Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Fjandskapsjöfnun

 1

Jæja, til að slá á öldurnar í kommentakerfinu hef ég nú hugsað mér að almennilegheitablogga.  Það er ekki nokkur leið að hækka blóðþrýsting upp úr öllu valdi hjá heilum hópi fólks.  Nú verður bloggað um hluti sem allir elska.  Eins og t.d. litbrigði fiðrildavængja í ljósaskiptunum, hamingju húsmóður í hverfi 112 yfir tómum eldhúsvaski, áhrif hrásykurs á ljóshærða karlmenn á 24. aldursári og fleira skemmtilegt.

Jæja: Here goes!

Litbrigði fiðrildavængja í ljósaskiptunum eru blágrá með dassi af gulu.

Hamingja húsmóður í hverfi 112 yfir tómum eldhúsvaski er takmarkalaus og stjórnlaus.

Áhrif hrásykurs á ljóshærða karlmenn á 24. aldursári eru skelfileg og óafturkræf.

Jæja, þá er það búið.

Hvað á að taka næst?

Kolgríma kom með uppástungu um spilavítablogg.

Helvítis spilakassarnir.

Útmeððá.

Er ekki allir glaðir bara?

Æmgiggelinglækabeibí!

Úje!


Ætli mér verði líft á landinu eftir bloggfærslur helgarinnar?

Búin að blogga um vændi.  Ekki vinsælt.

Búin að blogga um rasisma.  Ekki vinsælt.

Búin að blogga um rasista (fleiri en einn, fleiri en tvo).  Engan veginn að gera sig í kommentakerfinu.

Nú blogga ég um súlustaði (já ég er hugrökk og óstöðvandi í baráttunni fyrir bættum heimiWhistling)

Frétt stolið af Vísi, staðfærð af mér.

"Svo gæti farið að nektarstöðum verði útrýmt úr borginni en nýr meirihluti hyggst taka fastar á málum þeirra en gert hefur verið. Yfirlýst stefna mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar er að sporna gegn rekstri nektardansstaða.

Í Reykjavík eru starfræktir þrír nektardansstaðir, Óðal, Bóhem og Vegas. Í lögum sem nýlega tóku gildi er hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti að gera út á nekt starfsmanna. Þó getur leyfisveitandi, í þessu tilfelli Reykjavíkurborg heimilað slíkan rekstur að fengnum jákvæðum umsögnum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa málefni nektardansstaða verið rædd hjá nýjum meirihluta og fyrir liggur að taka fastar á þeim. Ekki er þó ljóst til hvaða aðgerða mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hyggst grípa til en ætla má að meirihlutinn beiti sér í gegnum Borgarráð. Formaður Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. "

Eru jólin?  Ha?  Ég fer að halda að við stefnum hraðbyri til himnaríkis, ekkert minna en það.

Þegar búið verður að loka, læsa og henda lyklinum af þeim súlustöðum sem eftir eru á Stór-Reykjavíkursvæðinu, hefur unnist stór sigur.

Þá þarf fólk ekki að ganga um með samviskubit yfir að eiga óbeinan þátt í misnotkun á konum og ömurlegum aðstæðum þeirra.

Þann dag verður gaman að vera til.

Það kæmi mér ekki á óvart þó maður þyrfti að fara að dulbúast í mjólkurbúðinaWhistling

Bætmí!

Úje

 


Toppur á tilveru!

Þrátt fyrir kaldar kveðjur í athugasemdakerfinu mínu í dag, vegna hins eilífa hitamáls sem umræða um kynþáttafordóma jafnan er, þá er ég ósvífnilega spræk og ánægð með lífið.

Ég hef líka haft góða gesti.  Sara og Jenný Una voru hér, pabbinn hennar Jennýjar er að spila á Agureyris.  Við hættum ekki fyrr en við fengum jáyrði fyrir gistingu til handa Jenný.

Ég bakaði eins og húsmæðraskólakennari í dag (þrátt fyrir lélega heilsu - fórnarlambsdæs),  sannkölluð eldhúsmaddama og nú get ég sagt með góðri samvisku, Jói Fel hvað?

Jenný syngur: Gef mér sólskinsdag, lala, eftir erfiðisdag

Amman: Jenný, hvað þýðir erfiðisdagur? 

 Jenný: Vera í vinnunnisín.

Sáuð þið laugardagslagið?  Ég sá og heyrði lögin.  Í því fyrsta hélt ég að Boney M væru gengin í endurnýjun lífdaga, en nei, einhver annar var genginn í endurnýjun lífdaga.

Annars nenni ég ekki að blogga um lög kvöldsins.  Sumu er best að gleyma sem fyrst.

Annars bara góð.

Úje

Hljómsveitin horfir á fótbolta as we speak.

Hm....


Lífi mínu, eins og ég hef hingað til þekkt það er hér með lokið!

Hljómsveit hússins, var rétt í þessu, að fjárfesta í hinni Sýnarstöðinni (Sýn I og II).  Líf mitt verður aldrei samt aftur.

Nú verður horft á

Fótbolta

ÍskurlW00t

Box (sveiattan, ofbeldi)

Handbolta (það er í lagi, hann er skemmtilegur, það GERIST þó eitthvað)

Blak (híhí)

Hlaup

Ark

Gang

Lausagang

og hvað þetta heitir allt saman.

Lætin í húsinu eru skelfileg.  Fótbolti á dagskrá og áhorfendur og þulur að missa það.

Heitar tilfinningar í gangi.

Ójá.


Dumbledore skutlað út úr skápnum!

Ætli J.K. Rawlings hafi verið að senda stuðningskveðjur til okkar Íslendinga vegna yfirstandandi kirkjuþings í gærkvöldi þegar hún upplýsti að Dumbledore væri samkynhneigður?

Annars er mér slétt sama um hvoru megin þetta krútt er í þeim skilningi.

Alveg eins og mér er alltaf slétt sama hvort fólk sem ég hitti, les um, heyri um, er sam- eða gagnkynhneigt.  Ekki alveg rétt kannski.  Ég hefði síður kosið að húsbandið væri hommi af skiljanlegum ástæðum.Whistling

Mér fannst biskupinn okkar einu sinni, jafn mikill dúllurass og Dombledore.  Mér finnst Dumbledore enn vera megakrútt en biskupinn, hm.. eigum við ekki að segja að hann hafi verið settur út í kuldann hér á kærleiksheimilinu.

Brrrrrr

Sófrísingkóld,

Úje

P.s. Er farin að baka.  Lagköku í öllum regnbogans litum.

Úje aftur!

 


mbl.is Rowling: "Dumbledore er samkynhneigður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rasisti afhjúpaður

Rasistar eru það fólk sem bera í sér hámark forheimskunar og fávisku, að mínu mati.  Þá skiptir engu máli hvaða menntun og bakgrunn fólk hefur, hversu sprenglært það er.  Menntun þess hefur mistekist.  Algjörlega mistekist.

Það er óhugnanleg hugsun, finnst mér, að hámenntað fólk hugsi svona, af því ég ber töluverða virðingu fyrir menntuðu fólki, enda því haldið að mér í uppeldinu að menntun sé alltaf að hinu góða.  Ég er enn fullviss um, að það er rétt.  En óþverrar og mannhatarar þrífast allsstaðar en það er ekki oft sem akademískir borgarar bera kynþáttahatur sitt á borð fyrir almenning, af því þeir vita, að það er ekki merki um mikla víðsýni.

Nú hefur James Watson, bandarískur vísindamaður,  valdið miklu uppþoti eftir að hafa látið niðrandi orð falla um vitsmuni blökkumanna.  Hann var í PR-leiðangri í Bretlandi, vegna nýútkominnar bókar, en ferðinni var aflýst.

Watson sagði m.a. í viðtali við breska blaðið The Sunday Times að hann væri mjög svartsýnn á framtíðarhorfur í Afríku "vegna þess að við mótun félagslegrar stefnu er alltaf gengið út frá því að Afríkubúar séu jafngáfaðir okkur - en allar rannsóknir segja annað".   Hann bætti því við að hann vonaðist til þess að allir væru jafnir, "en þeir sem þurfa að glíma við svarta starfsmenn komast að því að svo er ekki."

"Ég er miður mín yfir því sem gerst hefur,“ sagði Watson. „En umfram allt fæ ég ekki skilið hvernig ég gat sagt það sem eftir mér var haft". 

Ég fullyrði að Watson er miður sín yfir því sem gerst hefur af því það kemur við pyngjuna og orðsporið.  Hann er rasisti og þetta segir enginn óvart.  Það er ekki eins og hann hafi mismælt sig.  Skilaboðin eru skýr.

Þetta er Nóbelsverðlaunahafi, gott fólk.

Svo sorrí!

Jeræt

Ójá!

 


mbl.is Watson: „Ég er miður mín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nakin" mótmæli

Mörg hundruð vændiskonur í Bólivíu eru reiðubúnar að berjast gegn siðsemdarátaki er beinist gegn starfsemi þeirra með því að fara naktar í mótmælagöngu í höfuðborginni.

Fátækt og neyð taka á sig ýmsar myndir.

Vændi er ein af þeim birtingarmyndum.

Hefur ekkert með siðsemi að gera, heldur mannvirðingu.

Konur gegn vændi þurfa að verka virkar allsstaðar.

Alltaf.


mbl.is Hóta að fara naktar í mótmælagöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna Sigurðardóttir er á leið í veislu á eftir..

1 

Já, já, segið svo að maður fylgist ekki með sínu uppáhaldsfólki.  Hér sit ég og veit nákvæmlega hvað hún Jóhanna ætlar að taka sér fyrir hendur, núna seinnipart þessa föstudags.

Ég er svo vel tengd í ráðuneytin.  Alltaf á vaktinni.  Svei mér ef ég gæti ekki séð um svona "sviðsljós" eins og Ellý Ármanns gerir hér á Mogganum, en í mínu tilfelli myndi ég vera með selebbin í stjórnmálum á minni könnu.

Ég myndi geta þekkt klæðaburðinn, hver væri í Pradadrakt og hver í Armani jakkafötum ójá en nóg um það að sinni.

Hún Jóna vinkona mín, skrifaði opið bréf til hennar Jóhönnu og bauð henni á vetrarhátíð sem haldin verður í dag í Vesturhlíð sem er frístundaheimilið hans Ians, sonar Jónu og er þekktur hér í bloggheimum sem Sá Einhverfi.

Jóna skrifaði opið bréf í Moggann sem birtist í gær og auðvitað lét Jóhanna slag standa og tilkynnti komu sína.

Jóhanna er frábær stjórnmálamaður og hún er ekta.  Það er ekkert "kjaftæði og loforð fyrir kosningar og svo búið, gleymt" hjá þeirri konu, hún er í alvörunni virk og hún ber virðingu fyrir grasrótinni.  Ansi er ég hrædd um að sumir ráðherrar hefðu borið við stuttum fyrirvara og allir hefðu skilið það.  En Jóhanna mætir, af því henni er ekki sama.

Asskoti sem ég vildi hafa hana Jóhönnu í VG, þar sem fjörið er.

Ójá.


Fullnægingarskortur - hæpin vísindi.

"Aðalvandamálið tengt kynlífi hjá konum er einfaldlega það að þær fá ekki fullnægingu.  Margar hafa aldrei fengið fullnægingu.  Svo vita sumar ekki einu sinni hvar G-bletturinn er!"

Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir, heldur þessu fram.

Ókei, rannsókn í gangi, hugsaði ég, þar sem þessi "frétt" er undir liðnum "Tækni og Vísindi" í Mogganum.

Nebb, engin rannsókn, Sólveig Katrín, heldur kynningar um hjálpartæki ástarlífisins.

Það stendur ekki stafur um hvort SK er kynfræðingur, hjúkka eða fagaðili yfirhöfuð.

Svo auglýsi ég eftir öllum fullnægingarlausu konunum.  Ég þekki enga, en kannski eru allar konur sem eru fullnægingarlausar að segja vinkonum sínum ósatt, þegar þær tala um kynlíf.  Svo segja þær satt á kynningum úti í bæ, við bláókunnugt fólk.  Jeræt.

En SK hefur samkvæmt þessari frétt leitt fjölda kvenna í sannleikann um mikilvægi fullnægingar.

Nú bíð ég eftir að einhver "kynnir" sem selur tippaframlengingarpillur og Viagra, komi fram á sjónarsviðið og segi okkur að "aðalvandamálið tengt kynlífi hjá körlum er einfaldlega það að þeim stendur ekki eða að þeim finnst þeir vera með of lítið tippi".

Þvílík vísindi.

Það er stundum fjallað um konur eins og þær séu ein stór hópsál af fáfróðum kjánum.

Má biðja um smá fagmennsku hér.

ARG


mbl.is Fá aldrei fullnægingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fokkmerkjasending

Sjálfstæðisfólk lítur nú á samstarfsslitin í borgarstjórn sem útrætt mál.  Þetta er niðurstaða Blástakkanna í Valhöll eftir fundinn með Geir Haarde í kvöld.  Það skiptir engu þó enn segi Villi eitt og Bjarni og Co. annað. 

Það skiptir engu þó um milljarða hagsmuni hafi verið að ræða, og minnisleysi sé alls ráðandi hjá fyrrverandi borgarstjóra.

Það er einfaldega fært til bókar að Sjálfstæðisfólk líti nú svo á, að sambandsslitin í borgarstjórn séu útrætt mál.

Skipað gæti ég væri mér hlýtt og í þessu tilfelli er það sennilega satt og rétt.  Sjálfstæðismenn ætla að hlýða og Villi vankaði, verður áfram oddviti hins nýja minnihluta.

Rosalega finnst mér þetta hæpin latína.

Btw, mér og mínum heittelskaða fannst þetta dálítið sniðug aðferð við að leysa málin.  Á húsfundi hér í kvöld var ákveðið að við myndum tilkynna skattstjóra, að við teldum okkur hafa greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins í síðasta sinn og að við litum á það sem útrætt mál.

Kapíss??

Súmí.


mbl.is Samstarfsslitin útrætt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.