Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Laugardagur, 11. apríl 2009
Doremí
Miðað við að þetta er fjórði dagur í algjöru raddleysi þá er ég nokkuð góð bara.
Fyrir utan þessa ógeðslegu flensu sem rænir mann raddböndunum þá er ég nokkurn veginn í heilu lagi.
En það er töluverð æfing í æðruleysi að geta ekki talað.
Bara hvíslað því allra nauðsynlegasta.
Allir og þá meina ég allir sem heyra í mér (lesist heyra EKKI í mér) eru með aulahúmor.
Þeir byrja undantekningarlaust að óska húsbandi til hamingju með þögnina.
Spyrja hvort hann hafi ekki tekið sér helgarfrí til að njóta þagnarinnar á heimilinu.
Ég gæti lamið þetta fólk en þar sem ég er ekki ofbeldiskona þá óska ég þess heitt að það detti á hausinn af eigin hvötum, meiði sig nokkuð illa og missi síðan röddina að eilífu.
Ókei, smá ýkjur en bara smá, vona að það detti og meiði sig illa en missi röddina aðeins í nokkur ár eða svo.
Húsband, hins vegar, sagðist vera farinn að sakna tjáningar minnar í morgun.
Það væri eitthvað svo einmannalegt og hálf sjúklegt að hafa mig nálægt sér steinþegjandi dögum saman.
Ég hugsaði: "Mátulegt á þig". Það þarf að sýna fólki hvað það á, til að það fari að skilja verðmætið sem hefur borist upp í lúkurnar á því og því hættir til að fara með eins og steiktan fisk eða soðnar kartöflur.
En..
Ég ætla rétt að vona að ég fari að fá röddina.
Mikið skelfing er röddin mikilvæg hverri manneskju - að minnsta kosti mér.
Ég hef eitthvað svo margt að segja.
Miðað við að ég hef skoðanir á öllu og get ekki tjáð þær í tali milli manna, jafnast þessi örlög á við útlegð úr samfélagi fólksins sem ég elska að tala við.
Og það, börnin góð, á þessi kona hér svo sannarlega ekki skilið.
Do-re-mí-fa-so-la-fokkingdo.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 11. apríl 2009
Guð fyrirgefi mér
Bjarni Ben er á því að allar upplýsingar um "styrkjamálið" séu komnar fram og þá er hægt að pakka málinu saman finnst honum.
Allt á borðinu.
Bíddu, bíddu, bíddu.
Ekki alveg svona snöggur karlinn.
Steinþór og Þorsteinn, sem fáir kannast við, eru svona nánast utan úr bæ, ókei, annar í stjórn FL og hinn starfsmaður Landsbankans öfluðu styrkjanna eftir hvatningu Gulla Þórs.
(Bara venjulegir Sjálfstæðismenn eins og það er kallað af formanni flokksins).
Þessir menn eru göldróttir!
Svona upphæðir fær ekki hver sem er út á sitt heiðvirða andlit, blá augu eða blautlegar varir.
Og það án þess að nokkuð komi í staðinn.
Eða hvað?
Ég er klökk hérna.
Ég hef verið að hneykslast á þessum félögum, FL-Group og Landsbanka.
Fyrir sukkið og svínaríið offkors.
Og allan tímann voru þeir í bullandi góðgerðarstarfsemi.
Guð fyrirgefi mér.
![]() |
Söfnuðu fé fyrir flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 11. apríl 2009
Ekki sama á hvaða fíl er ráðist
Þessi fíll tengist ekki fréttinni.
Rosalegir fordómar eru gagnvart samkynhneigðum fílum í Póllandi.
Ég sverða.
En það er eins gott að Mogginn slær varnagla í þessari frétt og tekur fram að fíllinn á myndinni tengist ekki fréttinni.
Annars hefði blaðið getað lent í meiðyrðamáli.
Fíllinn á myndinni hefði hreinlega getað stefnt þeim.
Hvaða brandarakall setti þetta í blaðið?
En svona í förbifarten:
Ætli það sé enn verið að leita að páskaeggjum í Elliðaárdalnum?
Nei, nei, segi svona, datt það í hug bara.
P.s. Ég verð að segja ykkur að mér finnst þessi fíll á myndinni smá hommalegur og ég vona svo sannarlega að hann sjái ekki þessa bloggfærslu.
Hehemm.
![]() |
Skammast yfir samkynhneigðum fíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 11. apríl 2009
Leitið og þér munuð finna
Þingmenn Sjálfstæðisflokkisins, svo krúttlegir eitthvað, ætla að mæta í páskaeggjaleit á vegum sjálfstæðifélaganna í Reykjavík.
Almáttugur Jésús á galeiðunni!
Ég ætla rétt að vona að þeir séu duglegri við eggjaleitina en þeir eru við að finna þá sem tóku á móti styrkjunum frá Landsbanka og Enron FL-Group.
Jæja hvað um það.
Ég óska þeim góðs gengis.
Súmítúðefokkingbón.
Úje.
![]() |
Þingmenn í páskaeggjaleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 10. apríl 2009
Hvað er í bókunum?
Gott hjá Samfylkingu að opna bókhaldið, enda ekkert annað að gera í stöðunni Fólk er búið að fá nóg af allri spillingunni og leyndarmálunum.
Upphæðin sem Samfó fékk var 36 milljónir.
Slagar ekki upp í Sjálfstæðisflokkinn en samt eru þetta miklir peningar.
Finnst engum nema mér að það sé ankanalegt að flokkar skuli reka sig á fyrirtækjastyrkjum?
VG hefur verið með opið bókhald frá byrjunn og þeirra stærsti styrkur 2006 var ein milla frá Samvinnutryggingum.
Þeir hafa ekki mikið að skammast sín fyrir VG og ég er stolt af þeim.
En hvað með Framsókn?
Ég kalla þá hugrakka, jafnvel fífldjarfa að þora að segja kjósendum á þessum tíma að þeir ætli ekki að opna bókhaldið fyrir 2006.
Skynja þeir ekki tímann, óróann og þá sérstaklega núna eftir að Sjálfstæðisflokkurinn varð uppvís að styrkjahneykslinu?
Er þeim ekkert sérstaklega í mun að draga til sín kjósendur? Kannski að það sé málið.
Allir aðrir flokkar láta vaða og leggja allt á borðið, Framsókn þarf að halda trúnað við fyrirtækin sem gefa þeim peninga. Vá, skrýtinn forgangur.
Nú fyrst verð ég forvitin.
Hvað er þarna sem ekki má sjá?
Hm.....
![]() |
Samfylking opnar bókhaldið 2006 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 10. apríl 2009
Límsetuþráhyggja
Peði fórnað.
Bakari hengdur fyrir smið.
Bakaríinu skellt í lás, bakari hengdur.
Smiður glottir út í annað, bullandi sekur.
Heldur þessi flokkur að fólk sé hálfvitar?
Þeir hefðu allt eins getað hring í Jóa á hjólinu bara og beðið hann um að taka ábyrgðina á málinu.
Ég held að Sjálfstæðisflokknum sé ekki við bjargandi.
Þvílík límsetuþráhyggja.
![]() |
Andri hættir störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 10. apríl 2009
Flott framtak
Væri ég ung manneskja í dag þá er allt eins líklegt að ég hefði farið með í hústökuna á Vatnsstígnum.
Ekki af því að ég beri ekki virðingu fyrir eignarréttinum heldur vegna þess að virðing mín fyrir fólki, mannlífi og menningu er meiri og djúpstæðari.
Það eru hreysi út um alla miðborgina.
Hreysi sem eigendurnir hafa látið drabbast niður í þeirri von að borgin keypti af þeim lóðirnar á svipuðum prís og Laugavegshúsin.
Ég ætla rétt að vona að sú klikkaða gjörð verði ekki endurtekin.
Nú ætla ég að vona að fólki sé það ekki á móti skapi að hús sem enginn hirðir um séu tekin og þeim gefið hlutverk.
Ef það fer fyrir brjóstið á einhverjum þá má hinn sami alveg skoða málið upp á nýtt.
Reyndar þurfum við öll að skoða allt upp á nýtt.
Hvaða andskotans fyrirkomulag er það að láta hús drabbast niður í miðborginni?
Þetta eru slysagildrur, eldsmatur, paradís fyrir rottur og villiketti.
Halló, hví ekki að gefa þessum húsum nýtt líf?
Ekki taka eigendurnir ábyrgð svo mikið er víst.
Til hamingju hústökufólk.
Nú er einu ógeðishúsinu færra í borginni.
![]() |
Hústökufólk á Vatnsstíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Er mig að dreyma?
Ég var svona nett pólitískt skotin í Þorgerði Katrínu sem menntamálaráðherra sko áður en ferðagleðin greip hana og hún myndaði maníska loftbrú á milli Reykjavíkur og Peking á Ólympíuleikunum.
Að sjálfsögðu var ég ekki sammála henni í pólitík en hún kom mörgum ágætis málum í gegn í skólamálum. Fólk má eiga það sem það á.
En svo greip Pekingæðið og ferðagleðin konuna og hún setti þar með niður sína síðustu kartöflu í mínum garði.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Það er rétt sem mér hefur verið sagt, að það fer Sjálfstæðisflokknum ekki vel að vera í minnihluta.
Þeir umhverfast og miður fallegir eiginleikar koma í ljós.
En hvað um það, nú er að koma í ljós fleira en einstaka skapgerðarbrestir og valdaleysisfýla hjá þessum elskum í Sjálfstæðisflokknum.
Sumir eru illir, aðrir segja ekki ég, svo eru þeir sem klóra í bakkann og ættu heldur betur að láta það eiga sig.
Hvernig er hægt að vera svona "sókndjarfur" og fullur afneitunar á ömurlegu ástandi í kringum flokkinn sem hér hefur öllu stjórnað s.l. sautján ár?
"Þorgerður Katrín segir að um leið og menn hætti að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum, hætti að einblína á uppgjör við fortíðina og athugi hvaða lausnir flokkarnir hafi fram að færa til þess að koma þjóðinni úr erfiðleikum muni umræðan fara á annað stig. Fólk þarf að spyrja sig hvaða lausnir flokkarnir hafi fram að færa. Lausnin er ekki fólgin í því að setja eignarskatta á eldri borgara og svo framvegis, segir Þorgerður."
Heyrið það börnin mín á galeiðunni?
Hættið að velta ykkur upp úr þessu hneykslismáli upp á fimmtíuogfimm millur frá FL og Landsbanka.
Það hefur ekkert upp sig að grafa stöðugt í fortíðinni betra að gleyma þessu og treysta gamla flokksa fyrir heimilinu og landinu.
Horfið fram á veginn.
Þá væntanlega með Sjálfstæðisflokknum.
Halló, er mig að dreyma hérna?
![]() |
Hvítþvegin bleyjubörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Það er þetta með hænuna
Ætli það sé vegna páskana sem ég losna ekki við söguna um "litlu gulu hænuna" úr höfðinu á mér?
Varla er það Guðlaugur Þór sem beinir hugsunum mínum á þá braut haldið þið?
Ég veit það ekki en það er "ekki ég" alla leið í flokknum þessa dagana.
Ekki kjaftur komið nálægt þessu.
Nema fyrrverandi formaður sem vegna alvarlegra veikinda er horfinn úr pólitík.
Segið mig vantrúarmanneskju en mér finnst þetta ekki hljóma trúlega.
Bara alls ekki.
![]() |
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Ég get ekki talað
Páskar, páskar, páskar.
Mér finnst þeir oftast erfiðir vegna trámatískrar lífsreynslu í æsku.
Róleg, ekkert dramatískt, en þeir sem deila með mér minningum frá páskum upp úr miðri síðustu öld vita hvað ég er að meina.
Það var allt lokað, ekkert sjónvarp og endalaus helgislepja í útvarpinu.
Svo var ekki kjaftur á ferli, krakkar ekki heima og maður gekk í gegnum helvíti af leiðindum.
Allt fyrir Ésú. Hvers átti maður að gjalda?
Núna hins vegar er ég að bíða eftir kosningum.
Mér gæti ekki verið meira sama um þennan snjókarl á Akureyri. Hann bráðnar bara í fyllingu tímans eða eitthvað.
Svo er ég raddlaus, nenni ekki út í það en ég get ekki talað.
Hvað geri ég þá?
Jú, ég fylgist með Sjálfstæðisflokknum og borða páskaegg.
Páskaegg úr Konsum súkkulaði, sem er mitt uppáhalds súkk.
Þó ég sé sykursjúk þá leyfi ég mér smá súkkulaðisúkk á jólum og páskum.
Sumir segja að gamla fólkið elski suðusúkkið, ég segi að sælkerarnir hafi smekk fyrir því.
Svo er það hollara.
Málshátturinn var; hæst bylur í tómri tunnu, ég tek því ekki persónulega enda greind með afbrigðum.
Fáið ykkur páskaegg til að lifa af þessa daga þar sem hver spillingarfréttin rekur aðra.
Það er eitthvað karmískt við þettta nýjasta mál. Sjálfstæðiflokkur tekinn í bóli af FL-Group.
Njótum lífsins, það er ekki seinna vænna að starta partíinu.
Maður yngist ekki.
Grátið mér stórfljót, ég get ekki talað.
![]() |
Snjókarlinn ekki látinn í friði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 2987749
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr