Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Miðvikudagur, 31. október 2007
Eftirþankar
Ég og leshringurinn minn, Litla Gula Hænan, horfðum af athygli á Kiljuna í kvöld og við vorum sammála um að við hefðum skilið hvert orð.
Þátturinn var góður, að vísu vorum við stelpurnar með áhyggjur þarna á tímabili, um að Kolla færi á límingunum en hún small aftur í formið. Negrastrákarnir vekja heitar tilfinningar í báðar áttir.
Verst hvað maður verður bókasjúkur, að horfa á svona þætti. Þetta grípur um sig á hverju ári, ég slefa yfir sjónvarpinu. Ég myndi gefa bæði hönd og fót fyrir djobb þar sem ég fengi allar nýju bækurnar til skoðunar. Jafnvel þó það væri næturvarsla á bókasafninu.
Ég er komin með nokkrar bækur á óskalistann og hef tilkynnt jólasveininum í mínu hverfi um þær og að ég muni uppfæra listann reglulega fram að jólum.
Breiðavíkurbókin
Bókin hennar Vigdísar Gríms
Hótel Borg, eftir Ítalska höfundinn sem var hjá Agli
hm.. þetta er nóg í bili.
Farin að fá mér tómat.
Úje!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 31. október 2007
Hverju á maður að trúa?
Nú vandast málin. Hverju eiga neytendur að trúa í Bónus og Krónumálinu? Ég veit svei mér ekki hvað skal gera. Mér finnst ólíðandi að grunur um mögulegt verðsamráð á matvörumarkaðnum, og að þessi fyrirtæki beiti blekkingum gagnvart okkur neytendum, við gerð verðkannanna, verði ekki kannaður niður í kjölinn. Ég sá í Kastljósinu að Bónusmaðurinn vildi það.
Það er talað um fimm til tíu manns sem tjáð hafi sig um þetta, allir fyrrverandi starfsmenn fyrirtækjanna.
Nógu er matvælaverð hátt á þessu landi, til að ekki bætist svona ofan á það litla traust sem maður hefur þó borið til lágvöruverslananna.
Þetta hlýtur að verða rannsakað.
Ætla ég rétt að vona.
Segjast aldrei hafa haft samráð við keppinauta á markaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 31. október 2007
Allah úthýst í Reykjavík
Ég er svo hrifin af listum.
Hér er einn til glöggvunar fyrir mig.
Töluverður hluti fólks sér ekkert athugavert við endurútgáfuna á "Ten Little Niggers".
Yfirgnæfandi meirihluti þáttakenda í skoðanakönnun á útvarpi Sögu vill ekki leyfa byggingu mosku í Reykjavík. (Krakkar það er trúfrelsi í landinu. Hvernig getur einhver verið á móti byggingu á mosku?)
Aragrúi fólks telur að orðið kynvillingur eigi að standa áfram í Biblíunni.
Og dass af fólki vill ekki að samkynhneigðir hafi sömu réttindi til hjónabands innan íslensku þjóðkirkjunnar.
Hmm.
Einu sinni las ég í nýaldarbók að Íslendingar væru þroskaðar og gamlar sálir. Það þýddi þá að við værum umburðarlynd og víðsýn.
Bölvaðekkisens nýaldarkjaftæði.
Ójá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (48)
Miðvikudagur, 31. október 2007
Áfengi er EKKI komið í matvöruverslanir
Það er ennþá ólöglegt að selja áfengi í matvöruverslunum. Ef það er rétt að á Hellu t.d. gangi maður fram hjá mjólk og kókosbollum (hvaða óhollusta er þetta í mjólkurdeildinni) áður en maður kemur að vínbúðinni, þá eru þeir á Hellu einfaldlega að brjóta lögin.
Þess vegna er þessi frétt um staðsetningu vínbúða úti á landi, engin röksemd fyrir þessu baráttumáli Sigurðar Kára og heilbrigðisráðherra.
Ég kemst ekki yfir það að heilbrigðisráðherra skuli vera stuðningsmaður þessa frumvarps, þar sem sjúkdómar af völdum fíkna kosta samfélagið allt, stórar fjárhæðir, fyrir utan alla mannlegu harmana.
Segi samt enn og aftur, að ég tapa ekki svefni yfir því hvar áfengi er selt, þar sem ég kaupi það hvort sem er ekki. Þannig að ég frábið mér athugasemda um að ég alkinn vilji banna öllum að drekka. En mér stendur ógn af fíknisjúkdómum, af skiljanlegum ástæðum og ég held að það sé ekki til að bæta ástandið, að troða þessu í matvörubúðirnar.
En ég vildi bara benda á lögbrjótana úti á landi og minna á að enn er sala á áfengi bönnuð í matvöruverslunum.
Erekkiannarsalltígóðubara, allir edrú og sonna?
Úje.
Áfengið er komið í matvöruverslanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 31. október 2007
Gott mál en slæmt "mál"
Hæstiréttur í Bandraríkjunum kom í veg fyrir aftöku í Missippi, á síðustu stundu í gærkvöldi. Verjendur mannsins kröfðust frestunar þar til rétturinn hefur tekið afstöðu til hvort aftaka með eitri standist stjórnarskrána.
