Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

HROKI, HEIMSKA EÐA GRÆÐGI?

1

Svei mér þá, en stundum þegar ég les eða hlusta á fréttir þá trúi ég ekki mínum eigin eyrum/augum.  Í dag er forsíðufrétt á Fréttablaðinu um að karlahópur Femínistafélagsins þurfi að borga sig inn, þar sem þeir eru að vinna sjálfboðaliðastarf á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem er auðvitað ómetanlegur liður í baráttunni gegn nauðgunum.

Eins og það sé ekki nóg, að allir sjálfboðaliðar á svæðinu, skv. Tryggva M. Sæmundssyni, borgi sig inn fullu verði, þá segir Tryggvi að listamennirnir sem koma fram á hátíðinni borgi sig inn líka.  Það sé yfirleitt dregið af laununum þeirra.

Fyrir mér eru það ekki fréttir að það sé sums staðar borin lítil virðing fyrir listamönnum þessarar þjóðar.  A.m.k. þá hef ég heyrt ófáar sögurnar af því hvernig farið hefur verið með tónlistarmenn, svo dæmi sé tekið.  En getur verið að þessi aragrúi listamanna sem fram kemur um helgina í Vestmannaeyjum sé meðvitaður um að þeir séu að borga sig inn í vinnuna?  Að þeir hafi ekkert við það að athuga?  Mikið skelfing langar mig til að fá svar við þessu.  Ekki er Tryggvi, sem er einn talsmanna Þjóðhátíðar, að fara með staðlausa stafi?

Ef svo ótrúlega vill til að þetta sé rétt sem maðurinn segir eru þeir þá ekki aðeins of peningagráðugir mótshaldararnir þarna í Eyjum?

Anybody?


ÉG ER "MEAN" OG ÉG VEIT ÞAÐ!

..Ég er kvikindi, það krimtir í mér af gleði þegar ég hugsa um hver viðbrögð reykingarfólks á djamminu verða í vetur, þegar það þarf að standa úti í frosti/snjóbyl/stórhríð með storminn beint í andlitið.  Minni á veturinn í fyrra.  EKKI góður til útivistar. Ég er að vona að fólk sitji einfaldlega heima.  Það verður þá kannski til að þessi ólög verða endurskoðuð.  Kvikindisskapur minn beinist því að stjórnvöldum sem fá vonandi að finna fyrir því í gegnum óánægða veitingamenn.  Hví í ósköpunum geta þeir ekki fengið að ákveða hvernig þeir haga sínum rekstri?

 Ég held að þessi illkvittni í mér komi til vegna þess að ríkið selur mér sígarettur, og það á uppsprengdu verði.  Við sem reykjum erum nikótínfíklar svo einfalt er það.  Sígarettur eru dýrari hér en á öllum hinum Norðurlöndunum svo dæmi sé tekið.  Svo setur ríkið lög sem gera reykingamenn að annars flokks borgurum, þar sem þeim er hvergi vært.  Engar málamiðlanir eins og reykherbergi eru á borðinu. Rosalegur tvískinnungur verð ég að segja.

Nú er komið smá babb í bátinn.  Að gefnu tilefni vill embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vekja athygli á ákvæði 3.mgr.19.gr. áfengislaga sem bannar með öllu að áfengi sem selt er á veitingastað sé borið þaðan út af gestum staðarins eða öðrum.

Æ en leiðinlegt.  Hvað gerir fólk núna?  Skutlar í sig drykknum, hleypur út og reykir og aftur inn í biðröðina á barinn og svo út aftur? Voða flókið orðið að fara á djammið.  Eða á kaffihús eða....???

Eins og ég segi þá bíð ég spennt eftir vetrarveðrunum. 

Bætmí.

 


mbl.is Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AUKIN NEYSLA FYLGIR LÆGRA BRENNIVÍNSVERÐI

 

Ég er hjartanlega sammála Þórarni Tyrfingssyni og því sem hann segir í þessari frétt.  Auðvitað mun neysla aukast ef áfengisverð lækkar, það er ekki spurning um það.  Þórarinn bendir líka á að róstur í þjóðfélaginu aukist, ölvunarakstur og fleiri slys.

Íslendingar geta ekki enn státað sig af hófdrykkju, svona almennt.  Það nægir að fara í bæinn um helgar og sjá ástandið þar, fyrir utan öll óhöppin, umferðarlagabrotin og ofbeldisverkin sem detta inn hjá lögreglu sökum áfengis- og vímuefnaneyslu.

Auðvitað er fullt af fólki sem drekkur eðlilega en allt of stór hluti þjóðarinnar kann ekki að fara með vín og þá er ég ekki bara að tala um virka alkahólista.

Kveðja,

forsjárhyggjunefndin (segi svona, en þetta hefur ekki með forsjárhyggju að gera).

Súmí.


mbl.is „Aukin neysla og heilsutjón afleiðingar lægra áfengisverðs"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER EKKI OFT...

1

..sem ég dáist að hugmyndaauðgi SUS, hvað þá heldur skoðunum þeirra og gjörðum.  Núna hins vegar, finnst mér þeir pínulitið sniðugir.  Þeir lögðu fram gestabók hjá tollstjóranum í morgun og buðu þeim sem telja sig hafa ástæðu til að snuðra í upplýsingum um samborgara sína, tækifæri til að skrá nafn sitt og upplýsingar um hvaða gögn þeir hafa skoðað.

Ég verð að játa að mér finnst það undarlegur áhugi sem fólk hefur á tekjum náungans og að margir leggi lykkju á leið sína til að velta sér upp úr því.  Hvað liggur þar að baki?  Ekki hagnýt upplýsingaöflun, svo mikið er víst.

Mér finnst þetta flott framtak hjá krökkunum.

Súmí!


mbl.is Ungir sjálfstæðismenn lögðu fram gestabók hjá tollstjóraembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI Á TOPP 20

 

Enn einu sinni hef ég orðið fyrir sárum vonbrigðum.  Hef unnið að því öllum árum undanfarin ár að komast á lista yfir gjaldhæstu einstaklingana í Reykjavík.  Ég hef:

Fengið mér bauk hjá öllum bönkunum og lagt jafnt í þá alla.

Selt flöskur.

Selt merki.

Sparað eins og nirfill til að geta lagt inn á bækurnar mínar.

Ég er ekki í námunda við topp 20. 

Arg.  hvernig fer þetta lið að þessu?

Bítsmí!


mbl.is Hreiðar Már Sigurðsson gjaldahæstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ VIÐRAR VEL FYRIR JÁKARLA

1

Jenny Una Erriksdóttirr hefur í dag kveðið upp sinn úrskurð um jákarlana.

"Jákarlar eru ekki hættulegirrrr, þeir vilja barra vera hjá mömmusín og pabbasín".

Heyriði það þið þarna sem eruð að drepa vesalings jákarlana alltaf hreint.

Þeir eru góðir.

Úje


AF VEÐRUÐUM BLOGGURUM

 1

Þið sem hélduð að hér ætti að fara að ráðast á annarra manna blogg hafið verið TEKIN.  Ekkert slíkt stendur til.  Sussu-sussu, maður er aldrei andstyggilegur fyrr en eftir kl. 10,00 á morgnanna.  Það stendur í Bibbu Biblíu.  Stranglega bannað.

Þegar ég er að lesa á blogginu rekst ég auðvitað á allskonar blogg frá fólki sem ég hef ekki tekið eftir áður og það eru oft fyrirsagnirnar sem fanga athygli mína.  Það eru mörg blogg þessa dagana sem fjalla um eftirfarandi:

Fríið búið - Vinna á morgun - Okkur rigndi niður í Englandi- Við hefðum betur setið heima-  og fleira í þessum dúr.  Dúa vinkona mín skrifaði um bloggmeðvirkni um daginn  og ég var ekki sammála henni um hennar skilgreiningu á fyrirbærinu (www.dua-athugasemd.blog.is), en hvað varðar svona blogg þá er ég svakalega meðvirk.  Ég dauðvorkenni fólkinu sem er búið að vera í sumarfríi og hefur ekki farið úr stígvélunum allan tímann, er komið á Penisilín og er með bullandi bronkitis.  Ekki nóg með það heldur er fríið búið og vinnan handan við hornið, sem yfirleitt er hið besta mál, en ekki alveg, þegar fríinu hefur verið eytt í vatnsaustur og kvefpestir.  Fríið attbú og vesalings fólkið á ekki svo mikið sem einn dag eftir í fríi til að jafna sig eftir ósköpin.

Svo blasir við sú staðreynd, að eftir næstu helgi er ekki einn einast rauður dagur á almanakinu fyrir en 24. desember.

Það er eins gott að bretta upp ermar, láta sér batna og vona að fríið takist betur næst.

Æfílforðesökkers!

 

 

Úje


ZARKOZY FLOTTUR

1

..enda markmið í sjálfu sér að komast á lista yfir bestu klæddu mennina í Vanity Fair.  Þangað fóru líka David og Victoria Beckham.  Veit ekki hvort Gaddafi komst á listann, en karlinn er ansi reffilegur þarna á myndini í Kiragisa jakkafötum úr ZZelber línu sumarsins sem sló algjörlega í gegn í vor.  Sjalið sem Gaddafi ber, brýtur skemmtilega upp hvítan flötinn og gerir hann bæði grennri og rennilegri og er frá hönnuðinum Kentgetmore og er til í fleiri litum.  Sjalið er úr ormasilki, margglyttum og hunangi.   Takið eftir sólgleraugunum en þau eru úr nýrri línu  Europris.

Það hlýtur að vera dásamleg upplifun að komast á lista yfir best klædda fólkið.

David Beckham vaknar örgla á morgnanna núna, teygir úr sér og hugsar; "ég er á lista yfir þá best klæddu.  Ég David litli Beckham.  Í dag bara verð ég að láta gott af mér leiða.  Mér er ekki stætt á öðru.  Nú veit ég, ég gef einni þjónustustúlkunni strætókort.  Jess! Vei, já það get ég gert".

Dressd2kill!

 


mbl.is Nicolas Sarkozy á meðal þeirra best klæddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FJÖLDASUND TIL VIÐEYJAR

 

Er að æfa mig fyrir fjöldasundið að ári.  Kemst ekki á bloggið fyrr en um miðnætti.

Sé ykkur þá.

Ein að æfa af fullum krafti.

Ég,

í kafarabúningnum á Viðeyjarsundi.


mbl.is Fjöldasund út í Viðey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG ER GREINILEGA BLÁEYGÐ..

1

..þrátt fyrir að vera brúneygð svo ekki verður um villst.  Ég skammast mín fyrir að játa það að ég varð hissa á að fangelsismálayfirvöld í Mexíkóborg eru fyrst núna að leyfa mökum samkynhneigðra fanga að heimsækja þá í fangelsin. 

Það hvarflaði aldrei að mér að samkynhneigðir hefðu ekki sömu mannréttindi og við hin þegar að þessu kemur.

Auðvitað veit ég að víða í heiminum eru mannréttindi brotin á samkynhneigðum, m.a. hér þar sem Þjóðkirkjan gengur á undan með sínu innsnjóaða fordæmi í giftingarmálunum og gerði það að verkum að ég sagði mig úr henni, þegar það mál skók þjóðina.  En svo sofnar maður á verðinum.

Arg.  Meiri viðhorfin í heimi hér.

Bítsmítótallí.


mbl.is Makaheimsóknir samkynhneigðra fanga í Mexíkó leyfðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband