Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Laugardagur, 16. júní 2007
FLOTTIR LISTAMENN..
..komu, sáu og sigruðu á afhendingarhátíð Grímunnar í gærkvöldi. Þeir eru vel að því komnir. Ég er að reyna að láta ekki pirringinn ná yfirráðum á geðslaginu þegar ég horfi á svona þætti. Það er bókstaflega enginn frumleiki til staðar, allt stolið og stílfært beint frá Hollywood. Meira að segja kynnarnir, uppröðunin, "sketsarnir" og allur pakkinn. Ég er samt svakalega þakklát fyrir að Íslendingar virðast ekki eins upptalningaglaðir þegar kemur að því að þakka fyrir sig. Það setur alltaf að mér aumingjahroll þegar kanarnir byrja að þylja upp.
AND THE OSCAR GOES TO
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 15. júní 2007
SNÚRA
Ég var að velta því fyrir mér svona einu og öðru í sambandi við að vera óvirkur alki, á meðan ég horfði með öðru auganu á íslenska mini-óskarinn í sjónkanum. Um að gera að nota tímann. Síðan ég kom úr meðferð í fyrra er ekki hægt að halda því fram að ég hafi farið með það eins og mannsmorð að ég sé óvirkur alki. Það er svona ákveðin trygging fólgin í því, fyrir mig, að hafa þennan sjúkdóm minn uppi á borðinu og eftir að ég ákvað að blogga reglulega um hann, vita þeir sem lesa bloggið mitt hvernig málin standa. Það hefur ekki farið hjá því að ég hafi fengið mis-gáfulegar og misfyndnar spurningar og athugasemdir frá fólki sem ég þekki og þekki ekki. Ég er alls ekki hneyksluð á því að allir séu ekki með meirapróf á áfengissýki, enda er góður hluti fólks algjörlega fært um að drekka áfengi og þarf ekki að kynna sér þetta neitt sérstaklega. En stundum hafa spurningarnar verið svakalegar krúttlegar (okokok og stundum ótrúlega heimskulegar) en ég hef frekar háan þolþröskuld gagnvart skilningsleysi fólks á þessu "vandamáli" mínu. Nokkur dæmi frá gömlum vinkonum og kunningjakonum:
Spurning: Ert þú alkahólisti? Þú drakkst nú aldrei hérna í denn!!!
Svar: Elskan við vorum vinkonur þegar við vorum 14, heilmikið vatn runnið til sjávar síðan (og ýmislegt fleira sem hefur bæði runnið og rúllað).
Sp: Geturðu grillað?
Svar: Ha grillað jú, jú, ertu svöng??
Sp: Nei en geturðu grillað? Það fá sér ALLIR BJÓR OG SOLLIS þegar fólk grillar (I rest my case)
Sp: Ég hef heyrt að YKKUR sé bannað að fara á böll og aðrar samkomur þar sem vín er í boði, þá mátt þú auðvitað ekki fara á böll er það?
Svar: Nei ég er með ökklaband sem er radartengt beint á lögguna. Sko ég hætti að mestu að fara á böll fyrir 15 árum eða svo og það áður en ég byrjaði að drekka svo þetta er ekki vandamál.
Sp. Er það rétt að þeir byrji á að brjóta fólk niður í meðferðinni til að geta byggt það upp aftur?
Svar: Vogur er sjúkrastofnun ekki "boot camp" og þar er hlúð að fólki og allir voða góðir (Guð gefi mér æðruleysi, æðruleysi, æðruleysi).
Fullyrðing: Jenny þú hefur alltaf verið smá athyglissjúk, ertu ekki bara að láta svona eins og asni til að fólk vorkenni þér?
Sv: Hem, hem finnst þér það? Það gæti verið, ég fékk allavega alveg svakalega athygli þarna síðustu mánuðina í búsinu, fólk beinlínis snéri sig úr HÁLSLIÐNUM þá sjaldan ég fór út úr húsi. Kannski rétt kenning hjá þér kérlingarlufsa.
Ég vil taka fram að lokum að ég átti nokkrar vinkonur á árum áður sem voru ekki brekkur, ein og ein náði ekki einu sinni þúfustaðlinum og ég var svo sem ekki mjög´djúpvitur heldur.
Ég fer allavega edrú að sofa í kvöld (enda harðbannað fyrir alkóhólista að vera úti eftir klukkan átta nema í fylgd með fullorðnum, þeir gætu hrunið í það).
Get ég ekki flokkað svona snúrufærlsu undir íþróttir? Ég drakk á við hvern meðal íþróttamann með sjálfsvirðingu.
Síjúgæs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 15. júní 2007
MINNI KARLA AÐ EILÍFU GEYMT..

..á bloggsíðunni minni. Ég var að ráfa um visi.is hvar ég rakst á frétt um að herskip væri á leiðinni til landsins með fullt af sjóliðum. Nema hvað, Íslenskir karlmenn eru fljótir að bregðast við sorgarfréttum og sýna sitt rétta andlit hvað varðar skoðanir á kynsystrum sínum. Þeir eru heldur ekki að súta það þótt sjá megi á skrifum þeirra flestra hversu gífurlega minnimáttarkennd þeir hafa og þeir eru svo heimóttalegir að það er næstum því grátbroslegt.
Annars gott fyrir lausgyrtar konur að fá svona early notice um að helgin verði fjörug.
Kommon strákar, ef maður væri single og heilu breiðþoturnar af gröðum sænskum flugfreyjum myndu mæta í bæinn, myndi maður ekki amk setja á sig rakspíra og smá bindi?
Þetta lítur öðruvísi út þegar maður setur skóinn á hinn fótinn.
konurnar ,,í kirng um ykkur :)
um systur dætur og mæður ykkar ,,þið
ættuð að skammast ykkar og líta í eginbarm..
Annars finnst mér merkilegt hvernig þeir stilla upp þessar svokölluðu "vináttu" heimsóknum, alltaf er það um helgi.
Enda kannski tilgangurinn að mannskapurinn fái útrás fyrir vissar hvatar.
Íslenskt kvennfólk er með afbrigðum lausgirt og kann ekki að skammast sín.
Jafnréttið sjáiði til.
Pant þessar spænsku!
Kannski það verði amerísk-spænsk-þýsk vika á fæðingardeildinni eftir 9 mánuði og fagni þannig afmæli ítölsku vikunnar sem var haldin þar um árið.
Annars eru þetta alltaf skemmtilegar heimsóknir og strákarnir munu klárlega setja svip sinn á bæjarlífið um helgina.
Ef að til landsins væri að koma stór hópur kvenna á besta aldri þá væri þessar raddir allt öðruvísi og myndu karlarnir keppast við á setja hér inn fyndnar athugasemdir og ráðleggingar um hvernig best væri að negla nokkrar sætar úr áhöfninni.
Lausgirtar hvað? hey það þarf tvo til.
Ættuð þá bara að taka ykkur á kallar! ekki sitja á rassinum og segja að íslenskar konur séu lausgirtar, "með naríurnar á hælunum"!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 15. júní 2007
FLOTT HJÁ AMERICAN EXPRESS
"Nektardans er klám og klám er ólöglegt" segir American Express um að ekki sé hægt að nota kortið á nektardansstöðum í Danmörku. Flott hjá þeim. Ætli þeir viti af Goldfinger? Rosalega væri það flott ef Visa og Euro færu að dæmi kollega sinna en klám er líka ólöglegt á Íslandi.
Þá gætu karlasvínin sem fara á "Fingurinn" ekki lengur staðið við barinn og sagt: "Étla fá eina Viskí og pakka af vindlum og kjöltudans fyrir afganginn og settu það á Vísa-strjálgreiðslur". Bömmer, það er svo flott að sveifla platínukorti.
Kreditkortafyrirtæki komasoh, þetta er bannað með lögum júsí.
Þessi færsla fer að sjálfsögðu undir "menning og listir". Loksins almenninlegur flokkur fyrir málefnið.
![]() |
American Express sniðgengur danska nektardansstaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 15. júní 2007
DÁSAMLEGUR FÍDUS..
.. sem hún Salvör (www.salvor.blog.is) fann á netinu og gerði þessa dásamlegu kómedíu sem ég stal. En eins og allir þjófar með sómatilfinningu lét ég hana vita af stuldinum.
Tatarara... Geiri mannréttindafrömuður, gjöriði svo vel:
Salvör er bara brilljant!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 15. júní 2007
VINSTRI GRÆN Í KÓPAVOGI FAGNA..
...og þessi vinstri græna kona óskar þeim til hamingju. Nú bíð ég (græn af öfund), með gráti og ekkasogum eftir að Reykjavíkurborg smánist til að gera slíkt hið sama. Merkilegt að Kópavogur sem er með mann eins og Gunnar I. Birgisson í fararbroddi skuli koma frá sér svona þjóðþrifaverki.
Ég er bara svo aldeilis hissa.
![]() |
VG fagnar gjaldfrjálsum Strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 15. júní 2007
LUTU Í GRAS
Latibær fékk að "lúta í gras" fyrir Sesame-Steet á Emmy verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Iss Sesame, resame. Ef Jenny Una Errriksdóttir fengi að velja þá veldi hún Latabæ, ekki spurning en hún er líka klárari og skemmtilegri en flestir.
Rosalega dáist ég að Glanna Glæp. Það þarf að hafa húmor fyrir sjálfum sér til að vera svona arfaglaður í búningnum eins og hann er. Mér finnst hann DÚLLA!
![]() |
Sesame Street sigraði Latabæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 15. júní 2007
FRÁ GÆRDEGI TIL MORGUNDAGSINS
Ég ætla að fréttablogga, um sjálfa mig. Mitt æsispennandi líf kemur að litlu leyti fram á blogginu. Ég get einfaldlega ekki verið að afla mér öfundarmanna út um alla bloggheima. Líf mitt er svo spennandi að það er ekki fyrir viðkvæmar eða einmana sálir að lesa það.
Farmoran og farfarinn hennar Jenny eru í heimsókn hjá henni. Farmoran hún Anna-Lisa varð sjötug í gær og ég bauð til matarboðs heima hjá Sörunni til að auðvelda mér hlutina (þau eru með uppþvottavél for craying out loud). Ég mætti þar eins og Jólasveinn hlaðin Hagkaupspokum og hóf eldamennsku en hún gekk svo brilljant að ég geri henni ekki skil hér. Jenny lék á alls oddi og fannst EKKI leiðinlegt að hafa Einarrr, ömmu, farmor og farfar með alla athygli á sér. Hún settist upp á borð og ég sagði henni að fara niður og mín horfði á mig með skelmissvip og sagði: "Nei amma, Jenny er VILLINGUR". Fyrst svo var gat ég auðvitað ekki verið að fetta fingur út í borðsetu barnsins þar sem allir vita að villingar sitja á borðum, alltaf. Ég geri mér það að leik að taka í tásluna hennar eða eyrað og spyrja hvort amma megi eiga og þetta stelpuskott sem er svo fullkomlega rökvís og yndisleg, svarar alltaf: "nei amma þú ert með". Sum sé hvaða græðgi er í mér að vera að falast eftir táslunum hennar þegar ég er með mínar eigin tíu?
Á morgun er pabbi hennar Jenny að spila á Jómfrúnni og þangað ætlum við húsbandið ásamt farmor og farfar, Sörunni og Jenny að hlusta á hann spila jazz. Það er svona annar í afmælinu hennar Önnu Lísu. Er hægt að verja laugardegi betur en að hlusta á flotta músík? Kannski koma bloggvinir mínir, þessi með almennilegan músíksmekk, og þá mun ég sitja þar eins og ókrýnd drottning bloggheima og taka á móti trúnaðarbréfum.
Í dag hinsvegar, mun ég fremja myrkraverk og það kemur ekki til með að birtast á þessum fjölmiðli en ég sendi emil þangað sem þess er óskað.
Var það eitthvað fleira?
Læfisbjútífúl!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 15. júní 2007
"HAFÐU SAMBAND"..
...stóð efst á blogghausnum hjá mér þegar ég fór inn í morgun. Ég fór í fár. Hvað hafði ég nú að mér gert? Ég var ekki viss um að það væri eitthvað sem ég hefði brotið af mér (sem Mogginn vissi um) en var jafnframt með það á hreinu að möguleikarnir væru ýmsir. Hafði einhver ýtt á "óviðeigandi tengingu" við frétt? Ég fréttablogga stundum og einhvertímann í fíflagangi hefði ég getað bloggað frá mér og fréttinni allt vit. Hafði einhver Fjóla, Allmannagjáa eða Skæringur lesið nafnabloggið og fyrts við og klagað í Moggann fyrir persónuofsóknir? Ping, pang, það sló mig í höfuðið hvað ég hafði gert mig seka um mest af öllu. Það er flokkunin. Ég flokka grimmt. Ef t.d. er minnst á bók í færslu hjá mér (td. stendur eins og stafur á bók) þá set ég það undir bókmenntir, allt sem ég skrifa fer undir vísindi og fræði þar sem þið vitið að allt er til í heimi vísindanna, líka pistlarnir mínir. Ég sendi sleikjulegt bréf til Moggans, þar sem ég spurði sakleysislega af hverju ég ætti að hafa samband og fékk um hæl svarið að þetta væri ný krækja til að auðvelda okkur bloggurum að hafa samband við höfuðfjölmiðilinn. Þeir eru bara að gera okkur lífið auðveldara þessar elskur. Hugs.. hvernig flokka ég þessa færslu?
Þessi fer beint í spil og leiki því ég er náttúrulega að leika mér með ykkur.
Síjúgæs!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 15. júní 2007
ÞAÐ TÓK TÍMANN SINN...
..en loksins kviknaði á perunni hjá Bandaríkjamönnunum. Fyrst núna er fylgið farið alvarlega að dala hjá Búska forseta en það hefur aldrei mælst minna og eru nú aðeins 29% eru ánægðir með störf forsetans. Mikið skelfilega hefði verið gott fyrir heimsbyggðina ef þetta fylgisleysi hefði verið til staðar fyrir síðustu forsetakosningar.
En betra er seint en aldrei.
![]() |
Stuðningur við Bush aldrei mælst minni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 2988546
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr