta kosti ákaflega stolt af VG, Samfylkingu og Framsóknarflokki fyrir að koma íslensku leiðinni í gegn.
Sænska leiðin er nú íslenska leiðin. Okkar leið.
Þetta er réttlætismál, kvenfrelsismál og mannréttindamál.
Hvað viljið þið meira?
![]() |
Kaup á vændi bönnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Föstudagur, 17. apríl 2009
Eldhúsguðir, drekar og fíflar (fífl)
Björn myndi flytja þúsund ræður til að "verja heiður Alþingis"!
Hvaða heiður?
Þið eruð búnir að troða þeim heiðri í svaðið kallinn, ef nokkur var eftir þegar allt fór til andskotans.
Þúsund ræður!
Rosalega hljómar það eins og eitthvað úr kínversku ljóði.
Ó þú fjólubláa nótt hinna þúsund eldhúsguða, fimmtánþúsund dreka og hlaupandi fífils.
Jón Baldvin kenndi mér íslensku í Hagaskóla sællar minningar.
Hann sagði að það sem maður gæti ekki sett í x margar setningar, væri ekki þess virði að það væri yfir höfuð sagt.
Eða var það Finnur Torfi kollegi hans?
Æi, man það ekki, annar hvor.
Enda fóru þeir báðir til Ísafjarðar og opnuðu menntaskóla.
Engar fokkings málalengingar þar.
Jabb.
![]() |
Myndi fagna þúsund ræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 17. apríl 2009
Aldrei fyrirgefið
Jæja, nú er það lýðum ljóst.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur með ofbeldi komið í veg fyrir að stjórnarskrárbreytingar nái fram að ganga.
Því verður aldrei gleymt, það verður aldrei fyrirgefið.
Þeir hafa hamrað á því þingmenn Sjálfstæðisflokksins að stjórnarskrármálið geti beðið, það séu málefni fyrirtækja og heimilanna í landinu sem skipti máli núna.
Ég skal segja ykkur eitt.
Íslensk þjóð varð ekki eingöngu fyrir bankahruni, sem þið létuð yfir okkur ganga sem afrakstur auðmannadekurs og peningadýrkunar á valdatíma ykkar í sautján löööng ár.
Við urðum líka fyrir andlegu hruni. Sjálfsmynd okkar sem þjóðar hefur beðið hnekki. Við erum hætt að treysta.
Stjórnarskrármálið er okkur jafn mikilvægt og aðgerðir í þágu heimila og fyrirtækja.
Við ætlum aldrei aftur að treysta misvitrum stjórnmálamönnum fyrir stærstu málunum sem þarf að taka ákvörðun um.
"Við" erum fólk í öllum flokkum. Fólk sem vill hafa áhrif á það þjóðfélag sem við byggjum. Fyrst og síðast viljum við geta komið í veg fyrir landráðagjörðir sem geta sett heila þjóð bæði andlega og fjárhagslega á höfuðið.
Þið hafið brugðist trausti og það má ekki gerast að þið höndlið með auðlindirnar, stjórnarskrána eða nokkuð annað sem hefur með grundvallargildi þjóðarinnar að gera.
Stjórnlagaþing verður haldið.
Auðlindaákvæðið fer inn.
Sama gildir um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Þið komið ekki í veg fyrir það í lengd og bráð, þó ykkur hafi tekist að saurga lýðræðið að þessu sinni.
Nú hrynja föstu fjaðrirnar af Sjálfstæðisflokknum sem aldrei fyrr.
Meira að segja minn góði vinur sjálft "Miðbæjaríhaldið" hefur fengið nóg.
Látum hann eiga síðasta orðið að sinni.
![]() |
Stjórnarskrá ekki breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 17. apríl 2009
Og vitið þið hvað?
Ég var að velta því fyrir mér fyrr í kvöld hvort það væri ekkert líf, ekkert bloggefni, ekkert stuð, fyrir utan pólitík, hústökur og bankahrun.
Jú, víst er það. Það má blogga um ýmislegt.
En þá vandast málið.
Ég get ekki bloggað um drauma, þú treður ekki heilaflippi næturinnar, sem sjaldnar meikar sens, upp á fólk sem rekst inn á bloggsíðuna þína.
Ég get ekki bloggað um veikindi. Ég veit ekkert leiðinlegra en veikindi, þó það megi geta þess hér að ég er raddlaus á sjöunda, með sprungna hljóðhimnu og skapvonsku í sögulegu hámarki.
Ég get hins vegar bloggað um allt og ekkert, skrifað heilu færslunar um eitthvað vísindafokk, en ég er ekki stemmd fyrir fíflagang á meðan ég bíð eftir kosningum.
Sko, þetta með veikindin (gat verið ég er komin á fullt), það er ekkert leiðinlegra en fólk sem lifir í veikindum.
Bloggar um þau.
Talar um þau.
Veltir þeim fyrir sér.
Les um þau.
Er þau.
Hm..
Hef ég sagt ykkur að ég er með sprungna hljóðhimnu?
Var ég búin að segja ykkur að ég get ekki talað?
Gleymdi ég að geta þess að mig verkjar í báðar hnéskeljar eftir bænahald morgunsins?
Örugglega ekki.
Og vitið þið hvað?
Í nótt dreymdi mig draum.
Hann innihélt Bjarna Ben, bókhald Guðlaugs Þórs, John Lennon, hlaðið kökuborð en ekkert kaffi. Leit að fjársjóði, dollara í búntum og týnda skó.
Það má geta þess að Bjarni Ben er vita laglaus samkvæmt draumi.
En ég ætla ekkert að blogga um það neitt.
Þið mynduð ekki skilja upp né niður.
Segi svona.
Góða nótt aularnir ykkar.
"Talk to the hand"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Skammist ykkar
Það er skelfilegt að sjá hvernig lögreglan mylur niður Vatnsstíginn og það er ekki að sjá nema að það sé gert í algjöru tilgangsleysi.
Að minnsta kosti hefur útskotsglugginn á efri hæðinni ekkert með hústökufólkið að gera.
Löggann slær hann út í heilu lagi eins og ekkert sé eðlilegra.
Lögreglan er einfaldlega að rífa húsið eins og má sjá ef meðfylgjandi myndband með frétt er skoðað.
Hverjum er lögreglan að þjóna hérna?
Það er skelfilegt að horfa upp á eyðilegginguna á þessu gamla húsi.
Hver setti þá í að rífa?
Þetta er hundraða ára gamalt hús og rúmlega það.
Skammist ykkar.
![]() |
Fékk hland fyrir hjartað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Mál númer tíu
Sannleikurinn á ekki upp á pallborðið sumsstaðar á Íslandi.
En það stendur til bóta.
Ég skildi þig Katrín, eins og reyndar allir sem vilja ekki nýta sér tækifærið og slá sér upp í pólitíkinni með því að rangtúlka orð þín.
En að máli málanna, sem á erindi við allan þingheim.
Mál númer tíu er mikilvægt mál á dagskrá þingsins í dag.
Það er langþráð bann við nektardansi og viðlíka starfsemi.
Ég og fjöldi annarra reiknum með að þing fari ekki fet fyrr en þessu máli hefur verið komið í höfn.
Um það er í raun ekki fleira að segja.
Í gegn með málið gott fólk.
Annað er ekki boðlegt.
![]() |
Orð Katrínar falla í grýttan jarðveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Vogur og Tilræðið
Ég er ein af þessum 19.248 sem hafa lagst inn á Vog.
Þrisvar sinnum meira að segja þegar allt er talið.
Takk Vogur fyrir að hjálpa mér á lappir.
En hvað um það, nýliðnir páskar fóru ekki eins og ég ætlaði mér.
Af því ég var raddlaus með flensu sem sjálfur myrkrahöfðinginn(nei, fíbblin ykkar ég er ekki að vísa í Davíð Oddson) hlýtur að vera höfundur að.
Og af því að flensan rændi mig röddinni (sem enn lýsir með fjarveru) eyddi ég páskum í lestur.
Lestur er minn lífselexír og núna bjargaði hann lífi mínu.
Ég las nokkrar bækur sem ekki verða nefndar hér. Blogga yfirleitt ekki um bækur sem hugnast mér illa.
Ég treysti mér hins vegar til að mæla þúsundprósent með þessari hér, Tilræðinu.
Hún fjallar um Amin Jaafari, virtan skurðlækni í Tel Aviv. Hann og kona hans, Sihem, eru palestínsk að uppruna en ísraelskir ríkisborgar. Þau eru vel stæð, vinamörg í samfélagi gyðinga og hamingjusöm hjón, að því að Amin telur.
Shihem sprengir sig í loft upp á veitingastað þar sem fullt að fólki lætur lífið.
Bókin fjallar í raun um hvernig læknirinn reynir að ná utan um þá staðreynd að kona hans er fjöldamorðingi og örvæntingafulla viðleitni hans til að skilja hvað gerðist.
En fyrst og fremst og það sem situr eftir hjá mér er hvernig höfundi tekst að vekja samúð með málstað beggja, þ.e. Ísraela og Palestínumanna.
Reyndar hefur samúð mín með Palestínu verið heit og langvarandi en eftir lesturinn skil ég Ísraela (borgarana) ögn betur.
Í stríði er bara fólk sem raðast niður á landsvæði, svona tilviljanakennt og á það eitt sameiginlegt að vilja lifa í friði.
Svo eru það andskotans hernaðarmógúlarnir sem eyðileggja allt saman.
Lesið þessa bók. Hún er fanta spennandi og í leiðinni ákaflega fróðlegt innlegg í umræðu sem alltaf er í ný
Ajö,
Alkinn ég.
![]() |
9,4% karla hafa lagst inn á Vog |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Styrkjamál eru smámál
Þrátt fyrir ömurlega hegðun helvítis fjölmiðlana gagnvart Sjálfstæðisflokknum og sér í lagi Guðlaugi Þór, þá bætir flokkurinn við sig milli kannana.
Gott mál, fólk sér í gegnum þessar ofsóknir fjölmiðla á hendur vesalings flokk og frambjóðenda.
Guðlaugi Þór finnst ekki að styrkjamálið hafi skaðað flokkinn.
Enda dettur ekki viti borinni manneskju slík vitleysa í hug.
Þetta með styrkina er smámál.
Bara krúttleg fjáröflun sem gekk svona andskot vel.
Hættið svo þessu böggi.
Segi ég sko ekki þingmaðurinn.
![]() |
Guðlaugur telur málið ekki skaða flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Hvað næst í Kópavogi?
...þegar laufin vakna,
liggja spaðarnir andvaka
Hreint dásamlegt ljóð.
En að málinu.
"Það á ekki að refsa dóttur minni fyrir að vera dóttir mín" segir Gunnar Birgisson, eða eitthvað á þá leiðina.
Hefur Gunnar aldrei heyrt minnst á hagsmunatengsl?
Að það sé í hæsta máta athugavert að dóttirin skuli fá hvert verkið á fætur öðru í útboðum, af því hún er alltaf með lægsta tilboðið?
Og afmælisritið um Kópavogsbæ sem átti að koma út 2005 og dóttirin fékk tvær millur fyrir og hefur aldrei komið út?
Kannski er það svo, en ég hélt að þetta þætti siðlaust.
Hvað er að gerast?
Hvað ætli ég sé oft búin að hrópa, nei, nú verður það ekki verra?
Dæs, oftar en ég hef tölu á og samt halda vafasömu málin áfram að dúkka upp.
Hvers lags ógeðisspillingar eru hér í hverju horni?
![]() |
...þegar Laufin vakna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Nú slær Borgarahreyfingin heldur betur undir beltið
Nú er ég reið, það sýður á mér.
Fyrir utan mallandi, stöðuga reiði út í þá flokka sem komu okkur hingað, aðallega Sjálfstæðisflokkinn, þá beinist reiði mín annað núna.
Hún beinist að Borgarahreyfingunni og því bjóst ég seint við.
Sko, Borgarahreyfingin á (átti?) sæti í hjarta mínu, ásamt með VG sem ég ætla að kjósa að öllu óbreyttu.
Ég hef fagnað innilega komu þessarar grasrótarhreyfingar sem mér finnst nauðsynleg viðbót í hina pólitísku flóru.
En með þessari yfirlýsingu ganga þeir fram af mér og gott betur.
T.d.
"Borgarahreyfingin segir að þingflokkarnir hafi svikið í annað sinn fyrirheit um mikilvægar umbætur á lýðræðisfyrirkomulaginu. Fyrst hafi það gerst með því að kasta fyrir róða áformum um persónukjör og nú með því að leggja til hliðar að taka ákvörðun um stjórnlagaþing."
Hvaða kjaftæði er þetta? Veit hreyfingin ekki að Sjálfstæðismenn hafa haldið þinginu í gíslingu í rúma viku og voru búnir að lýsa því yfir að þeir myndu tala endalaust til að komast hjá því að stjórnarskrárbreytingar færu í hendur stjórnlagaþings?
Hafa þeir ekki fylgst með málþófinu sem átti að halda áfram með einlægum málþófsvilja íhalds og Sleggjunnar?
Vita þeir ekki að þingsköp gera það að verkum að þeir hefðu getað talað fram á haust ef þeim hefði sýnst svo?
Djöfull er þetta ódýr leið til að slá sér upp á kostnað ALLRA flokka og frekar neðanbeltis.
Svo bítur Borgarahreyfingin höfuðið af skömminni með þessu:
"Í yfirlýsingu frá Borgarahreyfingunni segir að í stjórnlagaþingsmálinu hafi berlega komið í ljós hversu núverandi alþingismönnum sé meinilla við að afsala sér hluta af völdum sínum."
Nú vill svo til að ég veit persónulega um þó nokkuð marga alþingismenn sem af hjartans einlægni vildu sjá frumvarpið um breytingar á stjórnarskrá verða að veruleika og þá einna helst vegna stjórnlagaþings.
Hvernig ætlar stjórnmálahreyfing að láta taka sig alvarlega með svona bullyfirlýsingum?
Núverandi þingmenn eru þá væntanlega þingheimur allur.
Ég næ ekki upp í nefið á mér. Það er skömm að svona málflutningi.
Allir flokkar á þingi fyrir utan helvítis íhaldið stóðu að framlagningu stjórnarskrárfrumvarpsins og hafa lagt ofuráherslu á að ná því í gegn.
Það hefði verið öllu vænlegra til stuðnings við málstaðinn að hafa það sem réttara er.
Sjálfstæðisflokkurinn lagði nótt við dag til að koma málinu ekki í gegn og lýsti sig til búinn til að halda því áfram svo lengi sem þyrfti.
Og að endingu til félaga minna í baráttunni.
Ég reikna fastlega með að þið umorðið þessa yfirlýsingu.
Ég meina, upp á réttlæti og svona.
Ég er eiginlega ekki svo mikið reið, fremur sár. Ég lít á fókið í Borgarahreyfingunni sem samherja. En ég hugsa ekki svo mikið í "flokkum", frekar málefnum. Ég held að við viljum sömu hluti, þ.e. Nýtt Ísland og á því á Borgarahreyfingin engan einkarétt.
![]() |
Stjórnarskráin ekki á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.2.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987398
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr