Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Föstudagur, 8. febrúar 2008
Ekki kúl að skrifa miða
Mynduð þið fara ótilneydd til að versla í matinn í þessu veðri? Nei ég hélt ekki. Það dæmdist á bandið að fara með sjálfum sér og auðvitað skrifaði ég miða. Hann veit ekkert hvað ég er að hugsa hvað varðar matargerð og hreinsiefni og aðrar nauðsynjar. Hann notar þær bara.
Nú ég settist niður með A-4 örk.
Hann: Vá er Þorláksmessa?
Ég (utan við mig) er vond lykt af ganginum?
Hann: Halló miðinn, af hverju er hann eins og handrit að skáldsögu.
Ég (pirruð) ég minnka hann þegar ég er búin að skrifa og farðu og hringdu í mömmu þína eða eitthvað, þér finnst gaman að því.
Hann sest á móti mér við borðið þrátt fyrir að hann viti að ég vilji vera í friði með mínar miðaskriftir, þær eru vandasamar, en ég ákvað að þegja.
Hann: Rosalega ertu að skrifa mikið. Drög að handriti?
Þögn, ísköld þögn.
Hann: Er ég að fara að kaupa fyrir helgina, vikuna eða mánuðinn? Hann var brosandi ég er ekki að ljúga.
Ég: Fyrir daginn í dag. Það krimtir í mér.
Hann: Má ég sjá, tekur miða, lesí, lesí, lesí, kjúklingabringur æi, hvernig er með þennan aspas? Þú kaupir búnt á hverjum degi og engar sætar kartöflur á listanum? Hvernig hefurðu hugmyndaflug í þetta allt?
Ég: Nú fer ég og klæði mig og geri þetta sjálf.
Hann: Ég er að fíflast í þér kona, ég er að flippa á veiku blettunum þínum, hlægja, liffa lífinu.
Ég: fáðu mér listann? Ég er ekki búin.
Neðst skrifaði ég:
Stór dós af Arseniki og poka af Haltukjaftibrjóstsykri.
Hann fór syngjandi glaður með miðann í búðina.
Sá veit ekki hvað bíður.
En ég elska hann samt.
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Föstudagur, 8. febrúar 2008
Bilun að bloga um Wino en ég geri það samt
Amy Wino er farin úr meðferð (hva, þær virðast ekki haldast þar inni stelpurnar í frægðarbransanum) var í viku eða eitthvað. ´
Hún ætlar að flytja inn á Osborne fjölskylduna. Mér finnst það svona álíka gáfulegt að koma út af Vogi og fá að sofa á Kaffi Stíg. Ef ekki verra. Það er svona sirkabát stórbilaðasta familía sem um getur. En þar heldur Amy að hún geti haldið við edrúmennskunni, sem vart er til staðar eftir viku afvötnun. Ég veit ekki einu sinni af hverju ég er að blogga um þetta, ég er bara svo gáttuð.
Amy er ein af mínum uppáhaldssöngkonum og mér hefur þótt sárt að sjá hana í heimspressunni fárveika, allt að dauða komna. Hún hefur troðið í nefið á sér fyrir framan ljósmyndara, á sviðinu og hvar sem er, öll sjálfstjórn horfin. Heróín í spilinu, verra verður það varla. Það er kistan næsta.
Burtséð frá því að hún ætlar að dvelja hjá hinni raunverulegu Adamsfamily, þá neita kanar henni um vegabréfsáritun. En stelpan er tilnefnd 5 eða 6 Grammyverðlauna.
Ég alveg: Ætli þeir haldi að hún sé hryðjuverkamaður, eða neita þeir fólki um vegabréfsáritun til heilaga landsins, vegna lélegra mannasiða? Kannski kæmi mér ekki á óvart. En ástæðan er sú að Amy var með gras á sér í Noregi. Hvern fjandann kemur Bandaríkjunum við hvað fólk gerir í Noregi?
Burtséð frá því þá er það nánast þjóðaríþrótt í USA að reykja gras.