Þetta gleður í morgunsárið og vonandi fara Bandaríkjamenn að haga sér eins og siðaðir menn í refsimálum, þ.e. ef þeir vilja teljast til þess hóps.
Það er gott mál.
En að öðru.
Hver er það sem skrifar þessa frétt á Mogganum? Hvenær var orðið "dauðamaður" og "dauðamenn" til? Mér finnst þessi notkun, vægast sagt, óhugguleg fyrir nú utan það, hvað hún er óíslensk.
Er þetta þýðing á orðinu "dead man" sem Kanarnir nota fyrir dauðadæmda menn, þegar þeir eru meðhöndlaðir eins og dýr og hafa ekki nafn né mannréttindi. Á maður þá von á að í næstu frétt um aftöku standi t.d. "gangandi dauðamaður" (dead man walking) var tekinn af lífi í Texas í gærkvöldi?
Þetta er vont mál og..
..vá hvað Mogginn er að færa sig upp á skaftið.
Ójá.
Hæstiréttur aftraði dauðarefsingu á síðustu stundu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 31. október 2007
Tíska í jólum, tíska í kjólum
Það eru nákvæmlega 53 dagar til jóla. Teljarinn minn segir það. Það er ofboðslega huggulegt að vera með jólateljara á síðunni, þá getur maður tekið statusinn á hátíðinni allan ársins hring.
Hvað um það. Samkvæmt manninum í jólahúsinu fyrir norðan, er afa og ömmu jólaskraut það sem blívur í ár. Allt annað hlýtur þá að vera hallærislegt, samkvæmt tískulögmálinu. Gærdagurinn gamlar fréttir.
Ég hló illkvittnislega, þegar ég las þetta um jólaskrautstískuna árið 2006. Ég veit ekki hvort þið munið það, en í fyrra voru allir sem vildu tolla í skreytingatískunni með svart jólaskraut. Ég hef sjaldan séð það ljótara. Ég fór í banka daginn fyrir Þorláksmessu og hélt að það hefði kviknað í jólagreininni sem hékk fyrir ofan hausinn á gjaldkeranum. Ég leit í kringum mig í bankanum og sjá, allt lókalið var löðrandi í brunarústajólatrjám. Við eftirgrennslan fékk ég að vita að skreytingameistari bankans hafi valið tískuþema ársins, svart. Svo jóló eitthvað. Það sem fær mig til að krimta af Þórðargleði er tilhugsunin um alla jólatískunördanna sem sitja uppi með viðbrennda jólaskrautið sitt síðan í fyrra, lalalala.
Jólakjólarnir verða svartir í ár. Brunarústir þar, en það er í lagi. Ef einhver ætlar að segja ykkur annað um kjólana sko, ekki hlusta, hér er það ég sem legg línurnar.
Gleðilega hátíð.
Úje
Leitað að jólaskrauti afa og ömmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þriðjudagur, 30. október 2007
Ég er hógvær, mjög, mjög hógvær
Ég mun halda þessum eiginleika, sem ég greinilega þjáist af, á lofti fyrir alla sem vilja vita (mömmu og pabba, eiginmann, systur, dætur skábörn og vinkonur).
Ég á mér draum, fyrir utan að vilja bjarga heiminum, koma á fullu jafnrétti, sjá alla mér tengda ásamt mannkyninu í heild, eiga farsæla og góða ævi, að VG komist í stjórn á hverju krummaskuði á Íslandi,og í auðvitað í ríkisstjórn, en hann er í stuttu máli svona:
Mig langar til að eiga heima í timburhúsi á tveimur hæðum, með litlum garði og mörgum trjám. Húsið á að vera gamalt í gróinni götu í Vesturbænum. End of dream. Þessi draumur er ekki að trufla mig neitt, mér líður ágætlega heima hjá mér og á svo sannarlega ekkert bágt. Svo fór ég að hugsa þegar ég sá þessa "frétt" á visir.is (sem ég auðvitað stal) að kannski ætti ég að stefna hærra? Óska mér e.t.v. stærra húss, ef óskin myndi taka upp á því að smella.
Sjáið:
"Dreymi þig um að geta horft á kvöldfréttirnar í heitapottinum við róandi snark í arineldi þá er tækifæri til þess núna. Eigirðu 180 milljónir á lausu eða sért í góðu sambandi við bankann þinn geturðu nú fjárfest í 500 fermetra höll Kópavoginum.
Verktakinn Þorgeir Björgvinsson og Klara Guðrún Hafsteinsdóttir hundaræktandi settu nýlega á sölu stórglæsilegt einbýlishús sitt við Asparhvarf í Kópavogi.
Húsið er 501 fermetri og skiptist í 410 fermetra íbúð, 31 fermetra bílskúr og sextíu fermetra hesthús fyrir átta hesta.
Sérhannaðar innréttingar eru í allri íbúðinni og eru eldhúinnréttingar og sólbekkir búnir svörtum granítplötum. Afar veglegt kolsvart borðstofuborð úr graníti prýðir borðkrókinn, og fylgir það húsinu, enda ekkert grín að flytja mörg hundruð kílóa granítplötur langar vegalengdir.
Afar fullkomið gólfhitakerfi er í öllu húsinu. Þá er raflkerfi hússins mjög vandað og mikið af innbyggðri lýsingu frá Lumex. Náttúruflísar eru á öllum gólfum hússins nema í hesthúsi. Ekki væsir um ferfætlingana heldur, en gólf hesthússins er lagt steindúk og básarnir steyptir með grindum úr ryðfríu stáli.
Og þar sem líklega er ekki gaman að þrífa fimm hundruð fermetra hús, en það er í það minnsta gert öllu bærilegra með innbyggðum ryksugubörkum í veggjum allra herbergja.
Viðar Marínósson, fasteignasali hjá Remax, segir að húsið sé eitt það glæsilegasta á höfuðborgarsvæðinu og að verðmiðinn sé í raun ekki svo fjarri byggingakostnaði. Þannig hafi bara hljóð og sjónvarpskerfið kostað um tíu milljónir króna. Það er frá Bang og Olufsen, afar fullkomið, og er hægt að stýra því með fjarstýringu frá flestum herbergjum hússins. "
Það má segja að þörf manneskjunnar fyrir rými sé æði misjöfn, er það ekki?
Það sló mig þetta með 501 fermeterinn. Hvar skyldi þessi eini hafa lent?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 30. október 2007
Bæjarstjórn Akureyrar í stöðugu stríði?
Ég fylgist ekki náið með bæjarmálum á Akureyri, nema reyndar þegar um þau er fjallað í fjölmiðlum og hér á blogginu.
Mér finnst reyndar að bæjarstjórinn, Sigrún Björk Jakobsdóttir, þurfi að halda uppi stöðugum vörnum fyrir vonda gjörninga.
Síðustu tveir,
Búðin sem þeir ætluðu að flytja með valdi, af því hún var fyrir þeim. Að í gildi var lóðasamningur, virtist ekki vera mikið mál.
Hækkun foreldrahluta í greiðslum til dagmæðra. Hvað á það að þýða að veita fríðindi og rífa þau síðan af aftur og bera við peningaleysi? Er ekki hægt að spara annarsstaðar í bæjarmálunum?
Mér finnst vera smá valdníðslu bragur á þessu, hlutir keyrðir áfram, án tillits til hvort þeir eru löglegir og siðlausir.
Einhver? Akureyri?
Er þetta ekki nokkurn veginn svona í laginu?
Ójá.
Ásökunum verslunareiganda mótmælt af Akureyrarbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 30. október 2007
Enn ein rannsóknin um "selvfölgeligheder"
Ég hefði getað látið þessum mömmun í Sviss, þessar upplýsingar í té, gagn vægu gjaldi. Þ.e. að hraði sé talinn til marks um karlmennsku. Halló!
Sé þá fyrir mér grafalvarlega að rannsaka þetta:
"Þegar þátttakendur fengu að heyra karlmannleg orð eins og vöðvar eða skeggí útvarpinu í akstursherminum juku þeir hraðann. Þegar þeir aftur á móti heyrðu kvenleg orð eins og varalitur eða bleikt óku þeir um tveim km hægar. Niðurstöðurnar voru svipaðar er þeir heyrðu hlutlaus orð eins og borð og stóll."
Ég legg til að það verði skylduhlustun á lagið "I´m a Barby girl" í öllum bifreiðum landsins, þegar ungir karlmenn eru úti að aka.
Það ætti að minnka hraðaakstur og gera stákana meyra og slaka.
Þá verður nú gaman að vera kona í umferðinni.
"Hraði, hraði, Gunnsteinn gr..." hvað?
Ójá.
Hraði er karlmennskutákn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 30. október 2007
Narsisismi Egils?
Túlkun Spaugstofunnar á Agli og ismunum hans verður tæpast sögð falleg en hún er frábær og hittir naglann á höfuðið.
Ég hef sjálf bloggað um Kiljuna og ismatalið í stjórnanda þáttarins, sem hefur fengið mig til að efast um að þátturinn sé fyrir venjulegt fólk, frekar fyrir lokaða klíku bókmenntafræðinga og aðra listaelítufrömuði.
"Krúttismi" Spaugstofunnar í þessu máli er pjúra "húmorismi".
Viðbrögð Egils við gríninu er auðvitað klár "húmanismi", því hann ætlar ekki að "súa" Spaugstofuna og fara í fýlu.
Egill er því þungt haldinn af "liberalisma" eða þá af "narsisisma" sem sumir kalla "doriangreyisma" og elska hreinlega að láta fjalla um sig.
Vó, ætlar enginn að bjóða mér í þáttinn.
Ég æti talað um "alkahólisma"..
..eða "feminisma"..
Ætli nú það.
Farin að lesa.
Úje
Mjög falleg túlkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 13
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 2987315
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr