Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Mánudagur, 30. júní 2008
Sendið þjálfarann í langt frí
Ég viðurkenni það fúslega að ég hef ekki hundsvit á íþróttum. Að minnsta kosti ekki á boltaíþróttum.
Ég veit heilmikið um fimleika vegna dætra minna sem ólust upp í íþróttasölum og við foreldrarnir með þeim.
Og þar lærði ég eitt grundvallaratriði sem hefur dugað mér ágætlega en þeim var innrætt að sýna íþróttamannslega framkomu.
Ég lærði líka að það er gífurlegur aðstöðumunur á strákum og stelpum innan íþróttahreyfingarinnar en það er önnur saga.
Reyndar eru nokkur ár og gott betur síðan mínar dætur stukku um í hejarstökki, handahalaupi, flikkflakki, kraftstökki og skrúfum en þá var aðaláherslan lögð á að sýna gott keppnisskap, virðingu fyrir meðiðkendum sínum, heilbrigt líferni og sjálfsaga.
Varla á þetta íþróttauppeldi bara við um stelpuíþróttir.
En ég er orðin hundleið á að lesa um gapuxann Guðjón Þórðarson sem á í stöðugum útistöðum við dómara, rífandi kjaft og sendandi fólki tóninn í fjölmiðlum.
Í kvöld fékk hann rauða spjaldið og auðvitað var það ekki honum að kenna, dómararnir voru algjörlega glataðir, þeir eru að vinna gegn honum, Skagaliðinu og gott ef ekki öllu Akranesi bara.
Eiga ekki þjálfarar að ganga á undan með góðu fordæmi?
Og hvaða fyrirmynd er þessi maður ungu íþróttafólki?
Sendið manninn í frí. Laaaaaangt frí.
Þetta hefur ekkert með íþróttir að gera, þetta er stríð.
Andskotans bjánaskapur.
Skagamenn sáu rautt í 2:0-tapleik gegn KR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mánudagur, 30. júní 2008
Útvarp Reykjavík
Djöfullinn danskur bara.
Hér var ég búin að skrifa þessa frábæru færslu þar sem ég andskotaðist út í RÚV fyrir að hækka afnotagjöldin og svo bara hvarf hún í cypertómið.
Arg.
En þessi fræsla verður ekki skrifuð aftur,þarna var einfaldlega snilld á ferðinni sem ekki er hægt að endurtaka. En hún var listaverk, full af hárbeittri krítik, andagift og húmor. Þið verðið að taka mín orð fyrir því.
Þannig að ég segi bara eins og þjóðskáldið; "Djöfuls hækkanir alltaf hreint".
Og svo sendi ég þessum 20 "stöðugildum" (hefur ekkert með fólk að gera er það?) samúðarkveðjur.
Dem hvað færslan var flott.
Annars sæmileg.
Later.
RÚV fækkar stöðugildum um 20 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 30. júní 2008
Svefnsiðir
Nei, nei, nei, perrarnir ykkar, ekki svefnherbergissiðir, svefnsiðir! Leikfimisæfingar í hjónaherberginu koma síðar. Þarf að tala betur við spólgr... vinkonu mína um þau mál (þú veist hver þú ert skömmin þín).
En aftur í alvöruna.
Það virðast flestir vera með rosaleg ritúöl í sambandi við svefn. Fyrir nú utan hversu margir tala sífellt um svefn og svefnleysi. Ég ætla ekki að fara út í draumana sem fólk er að neyða upp á mann, ég urlast upp. Æi þið vitið ég var á Manhattan en samt á Laugavegi og ég var með manninum mínum sem var samt ekki maðurinn minn heldur Obama í draumnum. Þið kannist við hryllinginn.
Ég t.d. verð að hafa opna glugga og skrúfað fyrir ofninn. Annars get ég ekki sofið. Líka í mestu vetrarhörkunum vil ég hafa þetta svona, það er svo notalegt að bora sér undir sængina. Hvað með það að maður verði smá rauður á nefinu, hefur fólk aldrei heyrt talað um nefhlífar? En auðvitað vill minn heittelskaði hafa pínulitla súrefnisrifu á glugga og ofna í botni, nema rétt yfir hásumarið. Eini óheiðarleikinn í mínu hjónabandi eru lygarnar og hysknin sem ég beit þessa elsku og hann mig, þegar við skrúfum fyrir og frá, opnum og lokum út í eitt.
Ég átti gamla frænku sem er dáin. Merkilegt nokk þá dó hún úr svefnleysi en hún svaf alltaf með nátthúfu og trefil. Blessuð sé minning hennar.
Þulan sem við húsband förum með yfir hvort öðru fyrir svefn er afskaplega þráhyggjukennd en ég ætla ekki að fara með hana fyrir ykkur. Þið mynduð halda að ég væri geggjaðri en ég í rauninni er.
En Jóna systir mín á krúttlegasta ritúalið sem ég hef heyrt um (held þó að hún sé búin að droppa því núna). Þegar hún var bara ponsa þá urðu síðustu orð dagsins að vera "góða nótt mamma". Þetta fékk á sig skemmtilegar myndir.
Jóna: Góða nótt mamma.
Mamma: Góða nótt og ertu búin að fara með bænirnar?
Jóna: Já, góða nótt mamma. En heyrðu villtu vekja mig kl. 07? Góða nótt mamma.
Mamma: Já elskan.
Jóna: Ekki gleyma. Góða nótt mamma.
Greta: Hættu þessu.
Jóna: Þegiðu. Góða nótt mamma.
Og svona gekk þetta þangað til móðirin á heimilinu var komin í keng.
Æi annars þekki ég svo mikið af sérvitringum með undarlegar svefnvenjur að þegar ég byrjaði að skrifa bloggfærsluna virkaði það töff hugmynd að skrá það hér svo aðrir gætu notið þess með mér, en af því að mér þykir vænt um fólkið mitt þá fer ég ekkert út í þá sálma. I could tell you stories.
En hvað er maður án fjölskyldu og vina?
Farin að skrúfa fyrir ofninn.
Það er púki í mér í dag.
Lílíló.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 30. júní 2008
Unaðslegur skilnaður
Það er varla að ég þori að blogga um þetta frábæra framtak Dana í skilnaðarmálum.
En það er vegna þess að sumir sem lesa bloggið mitt hafa ekki húmor fyrir viðhorfum mínum til allra minna fyrri hjónabanda og skilja ekki að ég er að grínast með málefnið. Skil ekki afhverju sumir vaða stöðugt inn á síður sem fara í taugarnar á þeim.
En auðvitað þori ég, bara smá fokk hérna í morgunsárið fyrir alla þessa húmorslausu sem vaða í gegnum lífið eins og hertir handavinnupokar og skilja eftir sporin sín í athugasemdakerfum heimsins.
Mér finnst þetta svo krúttlegt framtak hjá þeim í Danmörku, þ.e. að nú er hægt að fá kirkjulega afvígslu eða skilnaðarathöfn.
Ég sé alveg fyrir mér hjónin ganga eftir kirkjugólfin með erfingjana í einni sorgarbunu á eftir sér, ganga upp að altarinu, skiptast á hringum, eða réttara sagt skila þeim, kýla eða sparka hvor í annað, en auðvitað bara laust, svona sýmbólskt, og vaða svo frjáls út úr kirkjunni með börnin.
Svo má taka þetta aðeins lengra. Það má efna til veislu þar sem uppboð verður haldið á brúðargjöfunum, borðað og drukkið, farið á trúnó, grátið smá og svo fara allir til síns heima voða glaðir.
Það gæti jafnvel endað með sögulegum sættum hjá pari dagsins, hver veit.
Um að gera að poppa svolítið upp skilnaði. Nú mér hefur alltaf fundist jarðarfarir í daufari kantinum, Danirnir ríða kannski á vaðið og djassa þær örlítið til líka.
Eftir mína skilnaði þá hef ég nú yfirleitt farið á kaffihús, sko með vinkonum, nú eða næsta tilvonandi eiginmanni
Dem, það væri hægt að slá skilnaðar- og giftingarathöfn saman í eitt.
Og nú set ég upp hauspoka.
Farin með veggjum og úje.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 30. júní 2008
Rigningu takk
Ég gæti aldrei búið í LA eða á öðrum stöðum þar sem sólin skín allan ársins hring.
Ekki að það verði einhver þjóðarsorg vegna þess, nebb, ég er bara að velta mér upp úr veðri hérna.
Forsenda þess að mér geti liðið vel eru árstíðirnar. Mér finnst eins og rythminn í mér stemmi við vetur - sumar - vor - og haust.
Og núna er ég í brýnni þörf fyrir rigningu, þó ekki væri nema í einn dag. Sólin hefur skinið í tvær vikur sleitulaust ef minnið er ekki að svíkja mig.
Og þá verð ég eirðarlaus. Ég fer að gá til veðurs. Ég stökkbreytist í Tóbías í Kardimommubænum. Ég fer að fylgjast náið með veðurfréttum. Er engin friggings lægð á leiðinni? Og núna er ég eiginlega farin að örvænta.
Plís veðurmaður það þarf aðeins að stokka þetta upp.
Einn dagur af mígandi rigningu myndi fínstilla kerfið upp á nýtt og svo væri ég farin aftur í sólbað.
Trén og blómin eru á því að þetta sé sanngjörn krafa. Við þurfum vökvun hérna.
Annars góð.
Later.
Áfram bjart vestantil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 29. júní 2008
Að bresta í söng, faðmlög og sleik
Ég sat með margfalda gæsahúð og horfði á Björk. Gæsahúðin var tilkomin af hrifningu. Stundum var ég beinlínis hrærð. Hún er svo töfrandi listamaður þessi kona.
Og Sigur Rós voru líka flottir.
Ég persónulega er afskaplega þakklát þessu fólki fyrir að bjóða þjóðinni og öllum öðrum ef út í það er farið, á fríkonsert. Ekki margir í því. Og þá ekki listamenn af stærri gráðunni.
Og svo eru það bloggin. Nú ætla ég að leyfa mér að röfla.
Einhverjum snillingi fannst Björk ekki flytja þau lög sem hann hefði kosið. Þar af leiðandi var hún ekkert minna en léleg, fannst manninum. Búhú. Hún átti að taka eitthvað af gömlum lögum. Þetta er hið hryllilega Bláhiminsheilkenni sem ég kalla, eða "spilaðueitthvaðíslensktheilkennið" og þýðir einfaldlega að fólk vill heyra sama gamla stöffið aftur og aftur. Guði sé lof fyrir listamenn sem þróa sig áfram.
Merkilegt annars með ást íslendinga á Hawai-laginu "Bláhiminn". Það fara allir í trans og fár þegar það er spilað. Bresta í fjöldasöng, faðmlög og sleik. Ég skiletteggi. Ég hins vegar garga mig hása, inni í mér sko. En það má einu gilda. Þetta var útúrdúr.
Og þeir sem blogga um að það hafi verið áll í sviðinu. Og hversu mörgum wöttum var verið að eyða á tónleikunum. Halló, er einhver að berjast á móti notkun á rafmagni og áli? Áll er fínn í pönnur og potta er mér sagt.
Hefur ekkert með álver í samlede verker hér uppi á Íslandi að gera.
Andskotans tuð um ekki neitt.
Ég er að minnsta kosti afskaplega þakklát þeim listamönnum sem buðu öllum upp á frábæra tónleika og vöktu í leiðinni athygli á málstað sem snertir okkur öll.
Við þurfum að rífa okkur upp á rassinum gott fólk áður en hver lækjarspræna verður virkjuð í þessum vægast sagt vafasama tilgangi.
Újebbogladídei.
Óður til náttúrunnar í Laugardal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Sunnudagur, 29. júní 2008
Hjólið í þá
Um sum mál hefur maður svo margt að segja að það er betra að láta það eiga sig. Svona meira og minna.
Varðandi aðför íslenska ríkisins að Jóni Ásgeiri og Jóhannesi Bónusmönnum þá þykir mér það ganga kraftaverki næst að þeir vilji yfirhöfuð vera á landinu.
Í sex ár hefur verið djöflast í þeim á alla vegu. Útkoman nada, fyrir utan þessa skilorðsbundnu mánuði sem þeim tókst að klína á Jón Ásgeir eftir alla fyrirhöfnina.´
Ef fólk er að brjóta lögin þá endilega saumið að þeim kæru dómstólar. Ekkert að hika, bara láta vaða. Það mætti t.d. byrja á að skoða gengna dóma í nauðgunar- og sifjaspellamálum og athuga hvort eitthvað þarf ekki að athuga þar, svo ég nefni dæmi.
En þessar eftirtekjur Bónusmálsins eru svo rýrar að hvert barn sér að þarna hefur komið til eitthvað annað en staðfestur grunur um glæpsamlegt athæfi sem hvati að sex ára úthaldi.
Mikið rosalega skil ég feðgana ef þeir hjóla af fullum þunga í íslenska ríkið.
Ég óska engum svo ills, hvorki ríkum né fátækum, ekki versta óvini mínum (sem ég á ekki svo ég viti, en samt) þess að lenda í svona ofsóknum.
Gó guys.
Látum þetta aldrei geta gerst aftur.
Það á að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 29. júní 2008
Helvítis hámark hamingjunnar
Nú ríða þeir yfir hver af öðrum íslensku fyllerísdagarnir víða um landið.
Hamingjudagar, Bíladagar, Humardagar (hátíð), Þjóðhátíðardagar, og hvað þetta heitir allt saman.
Fyrir utan Fiskidaginn mikla á Dalvík, þar sem fólk borðar aðallega sér til skemmtunar þá eru þetta martraðardagar og sviðsetningar fyrir fyllerí.
Það hlýtur að vera séríslenskt fyrirbrigði, án þess að ég viti það, að fullorðnir og börn safnist saman til að höndla hamingjuna sem oftast er keypt í ríkinu og kemur í fljótandi formi.
Ég efast ekki um að stór hluti fólks, vonandi fjölskyldufólk, fer með því hugarfari að eiga góðar stundir úti í náttúrunni og ladídadída.
En hvernig væri að fullorðnast? Maður fer ekki í afneituninni með börnin sín í tjald á svona samkomur. Það er ekki raunhæft að búast við eðlilegum samverustundum fólks við þær aðstæður. Það hefur reyndar aldrei verið þannig nema að það sé hátíð á vegum bindindismanna eða SÁÁ.
Þegar ég ferðist um landið með stelpurnar mínar litlar, og ég gerði töluvert af því, þá forðaðist ég svona uppákomur eins og heitan eldinn. Mig langaði ekki baun að kynna þær fyrir íslenskri fylleríis tjaldmenningu og ræna þær í leiðinni gleðinni sem felst í því að ferðast um landið.
Það er lágmarks sjarmerandi að horfa á fólk á öllum aldri vaðandi um í sumarnóttunni, röflandi, dettandi, ælandi og berjandi. En fyrir marga er þetta fjandans hámark hamingjunnar.
Ég held að fjölskyldufólk ætti að forðast alla "dagana" sem eru framundan á þessu sumri. Þ.e. ef það vill ekki taka þátt í ruglinu og bjóða börnunum sínum upp á þá andlegu vanlíðan sem fest í því að horfa á fullorðið fólk á öllum aldri í annarlegu ástandi gera sig að fíflum.
„Óhamingja“ á Hólmavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Laugardagur, 28. júní 2008
Magra Ísland
Ég vona að allir sem vettlingi geta valdið drífi sig á tónleikana á eftir.
Nú eða horfi á þá á Mbl.is.
Alveg er ég viss um að þetta verður frábær uppákoma. Flottir listamenn, veðrið ok og staðurinn fallegur.
Málefnið, náttúran, hefur aldrei verið mikilvægara nú þegar "sumir" ráðherrar Samfylkingarinnar hafa bæst í hóp náttúrusóðanna.
Lesið Láru Hönnu (og skoðið frábært myndband sem hún hefur sett saman)
Need I say more?
Held ekki.
Nú sem aldrei fyrr þarf fólkið í þessu landi að nota samtakamáttinn til verndunar íslenskri náttúru. Það er ekki eins og þetta sé okkar einkamál.
Góða skemmtun.
Björk síðust á svið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Laugardagur, 28. júní 2008
Holland - löglegt dóp og ólöglegt. Er ég geðklofi? Nei, nei, örugglega ekki, en ferlega biluð samt. Æi þið skiljið mig langaði í eina langa fyrirsögn. Úje.
Ég veit að maður á ekki að grínast með geðsjúkdóma, né alkahólisma eða krabbamein, kransæðastífur og allan þann heljarballett.
En ég geri það nú samt. Hvernig á maður að lifa af ef húmorinn er ekki með í för?
Hah?
Og í þessu máli sem ég ætla að blogga um áður en ég hendist í sólbað þá er afstaða mín nokkuð klofin svo ekki sé meira sagt.
N.k. þriðjudag skellur á reykingabann í Hollandi. Þá má ekki reykja á almennum stöðum. Þar fór það. Nú, hassbúllurnar eru í vanda staddar. Grasið eða hassið (veit ekki muninn, slétt sama) er reykt með tóbaki.
Ég hef nefnilega samúð með öllum reykpúandi nikótínfíklum sem úthýst er úr samfélagi manna og dæmdir til einangrunar með sinn félagslega löst.
En ég hef enga samúð með dópistum. Mín vegna má banna fíkniefni af öllum toga til sjávar og sveita, lands og miða.
Ok, ok,ok, þið getið drukkið addna.
En mínus Holland þá telur heimurinn að hass sé fíkniefni. D -ó - p.
Af hverju í fjáranum byrja þeir ekki á að banna ólöglega vímuefnið?
Og snúa sér síðan að því löglega?
Það meikar fullkominn sens fyrir mér.
Ég er sem algjörlega klofin í málinu. Hef samúð með einni tegund er á móti annarri.
Nei, ég ætla ekki að leita mér hjálpar, mér finnst gott að vera ekki fullkomin.
Farin út að reykja.
„Öfugsnúið“ reykingabann í Hollandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 13
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 2987315
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr