Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Laugardagur, 30. júní 2007
ALLT Í LUKKUNNAR VELSTANDI
..hjá London familíunni og dóttir mín hefur lofað að fara ekki út fyrir hússins dyr.
Hm.. fyrr en í fyrramálið. Neitar algjörlega að taka þátt í hysteríu móður sinnar varðandi hryðjuverkaógnina í Londres. Æi mikið skelfing er ég fegin að börnin mín láti ekki hræða sig til hlýðni. En auðvitað fer fólk varlega.
Síjú um miðnætti eða svo. Jenny Una Errriksdóttir er í heimsókn og ætlar að sofa í nótt. Þá er amman auðvitað bissí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 30. júní 2007
ENN EITT HRYÐJUVERKIÐ..
..ef marka má lögregluna í Glasgow sem lítur svo á að um hryðjuverk hafi verið að ræða þegar þeir menn óku logandi jeppa á flugstöðina við borgina í dag. Flugvöllurinn er lokaður og einnig völlurinn í Blackpool.
Það endar með að ég fer og sæki mitt fólk til Englands.
Arg..bölvað pakk.
Hryðjuverk" á flugvellinum í Glasgow | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 30. júní 2007
HAFIÐ ÞIÐ TEKIÐ EFTIR ÞVÍ...
..að ég er farin að flokka heiðarlega. Doktorinn er alltaf að benda á okkur sóðana sem flokkum eins og brjálæðingar. Ég er sem sagt hætt að flokka eins og fíbbl. Einn enn varðan á leið minni til fullkomins heiðarleika og uppljómunar andans.
Hm.. smá feimin sonna
Þessi færsla fer ekki undir túarbrögð.
Bloggar | Breytt 1.7.2007 kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 30. júní 2007
KONA AÐ MÍNU SKAPI
Þessi fréttaþulur er með forgangsröðunina á hreinu. Hún neitaði að lesa frétt af París Hilton á undan fréttum af Íraksstríðinu og Bandaríkjaforseta.
Hún endaði með að setja fréttina í tætarann.
Ég held að hún sé ekki ein um að finnast þessi geggjun með stelpuna komin út yfir allan þjófabálk. Myndbandið tengt Moggafrétt.
Njótið.
Fréttaþulur neitaði að byrja á frétt um París Hilton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 30. júní 2007
SMÁ FJÖLSKYLDUFRÉTTIR
Í dag er síðasti vinnudagurinn hjá Maysunni í London fyrir Arrogant Cat. Úje. Loksins fær stelpan mín smá andrúm og tíma fyrir Oliverinn og auðvitað Robba líka. Mikið skelfing er ég glöð. Maysa er búin að vinna alveg rosalega mikið lengi og lítið séð af prinsinum sínum, en nú eru sem sagt fallegir og bjartir dagar framundan.
Eftir helgi fara Maysa og Robbi til Spánar en amma-Brynja og Gunnur stórafrænka verða á Oliversvaktinni í heimsborginni. Knús til þín Brynja mín og við heyrumst á sunnudaginn.
Gleðilegt ofursumar litla Londonfjölskylda.
Maysan fer svo í skólann í haust.
Ain´t life beautiful? Ég held það svei mér þá!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 30. júní 2007
SKIPTIR ÖLLU MÁLI
Nú þegar það er komið á hreint að Lisa Nowak, sem var ákærð fyrir mannrástilraun og líkamsárás, segist ekki hafa verið með bleygju þegar hún ók frá Texas til Orlando með konuna sem hún rændi, horfir málið öðruvísi við.
Þeir hljóta að láta konuna lausa sem fyrst.
Segist ekki hafa verið með bleyju í ökuferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 30. júní 2007
NÝTT TIL FULLS
Allar fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru nýttar til fulls í nótt. Hvað er í gangi? Það er eins og það sé æskilegt að fangaklefarnir séu fullir út úr dyrum. Að þeir hafi verið byggðir með aðsóknartölur í huga. Svona eins og leikhúsin. Ég á ekki krónu.
Gott þegar vel gengur.
Gengið yfir bíla og fleiri eignaspjöll unnin; mikill erill hjá lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 30. júní 2007
VEÐURJÖFNUN
..er þetta ekki "veðurjöfnun"? Aðeins að síga smá á sólina kannski? Skelfing hefði ég ekki á móti smá tækifæri til að innipúkast. Slakið á veðrið verður fínt. Hafgola og víða léttskýjað.
Segi sonna
Góðan daginn annars ég er á bloggvaktinni en það eru ekki fréttir. Kannski ætti ég að blogga minna í dag. Ég gæti "bloggjafnað". Hm.. nei elska það að bögga bloggvinkonur mínar og halda þeim við efnið.
"Bloggvinkonujöfnun"? Segi aftur sonna.
Þokubakkar við norður- og austurströndina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 30. júní 2007
ER HÆGT AÐ SKIPTA UM AFMÆLISDAG?
Satt best að segja er ég farin að verða dálítið nojuð varðandi stjörnuspána mína á Mogganum. Fyrst fannst mér hún dálítið sniðug, svo var hún arfavitlaus þýdd og full af stafsetningarvillum og ég var farin að hafa gaman að því að hafa sumarstarfsmanninn Sigurrósu í gjörgæslu. Nú er mér alveg hætt að lítast á blikuna. Mín stjörnuspá er alltaf óskiljanleg, innihaldslaus og rugluð (sem er merkilegt þegar svona spár eiga í hlut, hm). Ég held að Sigurrós sitji róleg inni á skrifstofu, lesi bloggið mitt og alla gagnrýnina á sjálfa sig og greiði mér fyrir með spá eins og þessari:
"Steingeit: Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Hefurðu gefið of mörg? Jæja, þú lærir af því fyrir næstu vinsældabylgju."
Samkvæmt þessu verð ég að lifa með eftirfarandi:
1. Af því ég mun stunda grimmt félagslíf verð ég að uppfylla loforð. Halló; hvenær er samasemmerki á milli djammsins og loforða, hefur það ekki oft verið eimitt á hinn veginn? Á hún við að ég sé búin að vera lofa einhverju misjöfnu og hún spyr mig hvort ég hafi gefið of mörg. Er hún að segja að ég sé einhver drusla? Eða finnst henni ég feit og er að setja það í dulmál? Ég er í víðtæku fári og veit ekkert hvernig ég á að snúa mér.
2. Ég mun læra að lofa ekki svona upp í ermi áður en NÆSTA vinsældabylgja skellur á. Hvað þýðir nú þetta? Er Sigurrós að segja að ég sé óvinsæl nú um stundir, að ég muni hrapa á vinsældarlista Moggabloggs?
Veit einhver símann hjá bölvaðri kvensniftinni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 30. júní 2007
HUMARDANSINN
..er hafinn á Höfn. Það hlýtur að vera spennandi, humarinn er út um allt, bara að fá sér, mikið dansað, gaman og gleði.
Ég er hætt að geta fylgst með öllum þessum "dögum" út um allt land. Hamingjudagar á Hólmavík, humarhátíð á Höfn, sæludagar einhversstaðar, ástarvika á Bolungavík, síldarævintýri á Siglufirði og er ég að gleyma einhverju? Jább Jenny þú ert að því það eru mærudagar á Húsavík.
Maður má hafa sig allan við.
Humarhátíð á Höfn í Hornafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr