Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Föstudagur, 24. júlí 2009
Ástfanginn af bótoxi
Ein af dætrum mínum (að minnsta kosti) er skotin í Simon Cowell.
(Þú veist hver þú ert).
Hún hitti hann í fyrra þegar hún var úti að borða í London, þau töluðu saman og hann blikkaði hana.
Því miður þá náðist þetta sögulega atvik ekki á mynd.
En Simon á sama afmælisdag og yngsta stelpan mín, það hlýtur að gera það að verkum að honum er ekki alls varnað, því fólk á þessum degi er með hjartað utan á sér.
Spurningin er hvort Simon sem er bótoxaður frá enni og niðurúr, sé búinn að láta eiga við hjartað líka.
Svo hræddur við að eldast karlinn, hlýtur að vera skelfilegt að óttast hið óumflýjanlega.
Núna á sem sagt að halda afmælisveislu fyrir þennan krúttfrömuð í tilefni þess að hann verður fimmtugur 7. október n.k.
Um að gera að taka afmælið snemma og halda óslitnu fjöri fram á árs afmælisdag íslenska hrunsins.
Sautján fyrrverandi kærustur munu mæta í partíið.
Hvað með ALLAR hinar?
Sautján stykki er lítill og aumingjalegur afrakstur fyrir bótoxhöfðingjann.
Karlinn hætti við að giftast í fyrra.
Skíthræddur við að bindast öðru en bótoxinu og sjálfum sér.
Hann á eftir að enda aleinn og fokkings skíthræddur, ég er að segja ykkur það.
Djók.
Hvað er ég að fabúlera um Simon Cowell?
Jú, ég nenni ekki að vera alvarleg um helgar.
Og frá og með nú er mín helgi hafin.
Úje.
Sautján fyrrverandi kærustur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 24. júlí 2009
Sýnum mannúð
Í gróðærinu þegar hér var stundaður innflutningur á erlendu verkafólki til að byggja í brjálæðinu var stöðugt verið að ráðast á það vegna landlægrar kynþáttaandúðar á Íslandi.
Mér er í fersku minni djöfuldómurinn og lætin í meðlimum Stangaveiðifélags Reykjavíkur þegar mér varð á að brosa að því að Pólverjar nokkrir veiddu sér í soðið í Elliðaánum.
Mér fannst það krúttlegt og ég er enn alveg viss um að þeir hafi ekki haft græna hugmynd um allt andskotans veiðisnobbið og lúxusinn í kringum stangaveiði á Íslandi.
Ég er auðvitað ekki að mæla veiðiþjófnaði bót en mér fannst þetta sum sé dálítið dúllulegur árekstur ólíkra menningarheima.
Ég bloggaði oft og gjarnan til stuðnings innflytjendum enda vissi ég sem var andúðin kraumar í þjóðarsálinni. Ekki allri offkors en alveg nógu víða.
Og þá hugsaði ég á stundum þegar ég las heiftúðlegar athugasemdir landa minna í athugasemdakerfinu mínu við færslurnar, að það væri eins gott að þessi þjóð okkar þyrfti ekki á öðrum að halda með sitt yfirlætislega viðhorf.
En nú er það komið á daginn að við erum upp á náð og miskunn margra þjóða komin.
Sem er sorglegt.
En vonandi lærdómsríkt í leiðinni.
Nú fer ég fram á það, og það ekki auðmjúklegast, að hver sem um mál flóttamannanna frá Al Waleed flóttamannabúðunum fjallar, komi dóttur Aydu Abdullah Al Esa á Akranesi og manni hennar til landsins.
Við viljum ekki aðskilja fjölskyldur er það?
Dóttir Aydu missti barn sitt skömmu eftir fæðingu en hún fékk ekki nægilega aðstoð og læknishjálp þegar hún veiktist.
Þar sem er hjartarúm þar er pláss.
Ég er ekki biblíutrúuð kona en ég trúi bjargfast og af öllu afli á kærleikann og að við eigum að koma fram við náungann eins og við viljum láta koma fram við okkur.
Ég er til í að planta mér fyrir framan ráðuneyti dómsmála eins og ég hef áður gert til stuðnings öðrum flóttamanni, til að minna á dóttur hennar Aydu en ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að það sé nauðsynlegt.
Sýnum mannúð.
Móðirin á Skaga, dóttirin í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 23. júlí 2009
Nú er fjandinn hafi það nóg komið!
Norræni fjárfestingabankinn er hættur að lána íslenskum fyrirtækjum.
Of mikil áhætta felst í því að lána þeim, segja mennirnir í bankanum.
Samt var því lætt með (svona til að hafa það á hreinu að það er verið að kúga okkur til hlýðni) af stjórnarmanni í sjóðnum að lausn Icesavedeilunnar gæti breytt málinu.
Sko, ég er beisíklí og nákvæmlega núna komin með nóg af hótunum og handleggjauppásnúningi annarra þjóða gagnvart Íslandi.
Hótanir hafa aldrei gert annað fyrir mig en að setja mig algjörlega á þverveginn.
Ekki að ég ráði einhverju en ég vona að einhver sem hefur eitthvað að segja um málefni Ísland fari að stinga niður fæti og segja hingað og ekki lengra, nú er nóg fjandinn hafi það!
Okkur ber vafalaust að taka ábyrgð á Icesave, ekki ætla ég að neita því.
En þessar eilífu hótanir, kúganir úr öllum áttum eru ekki að gera neitt fyrir mig.
Og svo sá ég í fréttunum að okkur beri samkvæmt núverandi mynd á Icesavesamningi að borga 2 milljarða króna fyrir útlagðan kostnað Breta í málinu.
Halló, vaknaði einhver snillingur upp í Bretlandi og ákvað að láta Íslendinga borga fyrir allt mögulegt og ómögulegt í þessu máli?
Eða voru Íslendingar svo bognir og sigraðir að þeir létu hjá leggjast að spyrna við fótum?
Eigum við ekki jafnframt að bjóðast til að kosta viðhald á strætisvögnum Lundúnaborgar og greiða fægilöginn á krúnuskartgripi friggings drottningarinnar fyrst við erum á annað borð farin að opna budduna og dreifa peningum eins og dauðadrukkinn olíufursti á eyðslufylleríi?
Koma svo, vöknum!
Rísum á lappir og horfumst óhrædd í augu við umheiminn.
Það var ekki íslenskur almenningur sem fór um Evrópu rænandi og ruplandi skiljandi eftir sig sviðna jörð.
Borgum það sem okkur ber og ekki krónu meira.
Og gerum það bein í baki.
Fjandinn sjálfur, ég vil ekki sjá þennan undirlægjuhátt.
Svo geta bankar, lönd, ríkisstjórnir og mjólkurbúðir heimsins hótað sig bláa í framan.
Súmítúðefriggingsbón.
Hættir að lána Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Fimmtudagur, 23. júlí 2009
Komin í ullarpeysu og blogga um ESB
Ég sá mjög góðan þátt á R.Ú.V. í gærkvöldi um galla og kosti þess að ganga í Evrópusambandið.
Fyrir mér var hann algjör opinberun.
Allt sem ég hef heyrt um ESB hefur nefnilega hingað til verið í fyrirsagnastíl og með fjórföldu upphrópunarmerki.
Með eða á móti, allt eftir því á hvaða væng hrópandinn hefur skipað sér.
Þarna var fjallað um málin á hlutlausan hátt.
Auðvitað munum við Íslendingar þurfa að leggja af mörkum ef af verður að við göngum inn.
Ég er orðin svo hundleið á því viðhorfi sem er landlægt hér á landi að þegar það hentar okkur þá erum við BARA þrjúhundraðþúsund saklaus krútt sem eiga að fá allt fyrir ekki neitt.
Alveg: Heimurinn má þakka fyrir að fá að vera í samkiptum við okkur.
Og þegar það hentar okkur erum við ótrúlega hipp, kúl, frábær og æðisleg þrátt fyrir að vera BARA þrjúhundraðþúsund krúttlegir Einsteinar sem vitum allt best, kunnum og getum allt betur en aðrar þjóðir.
Við erum venjulegt fólk, venjuleg þjóð. Muna það.
Svo er annað mál hvort okkur er betur borgið í Evrópusambandinu.
Þessi sem hér hamast á lyklaborði bíður spennt eftir viðræðum og að fá tækifæri til að komast að því hvað kemur upp úr skjalatöskum þeirra sem um samningana sjá.
Úje og vitið þið hvað?
Sumar, humar, ég er komin í ullarpeysu.
Össur: Ísland hefur margt að bjóða ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fimmtudagur, 23. júlí 2009
Hinn risavaxni ránsfengur
Ókei, Breska heimsveldið farið að skrifa um reiði Íslendinga.
Langar í þeim leiðslurnar en ég held svona persónulega að ég muni seint fyrirgefa hryðjuverkalöggjöfina.
Ekki að það skipti einu einasta máli hvað mér finnst, er bara sandkorn í eyðimörkinni.
Ég held samt að það sé ekki einn einasti Íslendingur sem ekki sýður á vegna svínslegrar framkomu Browns og Darling.
Málið er að eins og Einar Már segir í þessu viðtali við Bretana, þá held ég að fáir ef nokkrir á meðal almennings hafi vitað um tilvist Icesave, þessa risavaxna ránfengs sem við erum nú að kljást við og er að kljúfa þjóðina í herðar niður.
Fasistataktar Bretanna í þessu máli eru ófyrirgefanlegir.
Og enn réttlæta þeir gjörðir sínar.
Svo er það önnur saga og skelfilegri að enn bætast við óvissuþættir í Icesave málinu.
Ég veit svei mér ekki hvað ég á að halda lengur.
Hafi ég nokkurn tímann vitað það.
Úff.
Fjallað um reiði Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
Engar pelsköngulær takk
Það hefur löngum staðið mér fyrir þrifum að vera illa haldin af köngulóarfóbíu sem teygir anga sína til flestra annarra skriðdýrategunda sem fyrir finnast á jörðinni.
Þetta hef ég látið stöðva mig.
Ég myndi t.d. aldrei heimsækja regnskóga þó mér yrði boðið þangað. Vil ekki standa auglitis til auglitis við ógeðslega, röndótta, pelskönguló í drápshug.
Og ekki heldur væri hún södd og sæl í góðu skapi.
Fyrir nokkrum árum síðan las ég um konu í Svíþjóð.
Hún kom í apótek vegna þess að hún var með stöðugt suð fyrir eyrum, hélt það væri eyrnabólga eða eitthvað ámóta og lét lyfjafræðinginn kíkja í eyrað (vá, læknamafían hlýtur að hafa fengið stórtækt frekjukast yfir þessum lyfjafræðingi sem fór inn á þeirra starfssvið).
Hvað um það, konan var með könguló í eyranu.
Þegar ég les um svona hrylling dregur fyrir sólu, líf mitt verður ekki samt aftur fyrr en að löngum tíma liðnum.
Ég hef einmitt líka gengið um og óttast að eitthvað ógeðisdýr kæmi skríðandi og myndi stinga mig eða bíta í háls eða andlit.
Aumingja vesalings þessi kona.
En það er alltaf von um að ná tökum á svona fóbíum.
Mín köngulóar hefur minnkað til mikilla muna.
Fyrir tæpum þremur árum þegar ég var í meðferð á Vogi var allt fullt af köngulóm úti í reyk.
Ég fékk eina í hárið, aðra á sjalið mitt og þriðju á löppina.
Í hvert skipti fékk ég móðursýkisköst upp á einhver þúsund á Richter.
Í fjórða skiptið kom ein vel alin og stökk upp handlegginn á mér og þá eiginlega nennti ég ekki að fá kast, hoppa upp, garga og öskra.
Reykpásur stuttar á milli fyrirlestra sko.
Ég kastaði henni burt og hélt áfram að reykja.
En ég fer ekki fet þangað sem Tarantúlur, Fuglaköngulær og aðrar óværur þrífast.
Ekki að ræða það.
Stungin af flugu í hálsinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
Óttaáróðursmeistarar af guðs náð
Birgitta Jónsdóttir talar um að í áliti meirihluta utanríkismálanefndar í Icesave málinu sé óttaáróður þess efnis að ef ekki verði gengist við Icesave-samningnum hafi íslenskt efnahagslíf verra af.
Ég held að það sé ekki óttaáróður. Ég held að það sé raunsætt mat. Við verðum ekki látin komast upp með að neita ábyrgð á uppáskrift íslenskra stjórnvalda á hegðun Landsbankaglæpamannanna.
Þar fyrir utan þá brosi ég með sjálfri mér (full umburðarlyndis, jájá) þegar þingkonan talar um óttaáróður.
Þar hittir skrattinn ömmu sína.
Heilagri þrenningu Borgarahreyfingarinnar tókst nærri því að hræða úr mér líftóruna með stöðugum óttaáróðri sínum um eitruð leyndarmál þessa samnings.
Eins og samningurinn sé ekki alveg nógu skeflilegur í sjálfu sér.
En nú er þess víst stutt að bíða þar til þau gera grein fyrir leyndóinu. Vika sagði einhver í fjölmiðlum.
Það er heldur ekki langt síðan að Þór Saari stóð í ræðustól Alþingis og talaði um að fólk myndi deyja, svelta og guð má vita hvaða hörmungum hann lofaði í umræðum um kreppuna og það var þá sem ég kveikti á að þarna var kominn óttaáróðursmeistari Alþingis númeró únó.
Hvað um það ég bíð eftir umræðum um Icesave í þinginu á morgun, með öndina í hálsinum offkors og það ekki af tilhlökkun.
Gott er það ekki. Það er óhætt að segja.
Hvað sem manni annars finnst um hvaða leiðir eigi að fara.
Óttaslegin utanríkismálanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
Bullandi pólitískt Icesave
Það lyktaði allt af brenndu gúmmíi þegar ég vaknaði í morgun.
Mér datt helst í hug að einhver væri að brenna dekk í nágrenninu eða alveg þangað til að það rann upp fyrir mér að heilinn á mér væri að gefa sig vegna þráhyggjuhugsana minna um Icesave.
Auðvitað eigum við ekkert að láta kúga okkur...
En..
Ég reyni að einfalda hlutina fyrir mér þegar ég þarf að komast til botns í einhverju máli.
Sko, þegar fólk skrifar upp á lán fyrir aðra og þarf að borga þá fylgir því rosalega mikil reiði og frústrasjón.
Við vitum að við ábyrgðumst greiðslu en reiknuðum hins vegar aldrei með því að þurfa að borga krónu.
Sama með Icesave.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn skrifuðu upp á fyrir útrásarvíkingana í umboði þjóðarinnar en þeim láðist auðvitað að spyrja okkur hvort við værum game. (Reyndar fóru þeir líka í stríð fyrir okkar hönd og létu hjá líðast að bera það undir okkur enda almenningur aldrei verið neitt nema atkvæði í þeirra augum).
Nú hafa útrásarvíkingarnir stungið af frá skuldinni og eftir sitja ábyrgðarmennirnir með sárt ennið.
Við þurfum að borga.
Svo eru lögfræðingarnir saga út af fyrir sig.
Það má sennilega skilgreina Icesave eingöngu út frá lögfræðilegu sjónarmiði og leiða líkum að því að við gætum sloppið við að borga.
En það eitt og sér segir ekki alla söguna.
Málið er nefnilega bullandi pólitískt.
Það væri frábært að geta með lögfræðilegum rökum komist hjá því að borga krónu og senda almenningi í þessum löndum fingurinn.
En þá erum við að gera það sama og útrásarræningjarnir sem skrifa eignir sínar á vini og vandamenn og senda OKKUR íslenskum almenningi fokkmerkið.
Ég vil að við skrifum undir Icesave með fyrirvara.
Við látum það koma skýrt í ljós að þetta sé nauðungarsamningur sem við höfum verið neydd til að skrifa undir.
Svo tökum við málið upp aftur.
Þegar helvítis stjórnvöld í þessum löndum hafa jafnað sig á móðursýkiskastinu.
Eða?
Svei mér þá ef ég veit það.
P.s. Svo eitt að lokum. Þessar upphrópanir um að Steingrímu J. sé að undirgangast þessa samninga til að halda völdum eru svo ósanngjarnar sem frekast má vera.
Það er ekki vænlegt til pólitísks langlífis að taka að sér fjármálaráðuneyti á þessum skelfilegasta tíma í íslenskri efnahagssögu.
Hugsa!
Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
..eins og að afneita börnunum sínum
Hugsið ykkur, Obama leyfði sér að klæðast gallabuxum opinberlega og ekki nóg með það, púkalegum gallabuxum í þokkabót.
Eins og hvert barn veit þá byrjaði Búskur forseti á því þegar hann varð forseti að banna starfsmönnum Hvíta hússins að vera í gallabuxum í vinnunni. Það er svo óamerískt.
Meiri tvískinnungurinn.
Það er ekkert bandarískra en einmitt gallabuxur.
Nema ef vera skyldi offita, burstaklipping og morð á fólki í fjarlægum löndum í nafni lýðræðis.
Þetta er eins og að afneita börnunum sínum.
Og heimurinn slefar af undrun.
Cry me a river.
Obama ver buxurnar sínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Ímyndaðar og raunverulegar hótanir
Ég verð að játa að ég er orðin leið á hótunum.
Bæði þessum í hausnum á fólki, sko ímynduðum hótunum.
Og svo svona alvöru.
Ég finn svo sannarlega til með hverri einni og einustu manneskju sem hefur tapað peningunum sínum á þessum Landsbankaglæpamönnum og það án tillits til þjóðernis.
Almenningur í Hollandi, Englandi og annarsstaðar, stendur mér jafn nærri hjarta og íslenskur pöpull, hverjum ég tilheyri.
En ég næ ekki upp í nefið á mér yfir þessum hótunum sem Össur hefur fengið símleiðis frá Verhagen lufsunni.
Snæði hann innyfli og lúti í gras.
Nei, ekki mjög málefnalegt en mikið ofboðslega er ég þreytt á yfirgangi.
Ergo: Venjulega fólkið, almenningur á að standa saman.
Svo mikið veit ég.
Og fari Brown, Darling, Verhagen og Páll páfi þess vegna, í fúlan pytt.
Súmí.
Þrýst á Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 15
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987146
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr