Laugardagur, 29. ágúst 2009
Hrunaflokkurinn berst um á hæl og hnakka
Leynt og ljóst hafa Bjarni Ben og Sigmundur Davíð unnið að því að koma því þannig fyrir að stjórnin falli.
Það er auðvitað eðlilegt að stjórnarandstaða sækist eftir að komast á bekkinn en það er til háborinnar skammar að hegða sér svona á þessum erfiðu tímum í sögu þjóðarinnar.
Málefni og hagur þjóðarinnar hafa verið sett til hliðar en klækjastjórnmál hafa ráðið allri framgöngu þessa fólks, allt gert til að komast að kjötkötlunum.
Ég á orðið í erfiðleikum með að fylgjast með í þinginu vegna framíkalla frá stjórnandstöðunni sem hagar sér eins og götustrákar af báðum kynjum (fyrirgefið götustrákar).
Nú þarf ég ekki að velkjast í vafa lengur um hver áform BB og félaga eru.
"Verði fyrirvörunum við ríkisábyrgð á Icesave-samning ríkisstjórnarinnar hafnað, verði ekki fallist á skilaboðin frá Alþingi, er ég jafnframt þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin eigi að segja af sér, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á opnum fundi í Valhöll í morgun."
Hrunaflokkurinn ætlar ekki að gera það endasleppt.
Bjarni Ben ætar að troða sér í stjórn.
Ég veit að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn leggja mikið á sig núna.
Það þarf að verja gamla valdabatteríið, koma í veg fyrir breytingar og pólitísk uppgjör. Sannleikurinn má ekki verða ljós.
Þeim má ekki verða kápan úr því klæðinu.
Víki verði fyrirvörum hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
NEI NEI NEI
Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.8.2009 kl. 15:41
Heyr, heyr.
Sigrún Jónsdóttir, 29.8.2009 kl. 15:46
Ég skil að hverjum þeim sem finnst ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hafa staðið sig vel vilji ekki sjá neitt annað stjórnarmynstur. Þeim sem finnst vel hafa tekist til við Icesave-samningana (sem byrjaði á skipun í samninganefndina), þeim sem finnst mörgum úrræðum til að dreifa fyrir heimili og fyrirtæki – ég skil að þeir vilji halda áfram með það góða starf (þeirra skoðun).
Held að hinir séu þó fleiri sem myndu vilja sjá ÞJÓÐSTJÓRN og samvinnu fólks úr öllum flokkum. Sem er í raun svipað samvinnu Sjálfstæðisflokksins við aðra sem vildu reyna sitt ítrasta til að lágmarka skaðann af þeim Icesave samning sem fyrir lá. Það var fyirséð að flokkstryggð vinstri flokkanna myndi hafa betur þegar kæmi að atkvæðagreiðslu. Samfylkingin gerir ekkert sem mögulega dregur úr líkum á inngöngu í ESB og VG vilja bara vera áfram þar sem þeir hafa lengi þráð að komast og ekki fengið fylgi til, í ríkisstjórn.
Steinar (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 16:37
Þetta er rökrétt ályktun hjá Bjarna og öllum þeim sem ekki studdu kúgunaraðferðir Breta og Hollendinga í gegnum Isesave. Þetta framtak hjá stjórnaraðstöðunni er rétt spor til að sýna fram á ábyrgð Icesave samningi er einungis hjá Núverandi Ríkisstjórn og hún þarf að horfa framan í íslensku þjóðina og sannfæra hana að þeir hafi ekki framið nánast Landsáð.
Einnig þarf Forseti Íslands að horfa framan í Íslenska þjóð og sannfæra hana um að ekki sé um "næstum Landráð" með þessum samningi.
Eggert Guðmundsson, 29.8.2009 kl. 16:38
Ég held að engin ríkisstjórn sé góð í þessu árferði.
Punktur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2009 kl. 17:02
Ríkistjórn sem inniheldur Sjálfstæðisflokk, hvað þá Sjálfstæðisflokk og Framsókn, verður ekki tekin gild í mennsku samfélagi. Giska frekar á að landflótti verði algjör þá og jafnvel blóðug borgarastyrjöld sé þá orðinn að vitrænum möguleika að mati sumra, því Sjálfstæðisflokkurinn má ALDREI fá aftur völd fyrr en hann hefur lært að iðrast og gert upp skuld sína við íslenskt samfélag. Þannig séð má ætla að hann sé nefnilega mun skaðlegri þjóðfélaginu en 14 faldar byrðir Ice-Save samningsins.
Ég tel mig allavega ekki bundinn af lögum né tel að það eigi að greiða nokkra skatta, skuldir og annað til samfélags sem leiðir þessi hermdarverkasamtök til valda á ný. Þeir rufu sáttmálann, ollu hér fullkomnu siðrofi og sviku þjóð sína fyrir hagsmuni sína og fárra manna sem nota bene eru nær því allir skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Meira að segja fær einn aðalhermdarverkamaðurinn að líkja sér við krist á krossinum á landsfundi og félagi hans sem færði okkur Ice-Save situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.
Fjandinn hafi það, þessi aðalorskavaldur hrunsins ætti að gera einn og sér upp Ice-Save skuldina, helst að taka félagatalið miðað við síðasta kjördag og skipta IceSave á milli þeirra eingöngu.
AK-72, 29.8.2009 kl. 17:29
Hvaða breytingar ætlar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn að koma í veg fyrir? Að Steingrímur og Jóhanna haldi okkur við hungursmörk þar til við verðum leidd á ESB-jötuna? Ég vona svo sannarlega að hægt verði að koma í veg fyrir það.
Frá því í febrúar hefur ríkisstjórnin lofað skjaldborg um heimilin, við sáum lausnirnar streyma af vörum Árna Páls í Kastljósaþætti í vikunni. Ríkisstjórnin lofar endurreisn atvinnulífsins, nú fer vetur í hönd og fyrirtækin sem enn tóra róa lífróður og Vg lofar að tryggja að ekkert erlent fjármagn berist til landsins.
Tiltrú umheimsins átti að fást með því að reka seðlabankastjórann, þegar hann fór frá var dollarinn á 112 síðan hefur sú tala ekki sést. Og engin lán hafa borist til landsins síðan Sjálfstæðisflokknum var ýtt út úr ríkisstjórn.
Hvað er það sem ekki má breytast?
Ragnhildur Kolka, 29.8.2009 kl. 19:44
Ég tek undir þau orð sem AZ-72 segir að hver og einn íslendingur sé ekki lengur bundinn af lögum né stjórnarskrá. Fordæmið sem Ríkisstjón hefur sett yftir undir fordæmi í öllum dómsmálum.
Eggert Guðmundsson, 29.8.2009 kl. 21:05
Veit svo sannarlega ekki hvað er til bragðs. Það er hrollvekjandi ef það er eina lausnin út úr vandanum að Sjálfstæðismenn og Framsókn komist aftur til valda (hrollur), en ég er ekki par hrifin af Samfylkingunni heldur, og hluta af Vinstri grænum. Þannig að þetta er forarpyttur sem vont er að komast upp úr. Ég vil utanþingsstjórn, eða þjóðstjórn sem hefur að leiðarljósi hag fólksins í landinu, eitthvað sem ég hélt að þessir ráðamenn hefðu í fyrirrúmi, en hef komist að að er alls ekki á döfinni þar á bænum því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2009 kl. 21:34
EF já ef BB meinar það sem hann segir ætti hann að fara fram á að xd verði lagt niður fyrir að valda slíkum skaða
Tryggvi (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 23:03
Best er að fá "hagsýnar húsmæður" til þess að stýra málum þjóðarinnar. Samfélagið er ein stór fjöldskylda og það þarf að stýra henni sem slíkri.
Það á ekki að láta óþekktarorma komast upp um það að ofurveðsetja fjölskylduna. Það þarf að setja þá í skammarkrókinn.
Eggert Guðmundsson, 29.8.2009 kl. 23:15
þetta er nú meira bullið í ykkur öllum
Eggert Karlsson, 29.8.2009 kl. 23:27
Mitt svar til Ragnhildar Kolka er:
Á meðan enginn, enginn Ragnhildur hefur verið dreginn til ábyrgðar á því að íslenskar fjölskyldur lifa nú við stórskert lífskjör og ömurlegar framtíðarhorfur, þá mega, nei verða "grunaðir" að sætta sig við sína stöðu þar til þeir verða hreinsaðir. Það er alltént hægt að sannmælast um að á hinum risastóra "grunaðra" lista eru flokkarnir sem kveiktu í rakettunni og uggðu ekki að hausnum á fólkinu þegar prikið féll til jarðar.
Rembingstilburðir í þá átt að þagga niður og svæfa alla alvöru rannsókn, bætir auk þess heldur ekki réttarstöðu grunaðra.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.8.2009 kl. 23:32
Ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir þeirri stöðu, sem íslenska þjóðin er í. Sumir halda að lausnin sé sú að gefa skít í alþjóðasamfélagið, sem krefst þess að við stöndum við þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist með þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Hvað hefði gerst, ef dæmið hefði snúist við, þ.e. að hér hefði verið erlendur banki með útibú, hefði lofað Íslendingum hárri ávöxtun, sem landinn hefði gleypt við og falið honum ávöxtunina. Bankinn hefði síðan farið á hausinn og innistæður hefðu glatast. Hefðum við ekki krafist bóta? Það er vonlaust að við getum spólað aftur til 2007, enda sú firring sem þá ríkti, innihaldslaus sýndarmennska. Það var engin innistæða fyrir veislunni. Reikningarnir streyma inn og því miður lendir byrðin á öðrum en þeim, sem mest bar á og flugu hæst. Það er því hjákátlegt, að þeir sem báru ábyrðina að allt færi fram samkvæmt settum reglum og sáu um peningalegu umgjörðina, skuli í dag hneykslast á því, hve hreinsunin gangi seint. Sjálfstæðisflokknum ber að biðja þjóðina afsökunar á framgöngu sinni og á meðan hann gerir það ekki, eru föðurlegar ráðleggingar úr þeim ranni hjákátlegar.
Það er undir núverandi stjórnvöldum komið hvort þeim tekst að leiða þjoðina út úr ógöngunum, en ég er hræddur um að gamlar kredduhugmyndir, sem hafa komið upp síðustu daga frá VG, eigi eftir að þvælast fyrir í uppbyggingunni. Þeir geta notað þær til heimabrúks, en þær leysa ekki þann vanda sem við er að glíma.
ET (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 23:39
Jenný Stefanía: Ég tek eftir að þú lætur hjá líða að ræða efnisatriði athugasemdar minnar, en vindur þér í að dylgja um "grunaða" og "ábyrgð". Þetta eru atriði sem eru í skoðun hjá rannsóknarnefnd Alþingis annars vegar og sérstökum saksóknara hins vegar. Fólk getur velt sér endalaust upp úr því hver sé sekur og hver saklaus, en þegar upp er staðið þá munu þar tilbær yfirvöld kveða upp úr um sekt og sakleysi.
Skýrsla þingnefndar kemur út 1. nóv og mér sýnist Sjálfstæðisflokkurinn bara bíða rólegur eftir niðurstöðunni, enda ekki glæpur að auka frelsi einstaklingsins. Bankasalan var heldur ekki glæpur eins og látið er að liggja, því þá væru bankar ekki einkavæddir um allan hinn vestræna heim. Feillinn liggur í EES löggjöfinni sem leyfði ótakmörkuð umsvif bankastarfsemi innan svæðisins og reglugerðar um innlánstrygginga sem sá ekki fyrir kerfishrun.
Nafna þín Jenný Anna kallar það klækjastjórnmál að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa tekið höndum saman um að bjarga því sem bjargað varð varðandi þennan afglapasamning sem Steingrímur Joð og ríkisstjórnin lögðu fram og gátu svo ekki einu sinni fengið sína eigin þingmenn til að styðja.
Ég kalla það klækjastjórnmál þegar menn boða eitt fyrir kosningar en kúvenda síðan stefnu og hugsjónum til þess að komast að "kjötkötlunum" eins og hún orðar það. Skyldi nokkur íslenskur stjórnmálamaður hafa lotið jafn lágt og Steingrímur Joð, sem hefur þaggað svo gersamlega niður í stuðningsmönnum Vg að rödd þeirra er nánast hætt að heyrast á Blogginu.
Og hver er að rembast við að þagga niður og svæfa alvöru rannsókn? Ef einhver er sekur í þeim efnum er það jarðfræðingurinn sem ber ábyrgð á Icesave samningnum. Með lýðskrumi og heitingum er hann nú að trufla rannsókn efnahagsbrotanna með hótunum um skaðabótamál og einkamál. Slík mál eru ekki höfðuð nema menn hafi gögn til að styðja sakfellingu. Séu þau til, þá liggja þau hjá FMÍ eða sérstökum saksóknara og þar sem sama mál verður ekki höfðað á hendur neinum tvisvar þarf Steingrímur Joð að sækja þau þangað.
Ætlar Steingrímur Joð að rústa rannsókninni svo hann geti staðið við orðagjálfur sem aldrei var ætlast til annars en "heimabrúks"?
Ragnhildur Kolka, 30.8.2009 kl. 09:09
Gott og vel Ragnhildur,
Efnisatriði athugasemdar þinnar eins og ég skil hana, eru þau að þar sem núverandi ríkisstjórn hefur brugðist í því að slá skjaldborg um heimilin, þá skuli hún víkja og Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn taka við. Auk þess má skilja það svo að erlend lán hafi ekki komið til landsins vegna þess að Sjálfstæðisflokknum var ýtt út úr ríkisstjórn.
Þú deilir þá líklega þeirri skoðun varaformanns Sjálfstæðisflokksins, "að spennandi tímar" séu að fara í hönd. Þegar hún sagði þetta læddist gamli hrollurinn að, því að spennan átti að felast í öllum tækifærunum sem fælust í hvítþvotti gjaldþrota fyrirtækja, núllstillingu og nýs upphafs með sama fólkinu og missti fjármálavitið á árunum 2002-2007. Uppgjör Sjálfstæðismanna, fólst í yfirlýsingunni "fólkið brást en stefnan ekki".
Stöðug og markviss andúð Sjálfstæðisflokksins á reglugerðum, eftirliti og gegnsæi atvinnulífsins með BÁ í fararbroddi þá og nú, hræðir þá sem telja að skortur á öllu þessu, hafi spilað stærstan þátt í hruninu, þ.á.m. mig.
Það sem má ekki breytast Ragnhildur, er að menn komist til valda sem segja "það er betra að gera ekki neitt" (GHH )
Síðan deili ég alls ekki þeirri skoðun þinni að "erlent lánshæfismat á Íslandi" byggist á því hvort Sjálfstæðisflokkur sé í stjórn eða ekki. Þetta mat kolféll niður í tossaflokk á þeirra vakt, með fólkinu sem brást en gengur enn vaktina.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.8.2009 kl. 14:33
Þú ert eins og fló á skinn, Jenný Stefanía. Hoppar úr einu í annað og dregur ályktanir án þess að nokkuð í skrifum mínum gefi tilefni til. Hvernig tekst þér t.d. að lesa það út að ég deili skoðunum með varaformanni sjálfstæðisflokksins? Hvað sagði ég sem réttlætir það? Þessi nálgun minnir helst á ruglið í Jóni Baldvin þegar hann reynir að skora ódýrar keilur.
Það er hins vegar rétt að ég tel að því fyrr sem þessi gagnslausa ríkisstjórn fer frá því betra. Samfylkingin er afætuflokkur sem kann ekki önnur ráð en að ganga í ESB og Vg vilja halda okkur í sjálfsþurftarbúskap þar til allt blóð er úr okkur runnið. Þetta er ekki mín framtíðarsýn.
Hver skyldi nú vera þessi BÁ sem þú telur í fararbroddi hjá Sjálfstæðisflokknum. Birgir Ármannsson kannski? Er hann í fararbroddi? Áttu kannski við Bjarna Ármannson? Þá ertu ekki að fylgjast með í íslenskri pólitík. Hann er innsti koppur í búri hjá Samfylkingunni og hún er í stjórn með Vg. Kannski er það bara Bubbi sem þú ert að vísa til, hann heitir víst Ásbjörn og hefur aldrei verið í fararbroddi hjá Sjálfstæðisflokknum. Þú greiðir kannski úr þessu.
Það vantaði ekki regluverkið utan um íslenska bankakerfið. Regluverk um íslensk fjármálalíf fyllti heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í fyrravetur og það með 10 punkta letri. Gallinn lá í EES samningnum og regluverki ESB. Þetta veistu þótt þér henti að hafa það öðruvísi.
Og þetta gullkorn ætti að ramma inn:
Sem stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar ættirðu að vita að hlutirnir eru bara ekki að gera sig. Það er því fráleitt að væna aðra um aðgerðarleysi á meðan fyrirtækin og heimilin fara umvörpum í gjaldþrot í boði "greiðsluaðlögunarúrræða" ríkisstjórnarinnar.
Hvergi held ég því fram að "erlent lánshæfismat" byggist á setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Ég benti bara á að engin lán hafa borist til landsins síðan honum var ýtt út. Fyrsta lánið frá AGS kom í desember, það næsta átti að koma í mars. Það er enn ekki komið og enn vonast fjármálaráðherra til að málefni Íslands verði tekin fyrir á næsta fundi. Það er ágætt að lifa í voninni en það setur ekki mat á diskinn.
Ofbeldisfullt ríkisvald getur rekið menn og ráðið vini sína í staðin, það getur kúgað þingkonur til að greiða atkvæði gegn vilja sínum og sannfæringu og það getur logið fylgismenn sína fulla. En það getur ekki blekkt erlenda fjármálasérfræðinga og því er það að við þurfum að horfa upp á þessa tregakómedíu spila sig til enda.
Ragnhildur Kolka, 30.8.2009 kl. 19:28
Sæl aftur Ragnhildur, þó flónni fylgir kláði, ætla ég samt ekki að klóra.
Vil samt skýrgreina betur nokkur atriði.
BÁ Birgir Ármannsson
Ég er ekki stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar, en ég er algjör óstuðningsmaður þess að D og B komist til valda, áður en búið er að sópa skítnum út. Ég heillast frekar af fólki sem mér finnst traustverðugt, og er fylgið sér, þess vegna er ég óttarlegur "pólitískur kynvillingur".
Og kjósir þú að ramma ummæli fyrrverandi forsætisráðherra Geir H Haarde inn, sem hann viðhafði í apríl 2008, og síðan aftur 10 mínútur fyrir hrun, þá ættir þú kannski að bæta við setningunni "maybe I should have".
Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.8.2009 kl. 20:08
Traustverðugt fólk og fylgið sér?
Össur Skarphéðinsson? Árni Páll Árnason? Jóhanna Sigurðardóttir sem lokar sig af svo enginn sjái að hún kann ekkert til verka? Steingrímur Joð sem á sína líflegustu takta þegar hann hrakmælir Sjálfstæðisflokknum? Er þetta fólkið sem þú talar um?
Það eru ekki orð Geirs Haarde sem eru svo sérstaklega innrömmunarverð. Setningin í heild með hliðsjón af pólitískri (eða ópólitískri) sýn þinni er óborganleg.
Ragnhildur Kolka, 31.8.2009 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.