Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Hið mannlega Vörutorg á Stöð 2
Nei sko, hugsaði ég þegar ég sá þetta.
Ari Edwald biður fórnarlamb nauðgana afsökunar.
Auðvitað kom ekkert annað til greina en að biðjast afsökunar á þessum vægast sagt ósmekklega samanburði Ara á líðan þolenda nauðgana annars vegar og starfsmönnum Stöðvar 2 fólksins sem mér skilst að sé samt óvenju viðkvæmt og ég dreg það ekki í efa. Sumt af þolendum "ofbeldisins" við Borgina mun t.d. ekki hafa þolað við á Þrettándabrennum vegna ótta við blys eftir gamlársdagstrámað.
En Ari er maður að meiri, flott hjá honum að biðjast afsökunar.
Það er sjaldgæft á Íslandi dagsins.
Annars dauðvorkenni ég fólkinu á Stöð 2 sem vinnur við Ísland í dag, bara svo ég nefni dæmi.
Það hlýtur að vera ömurlegt að hafa metnað og þurfa svo að starfa á mannlegu Vörutorgi.
Ísland í dag var að ég held ætlaður sem þáttur um efni líðandi stundar, bæði pólitík, menningu og því um líkt, ekki ósvipað Kastljósinu.
Núna er Íslandið orðið auglýsingaþáttur fyrir eigendurna og þeirra vini.
Þvílíkur bömmer sem það hlýtur að vera að þurfa að standa í svona yfirmannatotti.
Í gær sá ég auglýsta umfjöllun Íslands í dag í gærkvöldi þar sem fjalla átti um tilboðsverði á Iceland Express flugmiðum. Halló!
Einn daginn sá ég lofgjörð um Samskipamanninn og við fengum að vita hvað hann var mikill peningasafnandi dúllurass strax í æsku. Við fengum að heyra fjölskyldu og vini mæra hann upp að því marki að þetta varð að svokallaðri lifandi minningargrein.
Plís hlífið oss.
Í kvöld var viðtal við viðfangið í þætti kvöldsins á einhverri sportrásinni. Auglýsingin var spennandi. Lúxuslifnaður íþróttamanna í útlöndum. Viðtal við Loga í Íslandi í dag, þá væntanlega um þáttinn í kvöld sem fjallar um hann sjálfan.
Þið munið svo brjóstastækkunardæmið, Worldklassið. Auglýsingar hvað?
Ég hef ekki tíma til að taka fleiri dæmi, en þetta er grátlegt að horfa upp á, sérstaklega núna þegar almenningar kallar eftir upplýsingum og hlutirnir gerast með ógnarhraða. Ef einhvern tímann hefur verið þörf fyrir góða magasínþætti þá er það núna.
Kastljós toppar sig kvöld eftir kvöld og það ber að þakka.
Sáuð þið Kastljósið í kvöld?
Einn eitt spillingarmálið að koma í ljós, nú hjá Gæslunni.
En það er efni í aðra færslu.
Sjitt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Djúsbókhald Theódórs
Ég er í kreppufríi, fram að fréttum og þá leik ég mér að brauðbakstri og hangi yfir myndum af drukkinni Amy Winehouse og bláedrú Tinu Turner.
Svo fór ég að hugsa um fatnað. Sem hefur verið eitt af mínum hitamálum í gegnum tíðina.
Ég man eftir að hafa verið fastur kúnni á Drengjafatavinnustofunni í denn hvar ég lét sauma á mig föt. Enda ekki um auðugan garð að gresja í Reykjavíkurborg þar sem enginn var búinn að átta sig á því að börn yrðu unglingar en hoppuðu ekki beint í að verða litlar kerlingar og karlar.
Ég man eftir að hafa steðjað niður Bankastrætið í sérsaumuðu kápunni frá Drengjó, með Lennongleraugu, stífmáluð með hárið flaksandi í helvítis gaddi. Til fótanna var ég í stígvélum sem náðu upp á mið læri og voru kölluð mellustígvélin af hlýlegum ættingja mínum sem nú er löngu dauður og óska ég honum til hamingju með það.
(Það má geta þess að sami ættingi kallaði mig kanamellu af því ég fór á ball í Stapann þegar Hljómar voru að spila. Ak ei inn í Keflavíkurumdæmi ella skaltu mella kallast).
Svo var farið á Hressó. Vér keyptum oss djúsglös á ellefu krónur og Teddi útkastari þessa veitingahúss, sat og fylgdist með að glösin tæmdust og henti okkur svo út, nú nema við ættum fyrir öðru.
Hugsið ykkur að vinna við að vera lifandi djúsbókhald?
Alveg: Taka status á þrjátíu djúsglösum jafnmargra unglinga. Djöfuls karlinn er dauður, ég vona að hann hafi fengið skemmtilegri verkefni en unglingaofbeldi á himnum.
Og nú spyr einhver sem hefur ratað inn á þessa síðu til að lesa lærða grein um Tinu Turner: Hvað kom þessari nostalgíu af stað hjá konunni?
Jú, það skal ég segja ykkur.
Ég er löngu hætt að láta sauma á mig föt á Drengjó, mellustígvélin löngu ónýt og ég hef engan hug á að endurnýja þau. Né heldur kynnin af Hressó og sykurdjúsnum sem þar var í boði.
Það var nefnilega þá, núna er núna.
En Tína krúttið, þessi frábæri listamaður er enn í hnébuxunum sem slógu í gegn í eitís.
Halló, hoppa inn í nútímann.
Ég er að berjast við að halda mér þar.
Úje
![]() |
Tina Turner enn í fullu fjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
HjúíLúí
Líf Hefners sýndarmennska?
Eruð þið ekki að fokking kidda mig?
Ég sem hélt að þessi níræði foli væri ríðandi eins og rófulaus hundur upp um alla veggi.
Ji, hvað maður getur látið blekkjast.
En mikið skelfing er ég glöð fyrir hönd þessara stúlkna sem hann heldur við úrkynjunarhirðina, að þær séu lausar við þá iðju að sofa hjá steindauðri goðsögn sem enginn trúir lengur að sé sönn.
Félagi Hefners og náinn samstarfsmaður sem kallaður er Lilli er kominn á varanleg eftirlaun.
Hafi spurningamerki einhvern tímann verið ofaukið í fyrirsögn þá er það nú.
Annars góð bara.
Eða verð það um leið og ég er hætt að gráta yfir sannleikanum um kyntröllið HjúíLúí.
Úje.
![]() |
Líf Hefners sýndarmennska? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Svo aumingjalegt
Ég hef einu sinni átt í nágrannaerjum (ok tvisvar en annað skiptið bíttar ekki) og það er lífsreynsla sem ég hefði gjarnan viljað vera án.
Og þó, ég lærði af martraðarkenndri reynslunni. Ég ákvað eftir að sá kafli var liðinn að ég skyldi aldrei fara í of mikil samskipti við nágranna mína.
Málið er að ef eitthvað fer úrskeiðis þá situr maður í súpunni og kemst hvergi.
Reyndar var þessi nágranni búin að terrorisera fleiri en mig, fólk flúði umvörpum. Viðkomandi stjórnaði heilum stigagangi með þýskum aga. Hún angaði af sápu.
Ég ætla ekkert að vera að tíunda allt það kvalræði sem ég gekk í gegnum með viðkomandi en þegar skelfirinn lokaði kjallaradyrunum á börnin mín sem voru úti að leika sér bara svona til að kitla kvikindið í sér þá tók ég ákvörðun; Ég gat látið undan æðinu sem á mig rann vegna barnanna minna og framið eitthvað nú eða flutt.
Ég flutti og sá aldrei eftir því.
Annars er hellingur af fólki sem getur ekki búið í sambýli. Þ.e. það telur sig geta það en "lendir" alltaf með fíflum sem gera líf þess óbærilegt.
Ég held að það sé víkingagenið í Íslendingum sem gerir það að verkum að við eigum helst heima í einbýli, amk. langar okkur flest í sér inngang, sér garða, sér þvottahús og allan pakkann.
("Sum" okkar langaði líka í einkaþotur, einkaþyrlur, einkaeyjur og einkastrendur og við vitum hvernig það fór).
Á meðan Danir t.d. fara bara og þvo úti á horni og eru hipp og kúl yfir félagsskapnum á meðan vélin vinnur sitt verk.
Nú voru friðartákn jólanna sjálfur trjábúskapurinn bitbein í blokk í bænum.
Einn dúndraði trénu á bíl hins, óvart sagði trékastarinn, með vilja gert sagði hinn.
Hvernig á heimurinn að geta orðið friðsamur ef fólk er í bullandi stríði í sama húsi?
Kommon, knúsist, elskist og drekkið saman kakó.
Þetta er svo aumingjalegt.
Alveg glatað.
![]() |
Nágrannaerjur vegna jólatrés |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Gengisfelling á orðinu nauðgun
Ari Edwald kann ekki að meta tilboð þriggja mótmælanda að safna fyrir útlögðum kostnaði vegna mótmælanna sem urðu til þess að Kryddsíldin hans Sigmundar Ernis var rofin.
Ara grunar að þetta sé einhvers konar hótfyndni og reiknar ekki með að þiggja söfnunarféð.
Ari er enn í uppúrveltingi vegna atviksins á gamlársdag.
Hann hefur yfirdramatíserað atburðinn oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í fréttum.
Hann virðist ætla að mjólka atvikið til síðasta dropa. Harmur hans hrópar í himininn.
Ari getur greinilega ekki lagt þetta til hliðar og haldið áfram að næsta máli á dagskrá. Hann grætur enn eins og barn sem hefur týnt snuddunni sinni.
Ari á líka heiðurinn að því að vera sá eini sem undir nafni (í mynd og allt) hefur hvatt lögregluna til að taka fastar á "glæpamönnunum" og á hann þá við mótmælendurna offkors.
Ástæðan fyrir því að ég nenni að blogga um þetta tuð í Ara er einföld.
Hann fór gjörsamlega og ófyrirgefanlega yfir markið í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.
Ari óar og æjar vegna andlegs tráma starfsmanna sinna og líkir áföllum þeirra sem lentu í átökunum við Borgina við þolendur annarra ofbeldisbrota eins og nauðgana.
Hefur Ari kynnt sér það áfall sem nauðgun er?
Að þolendur þeirra verða aldrei samir aftur?
Að nauðgun er innan sama refsiramma og mannsmorð?
Hefur hann velt því fyrir sér hvers vegna hægt er að dæma menn í allt að 16 ára fangelsi fyrir nauðgun?
Allt þetta efni er aðgengilegt.
Ég bendi Ara á að hafa samband við Stígamót og fá þessar bráðnauðsynlegu upplýsingar frá þeim sem best vit hafa á líðan þolenda nauðgana.
Áður en hann gengisfellir aftur orðið nauðgun sem lýsir einum af skelfilegustu ofbeldisglæpum sem hægt er að fremja.
Ég myndi segja upp Stöð 2 í annað skiptið núna á skömmum tíma hefði ég ekki asnast til þess fyrr í haust af sparnaðarástæðum.
Ari Edwald nú er komið að þér að biðja þolendur kynferðisofbeldi afsökunar og meina það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Hlýleg ummæli
"Ríkisstjórnin er eins og sauðdrukkinn bílstjóri" er greining alþýðumannsins Bubba Morthens samkvæmt þessari frétt.
Svei mér þá ef þetta er ekki ein sú hlýlegasta lýsing sem ég hef heyrt á ríkisstjórninni frá áramótum.
En ég á það líka til að vera mikið í vondum félagsskap.
Hmprfm
![]() |
Ríkisstjórnin eins og sauðdrukkinn bílstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Sukkveislan enn í algleymingi?
Smátt og smátt er að renna upp fyrir fólki hversu gíganískt peningafylleríið var í gróðærinu á meðal þeirra sem stóðu í miðri svallveislunni.
Eins og t.a.m. hjá bankatoppunum í þáverandi einkabönkunum og svo útrásarvíkingunum auðvitað svo ég nefni dæmi.
Auðvitað vissi maður um sumarbústaðina, kyrrahafseyjur, afmælisveisluhöld sem stefndu hraðbyri upp á Kínamúr og svo nálægar plánetur í sólkerfinu, þyrlur og einnota þyrlupalla og alla hina úrkynjunina.
Þegar ég sá myndirnar úr snekkjunni frægu með nafnið 101 missti ég samt andlitið og mér varð hugsað til ákveðinna sukkkeisara í Róm áður og fyrr.
Í morgun fékk ég svona "andlitsmissi" og það nánast beint ofan í kaffibollann.
Í DV stendur að lesa eftirfarandi:
"Ríkisbankarnir þrír eiga 157 bíla af ýmsum stærðum og gerðum sem starfsmenn keyra um á í boði almennings. Langflestir bílanna myndu flokkast sem lúxusbílar eins og BMW, Audi og Toyota Land Cruiser. Ódýrustu lúxusbílarnir í eigu bankanna kosta um og yfir tíu milljónir króna en þeir dýrustu kosta yfir tuttugu milljónir."
Ég gapti vegna þess að mér varð ljóst að þeir hafa verið með öflugt mikilmennskubrjálæði hjá bönkunum fyrir fall.
Keypt undir sig rándýra bíla eins og bölvaðir olíufurstar sem baða sig í gulli og demöntum.
En burtséð frá því, sá sukktími á að vera liðinn og ætti ekki að koma aftur ef þessi þjóð hefur eitthvað lært.
En hafa þeir lært í bönkunum?
Nebb, þeir keyra áfram á lúxusbílunum eins og ekkert hafi í skorist.
Látum það vera að þessir bankamógúlar í "æðri" stöðum innan ríkisbankana sjái ekkert athugavert að keyra um á flottræfilsbílum í eigu almennings en hvernig dettur íslenskum ráðamönnum eins og t.d. bankamálaráðherranum í hug að láta þetta viðgangast?
Almenningur verður að spara, almenningur á að borga Icesave og allt annað sem til fellur eftir partíið sem hann kom ekki nálægt.
Í bönkunum, það er í flottstöðunum með bílafríðindunum virðist engin kreppa setja spor sitt á líf manna.
Þeir keyra um á okkar kostnað eins og fyrir hrun og engum þeirra virðist detta í hug að það sé eitthvað stórkostlega bogið við þetta rugl.
Taka bílana Björgvin G.
Bankatoppunum er ekki vandara um en öðrum að keyra um á eigin sjálfrennireiðum.
Fjandinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Bleksvört spá í Kastljósi
Eftir að hafa horft á Kastljósið í kvöld veit ég allt um gjaldeyrissamninga (heita þeir það ekki örugglega?).
Málið með mig er að þegar þessi hugtök úr fjármálaheimi eru annars vegar þá er ég minni en hálfviti.
Það þarf meira af svona fræðslu, fólk eins og ég þarf að fá hugtökin klippt út í pappa fyrir sig í hæfilegum skömmtum.
Takk Kastljós.
En ég sé ekki orð á netmiðlunum í kvöld um merkilegt viðtal, gott ef ekki tímamótaviðtal við Guðmund Ólafsson hagfræðing í Kastljósi kvöldsins.
Þykir það ekki til frásagnar þegar hann segir að spá Wades um svarta framtíð Íslandi til handa sé í vægari kantinum? Að ástandið eigi eftir að versna öllu meira en Wade spáir fyrir um og þótti flestum það ansi ljót spá.
Guðmundur segist hafa heyrt því fleygt að ríkissjóður muni seilast í lífeyrissjóðina?
Mér rann að minnsta kosti kallt vatn milli skinns og hörunds.
Wade talaði um skertar lífeyrissjóðsgreiðslur í viðtalinu í gærkvöldi.
Guðmundur var með bleksvarta spá í Kastljósinu þó hann benti vissulega á að það væru góðir hlutir til í lífinu fyrir utan peninga.
Guðlaugur Þór kom af fjöllum í dag varðandi ummælin á borgarafundinum
Ætli ég fari ekki á fjöll á endanum, taki til fótana og feli mig eins og Fjalla-Eyvindur?
Ég tek þetta svo ferlega inn á mig eins og við gerum reyndar meira og minna öll.
Á meðan ég man þá hvatti hann stjórnvöld til að fara að segja satt.
Bjartsýnn maður hann Guðmundur.
![]() |
Tóku ekki stöðu gegn krónunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Plús dagsins
Elín hættir og bankastjórastöðurnar verða auglýstar.
Er þetta ekki plús dagsins?
Svei mér þá.
![]() |
Elín lætur af störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Ráðherrann fundinn
"Nú undir kvöld barst eftirfarandi yfirlýsing frá Ingibjörgu Sólrúnu, sem dvelst nú í Gautaborg í Svíþjóð þar sem hún gengst undir geislameðferð:
Í tilefni af ummælum Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðings á fundi í Háskólabíói í gærkvöldi vil ég koma eftirgreindu á framfæri:
Góð vinátta hefur verið á milli okkar Sigurbjargar um árabil þar sem við höfum metið mál og skipst á heilræðum eins og vinir gera. Í krafti þeirrar vináttu vildi ég ráða henni heilt og kom þeim skilaboðum til hennar héðan frá Stokkhólmi að nálgast ræðu sína á Háskólabíósfundinum af varfærni og gæta þess að ganga ekki á faglegan heiður sinn.
Ég er sannfærð um að Sigurbjörg veit að þetta voru ráð af góðum huga gefin og mér þykir leitt að lagt hafi verið út af þeim eins og um ógnandi tilmæli frá ráðherra væri að ræða."
Ég er hissa, þetta er ekki sú ISG sem ég þekkti nú nema Sigurbjörg þekki hana ekki heldur þrátt fyrir vináttu um árabil.
Allt önnur kona.
![]() |
Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr