Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Sunnudagur, 17. júní 2007
ERU EKKI ALLAR STELPURNAR..
..búnar að ná í peysufötin í hreinsun, bursta skóna og flétta hárið? Ef ekki þá eruð þið ekki mjög þjóðlegar og getið því skammast ykkar. Ég fór og fylgdist með forsetanum leggja blómsveig við styttuna af forseta Jóni og hlustaði "live" á Haarde reyna að selja okkur þá hugmynd að kvótakerfið væri besta kerfið. Hvernig ætli fólki líði sem veit absolútt hvað er best? Ég get ekki ímyndað mér það því það er fullkomlega framandi upplifun fyrir mér. Annars er ég að ljúga í tilefni dagsins. Hef þegar þetta er skrifað ekki rekið nef út fyrir hússins dyr.
Ef ég rekst á enn eina fyrirsögnina á blogginu í dag sem skartar hinni fleygu setningu "hæhæ og jibbí jei og jibbíjajei, það er kominn..... þá fer ég og frem eitthvað.
Fáið ykkur kandyfloss stelpur og strákar.!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 17. júní 2007
SPEGLAMANNRÆKT
Í áfengismeðferð fer fram mikil og öflug mannrækt. Eitt trix er að brosa í spegilinn á morgnanna með það að markmiði að geta farið að þola fésið í speglinum (jafnvel sættast við það). Ég er smáborgaraleg og frámunalega mikill plebbi þegar kemur að svona hlutum.
Þess vegna er ég enn að ulla framan í spegilinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 17. júní 2007
ÞJÓÐARSÁLIN Í SLÆMUM MÁLUM
Stundum finnst mér eins og íslenska þjóðarsálin sé farin á fyllerí og þá meina ég blindafyllerí. Þetta er tilfinningin sem ég fæ núna þegar maður les um "veisluhöldin" á Akureyri. Getur heil þjóðarsál drukkið alkóhóliskt?
Spyr sú sem ekki veit!
![]() |
Kallaðir út úr fæðingar- og sumarorlofi til að sinna löggæslu á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 17. júní 2007
Á SORAVAKTINNI ALLAN SÓLARHRINGINN
Og í ruslatunnuna fer Sigurður V. Steinþórsson, pizzasendill hjá Dominos, sem ætlar að framleiða íslenskt netklám og hefur auglýst eftir áhugasömum "leikurum" til að taka þátt. Maðurinn segir að fullt af fólki sýnt djobbinu áhuga og þrátt fyrir sendlastörfin þá ætlar Sigurður að borga vel, en 150 þúsund krónur vill hann borga og þá sennilega fyrir "aðalhlutverk" (fylgist maðurinn ekki með launaþróuninni?). Það er ekki að trufla strákinn þótt framleiðsla á klámi sé bönnuð með lögum. Hann ætlar að láta reyna á þetta enda vitað mál að fólk um allan heim græðir stórar fjárhæðir á mansali og klámi.
Mikið rosalega held ég að ruslatunnuvistin hjá mér henti þessum sendli. Það kemur hann að smellpassa inn í innréttinguna í bland við kjötafganga, pappírsrusl, sósuafganga og annan úrgang.
Langar einhverjum í pizzu... frá Dominos???
Annars er ég andvaka, það er svo erfitt að sofa þegar sólin skín og btw. Gleðilegan 17. júní
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 17. júní 2007
ÉG LEGG TIL AÐ...
Goldfinger og öðrum álíka sullupollum verði lokað, lyklunum hent og eigendum staðanna boðið að flytjast ti Jan Mayen.
Þetta geri ég vegna þess að mér hefur verið sagt að ég sé gott efni í lögreglu. Mínar abissjónir hafa aldrei legið í þá veru en þegar mansalsholur eru opnar og neyð stúlkna frá fátækari löndum er nýtt til að maka krókinn og ferðafrelsi þeirra ásamt öðrum mannréttindum eru fótum troðin, þá fæ ég ofurtrú á valdbeitingu. Sko mikill valdbeitingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 16. júní 2007
AÐ ÞURFA AÐ VELJA EÐA HAFNA
Var að lesa um það í Fréttablaðinu að nær öllum fóstrum með Down´s syndrome væri eytt. Læknir á kvennadeildinni segir foreldra hafa sjálfdæmi í málinu. Eftir skimun á 11-13 viku kemur í ljós hvort alvarleg fötlun á fóstri er til staðar. Mikið rosalega hlýtur þetta að vera erfitt fyrir foreldra. Ekki að ég hafi neina lausn á málinu, þetta er bara svo sorglegt. Ég skil vel að fólk hiki við að fæða svo fatlað barn sem börn með Down´s syndrome eru en samt er það jafnframt svolítið óhuggulegt að vita til þess að þetta sé gert með skipulögðum hætti. Ég veit ekki hvar ég stend, en þetta kemur illa við mig. Það liggur við að ég sakni þeirra daga þar sem ekki var nokkur kostur að sjá fyrir svona hluti en auðvitað meina ég það ekki. Vísindunum hefur farið svo mikið fram og því ber bara að fagna. En af hverju er ég samt með kökkinn í hálsinum?
Úff hvað lífið getur verið erfitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 16. júní 2007
LÁTIÐ ÞÁ FINNA TIL TEVATNSINS...
..bölvaða ökufantana. Löngu tímabært að setja þessum morðóðu hraðakstursbílstjórum stólinn fyrir dyrnar svo ég nú tali ekki um þessa sem eru bæði fullir og dópaðir við iðjuna.
Áfram löggan!!
![]() |
Lögregla minnir á hærri sektir og betri tækni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 16. júní 2007
JAZZ, JÓMFRÚ OG FLEIRA
Ég og húsbóndinn drifum okkur á Jómfrúna í dag til að hlusta á pabba hennar Jenny, hann Erik Quick og hljómsveitina hans. Það var yndislegt að sitja úti í sólinni, sem sýndi sig reglulega, drekka kaffi og hlusta á góða tónlist. Foreldrarnir frá Svíþjóð voru með en voru að sálast úr kulda. Eins gott að Jómfrúin býður upp á teppi til að vefja um sig. Engin afneitun á íslenskri sumarveðráttu á Jómfrúnni, ó nei. Jenny Una Errriksdóttir svaf allan tímann, ömmunni til hryggðar. Edda Agnarsdóttir, vinkona mín frá gelgjunni og núverandi bloggvinkona var á staðnum og það var EKKI leiðinlegt að hitta þessa elsku.
Guð hvað það er erfitt að skrifa í skýrslustíl. Síðan ég kom heim er ég búin að grilla, fá skádótturina í mat og til gistingar, Jenny er búin að koma ásamt mömmu í heimsókn og nú sit ég hér búin á því af því ég er svo mikil lufsa.
Þetta verður mín eina færsla í upptalningarformi, því lofa ég.
Hvar á að flokka þessa færslu? Undir "skýrslur og aðrar heimildir", nebb sá flokkur ekki til. Ok ég set þetta undir "vatnaballett" og "brauð og kökur".
Síjúdarlings!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 16. júní 2007
OJ BARASTA
Það eru kannski örfáir sérvitringar sem borða hvalkjöt. Þeir lofsyngja það út af einhverri nostalgiu er ég viss um. Lýsibragðið lætur ekki að sér hæða, sama hversu fólk vill afneita því. Nú er Hagkaup hætt að selja Hrefnukjöt. Áhuginn á því nánast enginn. Gætum við svo hætt að veiða hvali, þar sem enginn vill kaupa og hætt að láta eins og óþekkir krakkar. Plís!!!!!
![]() |
Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 16. júní 2007
OG DRAUMARNIR HALDA ÁFRAM..
..samkvæmt stjörnuspá dagsins sem Sumarrós hefur soðið saman. Fyrirgefðu Rósa mín að ég skuli alltaf vera að fletja þig út á bloggið mitt en textinn er bara svo fallegur. En ég lofa þér að ég er ekki að hugsa um neitt, nema þig kjéddla mín og þú ert SPRELLLIFANDI!
"Steingeit: Draumarnir þínir eru sprelllifandi, jafnvel þótt þú þykist ekki muna eftir þeim! Hlustaðu á hugsanir þínar þegar þú heldur að þú sért ekki að hugsa um neitt."
Ég er að hugsa um að panta mér tíma hjá Styrmi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 2988545
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr