Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Mánudagur, 11. febrúar 2008
700 stykki íslenskra ras- ég meina hálfvita
Af visi.is
"Búið er að læsa vefsvæði sem hýsti hóp sem kallaði sig Félag gegn Pólverjum á Íslandi. Í frétt sem birt var í gær var sagt frá því að um sjöhundruð manns, mikið til ungt fólk, hafi skráð sig í hópinn frá því hann var stofnaður á föstudaginn. Þar var farið niðrandi orðum um Pólverja sem búsettir eru hér á landi. Stofnandi síðunnar sagði þar meðal annars að Íslendingar þyrftu að losna við Pólverja áður en það væri um seinan. Eftir fréttin var birt í gær var vefsvæðið fært og því síðan læst. Refsivert getur verið að halda úti síðu sem þessari svo og að skrifa inn á hana. "
Það er í raun alveg með ólíkindum hversu mikið er af kyþáttahöturum á litla Íslandi. Á nokkrum dögum eru 700 manneskjur búnar að skrá sig í félagið. Pólverjar virðast verða fyrir hvað mestu aðkasti, nú um stundir a.m.k.
Ég hef ekki skrifað ófáar færslur um útlendingaandúðina sem fyrirfinnst á landinu, og ég ætla aldrei að hætta því, en ég hætti samt aldrei að verða hissa. Fyrir mér er kynþáttahræðsla fyrst og fremst þekkingarskortur, fáfræði og hræðsla.
En hvað skyldi hafa verið á stefnuskrá þessa félags sem var stofnað til höfuðs Pólverjum?
Ráðast að þeim, leggja þá í einelti? Ég spyr mig.
Ég þakka amk. fyrir að svona síður eru bannaðar.
Þið kynþáttahatarar, notið höfuðið til að hugsa með, það gerist ekkert meðan því berjið því stöðugt í veggi.
Súmíbítmíbætmí
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Amy tók það með glans
Fyrir utan hvað ég er hrifin af röddinni hennar Amy Winehouse, þá snertir hún einhvern streng í mér, svona móðurlegan kannski. Hún er svo ung og í svo vondum málum. Kafaldsfíkill, sem hefur virst óstöðvandi í sjálfseyðingunni. Ég er döpur yfir því. Og svo hugsa ég, hvers lags þrumu listamaður þessi stelpa verður, fái hún að vaxa og dafna án dóps og áfengis.
Í gær fékk hún fimm Grammy verðlaun, en var að sjálfsögðu ekki viðstödd þar sem hún fékk ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Því var reddað á þann máta að hún söng lag með hjálp tækninnar, allt hægt. Hún var sum sé á verðlaunaafhendingunni, en samt ekki.
Maður getur rétt ímyndað sér hverju þessi stelpa myndi áorka, nái hún að verða edrú. Röddin hennar er ótrúleg, það er eins og það séu samankomnar í barka hennar margar af bestu söngkonum heimsins.
Hún er á bænalistanum mínum þessi dúlla.
Svo vonar maður hið besta.
Cry me a river
Ójá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Og þarna er Maysan mín líka
Á tískuvikunni í Köben hlaut ungur íslenskur fatahönnuður verðlaun fyrir sína hönnun. Til hamingju með það Laufey.
En aðalmálið er auðvitað að þarna er hún Maysa mín í nýju stöðunni sinni hjá Arrogant Cat.
Nú verur mín á ferð og flugi bara og kannski fær maður nánari upplýsingar um lýsingu á nýja djobbinu með vorinu. Só bissí þessar stelpur.
Annars get ég upplýst í leiðinni að ég gargaði af græðgi þegar ég skoðaði eina af búðina þeirra. AC sum sé. Þvílík föt, þvílík hönnun og þvílíkir prísar. Fékk þó einn kjól í ammó frá Maysu.
Ég er greinilega alveg hryllilegt fatasnobb og yfirborðskennd með afbrigðum. En ég skammast mín ekki neitt, ég á litasjónvarp, ekki tréklossa, enga lopapeysu, finnst Nallinn hundleiðinlegur, nenni ekki að flokka rusl, nota ekki endurunninn klósettpappír eða kaffipoka. Þannig að ég er kannski ekki hin týpíski græni vinstrimaður,sem tel mig þó vera.
Ég er á því að maður verði að eiga lesti.
Ég hef t.d. engan áhuga á húseignum, vill bara eitthvað sætt með veggjum og þaki.
Húsgögn eru úr sitt hvorri áttinni.
Ég kann ekki að falda, eða sauma og laga nokkuð sem þarfnast nál og tvinna.
Ég á ekki sög eða mæliband.
Ég hendi miskunnarlaust úr ísskápnum, til að rýma fyrir nýju.
Mig langar bara að vera sæl innan í mér með mínu fólki og vinum og það er ég oftast.
EN
Ég er snaróður femínisti og vinstri græn þar að auki.
Haldið þið að ég sé eitthvað að misskilja?
Úje
Verðlaun fyrir fatahönnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Ekki eru heilindi hátt skrifuð í borgarstjórnarflokki íhaldsins..
..ef rétt reynist að Vilhjálmur Þ.l Vilhjálmsson, njóti stuðnings þeirra. Þetta segja ég í ljósi þess sem komið hefur fram í fréttum s.l. viku, svo ég fari nú ekki lengra aftur í tímann.
Og enn og aftur spyr ég:
Er Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, Borgarlögmaður í hjáverkum?
Það væri gott að fá svör við því
Jæja, það er sem sagt ekki von á breytingum í borgarpólitíkinni í næstu viku.
Ekki að ég hafi verið að búast við kraftaverkum hérna.
Fruuuuuuuuuuuusssssssssssss
og sveiattann.
Pólitísk staða Vilhjálms rædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Kjánaprik í bílaleik?
Fjórir menn í sjálfheldu í Esjunni. Björgunarsveit á leið upp til að bjarga þeim. Ef mennirnir hafa verið þarna í eðlilegum tilgangi, við vinnu eða eitthvað, þá biðst ég afsökunar, en mér finnst ólíklegt að svo sé.
Ég er satt að segja orðin þreytt á fullorðnum smástrákum sem leika sér að hættunni með bílaleikjum uppi um fjöll og firnindi og svo fara dauðþreyttir björgunarsveitarmenn að bjarga þem úr vitleysunni. Svo tala þessir óábyrgu við fjölmiðla þegar þeir eru komnir til byggða heilir á húfi og tala eins og þeir séu einhverjar sérstakar hetjur.
Ég er ekki að tala sérstaklega um þessa menn sem í fréttinni eru nefndir. Veit ekki hverra erinda þeir voru uppi í Esjuhlíð í gær. Bara alla þessa kalla sem sífellt eru að þvælast þvert ofan í aðvaranir frá lögreglu og björgunarsveitum.
Ég er á því að í þannig tilfellum borgi þeir reikninginn.
ARG sumir eiga ekki að vera með bílpróf á veturna.
Í sjálfheldu í Esjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Samkvæmt beiðni og almennri viðkvæðmni..
bloggvina minna, þá skrifa ég nýja færslu hérna svo þessi blóðuga hér fyrir neðan, taki fólk ekki á taugum þegar það kemur blásaklaust inn á síðuna mína, til að lesa um blómarækt, matargerð, leirpottagerð, skotapilsasaum og kryddjurtaræktun.
Ég bið afsökunar á ljótu færslunni en ég varð að skrifa hana. Morð er morð, Ég vildi sýna fram á það með þessu ullabjakki.
Annars er ég í þokkalegu formi bara, miðað við veður og almennt ástand vega á landinu.
Amma-Brynja keypti fyrir mig Stellu MaCartney ilmvatnið, þannig að ég kem til með að anga eins og pabbi hennar á næstunni.
Við Brynja fengum smá sjokk í kvöld. María Greta sem gegnir flottri stöðu hjá Arrogant Cat fyrirtækinu og þegar Brynja hringdi í kvöld og ætlaði að tala við hana, þá var hún búin að skipta um stöðu innan fyrirtækisins og var stödd í Köben á fundi. Halló, láta vita hérna. En gangi þér vel krúsa mín og skamm smá.
Nú þetta var gleðifærslan fyrir nóttina. Á morgun verður haldið áfram með horðbjóðinn.
Djók.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Hvað með að skera þá á háls?
Hæstiréttur í Nebraska hefur ákveðið að ekki sé leyfilegt að nota rafmagnsstólinn lengur til að myrða fólk. Aftaka í rafmagnsstól mun stangast á við ákvæði sjónarskrárinnar sem bannar grimmilegar og óvenjulegar refsingar. Nebraska var eina ríkið þar sem rafmagnsstólinn var eina aðferðin við að taka dauðadæmda menn af lífi.
Áður en lengra er haldið. Hver er það á Mogganum sem aftur og aftur kallar dauðadæmda menn "dauðamenn"? Þetta hljómar eins og á meðal okkar gangi full af dauðadæmdum mönnum sem hafa fengið þetta samheiti. Eins og öryrkjar, rafvirkjar, dauðamenn og Baadermenn. Er þetta eitthvað nýtt eða hefur þetta farið fram hjá mér? Það væri þá ekki það fyrsta.
Nú, þar sem ég er þekkt fyrir hjálpsemi þá vil ég koma hérna með nokkrar venjulegar aðferðir við að myrða fólk, sem hafa tíðkast t.d. í USA í langan tíma. Þær eru jafnvel minna "grimmilegar" en stólinn og alls ekki sjaldgæfar.
1. Stilla viðkomandi upp við vegg og láta nokkra valda byssumenn skjóta þangað til sá dauðadæmdi fellur dauður til jarðar. Löng hefð fyrir því í Bandaríkjunum og víðar.
2. Skera á háls, mjög vinsæl aðferð við útrýmingartilraun Bandaríkjamanna á Indíánum í denn.
3. Hengja. Stundað af USA í Írak, við að taka Hússein og kó til Allah, operation Hraðferð. Hengingar hafa alltaf verið óhemjuvinsæl skemmtan í USA. Minni á Ku Klux Klan.
4. Drekkja þessum dauðadæmda. Löng hefð fyrir því og tekur fljótt af, en er vont rétt á meðan það gengur yfir.
5. Taka Mafíuna á þetta og skjóta viðkomandi í hausinn við gagnaugað. Maður dauður áður en hann veit af.
Sko, það eru til alls konar aðferðir til að myrða fólk. Stundum er það löglegt og stundum ekki. Munurinn er enginn. Morð er morð. En tvískinnungur Bandaríkjamanna, sem vilja telja sig til menningarþjóða er slíkur, að það er að vefjast fyrir þeim, hvernig myrða megi fólk, án þess að blóð renni og viðkomandi sýni sársauka og mikil sársaukaviðbrögð, enda áhorfendur til staðar. Ef "dauðamaður" á skilið að drepast er þá bara ekki í fínu að gera það þannig að blóð fljóti, innyfli detti út um allt og áhorfendur æli?
Það er svo mikið af föngum sem eru að ræstitæknast. Þeir þrífa upp efir bróður sinn.
Þetta skrifa ég í þeirri vissu að ég sé ekki á leið til Nebraska.
God bless America
Úje
Rafmagnsstóllinn brot gegn stjórnarskránni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Lyktin verður verri og verri
Hversu lengi á þessi farsi með fyrrverandi borgarstjóra, Vilhjálmi, í aðalhlutverki að ganga óáreittur, með nýjum fullyrðingum eða beinum ósannindum, fremstum í flokki.
Vilhjálmur hefði aldrei skrifað undir án umboðs og það var borgarlögmaður sem tjáði honum að hann hefði það.
Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður, mun ekki hafa verið sá borgarlögmaður, sem Villi átti við.
Villi fékk álit fyrrvernadi borgarlögmanns, Hjörleifs Kvaran á málinu, en sá ágæti maður er nú forstjóri Orkuveitunnar.
Að tala um spillingu.
Gott fólk, nú er að fara og fá kauphækkun hjá fyrrverandi yfirmanni í gömlunni vinnunni og önnur fríðindi sem munu þá gilda á nýja vinnustaðnum. Þetta hlýtur að svínvrirka.
Nú æli ég.
Ætlar maðurinn virkilega ekki að segja af sér?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Ég vaknaði fyrir allar aldir - ég legg ekki mikið meira á ykkur...
..en ég fór á gamlar slóðir, Kr-heimilið, þar sem ég var nánast daglegur gestur i fleiri ár, vegna þess að Maysa og Sara voru í stífri fimleikaþjálfun.
Nú er hún Jenný Una Eriksdótir komin í íþróttaskóla. Fyrir þriggja ára börn. Alls kyns leikir og þrautir sem börnunum finnst rosa skemmtilegt að taka þátt í.
Jenný Una er virkur þátttakandi, í sumu, sumt finnst henni baddnalegt. Hún ætlar að fara í fLimleika og allt í íþróttaskólanum sem hefur tengingu í flimleikana elskar hún, eins og að dingla í hringjum, fara kollhnísa, ganga á jafnvægisslá, finnst henni skemmtilegast. En hún tekur þátt í hinu auðvitað líka, hún er svo vel upp alin. En það kemur á hana smá þreytusvipur, eins og t.d. í blöðruleiknum, alveg: við erum nú engin beibí hérna.
En ég hafði óskaplega gaman að þessum litlu krúttum, leikgleðinni, einbeitninni og félagsandanum, þó ég hafi alltaf haldið að hann væri nú ekki svo mikið mótaður á þessum aldri. En þau tóku svo sannarlega tillit.
Á leiðinni heim í bílnum sagði Jenný: Amma, þú kom koma með í þróttakskólann minn alltaf! Og það veit ég að er rausnarlega boðið. Ég var mjög upp með mér og var nærri búin að tárast þarna í framsætinu. Krúttkast.
Smá sýnishorn af æfingum.
Efri myndin er af Unu og Söru KAMBAN ásamt mínum íþróttaálfi.
Og hér eru teknar alvarlegar armbeygjur fyrir komandi flimleikaþátttöku.
Later!
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Að horfa á dvd í blakkáti er ekki alveg ónýtt
Þegar ég var í áfenginu og pillunum, leigðum við okkur oft myndir á kvöldin, stundum fyrir okkur bæði og stundum fyrir mig eina. Og ég drakk og horfði og skemmti mér konunglega stundum, grét stundum og engdist af sorg, allt eftir efn myndarinnar.
Svo rann af mér fyrir 16 mánuðum síðan og oftar en ekki hefur komið mynd í sjónvarpinu sem mig hefur langað til að sjá. Húsband: Já en við/þú ert búin að sjá hana, manstu, hún er um sóandsó og sóandsó, og endar einhvernvegin sóandsó.
Ég tóm í framan: Er það, kannast ekki við hana, ætla að kíkja og þá man ég strax hvort ég hef séð hana eða ekki.
Í flestum tilfellum hef ég ekki nokkurt minni af myndinni, ekki einu sinni bergmál, og horfi glöð í sinni. Bandið alltaf jafn hissa. Manstu virkilega ekki eftir þessu atriði. Þú flippaðir út? Ég nei, alveg á hreinu, alveg nýtt fyrir mér.
Í kvöld var svona mynd. Minn heittelskaði svoleiðis með það á hreinu að ég myndi amk. gloppur úr henni.
Fyrir mér var myndin ný ógissla spennandi frá upphafi til enda, ég komst ekki einu sinni til að pissa og band spurði legulega; manstu í alvörurunni ekki eftir þessu. ÞÚ GETUR EKII HAFA TAPAÐ ÞESSU MAGNAÐA ATRIÐI ÚR HÖFÐINU Á ÞÉR.
Ég: (orðin all svakalega pirruð. Á efir skal ég flytja fyrir þig fyrirlestur um hvaða áhrif það hefur á heilan, að blanda saman áfengi og svefnpillum í töluvert miklu magni.
Ég er eiginlega fegin að þetta er bara spurning um bíómyndir hjá mér, hugsið ykkur ef ég væri ofbeldishneigð.
Þannig að ég hef nóg að horfa á næstu 10 árin eða svo. Að vísu í annað sinn en það fyrra er týnt í fyllerísbankanum og á ekki þaðan afturkvæmt..
Það er ljúft að vera edrú.
Farin að lúlla allsgáð.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 22
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 2987361
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr