Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Íslenska leiðin - "the en-word"
Þegar íslenskir stjórnmálamenn eru króaðir út í horn eins og SER þá er viðkvæðið alltaf það sama.
Ég gerði mistök... EN (eins og núna, ég neytti víns EN fann ekki á mér. Leim).
Væri ekki hægt að klippa "enið" aftanaf og segja: Ég gerði mistök. Punktur Basta.
Bankarnir hrundu, guð blessi Ísland, við gerðum smá mistök EN það var heimskreppa.
En, en, en. Þvílík ábyrgðarfælni í gangi á þessu landi hjá stjórnvöldum.
Mér finnast mistökin hans Sigmundar Ernis ekkert stórkostlega alvarleg varðandi rauðvínsþambið, að minnsta kosti ekkert til að setja neyðarlög út af.
Í besta falli eru þau hallærislegt dómgreindarleysi.
Það er hins vegar erfiðara að horfa fram hjá því að maðurinn var að borða og drekka með MP-banka.
Þar er hann kominn á hálan ís.
En í leiðinni fýsir mig að vita hvort alþingsmenn séu í því svona almennt og yfirleitt að væna og dæna með bönkum og öðrum fjármálastofnunum?
Mér dettur ekki í hug að það sé bara SER sem það hefur gert.
Og í Þórs nafni leynifélagsfrömuðir og ofstækismenn.
Farið nú ekki í að alkahólistavæða þingmanninn af ykkar alkunna spekingsskap og "sérfræðikunnáttu" og veina; meðferð, meðferð.
Fólk drekkur aktjúallí stundum á röngum stað og stund án þess að vera í þörf fyrir slopp.
Þetta segi ég sem útúrmeðferðuð með þriggja ára edrúmennsku á mínu fagra baki.
Á eigin vegum með stuðningi fólks sem svipað er ástatt um en engu helvítis heilagleika kjaftæði með innblöndun guðs, Billa og Bobs.
Ég hef heldur enga löngun til að breyta neinum öðrum en sjálfri mér og ætla að vera fullkomlega ábyrg á lífi mínu jafnt á góðum tímum og slæmum.
Enda það i och för sig ærið verkefni að vasast í eigin breyskleika.
Þar kem ég sko ekki að tómum kofanum, börnin mín södd og sæl.
Næsta mál á dagskrá takk.
Jamm.
Fékk sér léttvín með mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 14
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 2987316
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Æji, alltaf hittiru naglann á höfuðið og alltaf gaman að lesa innleggin þín.
Ég er sammála þér með alkólistavæðinguna; og já, jafnvel líka staðreyndinni hvar hann var að borða... en hins vegar var það ekki MP Banki sem var að reyna að berga SPRON en var svo hindrað af Kaupþingi ? (ef ég man þetta rétt.....er ekki þessi MP kall nokkuð heiðarlegur ? ef það eru til heiðarlegir bankamenn þ.e.a.s.....
Eldur Ísidór, 26.8.2009 kl. 15:40
Sammála þessu, það er komin gargandi þörf fyrir
http://jennystefania.blog.is/blog/jennystefania/#entry-937768
Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.8.2009 kl. 16:00
Mér finnst það stórkostlega alvarlegt Jenný, út af fyrir sig og án samhengis við önnur mál, að alþingismaður stígi í ræðustól alþingis undir áhrifum áfengis. Það er meðvirkni af versta tagi, sem reyndar gengur nú út allt netið, ef mönnum finnst það ekki. Þingmaður sem sýnir þjóðinni aðra eins óvirðingu á ekki að vera á þingi. En það er eins og flestum finnist þetta ekkert mál svo sem. Meðvirkni þjóðarinnar í áfengismálum verður ekki betur lýst.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.8.2009 kl. 17:27
Sigurður: Ég á nú við í hinu stóra samhengi hlutanna, með öll þessi alvarlegu mál sem yfir okkur dynja.
Ég tel það enga meðvirkni ef maðurinn játar og biðst afsökunar þá er hægt að horfa fram hjá þessu atviki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2009 kl. 17:40
Tek undir með Sigurði, en líka þér að mörgu leyti, Jenný
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.8.2009 kl. 18:01
Vitaskuld er það grafalvarlegt mál að mæta drukkinn í vinnu og líðst á fáum stöðum - einna helst á alþingi og hugsanlega í seðlabankanum.....
Það eru grafalvarleg mál sem þarf að leysa á alþingi þessa dagana og ef einhverjir þurfa á öllu sínu að halda þá eru það þingmenn.
Maðurinn á vitaskuld að hysja upp um sig buxurnar og segja af sér - þá verður varamaður hans boðaður inn á þing og getur setið þar þar til hann missir vit og rænu - sem virðist vera býsna algengur sjúkdómur á alþingi þessar vikurnar!
Er kannski spurning að kalla heilbrigðiseftirlit og vinnueftirlit út? Er húsasótt að ganga á þingi?
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2009 kl. 20:46
Jenný: Sigmundur byrjar á því að ljúga og biðst síðan afsökunar.
Erum við ekki búin að fá nóg af slíku ?
Er hægt að treysta þannig fólki þegar á hólminn er komið ?
hilmar jónsson, 26.8.2009 kl. 23:35
Hvort sem Sigmundur Ernir mætti hífaður í ræðustól eða ekki þá held ég að hann sé vita vonlaus pólitíkus... og hann er verri sem skáld.
Ekki skrítið þó maðurinn sé svolítið rávilltur og þ.a.l. ruglaður á stundum.
Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2009 kl. 01:17
Emil: Endilega koma því að hversu lélegt skáld þér finnst hann vera.
Háralitur mannsins er líka hneyksli, veit hann ekki að dökkt fer honum betur?
Liturinn á bílnum hans sökkar.
Svo er hann í asnalegum stjórnmálaflokkið og smyr brauðið sitt öfugu megin hef ég heyrt.
Kommon.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2009 kl. 09:54
Þetta með stjórnmálaflokkinn hans er reyndar alveg rétt
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2009 kl. 10:04
Gunnar: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2009 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.