Sunnudagur, 6. september 2009
Veðmál um svefn eða skó
Talandi um kvikmyndir. Úff, ég er í vandræðum.
Málið er að ég horfi ekki á hryllingsmyndir nema með örfáum undantekningum.
Ég lenti nefnilega í skelfilegri upplifun þegar ég bjó í Gautaborg um árið og leigði mér "Shining".
Mikið rosalega hræddi hún mig sú mynd.
Ómæ hvað Jack Nicholson var mikill ógeðismaður í þeirri rullu.
Samt man ég ekki mikið úr myndinni nema hversu hrædd ég var, andrúmsloft illsku og svo man ég að konan hans Jack í myndinni var eins og hún væri að deyja úr berklum eða eitthvað. Alveg ferlega þreytuleg konan.
Ég veit að ég er ekki í lagi en eftirköstin af því að horfa á þessa mynd voru langvarandi og skelfileg fyrir mig. Nema hvað.
Ég þorði ekki að sofna í myrkri í fleiri mánuði á eftir.
En málið gerðist alvarlegra en svo því þetta þróaðist út í það að geta ekki sofið við ljós heldur.
Ég hætti einfaldlega að sofa á tímabili.
Í hausinn á mér komu aftur og aftur flashback úr myndarfjandanum.
Here´s Johnny var eitt.
Þegar Jack var á barnum með manninum frá helvíti var önnur.
En þetta vandamál með myndina hefur elt mig uppi.
Ég hef nefnilega veðjað við hinn helminginn af kærleiks að ég þori alveg að sjá hana núna þrjátíu árum síðar eða svo.
Hann vil meina að ég sé ennþá skíthrædd og taugaveikluð og muni verða andvaka fram að jólum.
Ég í öllum mínum hortugheitum þverneita því og hef veðjað við hann um málið.
Þess vegna er mér þessi vandi á höndum.
Hvort er mikilvægara?
Að sofa eða vinna rándýru stígvélin sem veðmálið gengur út á?
Sjitt.
Verða kvikmyndir leigðar út og seldar á YouTube? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Kvikmyndir, Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Stígvélin kona !! annars ertu einfaldlega plebbi hehehe - en nú skaltu pæla í lélegum tæknibrellum og svoleiðis og ég ábyrgist að þú verður ekki nærri eins hrædd.
Ragnheiður , 6.9.2009 kl. 21:45
Ég sá þessa mynd í Svíþjóð () og leið MJÖG illa eftir að hafa horft á hana.
Ég myndi sennilega ekki horfa á hana aftur, bara fara fram á stígvél og sofa vel.
Lilja Skaftadóttir, 6.9.2009 kl. 22:22
redrum....bööööööööööö
Dúa, 6.9.2009 kl. 22:26
Eina myndin sem ég hef gengið út af í bíó, ég var að drepast úr hræðslu og vildi lifa sko... Ég myndi bara tækla þetta þannig að sofa í stígvélunum
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.9.2009 kl. 23:51
Eins og ég sagði við börnin mín þegar þau fóru að vilja horfa á bannaðar myndir: "það sem maður sér máist aldrei úr heilanum og maður á ekki að leika sér að því að sjá það sem er ljótt eða hræðilegt því það dúkkar upp þegar síst skyldi" S.s. lúffa frekar en fá martraðir
, 7.9.2009 kl. 00:10
R E D R U M
Horfðu á hana kona!
Heiða B. Heiðars, 7.9.2009 kl. 00:29
Snilldar mynd - og bókin er enn svæsnari! Ef þú lest hana, þá sefur þú ekki í mörg ár! Horfðu aftur; þetta er jú bara mynd, og Jack Nicholson er víst enn á lífi... ;)
Skorrdal (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 04:32
Shining er snilldarmynd og hef ég séð hana 3-4 sinnum. Hún hafði spennuáhrif ámig en ekki þessi sem þú lýsir Jenný. En ég skil þetta vel, því það er mynd sem hafði slæm á hrif á mig og hún heitir Vanishing. Ég var grandalaus um að þetta væri hryllingur, mest af myndinni var svo rólegur og allar upplýsingarnar söfnuðust upp í einum agalegum endi. Sú mynd gerði það að verkum að ég átti erfitt með að treysta fólki. Pælið svo í hvaða áhrif auglýsingar hafa á undirmeðvitundina, eða hvaða áhrif þessar myndir hafa í þjóðfélaginu... Ekki að ég vilji neitt banna þær.
Ólafur Þórðarson, 7.9.2009 kl. 08:49
Jenný mín, þú horfir bara aftur á fjandans myndina og þá sérðu hvað þetta er fáránlega vitlaus mynd.
Manstu eftir myndinni fuglarnir? ég sá hana og mér stendur ekki á sama þegar við erum að gefa öndunum sem koma hingað til okkar á vorin, þá koma nefnilega fjandans Mávarnir og stela brauðinu og þeir eru hræðilega frekir, minnir mig alltaf á myndina.
En ég mundi nú gera allt fyrir stigvél,
eru þau ekki örugglega úr leðri
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.9.2009 kl. 09:11
Hryllismynd Islandssogunar a hun eftir ad versna.???
Anna , 7.9.2009 kl. 09:12
Mynd og svefnpillur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2009 kl. 09:27
Ásthildur: Ertu að koma mér á fyllerí? Múhahahahaha.
Anna Björg: Það er ekki obsjón með raunveruleikann.
Milla: Sá fuglana reyndar. Hún var ógeð.
Takk öll.
Og hver hefur annars efni á rándýrum stígvélum í kreppunni?
Ekki hún ég.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2009 kl. 09:44
Ég las bókina þegar ég var 13 ára og það var svakalegt. Ég gat ekki hugsað mér að lesa einn staf ef ég var ein í húsinu. Þetta bætti bara á myrkfælnina auðvitað, pabbi var duglegur að segja okkur börnunum þjóðsögur þegar ég var lítil, hann kunni urmul af þeim og sagði mjög skemmtilega frá.
Núna hefur myrkfælnin breyst hjá mér, ég er ennþá smeik við að ganga um í myrkri en núna eru það ekki draugar og huldufólk sem ég óttast heldur misyndismenn.
En annars held ég þú ættir að ná þessum minningum úr kerfinu með því að horfa aftur á myndina, spurning um að gera það að degi til svo þú þurfir ekki að fara út í myrkrið í smók í miðri mynd :)
Njóttu stígvélanna.
Sólveig Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 10:57
Man einhver eftir rauða dvergnum í Don´t look now ?
Sá sat fyrir mér í öllum skúmaskotum lengi vel.
Eða alveg þangað til ég sá ágæta gamanmynd þar sem ein aðalpersónan segir "You don´t mess with a dwarf in a red raincoat, everybody knows that !"
Þorði svo ekki í sundlaug, hvað þá opið haf, mánuðum saman eftir JAWS.
Hafði hins vegar vit á að sjá ekki Shining fyrr en fyrir örfáum árum og var þá orðin þokkalega forhert í hryllingi...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.9.2009 kl. 15:10
p.s. Taktu stígvélin og hlauptu !
Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.9.2009 kl. 15:10
Frábær mynd, snilldarverk Stanley Kubrik, blessuð sé minning hanns. Ég sá hana í bíói og það var alveg frábær upplifun. Skemmtilegt að lesa bloggið þitt um hana, Jenný.
REDRUM...........
MURDER.............
REDRUM............
http://en.wikipedia.org/wiki/Stanley_Kubrick
Hörður Þórðarson, 7.9.2009 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.