Miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Cappíss?
Þessi skemmtilega frétt, sem er auðvitað mjög undarleg í "laginu" er um Sáda sem fékk sér typpaframlengingu úr gulli.
Skreytta með demöntum og rúbínum.
Sko, það sem er merkilegt við þessa frétt, fyrir utan það að Sádinn er með ofnæmi fyrir stáli, er að það er tekið fram að fólkið á meðfylgjandi mynd tengist ekki fréttinni.
Sjúkkitt segi ég nú bara. Eins gott að taka það fram.
Væri ömurlegt fyrir konuna á myndinni að verða uppvís að því hverslags lífi hún lifir í rúminu.
Höfuð myndu snúast í hvert skipti sem hún færi út úr húsi.
En um typpaframlengingu með eðalsteinum er ekki mikið hægt að segja, að minnsta kosti ekki við helmingur mannkyns sem erum ekki með apparat sem þarfnast framlengingar við.
En fyrir hönd kvenna í öllum löndum sko varðandi eðalsteinana er bara eitt að segja:
Áts.
Djöfull getur fólk verið bilað.
En ég minni á einu sinni enn og fæ ekki undirstrikað það nógsamlega að fólkið á myndinni tengist ekki fréttinni.
Eru bara saklausir arabar að koma úr Mollinu á laugardegi í Sádí.
Capíss?
Reður úr gulli og demöntum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Nú er ég hissa.
Ég hef alltaf talið að það yrði að landa Icesave-málinu á einn eða annan hátt.
Og mér á eftir að létta þegar það ljóta, vonda, skelfilega og rándýra mál er frá, ef það er hægt að tala um að það sé frá. Það fer auðvitað ekki langt.
En svona er raunveruleikinn.
Nú segja Birgitta og Pétur Blöndal að samningsfjandinn verði studdur með sterkum fyrirvörum.
En ég er satt best að segja alveg stein hissa yfir þessum viðsnúningi hjá Birgittu Jónsdóttur.
Hvað með landráðapappírana og leyndarmálin sem þau töluðu um í Borgarahreyfingunni og gerðu það að verkum að það mátti ekki afgreiða Icesave fyrir nokkurn mun?
Sannleikurinn í málinu sem kom í veg að þau gætu stutt aðildarviðræðurnar við ESB?
Leyniskjölin þið munið!
Eru þau horfin upp í reyk?
Maður spyr sig.
Styðja Icesave með fyrirvara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Ætla að gerast áskrifandi að Séð og Heyrt
Ég hef aldrei haft nokkurn áhuga á slúðurfréttum.
Kaupi ekki slúðurblöð, þau gera nákvæmlega ekkert fyrir mig.
Enda hef ég rekið mig á það að í íslensku samfélagi hefur fólk verið búið að gifta sig og skilja nokkrum sinnum án þess að ég hafi frétt af því og hlaða niður börnum líka á meðan ég svíf um í mínu áhugalausa ástandi gagnvart fræga fólkinu.
Mér hefur alltaf verið slétt sama hvort það hafi náðst nærmynd af píkunni á Britneyju Spears.
Eða hvort Lindsey Lohan er lessa, bíari eða einfrumungur.
Sem ég gæti alveg trúað sko, að hún væri einfrumungur, hún hagar sér að minnsta kosti eins og heilann vanti í sköpunarverkið.
Það hreyfir heldur ekki við mér hvort læknir Jacksons hafi sofið á meðan hann dó. Maðurinn er dáinn og fólk deyr jöfnum höndum um allan heim og sumir hafa engan hjá sér, hvað þá sofandi, læknismenntaðan mann.
Mér kemur slúður ekki skapaðan, hræranlegan lifandi hlut við.
En nú ber svo við að ég lúsles slúðurfréttir netmiðlanna.
Ég meira að segja þakka Guði fyrir menn eins og Rayan O´Neal.
Hann er ógeðismaður sem reyndi við dóttur sína í jarðaför fyrrverandi eiginkonu.
Svo virðist hann hafa gefið ellefu ára syni sínum kókaín.
Kommon, hann er svona siðblindingi maðurinn sem ég elska að velta mér upp úr þessa dagana.
Af hverju?
Jú ég þekki hann ekki neitt, hann hefur ekki komið Íslandi og mér þar með á kaldan klaka.
Hann er algjörlega blásaklaus af útrásinni.
Ég fyllist ekki brjálæðslegri reiði sem gæti reynst mér hættuleg hefði ég aðra (suma) siðblindingja í kallfæri.
Þess vegna elska ég hann og allt hitt klikkaða fólkið.
Farin í símann. Ætla að gerast áskrifandi að Séð og Heyrt.
Úje.
Raðmóðirin í USA hún Steinunn Ólína er komin með frábært blogg. Kíkið hér.
O'Neal gaf 11 ára syni sínum kókaín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Aldrei hægt að fyrirgefa
Flott framtak hjá Mogga að setja inn Icesave-reiknir.
Það er ef fólk hefur taugar til að velta sér upp úr þessum hroða.
Eftir fréttir og Kastljós gærdagsins ásamt öðrum fréttum af því sem hér hefur gerst er mér algjörlega nóg boðið.
Ég hef ekki tölugreind sem nægir mér til að meðtaka þessar stóru upphæðir.
Ég skil núna að ég þarf að eiga tæpar 700 þúsund til að borga minn hluta í gjaldþroti Björgólfs.
Meira til, til að slengja út fyrir Icesave.
Almættið veit hvað Kaupþingsstrákarnir og allir hinir eru búnir að fokka miklu upp til að gera mig nánast gjaldþrota.
Þetta er orðið persónulegt.
Samt er ég ekkert svo rosalega reið út í glæpamennina og stórþjófana eins og ætla mætti.
Málið er að ef þú átt demantaverslun og skilur hana eftir opna og ferð í kaffi eða á skíði bara, þá er varla hægt að lá þjófunum sem láta greipar sópa á meðan er það?
Þess vegna beinist reiði mín fyrst og fremst að stjórnvöldum sem á þessum tíma bjuggu til umhverfið fyrir glæpina og að eftirlitsstofnunum sem sinntu ekki hlutverki sínu.
Þeirra ábyrgð er stór og svei mér þá ef það er nokkurn tímann hægt að fyrirgefa.
Icesave-reiknir á Mbl.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 4. ágúst 2009
Undarlegt PR
Almættinu, Óðni, Þór og Tý sé lof fyrir konu eins og Evu Joly.
Ekki veitir af á meðan blaðafulltrúi Jóhönnu er á þessari línu.
Vá, var hann ráðinn til að reyta fylgið af Samfó og koma okkur í enn meira klandur úti í hinum stóra?
Maður spyr sig.
Joly tókst það sem öðrum tekst ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Þriðjudagur, 4. ágúst 2009
Eitt núll fyrir almenningi
Eitt núll fyrir almenningi hérna.
Skilanefnd og bankastjóri Nýja Kaupþings hefur ákveðið að höfða ekki staðfestingarmál vegna umfjöllunar RÚV um trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini.
Ég leyfi mér að halda því fram að þetta hefi ekki verið vegna þess að þeir Kaupþingsmenn sáu ljósið og þá meina ég að þeir hafi horfst í augu við hversu yfirgengilega heimskuleg þessi aðgerð var.
Nei, ég held að þeir hafi óttast áhlaup á bankann.
En það er bara ég með minn bankafjandsamlega hugsunarhátt.
Gott mál.
Falla frá lögbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 3. ágúst 2009
Áfram Ömmi
Takk Ögmundur fyrir að vilja aflétta bankaleynd af öllum fjármálastofnunum, ekki bara Kaupþingi.
Svo er bara að rumpa þessu af í vikunni.
Svo við getum fengið að vita alla söguna.
Söguna sem skrifar sig sjálf á hverjum degi með hjálp góðra fréttamanna eins og Kristins Hrafnssonar.
Áfram Ömmi.
Vill aflétta bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 3. ágúst 2009
Hressir ellilífeyrisþegar
Í síðustu færslu réðst ég á Vestmannaeyinga fyrir bölvað montið í þeim.
Gaman að þessu.
Elska að fara í taugarnar á fólki þegar þannig liggur á mér.
Einhver benti mér á að dissa Akureyri næst en ég bíð aðeins með það og ræðst nú á Húsdýragarðinn í staðinn.
Úje.
Reyndar er þetta í nösunum á mér en það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér varðandi Húsdýragarðinn og Stuðmenn, hvort það sé ekki kominn tími á að uppfæra skemmtiatriðin þarna?
Þarna koma barnafjölskyldur og börnin þekkja hvorki haus né sporð á þessum jafnöldrum mínum í bandinu, sem eru reyndar alveg skemmtilegir og svona, en ég ímynda mér að þetta væri álíka gleði fyrir mig tíu ára að hlusta á Karl Julleby harmonikkuleikara og fyrir æsku Íslands að mæta í garðinn í gær.
Ég hefði gengið heim frá þeirri skemmtun.
Í gær voru börn spurð í fréttum hvort þau vissu hvað hljómsveitin héti og þau gerðu það auðvitað ekki enda svo ung að þau eru ekki farin að lesa Íslendingasögurnar.
Reyndar sá ég þarna fólk undir fertugu í söngvarðasveitinni, flottur Stefán Karl og Eyþór, þannig að þetta var nú kannski ekki alslæmt.
Trúið mér þegar ég segi ykkur að ég er að hörmungajafna hérna svo Vestmanneyjafólkið fyrirgefi mér.
Á svo mikið af ættingjum og vinum í Eyjum, verð að sleikja þau upp sko.
En Stuðmenn eru ágætir. Mér þykir vænt um þá.
Þeir eru ferlega hressir verðandi ellilífeyrisþegar og ekki orð um það meir.
Næst er það Akureyri.
Úje.
Stuðmenn héldu uppi stuðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 2. ágúst 2009
Raupið í Eyjamönnum
Vistmannaeyingar mega halda sínar þjóðhátíðar í góðu lagi fyrir mér og fá helminginn af þjóðinni í heimsókn ef þeir vilja en...
Ég hendi sjónvarpinu í vegginn ef þessum áróðri frá þjóðhátíð fer ekki að linna í fréttatímum beggja stöðva.
Þar er núna á hverju kvöldi talað við mótshaldara í Eyjum sem tíunda dásemdina.
Segja þetta himnaríki á jörðu.
Veðurguðirnir elski sig.
(Í fyrra rigndi eldi og brennisteini, þá snéru þeir því upp í lofsöng líka, það var nefnilega svo gaman á þjóðhátíð að veðrir skipti ekki nokkurn kjaft neinu máli).
Þeir séu svo frábærir mótshaldarar.
Að toppurinn á tilverunni sé einmitt í Vestmannaeyjum um þessa helgi.
Með tilkomu Bakkafjöru geti þeir tekið á móti miklu fleirum af því þeir eru svo klárir í skipulagningu út í eyjum offkors.
Sjálfhælnin hefur engan hnekki boðið í Vestmannaeyjum þrátt fyrir að Íslendingum hafi verið kippt frekar ákveðið niður á jörðina í hruninu.
Sko gott fólk..
í paradís á jörðu eru ekki kærðar nauðganir,
þar eru heldur ekki kærðar alvarlegar líkamsárásir,
þar eru ekki allar fangageymslur fullar
ég reikna heldur ekki með að í paradís á jörðu teljist nefbrot og þvíumlíkir áverkar til minniháttar.
Um að gera að vera ánægður með sig en þarf maður að hlusta á raupið í hverjum fréttatíma?
Þetta er eins og auglýsing frá ferðamálaráði Vestmannaeyja.
Ókeypis á prime time.
Get over your selves - arg.
Illa barinn á þjóðhátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Sunnudagur, 2. ágúst 2009
Eva Joly er ekki hetjan mín
Það er kannski að æra óstöðugan að blogga um þessa frétt.
Hver kjaftur á Moggablogginu virðist hafa skoðun á málinu.
En auðvitað get ég ekki stillt mig, hreinlega verð að leggja í púkkið.
Það er allt að því fyndið að Hrannar Arnarson skuli kveinka sér undan aldeilis frábærri grein Evu Joly sem hefði svo sannarlega átt að koma fyrr og kannski frá Íslendingum sjálfum í erlendum miðlum.
Ég tek undir hvert orð.
Ég get ekki séð annað en að það sé hið besta mál að Eva Joly láti Norðurlöndin og aðra sem málið varða heyra það óþvegið.
Svo minni ég á að það ríkir málfrelsi og það er alveg glatað að kvarta undan því.
Áfram Eva.
Ég þoli ekki hetjutal, enda búið að misþyrma hugtakinu á alla enda og kanta í þjóðfélaginu s.l. ár.
Þess vegna ætla ég ekki að segja að Eva Joly sé hetjan mín.
Hún á einfaldlega betra skilið.
En væri hetjuhugtakið ekki orðið að ofnotaðri klisju þá væri Eva sterkur kanditat í hetjunafnbótina hjá mér.
Súmí.
Hrannar sendir Joly tóninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987381
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr