Sunnudagur, 6. september 2009
Ljótur leikur
Það er ábyggilega ekki auðvelt að vera stjórnmálamaður á tímum internetsins þar sem nafnleysingjar geta stundað rógburð óáreittir.
Ég hef reyndar ekkert á móti því að fólk taki þátt í umræðu án nafns, þ.e. þegar það er innan eðlilegra velsæmismarka.
Auðvitað er gagnrýnin grimm á stjórnmálamenn í þessu ástandi sem nú ríkir en þeir sem skrifa undir fullu nafni stíga auðvitað varlegar til jarðar en þeir sem fela sig í hugleysi við tölvurnar sínar bak við byrgða glugga.
Ég hef algjöra samúð með Björgvini G. Sigurðssyni sem nú er verið að vega að úr launsátri.
Nafnlausir rógberar segja að Björgvin sé á fylleríi á skemmtistöðum og á kvennafari.
Maðurinn er í sambúð. Halló ógeðin ykkar sem svona gerið.
Hvað er eiginlega að fólki sem fær út úr svona ljótum leik?
Ég veit ekki betur en við sem erum með bloggsíður á Mogganum séum ábyrg fyrir þeim athugasemdum sem koma við færslurnar okkar.
En er það nóg?
Þarf sá sem hýsir bloggin ekki að taka hina endanlegu ábyrgð?
Mér finnst þetta dálítið brennandi spurning í deginum.
Það eru nefnilega allir að fara á límingunum í þessu þjóðfélagi.
Fjandinn hreinlega laus.
Hvar setjum við mörkin krakkar?
Björgvin G.: Ný vídd í nafnlausu níði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 2987316
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Að fólki segi til sín. Þar með ber það ábyrgð á sinni meiningu.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 16:50
Ég ætla ekki að dæma um hvað maðurinn er sekur um og hvað ekki. Ég set þetta undir sama hatt og málningarsletturnar hjá öðrum mönnum. Bak við allt þetta fólk standa aðstandendur: makar, börn, foreldrar osfrv og ENGINN á skilið að láta koma svona fram við sig!
Aumingjans fólkið á rétt á sínu einkalífi burtséð frá því hvað það gerði og gerði ekki í vinnunni í fyrra!
Guðný Drífa (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 16:51
Málið snýst um að það sé hægt að setja svona óhróður á netið og komast upp með það. Ekki hvort að einhver sé sekur eða saklaus.
Dúa, 6.9.2009 kl. 16:59
Ég held að allt þetta mál sé ekki einfalt. Menn hafa auðvitað samúð með hverjum þeim sem verður fyrir rógburði. En það er margt fleira í þessu, Björgvin boðar að hann muni beita sér fyrir lagastningu í fljótheitum. Almenningur ætti einmitt að gjalda varhuga við því þegar stjórnmálamaður sem hefur persónulegra harma að hefna vill setja lög með hraði. Það má alveg búast við því að þetta vandamál - nafnlaus rógur á netinu - verði notað til að þrengja að ritfrelsi og tjánignarfrelsi. Reiður maður á ekki að setja lög. Það er einmitt háttur stjórnmálamanna að nota eitthvað svona til að reyna að takmarka tjáningarfrelsi. Reyndar pistill Björgvins mjög óskýr, hann talar t.d. um að verði að skýra lögin um meiðyrði þegar hann á í raun og veru við að sett verði ný lög. Það sem hann segir um eigin reynslu er auðvitað gott og gilt en hvernig hann útfærir hana upp á þjóðfélagið er ekki vel rökstutt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.9.2009 kl. 17:55
Já Jenný Anna, mín kæra bloggvinkona.
Þetta er ömurlegt og vart er hægt að leggjast lægra.
Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm
Karl Tómasson, 6.9.2009 kl. 17:56
Sigurður: Hjartanlega sammála..
Hvenær mun annars Björgvin sæta ábyrgð fyrir lygi, aðgerðarleysi og vanhæfni í kjölfar bankahrunsins ?
hilmar jónsson, 6.9.2009 kl. 18:08
P.s. Maðurinn situr enn á þingi og allt bara í fína ?
hilmar jónsson, 6.9.2009 kl. 18:16
Sammála Dúu,
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:16
Auðvitað er þetta ljótur leikur. Ekki spurning um það. En ég hef tilhneigingu til þess að halda með Sigurði Þór um að það er vafasamt og varasamt að rjúka til og setja ný lög með hraði.
Við höfum okkar meiðyrðalög sem gilda um það sem skrifað er opinberlega. Það sem skrifað er á netið eru opinber skrif. Það er auðvelt að rekja það (IP-tala) hver skrifar eða í það minnsta er ábyrgur fyrir þeirri nettengingu sem notuð er. Þetta finnst mér alveg nægja.
Jón Bragi Sigurðsson, 6.9.2009 kl. 18:17
Ég var einmitt að hugsa um það um daginn þegar ung frænka mín var að fara að skrifa ritgerð um ljóstillífun eða hvað sem það heitir og "googlaði" orðið. Þar fann hún fullt af upplýsingum frá hinum og þessum og skrifaði þau niður samviskusamlega. Kennarinn hennar kallaði hana til sín og spurði hana hvaðan hún fengi þessar upplýsingar um ljóstillífun, hún svaraði á neti og kom þá í ljós að þetta var allt bandvitlaust og sumt alveg útúr kú. Sem sagt, þótt það sé á netinu þá er það ekki endilega satt! Og stundum verður maður bara að kunna að leyta sér staðreynda ef svo ber undir og hafa vit til að greina á milli áræðanlegra heimilda og svo vitleysu. Á heimasíðu systur minnar stendur t.d að hún sé hæðst okkar systkyna og ég sjálf sé 162 cm sem er svakaleg lygi og ótrúleg vitleysa. Ég er 164 og hef ég það frá fyrstu hendi og niður á gólf með málbandi!
Garún, 6.9.2009 kl. 20:53
Frá hendi og niður á gólf 164 cm?
Dúa, 6.9.2009 kl. 21:13
Það er bara grunsamlegt hvernig hver spilari hrunsins á fætur öðrum grefur upp einhverjar meintar kjaftasögur um sjálfan sig frá einhverjum nafnlausum illmennum.
Líkast til hefði enginn heyrt meintar kjaftasögur ef Bjöggi sjálfur hefði ekki komið þeim vel á framfæri.
Allir þessir aðilar hafa farið fram á hertar reglur á netinu... spúkí
Það verður gaman að sjá hver kemur næst og hvaða sárleiki verður í gangi.
Annars er ég algerlega að missa af öllum þessum vondu nafleysingjum sem eru að ata elítu og embættismenn óverðskulduðum skít.
DoctorE (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 21:36
Ef ég man rétt bar Björgvin sig líka afar illa fljótlega eftir bankahrun yfir illviljuðu fólki sem ekki var ánægt með störf hans þá, og bloggaði um það.
hilmar jónsson, 6.9.2009 kl. 21:53
Hilmar: Málið snýst ekki um Björgvin sem stjórnmálamann, hann á ekki upp á pallborðið hjá mér svo mikið er víst.
En ef þetta er rétt sem hann segir þá er það ljótur leikur sem fólk stundar í skjóli nafnleyndar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2009 kl. 09:59
Björgvin er ekki sá fyrsti sem verður fyrir barðinu á þessum persónuníðs geðröskunum. En það að hann er stjórnmálamaður setur málið að því best verður séð, í mikilvægara vægi, þannig að væntanlega snýst málið að einhverju leyti um það.
En að heyra Björgvin kalla eftir að fólk sé dregið til ábyrgðar, það er bara eitthvað svo .......................
hilmar jónsson, 7.9.2009 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.