Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Eruð þið hjólhýsapakk Moggabloggarar?

Fyrst; örugg leið til að koma sér upp taugaáfalli fyrir jólin;

1. Dettið og snúið löppina, handleggina, hálsinn (DJÓK), fengið eyrnabólgu og fótfúa, eða óstjórnleg grátköst.  Ég lofa sökksess.

Jólagleðin mín týndist á slysó og húsbandið er niðurfrá að leita að henni.  Á meðan horfi ég á hemilið mitt í rús, mér til skemmtunar og hugarhægðar.

Það suðar fyrir eyrunum á mér og ég heyri mest lítð.  Kannski eins gott því fjölskyldan er ekki voða æst að vera í samsiptum við kvenkynsútgáfuna á Atla Húnakonungi(Devil)

Ég er samt sæt, edrú og ég sýð ágætis kartöflur.  Treysti því að það bjargi málum og ég verði ekki send á heimili yfir jólin.

Ég held að ég verði að reyna að ná upp jólaandanum fyrir morgundaginn.  Maysa mín kemur annað kvöld, hún verður að sjá mömmu sína í formi.  Það verður hreinræktað falalalala,

Drengur Söru og Eriksson lætur ekki á sér kræla.  Kannski kemur hann yfir borðhaldi á jóladag.  Það væri ekki leiðinlegt.

Egill Helgason veltir því fyrir sér hvort Moggabloggið sé hjólhýsagarður W00t, kannski, ætli Eyjan sé þá Sígaunalest og þau sem þar skrifa sígaunahyski? Hmmmmm

Meiri rígurinn í sumu fólki, mitt er best, hitt er glatað.  Úje og lalalalala

Og að lokum jólalag með bombu allra tíma fyrir ykkur boys and girls

MM

Súmíbítmíbætmíandkikkmí

Falalalalalala


Ég tognaði ekki á munni né tungu og fingur eru heilir

 

Þegar ég las kommentin frá ykkur í slysafærslunni hugsaði ég; að það væri ekki vitlaust að láta ekki frá mér heyra í eins og einn sólarhring í viðbót, því þá myndi söknuðurinn og sorgin vera búin að ná hámarki sínu upp á 20 klúta eða svo.

En ég er vel upp alin og þess vegna sest ég hér niður, með mína ÁVERKA og þræla inn eins og einni færslu.

Er vafin upp að hné, fóturinn er illa snúinn, ég mun ekki jólagera bókaskápa né nokkuð annað næstu daga að minnsta kosti.  Er komin með fólk í verkefnið og finnst það mjög leiðinlegt, því eins og sannri húsmóður finnst mér allt svo illa gert nema ég hafi komið að því sjálf (jeræt).

Er illa snúin á hægri fót frá hné og niður á ökkla.  Vafin í ógeðissokk og tek eitthvað bólgueyðandi með reglulegu millibili.  Göngulagið er þokkafullt, var spurð að því á leið út af slysó, hvort ég og Kvasímótó værum systkini.  Ég svaraði því til að mér væri ókunnugt um það.  Er hann annars ekki módel hjá Kevin KleinWhistling

Ég hef sum sé sofið af mér daginn.  Þess vegna fenguð þið ekki fréttir af mér og ég elska það þegar fólk saknar mín, það minnir mig á hversu stórkostlega ómissandi kærleiksbolti ég er.

Ég er barn Guðs.  Hógvært barn Guðs.Halo

Sara og Helga, keyptu látin dýr og annað til að borða þau með í dag, þannig að nú hefur verkefnalistinn styðst um allan helming,

Ég þessi unaður af manneskju er farin blogghringinn.

Haltrandi að vísu, en ég kem mér alla leið.

Get kommenterað um víðan völl, engin tognun eða önnur slæmska í fingurum og munni.

Lovejúgæs.  Þið eruð bestust.

Falalalalala


Slysasaga

Bara að láta vita af mér.

Í gærkvöldi, í miðri bókaskápstiltekt, slasaði ég á mér löppina, sjúkrabíll og alles.

Komin heim, allt við það sama og annar sjúkrabíll á leiðinni.

Jólagjöfin í ár.

Ég fer fram á kertafleytingu ekkert minna.

En án gríns, þá liggur heilt bókasafn á stofugólfinu og ég kest ekki spönn frá rassi nema í börum.

En hvað með það, læt ykkur vita við fyrsta tækifær.

Farin í Babúbabú

Fa-la-la-la-la


Bókað mál

 

Jólin koma, það er á hreinu og ég veit hvar ég verð, bæði á aðfangadagskvöld og á jóladag.  Þvílíkur léttir.  Við verðum stórfjölskyldan, heima hjá frumburði.  Meira pláss og sonna.  Tjékk, tékk.

Búin að taka helming bókaskápa í gegn. (Dúa, þú átt eftir að verða stolt af vinkonu þinni).,  Vá, mikil vinna, það getið þið bókað.  Búin að grisja, 4 fullir kassar standa og bíða eftir að komast í jólafrí niðri í geymslu.  Þeir munu verða þar lengi.  Suss og tékk, tékk.

Búin að búa til ís fyrir jóladagsboðið. 

Uppskrift:

6 eggjarauður

1 bolli púðursykur þeytt saman, lengi, þar til ekki arða af kornum er eftir í jukkinu.

1 peli þeyttum rjóma blandað varlega saman við.

1 marensbotn muldur út í.

Sett í form og fryst, Tékk, tékk.

Mjög mikil sykursprengja.

En að öðru.

Sá að David Backham ætlar að gefa Viktoríu bók í jólagjöf.  Hún segist aldrei hafa lesið bók.

Aldrei of seint að byrja að lesa.

Ó, þorrí, þetta mun vera myndabók.

Later.

Falalalalala.


Fallist í faðma og farið í sleik, viðskiptalegan sleik.

 

Bissness er bissness segja þeir sem vit hafa á.  Þeir segja líka að enginn sé annars bróðir í leik, að samkeppni sé hörð en alls ekki persónuleg og að það sé ekki illa meint þó andstæðingurinn sé hafður undir.

Allt eru þetta framandi hlutir fyrir mér, enda ég ekki í bisness með krónur og aura.  Þess vegna ætla ég ekki að segja mikið um þau mál.

En....

Sumir verða ríkir á vörum fyrir börn.  Ok, það er í lagi, börn þurfa hluti rétt eins og við hin, bæði hvað varðar grunnþarfir sem og aðra neysluvöru.

Leikföng eru reyndar ofmetinn hluti í uppeldi barna, að mínu mati, þau mættu vera færri og krefjast notkunar á frjóu ímyndunarafli barnsins og sköpunarþörf þess.  Að þessu sögðu má vera ljóst að ég er ekki mjög hrifin af Barbí og Kendúkkum, allskyns fígúrum eins og Köngulóarmanni og slíku, en auðvitað tek ég þátt, það er ekki eins og allur hinn vestræni heimur njóti hugmyndafræði Hjallastefnunnar um hvað eru skapandi leikföng og hver ekki.

En mér finnst það lágmarkskrafa að þeir sem selja barnaleikföng t.d. sýni sæmandi hegðun og góða viðskiptahætti í sinni samkeppni.  Að fara í hár saman í verðstríði er ekki mjög þroskað né heldur smekklegt fyrir þá sem hafa þennan bisness að lifibrauði.  Tek það fram áður en einhver æsir sig, að ég er ekki að tala um helbrigða samkeppni.

"Djöstfohkidddds" og "Tojsarrrrrrösssss" (ég þoli ekki þessi útlensku nöfn) eru komin í bullandi verðstríð og ásakanirnar ganga á víxl.  Geta þessi fyrirtæki ekki framkallað í sér jólandann og hugsað til barnanna sem eiga innihaldið í pökkunum úr verslunum þeirra?

Ég á eftir að kaupa nokkrar "barnagjafir" og fyrir mér eru börn mikilvægasta fólkið og því vanda ég valið..

..ég bíð því spennt eftir að sá sem hóf þetta ósmekklega stríð, rétti fram friðarhönd og að hinn taki í hana.  Þarna munu víst ódýrustu leikföngin vera til sölu.  Ef ég væri lódid færi ég auðvitað í Völuskrín.

Það eru að koma jól FCOL.

Kommon, leikfangabúðir eru jólasveinaverkstæði nútímans.

Laga og sættast, fallast í faðma og fara í viðskiptalegan sleik.

Falalalalala


Æi dúllan....

..hann Björgólfur Guðmundsson,  en hann ætlar að gefa öllum innilggjandi sjúklingum hjá SÁÁ, eintak af bók Einars Más, Rimlar hugans, í jólagjöf.

Þetta finnst mér sætt.  Þessi alki hérna útnefnir því hér með, Björgólf Guðmundsson sem krúttsprengju vikunnar.Wizard 

Ég ætla heldur betur að sjá til þess að fá þessa bók undir jólatréð, enda mér málið skylt.´

Bíbí er út, komin í eigu frumbuðar þannig að þið öll sem eruð að velta fyrir ykkur jólagjöfinni minni, ekki kaupa Bíbí handa mér.  Og ekki Harðskafa, hún er líka dottin í hús.

Það er eins gott að fólk sé með húmorinn í lagi hérna, ég kaupi nefnilega mínar bækur sjálf.

Falalalalalala

 


Ölmusurnar og auðurinn

Ég, eins og vel flestir, tek nærri mér að heyra af öllum þeim fjölda fólks sem getur ekki haldið jólin fyrir börnin sín vegna fátæktar.  Ég verð í raun alveg fjúkandi reið, sem er betra en að fara að grenja yfir þessum raunveruleika, því reiðin er orkugjafi.

Ég ber mikla virðingu fyrir öllum þeim fjölda fólks sem standa að  Mæðrastyrksnefndum og öðrum samtökum, sem reyna að bjarga því sem bjargað verður, hjá þeim sem verst eru staddir. 

En það er alveg sama hvernig við snúum þessu, ölmusur eru og verða niðurlægjandi og þær eiga ekki að vera viðurkennd lausn á vandanum.  Bara alls ekki.

Hversu þung spor hljóta það ekki að vera fyrir fjölskyldur að þurfa að sækja sér fátækrahjálp?

Það er alltaf verið að tala um hið auðuga Ísland.  Hversu auðugt er þjóðfélag sem er lítur á "súpueldhúsapólitíkina" sem lausn á vandanum?

Ég gef ekki mikið fyrir yfirlýsingar um vilja þessara og hinna til að laga og ladídadída.  

Fjandinn hafi það ef bætt ástand á alltaf að vera á teikniborðinu, rétt handan við hornið, alveg að detta inn, bíðið örlítið bara.

Á meðan veltir ríka fólkið sér upp úr gegndarlausri auðsöfnun sinni þannig að hinum almenna manni verður beinlínis óglatt.

Og sveiattann.

 


mbl.is Sáu ekki fram á að geta haldið jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinkonubók

 

Áfram heldur bókabloggið.

Ég var búin að lofa ykkur bloggvinir og aðrir gestir að blogga um nýju bókina hennar Jónínu Leós,  "Talað út um lífið og tilveruna".  Ég lofaði því í nóvember, en kva, smá seinkun.

Jónína skrifar á skemmtilegan hátt um ýmsar hliðar mannlegra samskipta. Bókin skiptist í 46 sjálfstæða kafla og meðal þess sem Jónína veltir fyrir sér er máttur hugans, tímaþjófar, kúnstin að þiggja, kukl og blygðunarlausi aldurinn.

Ég skemmti mér konunglega yfir lestrinum.  Í hverjum einasta kafla fann ég sjálfa mig í aðstæðunum, hafði velt fyrir mér þema kaflans á einhverju stigi máls og svo gat ég ekki stillt mig um að skella upp úr með reglulegu millibili.  Jónína hefur nefnilega húmor fyrir sjálfri sér og á þessum síðustu og verstu virðist það ekki svo algengur eiginleiki, þannig að ég held því svo sannarlega til haga þegar ég rekst á fyrirbrigðið.

Svo er bókin lítil og handhæg, fer meira að segja ágætlega í veski (veit það, tók hana með mér á biðstofu læknis).

Ég ætla að hafa þessa bók í huga þegar ég set í pakka fyrir vinkonurnar.  Ekki spurning.´

Falalalalala


Ég sveiflast til og frá

 

Ég veit að ég læt eins og ég sé prótótýpan af jólasveininum.  Sum sé tryllt úr jólagleði allan desember og gott ef ekki nóvember líka.  Það er að hluta til rétt.  Ég elska myrkrið út af ljósunum sem lýsa í því, nýt þess að dúlla mér heima hjá mér, enda dreymdi mig um að gera einmitt það öll árin sem ég vann utan heimilis.  Mér finnst frábært að fá loks að upplifa það.

Það er eitthvað svo mikið öryggi falið í skammdeginu.  Það er svona alltumvefjandi og flauelsmjúkt og ég er ekki að vera skáldleg hérna.W00t  Þetta er einfaldlega staðreynd.  Kannski eru hlutirnir hæggengari í myrkrinu, minni læti og hamagangur.

Amk er ég meyrari í desember en annars. Ég er einn tilfinningavöndull.  Frumburðurinn minn fæddist í desember, ég gifti mig, Jenný Una á afmæli, jólin koma og árið líður, allt að gerast og ég er alveg ferlega upphafin á kvenlegu og yndislegu tilfinningaflippi. 

Svo dó hann Aron minn, litla barnabarnið í desember fyrir 10 árum.  Það gerir mig dapra stundum og meyra en samt þakkláta fyrir það sem var.  Einhvernvegin verður maður að sansa raunveruleikann, sættast við hann og læra að lifa með honum. 

Ég held að ég hafi gert það.

Ég er sátt.

Maysa mín, Robbi og Oliver verða með okkur um jólin.  Jenný Una fær væntanlega lítinn bróður í desember (svo framarlega sem barn seinkar sér ekki all verulega) og Þorláksmessa, skemmtilegasti dagur ársins er framundan.

Hvers getur kona óskað sér frekar?

Jú hún óskar sér þess að allir fái gleðileg jól og njóti nærveru við sína nánustu yfir hátíðarnar.

Svo kemur hér eitt fallegast jólaleg í heimi, hin síðari ár. 

 Írska jólalagið.


Tvöfeldni dauðans

Ég á ekki að hugsa um þetta, ekki að blogga um það né heldur hafa um það orð en ég get ekki stillt mig.  Missi mig í hvert skipti og uppsker ekkert, nada, nothing, ingenting, zero.

Sjúkrahótel Landspítala við Rauðarárstíg verður lokað 20. des. og opnað aftur þ. 2. janúar og þá verða reykingar bannaðar á hótelinu en slíkt mun vera til samræmis við reglur LSH og Fosshótels Lindar sem er í sama húsi.

Ég held því fram að þetta muni vera til "samræmis" við þá forræðishyggju og ofsóknir sem stjórnvöld ástunda gagnvart  reykingamönnum og þau ganga sífellt lengra og lengra.

Það er sífellt verið að troða á réttindum þeirra sem reykja, nú á að gera líf reykingamanna sem eru svo óheppnir að veikjast, að helvíti.  Flott að vera inni á sjúkrahóteli, fjarri ættingjum og fá ekki að reykja.  Komast kannski ekki út úr rúmi.  Svo mannúðlegt eitthvað.

Er það bara ég sem sé tvöfeldnina í að ríkið hali inn peninga á tóbaki en ofsæki síðan neytendur þess, hvar sem til þeirra næst?

Frjálshyggjumenn veina og góla undan öllum boðum og bönnum, en hér steinhalda þeir sér.  Er frelsi einstaklingsins bara einhvers virði þegar það hentar?

Ég ætla að hætta að reykja áður en yfir líkur, en ég hef engin áform um að ráðast gegn öllum sem kjósa að reykja áfram, með frekju og yfirgangi.

Mér nægir að það sé ekki reykt ofan í mig og að fólki sem reykir sé vísað á afmörkuð svæði til að stunda fíknina þar sem stjórnvöld í landinu sjá um að díla dópinu.

Ójá, ég er meðvituð um að það er pólitísk ranghugsun að hafa skoðanir MEÐ reykingamönnum og er mér sama?  Já, mér er svo nákvæmlega sama.

Give me a fucking break here.

Andskotinn, ér er í alvöru að hugsa um að stofna samtök til að berjast fyrir mannréttindum reykingamanna.

Súmí.

Plís.
mbl.is Sjúkrahótel reyklaust á nýju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.