Ég er ekki að draga úr alvarleika kannabis Veit að það er stórhættulegt dóp, eins og öll hin, en þetta er svo leim. Hún er að koma fram á tónlistarhátíð og fer beinustu leið til Ossie og Sharon eftir þá uppákomu (GMG).
Hvað um það Amy er með betri söngkonum nútímans en ef ekki fer að rofa til í neyslumálunum, þá verður hún bara það, ung söngkona með ótrúlega hæfileika.
Ég skelli henni á bænalistann hjá mér í kvöld.
Hér er titillagið af plötunni hennar Back to Back og vá hvað hún syngur stelpan.
Bloggar | Breytt 9.2.2008 kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Ætlar Villi að segja af sé? Sei, sei, nei. Rei, Rei
Samkvæmt fróðlegu Kastljósi er á tæru að skýrslan er tilbúin, öllum steinum viðvelt og enginn gerður ábyrgur. Svandís, skelegg að vanda, taldi það ekki vera hlutverk nefndarinnar að dæma um hvort einhver bæri ábyrgðina á klúðrinu og ætti að taka pokann sinn.
Þetta sama og venjulega á Íslandi. Skamm, skamm og svo halda allir áfram í sínum djobbum.
Og svo kom Villi. Hálf vesældarlegur og sorrí, kannaðist ekkert við að hafa verið tvísaga, hvorki þar eða hér.
Hér má sjá stjórnmálamann sem ætlar ekki að segja af sér.
Gjörið svo vel, merkileg kennslustund í íslenskri pólitík.
Ég hins vegar, segi af mér sem trúgjarn áhugamaður um stjórnmál.
Ég grenja þá minna í framtíðinni og nota tíma minn til annars.
Ekki eins og ég grenji ekki nóg samt.
Búú
Fokinngei
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Vakna ég upp við það einn morguninn að það vantar menn í vinnu hjá Impregilo....
..og það verður auglýst eftir þeim inni á minni síðu?. Eða jafnvel auglýsing um skráningu í heimavarnarlið Björns Bjarnasonar, eða eitthvað ámóta ógeðfellt, að minu mati?
Nú er komin hér inn auglýsing á mína síðu frá einhverju NOVA sem ég veit ekki hvað er, og ég hef ekki verið spurð, hvað þá að mér sé borgað fyrir að síðan mín sé tekin undir auglýsinguna.
Auðvitað blogga ég hjá Mogganum, en er ekki síðan mín? Er hægt að setja einhverja geðþóttatexta og auglýsingar inn á síðuna að mér forspurðri.
Mér finnst þetta stór mál og það er lágmarkskurteisi að láta mann vita og gefa manni möguleika á jái eða nei, nema auðvitað að við séum bara aumir hornkarlar og kerlingar hér á blogginu.
Það hlýtur að vera hægt að sýna bloggurum þá lágmarksvirðingu að setja sig í samband við okkur og láta okkur vita hvað er í gangi.
Hvað fæ ég inn á bankabókina mína fyrir ómakið. Flettingar síðustu viku hjá mér voru rúmlega 32.000 og ég er að slaga í milljón heimsóknir á heilu ári.
Kommon, give me a break.
Ég er hérna..
Svara Jenný Önnu og öðrum bloggurum eins og Heiðu sem vilja vita
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Smá krúttsería
Jenný er mjög flottur trúður
Á leið í gistingu yfir nótt til ömmu og Einars, mamman og pabbinn hafa hana grunaða um að vera að flytja að heiman svona smátt og smátt.
Mamma og pabbi eru heppin að eiga okkur Hrafn Óli, þvílíkt sko!
Hrafn Óli byrjaður að æfa sig á trommunum með pabba, ekki er ráð og allt það
Og hér erum við að horfa á fallegasta prinsinn í London, hann Oliver, kóngafólk, snæðið hjarta
Það er allt löðrandi í ömmum og öfum hjá Oliver. Hér á gamló með Afa-Tóta og ömm-Brynju.
Já svona er nú það. Jökul vamtar frummi senda nýjar.
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Það er út úr kortinu að auglýsa Bítlatónleika - er þetta hoppandi ábreiðulið með mikilmennskubrjálæði?
Ég elska Bítlana, þeir eru jafn stór hluti af æsku minni og ég sjálf, svei mér þá. Þeir ásamt fleiri tónslistarmönnum mörkuðu ný spor í unglingamenninguna, breyttu lífi unglinga víða um heim. en því miður, þá eru tveir þeirra látnir.
Ég fékk stingi í hjartað þegar ég sá þessa frétt á mbl.is. "Miðasala hefst á Bítlatónleika í Höllinni". Nú er ég ekki svo vitlaus að mér hafi dottið í hug að Lennon og Harrison, hafi stigið af himnum ofan til að koma saman með hinum eftirlifandi Bítlum, mér fannst þetta bara óþægilegt.
Svo krullaðist ég upp. Tina Turner sjó, Queen sjó, Abba, Elvis og Frank Sinatra. Allt gert af eftirhermum, og stundum svo illa að maður fær kjánahroll.
Mér skilst að svona sýningar séu vinsælar á Broadway á árshátíðum og sollis, þar sem margir eru í glasi og þolþröskuldur fólks fer niður úr öllu valdi.
Jón Ólafsson, píanóbóndi stendur fyrir þessum "bítlatónleikum" um klúbb hinna einmana hjarta.
Það er ekki lítið í lagt, Simfó, Rokkhljómsveit Jóns Ólafssonar ásamt fremstu söngvurum landsins (sem eru hverjir?).
þetta er brilljant auglýsing því fréttin byrjar á hvernig hægt er að ná sér í miða með afslætti og í lokin stendur
"Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20 og lýkur um kl. 22.30. Húsið verður opnar kl. 19. Eitt hlé er á tónleikunum. Áfengisveitingar frá Vífilfelli verða í hléi."
Þetta eru sem sagt ábreiðutónleikar í stærri kantinum og Kók býður upp á búsið.
Ég er yfirleitt ekki hrifin af ábreiðum, nema til að draga þær yfir mig og það ætla ég að gera í þessu tilfelli.
Hver verður næsta fórnarlamb. THE ROLLING STONES?
Djö býð ég spenn eftir hver "af fremstu söngurum landsins" verður látinn taka Jagger?
Það má kalla mig neikvæða og ég er það svo sannarlega þegar svona eftirhermusjó eru anars vegar, amk. hér á Íslandi. Hef séð eitt og það dugði mér fyrir lífstíð, svo hefur maður fengið brotum úr þessum hroðbjóði skellt yfir sig úr sjónvarpinu líka, hjálp mér Óðinn.
Mér finnst eins og það sé verið að ná sér í auðfengna peninga með svona aðgerðum. Leyfi mér að halda því fram.
Svo á Mogginn ekki að auglýsa dulið í formi frétta.
Arg
Æl í bjóðinu.
Úje
![]() |
Miðasala hefst á Bítlatónleika í Höllinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Ljótasti staðurinn á jarðríki
Hún var tæpra tíu ára, stelpan sem valhoppaði heim úr skólanum, um hádegisbilið. Þetta var upp úr miðri síðustu öld. Heima beið amma með matinn en afi var á sjónum.
Það var vor í lofti, svona parísvor, snú-snú og sippvor, rétt handan við hornið.
Sú stutta fauk inn um dyrnar, snarstoppaði, því þar stóð ókunnugur maður, sem var að setja nýjan vask í eldhúsið. Amma sat á sínum venjulega stað við borðið og sagði henni að koma að borða.
Maðurinn gekk brosandi að telpunni, spurði hana nafns, rétti út faðminn og þrýsti henni að sér. Hún vissi ekki hvað það var sem gerði það að verkum að hana langaði að hlaupa langt út í buska, en hann gerði eitthvað ljótt, nuddaði henni upp að sér og brosti allan tímann. Svo sleppti hann telpunni, blikkaði hana, eins og þau ættu saman oggulitið leyndarmál. Svo hleypti hann henni fram hjá sér inn í eldhús.
Öruggu veröld stúlkunnar hafði verið svipt á brott í einu vetfangi og hún hafði ekki einu sinni vit né orð til að skilgreina þetta ljóta sem hafði sest í sálina hennar og breytt vorinu í ískalt skammdegi. Hún vissi bara að aldrei yrði neitt skemmtilegt framar.
Hún sat álút yfir matnum sínum og amma spurði hvort hún væri lasin hvort eitthvað hefði komið fyrir.? Hvernig gat hún svarað ömmu, sannleikanum samkvæmt um eitthvað sem hún vissi ekki einu sinni hvað var. Sem hún átti ekki orð yfir Að hún væri grútskígug og ógeðsleg að utan sem innan.
Hún tók töskuna sína og fór inn í herbergi. Áður en hún komst þangað endurtók maðurinn leikinn og hún ákvað að í herberginu skyldi hún vera þangað til hann færi burt. Hún dró rúmið sitt fyrir hurðina á hvergerginu. Og dagurinn leið. Hún þurfti að pissa, hún pissaði á sig. Amma kallaði á hana og stelpan muldraði eitthvað um að hún væri lasin.
Það kvöldaði og maðurinn lauk verkinu og fór. Afi kom heim.
Við kvöldverðarborðið spurði hún afa hvort maðurinn kæmi aftur. Ekki hélt afi það nema ef vera skyldi einhvertímann seinna þegar hann þyrfti pípulagningarmann. Hún þráspurði, getum við ekki fengið annan svoleiðis mann? Jú hélt afi það ætti að vera hægt, en svo merkilegt sem það var spurðu þau hvorki amma né afi, af hverju telpan lét svona. Að lokum spurði stúlkan ákveðinni röddu hvar maðurinn ætti heima. Í Hlíðunum svaraði afi.
Sú stutta hugsaði með sér. Ef ég fer aldrei inn í Hlíðar þá kannski gerir hann mér ekkert aftur.
Og í mörg ár voru Hlíðarnar í Reykjavík, ljótasti staðurinn á jarðríki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Ég játa það að ég hef rosalega fordóma gagnvart köllum sem fara nektardansstaði og mér finnast þeir ógeðslegir plebbar..
..en það er auðvitað til skammar að vera fordómafullur þannig að ég skal alveg horfast í augu við að svona hámark fimm eru í lagi af öllum haugnum, hafa lent þar óvart á fylleríi bara. En varðandi þessa kalla fulla af kvenfyrirlitningu, sem þurfa að borga stúlkum til að klæða sig úr á súlunni (örugglega með æluna upp í kok af ógeði á kúnnunum), þá er ég bara með rosalega fordóma. Og ég er ekkert að hugsa um að breyta því.
Hahahaha, svo sá ég þessa frétt á visi.is og stak henni samstundis. Hvað sagði ég ekki um þessa dúdda'? Ha?
"Norðmaður einn er í vondum málum eftir að eiginkona hans fékk kreditkortareikninginn sinn. Maðurinn hafði farið í ferðalag til Íslands og eytt tveimur kvöldum á nektardansstað. Hann borgaði fyrir herlegheitin með kreditkorti en virðist ekki hafa áttað sig á því að um kreditkort eiginkonunnar var að ræða. Frá þessu er sagt á danska vefmiðlinum avisen.dk.
Þegar konan sá vísa-reikninginn sinn brá henni heldur í brún þegar hún uppgötvaði að um fimmtíuþúsund krónur höfðu verið settar á kortið á nektardansstað á Íslandi. Grunur hennar beindist strax að eiginmanninum sem hafði verið á Íslandi á sama tíma.
Málsvörn mannsins var á þá leið að hefði ekki eytt svona miklum peningum á staðnum, heldur í mesta lagi um þúsund krónum. Hann klagaði málið því til norska bankaeftirlitsins sem fór í málið. Það hefur þí sljákkað eitthvað í karli þegar í ljós kom að hann hafði sjálfur kvittað fyrir öllum færslunum sem settar voru á kortið umrædd kvöld."
Halló! Það bendir ekki á mikla heilavirkni hjá þessum? Er það nema von að ég sé með fordóma. Notaði kort eiginkonunnar. OMG, sá er í vondum málum. Hversu vitlaus er hægt að vera. Hvaða líffæri notaði maðurinn til að hugsa með þarna. Hm...
Ég held að þessi maður sé flutur á hótel með leppana sína, en hann getur orðnað sér við minningarnar við súluna.
Stundum er gaman að lifa.
Hi á Norsarann.
En bíðið aðeins hérna, nú er ég í erfiðleikum með að skilja súlu. Eru þær ekki bannaðar?
Lögregla: Upplýsa um súlustað. Má ekki vera með svona starfsemi.
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Brennvín að drepa fólk?
Ég heyri oft sagt um illa farna alka að þeir séu á drepa sig á brennivíni.
Það hefur örugglega verið sagt um mig þegar ég leit ekki upp úr mínum áfengisglösum nema til að anda af og til. Fólk hefur sagt sín á milli, mjög áhyggjufullt, þessi drykkja er að ganga af henni dauðri, hreinlega að drepa hana. Og það var alveg rétt, ég var heppin.
En í Íran hafa þessir frasar sömu merkingu að hluta. Þar drepur fólk sig á áfengisdrykkju. Að vísu er böðull inni í myndinni, fjöldi áhorfanda og þessi maður varð uppvís að áfengisdrykkju sinnum fjórir.
Hann verður hengdur.
Þetta er auðvitað örlítið fréttabrot frá landi sem virðir mannslíf ekki nokkurs.
Í gær var frétt um að yfir100.000 þúsund börn væru í fangelsum í Bandaríkjunum, allt niður í 9 ára gömul. Flest í morðglaða ríkinu Texas.
Ég sé ekki stóran mun á villimennskunni í þessum tveimur löndum.
Hvar eru öll þessi mannréttindasamtök? Er ekki allt löðrandi i mannréttindasamtökum í Bandaríkjunum? Þau mættu fara að taka til í eigin garði, þessir hræsnar, áður en aðrar vestrænar þjóðir fá nóg, spýta í lófana og fara inn í þessi lönd, þ.e. Íran og USA, sem eru að fremja glæpi gegn mannkyninu án þess að nokkur hreyfi legg eða lið.
ARG
![]() |
Dauðarefsing fyrir að drekka áfengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Á kaffihúsi með attitjúd og smá Cassidy
Jenný Una sem er orðin 3. ára og það sem meira er, hún er kaffihúsabarn. Hún var ekki gömul þegar hún fór að dvelja á kaffihúsum bæjarins með mömmu sinni og vinkonum hennar og öllum hinum smábörnunum.
Hvað um það, í gær skelltu þær sér á kaffihús mæðgurnar og kona kom að borðinu eins og vera ber til að taka pöntun. Konan var fín með stóra eyrnalokka og hálsfesti.
Jenný Una: Amma mín segir það er bannað að vera með svona stórir eyddnalokkar og hásfesti. Það ekki fallegt.
Sara (að deyja af skömm): Jenný mín amma segir það ekkert og konan er mjög fín.
Jenný Una: Nei amma mín segir það er harðbannað, má alls ekki og það er ljótt.
Reyndar hafði barnið nokkuð til síns máls því ég var að reyna að kenna henni að litlir og einfaldir hlutir eins og skartgripir gætu verið allt eins fallegir, ef ekki bara fallegri og sumt skraut væri allt of gorddaralegt. Guð hvað ég er fegin að frk. límheili.is náði ekki því orði, því hún hefði skellt því framan í vesalings þjónustustúlkuna, sem var bara öll hin smekklegasta.
Hvað um það.
Eva Cassidy er talin vera með betri söngvurum í heimi, því miður sló hún ekki í gegn fyrr en eftir dauða sinn, en hún dó úr krabbameini 1996.
Bróðir Evu Dan Cassidy, tónlistarmaður, bjó hér lengi og gerir jafnvel enn.
Eva hélt helgartónleika á Blúsbarnum einu sinni og maðurinn minn fékk þann heiður að spila undir hjá henni.
Þetta verið þið að heyra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr