Mánudagur, 24. ágúst 2009
Má biðja yfirgrillmeistara frjálshyggjunnar að grjóthalda saman á sér þverrifunni?
Icesave, ég veit ekki hversu oft ég hef hamrað þetta orð á lyklaborðið. Svei mér ef ég þarf ekki að endurnýja stafina hjá mér.
Hér eftir mun ég breyta til og kalla þessa hugarafurð klikkhausanna í Landsbankanum Klakavörn (jafn mikið öfugmæli og hið enska nafn).
Get ekki meira.
En..
Að brandarakarlinum Hannesi H. Gissurarsyni.
Hann var í útvarpinu í morgun, þessi yfirgrillmeistari frjálshyggjunnar.
Ef eitthvað kæmi af viti frá þessum frjálshyggjufrömuði sem btw predikar um óhefta markaðshyggju og lágmarks afskipti ríkisins úr öruggu sæti opinbers starfsmanns, þá færi ég að verða alvarlega áhyggjufull.
Nú prédikar yfirgrillmeistarinn nýja speki.
Ef einhver á að biðjast afsökunar á einhverju þá er það Steingrímur J. og þeir sem gerðu Icesave-samningana.
Jabb, kveiktu endilega í húsi og gagnrýndu svo glataðar vinnuaðferðir slökkviliðsins.
Slökkviliðið er auðvitað aðal sökudólgurinn í þessu subbumáli öllu.
Hannes Hólmsteinn þú getur ráðið þig á Þorrablót og árshátíðir mín vegna með þín frábæru skemmtiatriði enda fer ég aldrei á svoleiðis samkomur.
En þar fyrir utan þá vil ég biðja þig kurteislega að grjóthalda saman á þér þverrifunni og skammast þín.
Takk fyrir kærlega.
Fylgst náið með framvindu Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Og af hverju var verið að ræða við mannfýluna?
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 11:58
Þessi pistill hjá þér um H.H.G. Eru orð í tíma töluð. Maðurinn er einn af þessum sem ekki þekkja sinn vitjunartíma. Þ.e. að vera sígjammandi þegar fólk er löngu hætt að hlusta á hann. Professorinn ætti að reyna að næla sér konu sem að getur haft vit fyrir honum.
J.þ.A (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 12:03
Hannes Hólmsteinn þú getur ráðið þig á Þorrablót og árshátíðir mín vegna með þín frábæru skemmtiatriði enda fer ég aldrei á svoleiðis samkomur.
En þar fyrir utan þá vil ég biðja þig kurteislega að grjóthalda saman á þér þverrifunni og skammast þín.
Æ nei Jenný ég vil ekki sjá þetta gerpi á þorrablóti, það myndi eyðileggja fyrir mér alla skemmtun.
Undir þetta síðasta tek ég af fullum heilindum. Kunna þessir siðblindingjar ekki að skammast sín??? Nei því miður, þeir geta ekki séð eigin sök. Þess vegna á ekkert að vera að hampa þeim hvað þá vera að ræða við þá í fjölmiðlum. Við eigum þó að minnsta kosti skilið að vita og heyra sem minnst frá þeim.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2009 kl. 12:14
Algjörlega sammála þér Jenný enda minntist ég á þetta sama í pistli mínum í gær. HHG er svo gjörsamlega siðblindur og firrtur að jaðrar við glæp. Maðurinn var hlæjandi í stjórn Seðlabankans (fyrir tilviljun) þegar hrunið varð á vakt sjálfstæðisflokksins. Það er mikilvægt að banna þann flokk. Hann hefur ekkert með stjórnmál að gera. Þetta er klúbbur fólks sem veitir hvert öðru stöður og góð laun.
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 12:15
Komst að svipaðri niðurstöðu, Jenný. Alveg dæmalaus, en að rigga hann upp á þorrablóti er ekki gott. Annað hvort yrðu allir edrú á stundinni eða út myndi brjótast slagsmál um alla veggi.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 12:17
Það er mikil gæfa fyrir íslendinga að hafa slíkt göfugmenni, mannvin og mannvitsbrekku sem doktor Hannes er. Bloggari gerir grín að Hannesi Hólmstein og er það miður.
Nú bíður heimsbyggðin agndofa eftir bók um íslenska efnahagshrunið eftir þetta andlega ofurmenni, þennan kjörson Íslands. Spár gera ráð fyrir að 100 miljón eintök seljist af þessum vísdómi, enda hver vill ekki sitja við fótskör meistarans ?
Gleymum því ekki að þessi snillingur kenndi íslendingum að búa til fjármuni úr engu - og það mikla. Geri aðrir betur. Húrra húrra fyrir Hannesi.
"Ábyrgðarmaðurinn" (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 12:23
ísbjörg betri en klakavörn. auk þess færri atkv. blessuð vertu ekki að eyða púðri á hh.
guðrún ægisdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:40
HHG er stór skrítinn.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2009 kl. 14:10
Afhverju er þetta fífl metið hæft til þess að kenna í Háskólanum ?
hilmar jónsson, 24.8.2009 kl. 14:26
Glæsileg fyrirsögn á þessum pistli. En manni finnst nauðsynlegt að heyra í HHG reglulega til að minna fólk á hvað alls ekki á að endurtaka hér á landi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.8.2009 kl. 14:39
Þegar þessi "yfirgrillmeistari" opnar munninn um aðra en sjálfan sig, þá er hann að verja bestu og mestu vini sína Kjartan og Davíð.
Vörnin er svo yfirgengilega heimsk og úr öllum takti, að manni dettur helst í hug að verjandinn sé enn á sporbaug um græðgishnöttinn, með hinum geimverunum.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.8.2009 kl. 14:45
Þegar vinskapur er kominn á þetta stig er hann nánast orðinn sjúklegur
Finnur Bárðarson, 24.8.2009 kl. 15:18
Svona svona Aðdáandi Hannesar Hólmsteins gefur sig fram hann á amk einn að"dá"anda smellið á linkinn.
Sævar Einarsson, 24.8.2009 kl. 15:20
Varð einmitt þess "heiðurs" aðnjótandi að hlusta á þessa elsku í morgun. Er ekki frá því að hann hafi bókstaflega talað út um rassg.... á Davíð (afsakið dónaskapinn,en ég tel hann nauðsynlegan). Það eina sem hann gat sagt var Davíð sagði.... og Davíð gerði.... ja eða Davíð gerði ekki.....
Elsku kallinn er bara svona húsbóndahollur enda blífastur í svartholinu
Erna Kristín (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 15:20
Kikkhausanna klakavörn
kyngja verða Íslandsbörn.
Frjálhyggjunnar framagosi
fær nú ekki varist brosi.
Að grillmeistarans glóð varð brenna
er greinilega þér að kenna.
Bláa höndin brást rétt við
bara að skilið hefðu þið.
God took and god gave
the good Icelanders Icesave,
svo þeir mættu saman reyna
sönnun þess að veginn beina
Þekkir Hann (es) í þaula einn
Því skal ekki efast neinn,
heldur hætta að kveina og kvarta
og klakavörn loada í sitt hjarta.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.8.2009 kl. 15:34
Hahaha....Ég heyrði þetta líka en hélt að þetta væru fóstbræður að grínast! Ok svo þetta var alvöru viðtal! Right! Og ég fer aftur útí garð að moka holu, er búin að vera að gera það í allt sumar og það er það eina sem meikar sens í þessum heimi! Úff
Garún, 24.8.2009 kl. 16:43
Hannes talar með þverrifunni. Sumir aðrir tala með langrifunni.Hver hefur sinn hátt á.
Sigurgeir Jónsson, 24.8.2009 kl. 17:33
Hannes á horninu lætur ekki deigan síga. Davíð allt og ekkert meira með það.
Helga Magnúsdóttir, 24.8.2009 kl. 19:49
Væri til of mikils mælst, að fara fram á það við blogghöfund, að hann haldi líka saman á sér þverrifunni?
Því fyrr sem við getum þaggað niður í fólki sem lætur pólitískar skoðanir ráða, fremur en hagsmuni þjóðarinnar, því fyrr getum við tekið á málunum og sótt glæpamennina til saka.
Við þurfum fyrst og fremst að afheimska þjóðina, og það í hvelli.
Ekki slæmt að byrja á þessari síðu?
Hilmar (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 22:05
Getum við ekki bara selt HHG sem skemmtikraft til Bretanna? Það er eiginlega ekki hægt að láta hann troða uppá þorrablótum - fólk á þorrablótum er líka fólk.......
Skyldi hann vera ástfanginn af Davíð?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.8.2009 kl. 00:35
Ég vil endilega að hugmyndarfræðingur Ránfuglsins tjái sig sem mest, því kjósendur XD skammast sýn rosalega fyrir hann, Kjartan og Davíð. Látum hann blaðra & blaðra, þá hrynja atkvæði af FLokknum sem er hið besta mál. Hver kýs FLokk sem veldur "algjöru hruni í samfélaginu með því að gefa innmúruðum SPILTUM og siðblindum aðilum blint FRELSI til að RÚSTA okkar samfélagi??? Hvað er fólkið sem kýs XD í áskrift eiginlega að pæla??? Kan það ekki að skammst sýn fyrir framferði & stefnumál FLokksins??? Mér sýnist ekki, XD þarf að fara í hreinsun og henta Hannesi & Kjartani ÚT sem fyrst...!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 25.8.2009 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.