Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Skil þetta ekkki
Framsókn bara rýrnar og rýrnar í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri.
Ég er ekki hissa á þessu reyndar þó mér finnist að það séu nokkrir ágætir stjórnmálamenn innan flokksins.
Ókei, ekki margir en nokkrir.
Ég held að ástæðan fyrir þessu geti verið nokkuð einföld.
Eftir að þeir komu fram með tilboðið til að verja stjórnina falli og sama stjórn mynduð í kjölfars þess tilboðs eru þeir búnir að vera eins og trylltir bardagamenn á sveppum gagnvart VG og S.
Allt þeirra púður fer þangað.
Ég held að þetta fari illa í fólk, þeir eru í pjúra stjórnarandstöðu, jafn mikilli og Sjálfstæðisflokkurinn og þá er nú mikið sagt.
En þetta er ekki mitt vandamál og ég hef ekki hundsvit á þessu fylgistapi hjá þeim.
Það sem ég vil hins vegar vita hvað það á að þýða að spyrja á eftirfarandi hátt þegar gerð er skoðanakönnun?:
Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: Hvaða lista er líklegast að þú myndir kjósa. Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn en einhvern annan flokk. Alls tóku 70,1% afstöðu til spurningarinnar.
Nú getur vel verið að það sé einhver skoðanavísindaleg ástæða fyrir því að Sjálfstæðisflokknum er stillt upp sem valkosti þarna í endann en mikið skelfing væri gott að fá þetta útskýrt.
Af hverju er ekki eins spurt; Er líklegra að þú myndir kjósa Borgarahreyfinguna en einhvern annan flokk?
Bíts mí.
Gleðitíðindin eru hins vegar þau að ríkisstjórnin fengi bullandi meirihluta samkvæmt könnunni.
Það finnst henni mér ekki leiðinlegt.
Fylgi Framsóknarflokks minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Vel við hæfi
Ritstjórn Moggans og mbl.is hefur beðið afsökunar á fádæma hallærislegri og ósmekklegri umfjöllun í blaðinu í gær.
Fréttin var um Geir og norska blindrahundinn EX sem þjónar Helga Hjörvar.
Í fréttinni stóð eitthvað á þá leið að báðir væru af norskum ættum.
Að einn kæmi þá annar færi.
Svo var myndi af Geir Haarde og hundinum klippt saman eins og þeir horfðust í augu.
Ég er svo sannarlega enginn aðdáandi Sjálfstæðismanna en þetta er með ólíkindum taktlaust.
Enda viðbrögðin sterk.
Afsökunarbeiðnin var vel við hæfi.
Afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Tittlingur á þaki - só?
Sniðugur strákur að mála typpi á þakið heima hjá sér.
Skýr skilaboð til mögulegra ástkvenna sem eiga leið um í flugvél.
Alveg: Hér er ég í nokkuð réttum hlutföllum. Kíkið á mig. Úje.
Ég er búin að grandskoða húsið á myndinni og ég sé ekki nokkurt einasta pláss fyrir píku.
Jafnréttinu ekki fyrir að fara þarna frekar hér.
En eruð þið ekki að grínast með mig, af hverju er þetta svona merkilegt?
Það er árið 2009 og ég lyfti ekki augabrún yfir þessari tittlingamynd.
Unglingar eiga að vera hugmyndaríkir og skapandi.
Og á þessum aldri eru strákar með kynlíf á heilanum.
Það eru þessir með félagann á milli eyrnanna á fullorðinsaldri sem ég hef áhyggjur af.
Súmí.
Málaði risavaxið reðurtákn á hús foreldranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Ekki leiðinlegt
Þegar ég sá að Ögmundur hefur ekki þegið ráðherralaunin frá því hann tók við embætti og ætlar ekki að gera á meðan stjórnin situr, þá bærðist lítil von í brjóstinu á mér.
Að kannski ættum við okkur viðreisnar von.
Það er til fullt af fólki sem er heiðarlegt og skoðunum sínum trútt.
Ekki leiðinlegt.
Ögmundur fær ekki ráðherralaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Mannréttindabrot hjá ASÍ
Þetta ætlar að verða svona "Jenný böggast út í Gylfa hjá ASÍ"-bloggdagur.
En hver andskotinn er eiginlega í gangi hérna?
Má Vigdís Hauksdóttir ekki fá launalaust leyfi til að fara í kosningabaráttu?
Mér er nokk sama í hvaða sæti hún er hjá Framsókn, fyrsta eða hundraðasta, það hefur bara ekki nokkurn skapaðan hlut með málið að gera.
Það eru einfaldlega sjálfsögð mannréttindi að fá að taka þátt í stjórnmálum og Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ hefur ekkert leyfi til að setja henni afarkosti, fjárinn hafi það.
Svo er tragíkomískt að það skuli vera Alþýðusamband Íslands sem á að gæta hagsmuna launþega í þessu landi sem fer svona fram gegn eigin starfskrafti.
Er þetta einhver andskotans her sem fólk gengur í ef það vinnur hjá Gylfa?
Sem rænir fólk eðlilegum borgaralegum réttindum eins og að bjóða sig fram í pólitík?
Ég hvet fólk til að mótmæla þessari gerræðislegu gjörð sem er auðvitað ekkert annað en pjúra mannréttindabrot og hana helvítis nú.
Ég sver það, ég er komin með upp í kok af jakkalökkum í stjórnunarstöðum.
Svo mun Gylfi vera yfirlýstur Samfylkingarmaður.
Bara sú staðreynd gerir það að verkum að það er holur hljómur í réttlætingum hans fyrir þessari framkomu við Vigdísi.
Að tala um að króa fólk af úti í horni.
Hvað næst?
Engin flokkspólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Síðasti sleikurinn gerði útslagið
Ég fer í kruðu og krampa þegar ég les/heyri frá Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ.
Hvers vegna?
Jú, maðurinn virðist samsama sig frekar með atvinnurekendum en umbjóðendum sínum.
Hann getur óskapast yfir að almenningur hafi misst trú og traust á hinu og þessu.
Ég get hins vegar sagt honum að líta í eigin barm.
Eftir síðasta sleik við atvinnurekendur þar sem launahækkunum var frestað út af efnahagshruninu þá held ég að traust hins almenna manns á svo kallaðri verkalýðsforystu sé hrunið niður fyrir frostmark.
Samt eru gullmolar í verkalýðsforystunni.
Verkalýðsforingar sem enn sjá fólk af holdi og blóði þar sem forysta ASÍ sér dauðar tölur á blaði.
Einn þessara gullmola er t.d. hann Aðalsteinn á Húsavík.
Einn af þessum mönnum sem gefa mér vonina um að enn sé hægt að stokka upp og verða eins og fólk en ekki fífl.
En Gylfi og kó eiga nákvæmlega ekkert inni hjá almenningi þegar kemur að trausti.
Kerfiskallar sem eru á sæmilegum launum og lesa skýrslur og ræða hvor við annan eru eins langt frá fólkinu á gólfinu eins og hægt er að komast.
Það er að minnsta kosti mín skoðun.
Og fyrir mér er hún góð og gild.
Góðan daginn annars villingarnir ykkar.
Verða að biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Frida og Ásta
Það er langt síðan ég hef deilt með ykkur lestrarefninu á kærleiks.
Það kemur til af því að ég hef þurft að lesa í áföngum. Las nærri því yfir mig eftir hrunið.
Þörfin fyrir góða bók er aldrei eins mikil og í kreppunni.
En ég er búin að vera að lesa nokkrar.
Ætla að segja ykkur frá tveimur sem eru góðir kunningjar mínir en voru að koma út í kilju.
Bókin um Fridu er önnur þessara bóka. Vel tímabært að lesa bókina nú eða rifja hana upp. Í haust kemur Frida nefnilega á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu.
Ég get lesið þessa bók aftur og aftur og hef reyndar gert það.
Litfegurð Mexíkó skilar sér í bókinni og lýsingarnar á matnum eru svo fallega gerðar að maður finnur lyktina af öllum kræsingunum.
Frida var merkileg kona. Sjálfupptekin, ör, hjartahlý, grimm og sorgmædd, taumlaus, ástríðufull og full lífsþorsta. Hún hneykslaði samtímann að því marki að hann stóð á öndinni.
Sem sagt kona af holdi og blóði í yndislegu umhverfi við hæfi.
Svo eru það sögur og ljóð Ástu Sigurðardóttur. Frida og Ásta eiga það sameiginlegt að vera upp á kant við samtímann. Þær njóta þess báðar að hneyksla og ögra.
Ég man eftir Ástu en börnin í vesturbænum hópuðust í kringum hana og störðu stórum augum þegar hún var á ferð illa til reika.
Örlög Ástu voru skelfileg.
Í bókinni er allt sem vitað er til að Ásta hafi skrifað.
Mér finnst sögurnar hennar Ástu magnaðar, skelfilegar nánast eins og t.d. Dýrasagan og einhvern veginn held ég að Ásta hafi sjálf getað verið dálítið grimm, en aðstæður hennar voru oft á tíðum hræðilegar.
Ásta er klassík og það sem meira er að hún á að vera til á hverju heimili.
En nóg um það.
Farið að lesa ykkur frá kreppunni.
Ég kem að vörmu.
Bloggar | Breytt 25.3.2009 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Hamingjusamir í höfrunum
Ég elska kjöt.
Veit ekkert betra en rautt kjöt, því rauðara því betra.
Má vera blóðugt við beinið mér að meinalausu.
Nú á hið rauða kjöt að hafa slæm áhrif á heilsuna.
Jájá, eins og sólin, sykurinn, kaffið, brauðið, eggin, sjórinn og saltið, andrúmsloftið og magnýltöflurnar.
Ég hef sagt það áður og segi það enn, það er ekki til sá hlutur í heimi hér og manneskjan kemst í námunda við sem ekki hefur á einhverju stigi máls vera talinn heilsuspillandi.
Ég ber fulla virðingu fyrir grænmetisætum en ég dauðvorkenni þeim einhliða því þeir kæra sig ekki um neina samúð, eru hamingjusamir á höfrunum.
Grænmeti er frábært, ég elska það en fæðupíramídinn er eins og hann er og ég myndi detta niður dauð fengi ég ekki reglulega kjöt og fisk.
Stendur ekki í ðe búkk að maðurinn (konan?) lifi ekki á brauði einu saman? Ég heldi nú það.
Íslenska lambakjötið er frábært. Hráefnið svo flott.
Ég hins vegar hitti sjaldan á gott nautakjöt á þessu landi, oftar en ekki er það seigt.
Ég elska litlu lömbin, bæði á fæti og í neytendapakkningum.
Vill ekki setja mig inn í ferlið frá haga í maga og mér finnst gott að þurfa ekki að slátra sjálf væri sennilega á kafi í baunaspírum ef ég þyrfti að aflífa ungviðið sem ég úða í mig.
En af hverju fór ég að blogga um mat?
Jú ég hlýt að vera svöng það er málið.
Farin að narta í gulrót og vorkenna sjálfri mér.
Ég er með flensu, hvað get ég sagt?
Flensa gerir mér hluti.
Mikið rautt kjöt slæm áhrif á heilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Stundum er best að þegja
..og presturinn fer aftur til starfa 1. maí.
Hann krefur Biskupsstofu um skaðabætur vegna frávikningar úr starfi á meðan málið var í vinnslu hjá dómstólum.
Finnst presti það skaðabótaskylt að víkja prestum (kennurum og öðrum sem hafa með ungt fólk að gera) úr starfi á meðan grunur um kynferðislegt ofbeldi er rannsakaður?
Greinilega.
Ég held að ég fari ekkert út í að blogga um þetta frekar.
En konur og börn eiga sér ekki málsvara innan dómskerfisins á Íslandi.
Og kirkjan?
Stundum er best að steinþegja.
Séra Gunnar aftur til starfa 1. maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Mánudagur, 23. mars 2009
Of seint og hallærislegt
Æi dúllurússlínurassarnir í Valhöll.
Fengu framlag frá Neyðarlínunni 2007 og voru glaðir með það.
Sáu ekkert athugavert við það og hafa notið glaðir. Unnu kosningarnar og svona.
Svo komst það í miðlana, fólki varð óglatt, trúði ekki einu sinni Sjálfstæðisflokknum til að teygja sig í neyðina eftir peningum.
Og viti menn...
Þeir skiluðu framlaginu.
Of seint, of seint.
Og botnlaust hallærislegt yfirklór.
Skilar framlagi Neyðarlínunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 14
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 2987145
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr