Leita í fréttum mbl.is

Spíttsófarúmið

Við, þ.e. ég og húsband, eigum forláta hjónarúm.  Hehemm, það er nú kannski að ýkja smá, en þetta rúm hefur fylgt okkur nærri frá byrjun búskaps og mun sennilega gera um ófyrirsjáanlega framtíð af ýmsum ástæðum sem brátt munu ljósar.

Við þurftum að kaupa okkur rúm þegar við slógum saman reytum okkar, og það þurfti að gerast í hvelli.  Við keyptum fyrstu hjónasængina sem við sáum og var í heilu lagi, þ.e. eftir smáauglýsingu.  Rúmið er af svokallaðri spíttsófalínu, en það eru húsgögnin sem voru í tísku 197ogeittvað og hafa hlotið nafn sitt frá sukkpartíum þess tíma.  Ég gæti trúað að það hafi verið keypt í Trésmiðjunni Víði. Munið þið eftir auglýsingunni; allt frá hatti ofan í skó, Herradeild P.Ó? Já það var á þeim tíma.

Þetta er samt framúrstefnuleg beðja, því hún er ekki úr tekki, heldur eik.  Rúminu fylgdi "rekkverk" upp á miðja veggi með hillum og ljósum, algjört diskórúm.

Húsbandið elskar spíttsófarúmið.  Ég þurfti að stofna hjónabandinu í hættu til að fá að rífa niður rekkverkið með ljósunum og því stöffi, fannst ekki kúl að fá það í hausinn einhverja nóttina.  Hef ég sagt ykkur að ég á íhaldsaman eiginmann?  Nei ég held ekki.

Svo hafa árin liðið.  Aldrei er tíbabært að skutla út partýgræjunni, honum finnst svo gott að sofa í því.  Dætur mínar hafa gargað örvæntingafullum röddum; mamma, viljið þið henda ógeðisrúminu á haf út!! Margoft.

Á þessu ári sem senn er á enda, hef ég unnið markvisst að pr-starfsemi fyrir nýju rúmi.  Ég hef kvartað um svefnleysi, um bakverki, um liðverki og uppskorið eftirfarandi svör í réttri röð: Farðu að sofa á eðlilegum tíma, sofðu á hlið-baki-magaogþálagastetta og berðu á þig ólífuolíu.  En ég er öflug kona þegar ég tek mig til og það var farið að hilla undir uppgjöf hjá mínum manni.  Hann var farinn að horfa á mig tómum augum, kinka kolli þegar ég hélt eldheitar söluræður og hann var að koma til.  Guði sé lof.

Í morgun áður en hann fór í vinnuna og var að kíkja í blöðin, kallaði hann allt í einu upp, barnslega glaður: Jenfo, sjáðu, þetta rúm hérna er alveg eins og okkar nema stránýtt.  Ég vil það.  Á myndinni var nútíma útfærsla á spíttsófarúminu, rekkverkið náði upp á miðja veggi, nema það voru líka græjur í þessu og gott ef það var ekki girðing allt í kringum helvítis beðjuna.

Ég gafst upp og því sit ég hér og hamra á lyklaborðið meðan hann sefur alsæll í plebbarúminu og ég veit, ég finn það á mér, að ég hef endanlega tapað baráttunni um rúmið.

Dæs og úje. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já en nú verður ekki undan vikist..birta mynd af kvikindinu...nei ekki húsbandinu, veit sko alveg hvernig hann lítur út !! Rúminu kona..ja eða þessu sem hann fann þessi elska.

Minn var dreginn í rúmleiðangur í fyrra og varð mörgum hundraðþúsundköllum fátækari, síðan hef ég hlíft honum...að mestu

Ragnheiður , 29.11.2007 kl. 01:27

2 identicon

Æi - æ - æ -

það sem mig langar að segja ætla ég ekki að setja í kommentakerfið - en þú færð að vitaða´sskan - in due time

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 01:27

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðan daginn stelpur.  Ég kom flott undan nóttunni, enda var það aldrei nema vopn í baráttunni fyrir betra rúm.  Takk samt Hallgerður fyrir að spyrja.

Sko ég myndi mirta mynd af mublunni ef ég kynni að senda mynd af símanum mínum á netið Ragga mín en það kemur að því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 07:09

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góðan daginn og velkomnar á fætur. Góð þessi tillaga þarna með þjóðminjasafnið

Marta B Helgadóttir, 29.11.2007 kl. 07:30

5 Smámynd: Einar Indriðason

Ætla að láta duga að segja ... Innlitskvitt.  (Ekki orð um rúm, eða mublur, eða tréverk, eða bedda, eða brotnar fjal... Já, nei... ekki orð.)

Einar Indriðason, 29.11.2007 kl. 07:33

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góðan daginn ! Styð þetta með þjóminjasafnið líka hahaha...snilldatillaga og líka svolítið smart að eiga rúm á þjóðminjasafninu *fliss*...!

eigðu góðan dag !

Sunna Dóra Möller, 29.11.2007 kl. 08:05

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko ef rúmið fer á safnið þá mun minn heittelskaði fylgja því.  Hef hann grunaðan um að vera í fóstbræralagi við þennan bedda.  Hann hefur barist fyrir honum með kjafti og klóm, börnin góð.  Ójá og góðan daginn ´sskurnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 08:13

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef þetta er ekki flottasta færsla mánaðarins.... þá veit ég ekki hvað

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2007 kl. 08:42

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Tek undir með Röggu! Við viljum mynd af kvikindinu!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 29.11.2007 kl. 08:51

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún kemur með kalda Hrönnsla mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 09:08

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sko til rúmið komið í tísku og alles, var ekki annars mynd af samskonar rúmi í  nýju blaði? Annars skil ég þig......diskóljós hehe.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.11.2007 kl. 09:26

12 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég ligg í krampa!

Laufey Ólafsdóttir, 29.11.2007 kl. 10:02

13 Smámynd: Þröstur Reynisson

Ég veit alveg við hvað þú átt þegar þú segir hann vera íhaldssaman

Þröstur Reynisson, 29.11.2007 kl. 11:27

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

awwww... Einar dúlla. Hélt að hann væri búinn að redda málinu. Ég er í krúttkasti.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.11.2007 kl. 12:44

15 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... Jenny.... Þú veist að Homer Simpson er búinn að "móta sitjanda-far" í sófann sínn.  Getur verið að kaglinn þinn sé búinn að "móta" dýnuna eftir sér?  Kemur svona útlína fram í dýnunni?  Svona eins og löggann teiknar á gólfið í amerískum sakamálaþáttum?

Það eru til vissar tegundir af dýnum, sem laga sig að þeim sem þær nota.  Kannski er nóg að kaupa slíka dýnu fyrir kaglinn?

Einar Indriðason, 29.11.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband