Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Þingfundur fellur niður - ekki mótmælin

Þeir eru búnir að fella niður þingfundinn sem átti að hefjast klukkan þrettán.

Væntanlega vegna hávaðamengunar utanhúss.

Árinn sjálfur.

Hvenær á þá að afgreiða bjór- og vínmannréttindamálið hans Sigurðar Kára?

Nú eða reykherbergi á veitingastöðum?

Ég er miður mín, það er skelfilegt að ekki sé hægt að afgreiða þessi þjóðþrifamál.

Bévítans mótmælendurnir!

Allir út að mótmæla.


mbl.is Þingfundur fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilið endilega á fiðlu meðan Reykjavík brennur!

Dagurinn í gær verður lesinn fyrir próf í sögubókum framtíðarinnar.

Eftir að ég kom heim af Austurvelli lá ég í fréttamiðlum til að fylgjast með atburðarásinni.

Mogginn stóð sig frábærlega og sjónvarpið gerði mótmælunum góð skil, fréttastofa RÚV sýndi beint frá þinghúsinu.

Kastljósið tók gullið aftur að þessu sinni.

Ég beið með öndina í hálsinum eftir fréttum.  Ég horfði á Stöð 2 og þeir afgreiddu mótmælin á mettíma, enda enn í fýlu út í mótmælendur eftir Kryddsíldina.

Nú hlýtur glysgengið í Íslandi í dag að taka sig alvarlega og fjalla um atburði dagsins, hugsaði ég vongóð, en ég er hætt að horfa á Ísland í dag vegna andúðar minnar á glansmyndum af mógúlum, heilsuræktarumfjöllunum og almennu kjaftæði um ekkert.  Ætlaði að endurskoða afstöðu mína og gefa þeim séns.  Engum er alls varnað.

Nei, nei, á ekki að skjóta mann í ennið bara?  Nú var nærmynd af Bjarna Ben djúníor.  Ekki seinna vænna, maðurinn háaldraður og áhugi á þingmanninum sem kannski verður ráðherra bráðum eða seinna í sögulegu hámarki.

Ísland í dag þ.e. fólkið veinaði af löngun eftir þessari nærmynd.  Loksins kom hún og það ekki degi of seint.

Nú veit ég; Að Bjarni á það til að fara í annarra manna nærbuxur.

Að Bjarni er athyglissjúkur en er samt alveg skemmtilegur sko.

Að hann kann ógeðslega margt og það sem hann ekki kann er að hann að læra, eins og á píanó.

Bjarni syngur á morgnanna og er latur á heimili.

Hann fæddist EKKI með silfurskeið í munni, eða hefur alltaf haft fyrir öllu alveg sjálfur þrátt fyrir að hafa fæðst með silfurborðbúnað fyrir 12 milli varanna, segir konan hans eða eitthvað í þá veruna.

Niðurstaða Íslands í dag eftir heví rannsóknarvinnu: Bjarni er krútt.

Það er eitthvað sjúklega snúið og móðursýkislega firrt við að hafa þetta "ekkert að gerast - tjillum og verum glöð" í magasínþætti þegar miðborgin logar í byltingu og sögulegir hlutir eru að gerast.

Ég held að þeir ættu að leggja niður þennan vesæla þátt á Stöð 2 og sýna Gossip girl í staðinn.

Spilið endilega á fiðlu meðan Reykjavík brennur!

Nærmyndin af krúsídúllu.


mbl.is Mótmæli fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki meir - Geir

Ég er eiginlega hrærð vegna baráttugleðinnar í Íslendingum.

Ég er svo stolt af okkur öllum sem höfum mótmælt við þinghúsið í dag.

Það hafa orðið þáttaskil.

Skrefið hefur verið stigið, byltingin er hafin.

Ekki bylting sem framkvæmd er með ofbeldi, heldur úthaldi, styrk og bjargfastri trú á að réttlætið nái fram að ganga.

Í dag vældi forsætisráðherra úr ræðustól á þinginu um að hann fengi ekki vinnurfríð.

Skömm að þessu, hann fær engan frið maðurinn til að gera ekki neitt.

Helvítis skríllinn er að trufla flækjufæturna í ríkisstjórninni.

Geir gat ekki fengið vinnufrið til að ræða vátryggingarmál,

né heldur þjóðþrifamál Sigurðs Kára um hvort selja eiga léttvín og bjór í stórmörkuðum.

Svo ég tali nú ekki um andstöðu við eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu, mál málanna á Íslandi í dag, fyrir utan heilsuræktina offkors.

 Ég má ekki gleyma bráðavandamálinu, sem eru tóbaksvarnir (reykherbergi á veitingastöðum).

Gvöð Geir, hvað get ég sagt,

kreppan er að gera mér hluti.

Enginn friður til að vinna.

Þá er að stimpla sig út.

Víkið.

Sjáið sóma í ykkar í að gefa okkur tækifæri til að tala í lýðræðislegum kosningum.

Áður er það fer að kosta enn alvarlegra lögregluofbeldi en það sem nú þegar er orðið.


mbl.is Enn fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í startholunum

Helga Vala Helgadóttir, formaður Reykjavíkurfélags Samfylkingarinnar er búin að fá nóg.  Hún segir að hún og margir félagar hennar vilji ekki þessa ríkisstjórn.

Flott viðtal við Helgu Völu er í myndbandi tengdu fréttinni.

HV segir að þjóðin sé í Alþingisgarðinum.

Það er rétt hjá henni.

Ég veit það, Helga Vala veit það, allir sem voru við Alþingishúsið í dag vita það.

En þeir ná ekki þessari staðreynd þeir sem innandyra sitja.

Þá meina ég ríkisstjórnina og stjórnarflokkana.

Ég vil þjóðstjórn og nýjar kosningar.

Við viljum það flest.

Hvernig væri að hætta að þrásitja þrátt fyrir að það sé löngu kominn tími á að hysja upp um sig og fara heim? 

Þekkir þetta fólk ekki sinn vitjunartíma?

Veit það ekki hvenær er komið nóg?

En þetta er eitt frábærasta afmæli sem ég hef átt eftir að ég var fertug, ég hef trú á Íslendingum og eftir daginn í dag þá veit ég að þetta hefst á endanum.

Hvenær eru næstu mótmæli?

Ég er í startholunum.

Jabb.

 


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðsamlegur hávaði

Sorglegt að yfirvöld skuli beita efnavopnum á mótmælendur við Alþingishúsið.

Ég sá engan mótmælanda hegða sér öðruvísi en friðsamlega.

Hávaðinn var gífurlegur en þetta var friðsamlegur hávaði.

Stemmingin var gífurlegt, fólk vill breytingar.

Í fjöldanum við Alþingishúsið mátti sjá þverskurð af þjóðfélaginu.

Gamlar konur og menn, unglinga og allt þar á milli.

Auðvitað var þetta ekki þjóðin, hún er annars staðar veit ekki hvar.

Ég fór heim um þrjúleytið og þá var búið að hneppa einhverja í járn.

Beita efnavopnum á suma.

Sorglegt segi ég enn og aftur.

Ef ríkisstjórnin er ekki búin að ná því að almenningur er ekki á því að að gefast upp þá er ég illa hissa.

Ég sá Gunnar Smára Egilsson og Mikael Torfason við þriðja mann standa til móts við Dómkirkjuna.

Voru þeir að mótmæla eða að finna til í hjartanu?

Afmælisbarnið kveður í bili.

Yfir og út.


mbl.is Margir fengu piparúða á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óreiðumennirnir í Árnessýslu

 

Hátt í fjögurhundurð handtökuskipanir hafa verið gefnar út í Þvagleggnum.

Þvagleggur sýslumaður vinnur vinnuna sína og það stendur blóðbunan aftan úr honum.

Hann gerði þetta í fyrra líka, ábyggilega með góðum árangri.

Og nú geta "óreiðumenn" í Árnessýslu átt von á lögreglunni í heimsókn, á vinnustaði og heimili og þeir færðir fyrir yfirvaldið.

Það má vera að þetta sé sniðug aðferð til innheimtu.

En í þessu tilfelli hefði ekki verið hægt að vera ósmekklegri þó viðkomandi hefði sótt sérstakt námskeið í að kynda undir reiði fólks og hella olíu á eldinn.

Það gerir mig snakilla að sjá hlaupið eftir venjulegu fólki með þessum hætti þegar stórglæpamennirnir og hinir eiginlegu óreiðumenn njóta einhverskonar friðhelgi og fá að halda iðju sinni áfram óáreittir þrátt fyrir að hafa framið rán á heilli þjóð.

Vitið þið; ég verð ekki hissa þótt þetta endi með byltingu.

Og henni ekki friðsamlegri ef fram heldur sem horfið.

Er umræddur sýsli á leið í pólitík?

Kæmi mér ekki á óvart.


mbl.is Hátt í 400 handtökuskipanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég býð í ammmæli - úje

Ég verð eitthvað ára á morgun.

Skiptir ekki máli hversu lengi ég er búin að velkjast hér á meðal oss en ég sé enga ástæðu til að gera mér ekki glaðan dag og það svo eftir verði tekið.

Ég býð því öllum sem ég þekki og líka hinum í afmælið mitt við Alþingishúsið kl. 13,00.

Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri ekki gaman að vera með samspil - hljóðfæri eru ekki skilyrði, pottar og sleifar framkalla líka flottan rytma.

Sjáumst kát.

Og skiljið afmælisgjafirnar eftir við styttuna af Jóni þegar þið farið.

Plís kræ mí a river.

Ég þarf á samúð að halda þetta styttist óðum hjá mér í annan endann.

Sjitt


mbl.is Hvetja til mótmælastöðu við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heita Ísland

Sniðugt.

Ferðaþjónustan og við landsmenn allir höfum dottið í lukkupottinn.

Ísland er ofarlega á lista yfir lönd sem mælt er með að fólk heimsæki á árinu.

Þá verður það Gullfoss, Geysir, Þingvellir og stutt stopp fyrir utan Mæðrastyrksnefnd.

Þar má virða fyrir sér hið íslenska súpueldhús og sökkerana sem líða fyrir partíið, var aldrei boðið en sitja uppi með nótuna og komast hvergi.

Eins dauði, annars brauð.


mbl.is Ísland eitt það heitasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu ekki á því Sigurður?

Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnaformaður Kaupþings.

Ertu að meina þetta Sigurður?

Bankahrunið varð vegna fjármálakreppunnar í heiminum, en alls ekki vegna græðgisvæðingu banka og fjármálamógúla ásamt handónýtum eftirlitsstofnunum.

Er það ekki satt Sigurður?

Það er alveg örugglega rétt að millifærslunnar úr Kaupþingi síðustu vikurnar fyrir hrun hafi verið fullkomlega eðlilegar líka.  Bara buissness as usual.

Var það ekki svoleiðis Sigurður?

Og í dag mun hópur skærblárra geimvera með augu í höndunum og sogskálar á fótunum lenda á Reykjavíkurflugvelli.

Ertu ekki á því Sigurður?


mbl.is Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landráð

Fyrir mér er hugtakið "landráð" skelfilegt.  Landráð er svo ljótur verknaður að ég næ varla utan um gjörninginn.

Landráð minnir mig á Vidkun Quistling þann auma norska landráðamann sem seldi þjóð sína nasistum forðum.

hitler-quisling

Það er ekki hægt að ganga lengra í svikum við heila þjóð en að framselja hana í hendur óvinanna.

Nú eða taka hagsmuni sjálfs síns og fámennra hópa fram yfir þjóðarhag.

Með skelfilegum afleiðingum auðvitað.

Grétar Mar segir ríkisstjórnina seka um landráð.  Hér.

Hann segir það ekki ég.

En ég hugsa eitt og annað og það skal viðurkennast að "landráð" kemur æ oftar upp í huga mér þessa dagana.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2987738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband