Leita í fréttum mbl.is

Drami, drami, drami

Hvaða drami er þetta í Mogganum?

Ég gat ekki heyrt að það væri mikil vanlíðun í gangi ef marka má þá nágranna sem talað er við.

Reyndar held ég að enginn myndi svara því aðspurður að honum þætti frábært og spennandi að fólk væri að skvetta málningu á húsin í götunni í skjóli nætur.

Full mikil úr þessu gert finnst mér þó.

Ég er ekki að mæla eignaskemmdum bót svo fjarri því, en ég sit ekki hér með stjórnlausan ekka, tæti af mér neglur og augnhár með glóandi járntöngum veinandi af harmi út af málinu.

Dálítið langt frá því sko.

Hmprmf


mbl.is Nágrönnum auðmanna líður illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Hehehe 

, 16.9.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú ert bara svona kaldlynd væna mín!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.9.2009 kl. 18:29

3 identicon

Glæpamenn eru glæpamenn hvort sem þeir stela einsering eða túkalli.

Gísli Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 19:07

4 identicon

Mér finnst þessi mynd svolítið dramatísk. Gísli það er alveg rétt hjá þér, glæpamenn eru einfaldlega glæpamenn. Ég þekki t.d. glæpamann sem flúði heimaland sitt eftir að konan hans var drepin í fjölskylduboði. Hún var nefnilega líka glæpamaður. Hafði framið þann glæp að giftast manni sem föður hennar líkaði ekki við. Faðir hennar, sem drap hana er hinsvegar ekki glæpamaður því það er löglegt að drepa lausgirtar dræsur í Afghanistan.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 19:29

5 identicon

Moggin er áróðursrit, Jenný - ekkert annað.

http://maack.orninn.org/?p=104

Skorrdal (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 00:45

6 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Eva þú kemur oft með svo skemmtilegar hliðar á málunum :-)

Anna Margrét Bjarnadóttir, 17.9.2009 kl. 10:51

7 Smámynd: Tinna Schram

Alls engin vanlíðan hjá mér yfir þessu! Frekar vanlíðan vegna einstaklinga sem hafa það erfitt vega einstaklinga sem að rændu þá öllu!!!

Tinna Schram, 18.9.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.