Leita í fréttum mbl.is

Ekki séns að ég mæti

Ég byrjaði daginn á að baka mér óvinsældir.

Ég ætla að halda því áfram.

Samtökin Indefence hafa boðað til samstöðufundar á Austurvelli klukkan 17 í dag til að leggja áherslu á þá kröfu að gerður verði sanngjarn Icesave-samningur sem þjóðin geti staðið við.

Gott mál svo langt sem það nær.

En og það þarf alltaf að vera þetta EN...

Sjálfstæðisflokkurinn sendi út bréf til flokksmanna með hvatningu um að mæta.

Hafandi fylgst með íhaldinu frá því ég fékk kosningarétt fyrir hryllilega löngu síðan þá fyllist ég samstundis tortryggni þegar þeir hvetja til fundahalda.

Í vetur voru mótmælendur, lýður og skríll og ekki fólkið í landinu eins og frægt er orðið.

Þá létu Sjálfstæðismenn ekki sjá sig, höfðu skömm á skrílnum úti í kuldanum.

Núna vilja þeir mæta á staðinn og fá sem flesta með sér.

Það er nægjanleg ástæða fyrir mig að halda mig fjarri.

Svo eru skemmtiatriðin sem boðuð eru örvæntingarfull tilraun til að fá fólk til að mæta.

Hallærisleg gulrót með tilliti til að þetta er enginn skemmtiatburður heldur gráalvarlegt mál.

Reyndar hafa Sjálfstæðismenn alltaf fengið góða mætingu út á grill (ómæ) og skemmtiatriði.

Nei, íhaldið verður að vera án mín að þessu sinni.

Eins og þeir hafa reyndar ávalt verið.

En þið ykkar sem mætið.  Góða skemmtun, mér skilst það verði mikið um dýrðir.

Úje.


mbl.is Samstöðufundur vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi vertu ekki með þessi leiðindi alltaf hreint .... :)

Ég ætla að mæta. Mæti fyrir mig og geðheilsu mína. Verð að sjá og finna að Íslendingar geti staðið saman. Á von á að hitta fullt af fólki sem hefur ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera en mætir vegna andúðar sinnar á Þrælsave

Heiða B. Heiðars, 13.8.2009 kl. 14:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ósammála, ekkert mark á þessu takandi þar sem verið er að ná fólki í skemmtanir til að sýna hópinn stærri.

Því miður er lang flestum Íslendingum skít sama um Icesave nema sem nemur einu músarklikki.

En mér er ekki sama er bara með smekk fyrir því hverjum ég treðst með í mannþröng.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 14:31

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já og svo hafa þeir borðið fé á veðurguðina því gula fíflið skín eins og motherfucker.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 14:37

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Er nú Einar Már orðinn hallærislegt sjálfstæðisgulrótarskemmtiatriði...?

Haraldur Rafn Ingvason, 13.8.2009 kl. 14:38

5 identicon

Sammála Jenný. Ég get ekki hugsað mér að SjálfstæðisFLokkurinn misnoti mótmæli til þess jafnvel að fella ríkisstjórnina! En Samfylkingin er ömurlegur flokkur en ef ekki næst neyðarstjórn þá er þetta það skársta í stöðunni. Besti kosturinn væri að VG og Borgarahreyfing væru nógu stór til að mynda ríkisstjórn. Kannski næst. Og svo auglýsa þeir einhvers staðar í dag að fólk eigi ekki að mæta með potta og pönnur! Þetta semsagt eiga að vera PEN mótmæli. Gubb.

Rósa (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 14:39

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég mótmæli frá Thorvaldsens eða english pub með ölglas í hendi...

Óskar Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 14:40

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Haraldur: Ég elska Einar Má.  Á hverja einustu bók sem hann hefur skrifað.  Það nægir mér.

Reyndu að ná pointinu.

Óskar: Skál í boðinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 14:41

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mæta ekki bræðurnir, Seðlabankahagfræðingurinn og doktorinn, örugglega að mótmæla sem enginn væri morgundagurinn?

Brjánn Guðjónsson, 13.8.2009 kl. 14:41

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

LOL borið fé á veðurguðina... ógeðslega fyndið

Ég myndi mæta í dag þó skrattinn sjálfur, Davíð Oddsson hefði skipulagt fundinn! Fyrir mér er Icesave stærra en allir Davíð Oddssynir þessa heims til samans.

Heiða B. Heiðars, 13.8.2009 kl. 14:45

10 identicon

Þú ert ótrúleg.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 14:54

11 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

... og pointið er að þú mætir ekki þar sem hætta er á að sjálfstæðismenn mæti! Náði því.

"Því miður er lang flestum Íslendingum skít sama um Icesave nema sem nemur einu músarklikki. En mér er ekki sama er bara með smekk fyrir því hverjum ég treðst með í mannþröng."

Gott fyrir þig, haltu þá áfram að mótmæla með músasmellum meðan við hin reynum að vera sýnileg

Haraldur Rafn Ingvason, 13.8.2009 kl. 14:56

12 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þú ert nú meiri jólasveinninn Jenný.

Indefense eru ekki þeir einu sem standa á bakvið þetta og ÞÚ og aðrir forpokaðir jólasveinar sem láta í sífellu hafa áhrif á sig með svona pískri verðið til þess að vaðið verður yfir landið á skítugum skónum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 14:56

13 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Skynug kona Jenný. Stend með þér og segi líka pass við lélegri eftirlíkingu af alvöru, sjálfsprottnum, mótmælum fólks úr öllum áttum í vetur sem leið.

Það er einhver holur tónn í þessu giggi í dag...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 13.8.2009 kl. 15:07

14 identicon

Ég mæti

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 15:08

15 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég mæti ekki.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.8.2009 kl. 15:10

16 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það er ekkert nýtt að reynt sé að stela mótmælum. Það var líka reynt í vetur. Þá mætti fólk hins vegar tvíeflt til að endurheimta þau.

Ef þið eruð á móti samningnum án ýtarlegra fyrirvara, en eruð í vafa um hvort þið ættuð að mæta - óttist að það sé einhverskonar stuðningsyfirlýsing við sjálfstæðisflokk, ESB aðild eða eitthvað annað sem ykkur fellur ekki, hengið þá bara á ykkur appelsínugulu duluna sem þið notuðuð í vetur.

...ef þið eruð hlynnt iceslave samningagerð án verulegra fyrirvara - þá náttúrlega mætið þið ekki.

Haraldur Rafn Ingvason, 13.8.2009 kl. 15:22

17 identicon

Sammála að finnst vera að boða fólk til fundar undir "fölskum" forsendum.

ASE (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 15:28

18 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ætlar þú að vera á móti Gay Pride göngunni ef Sjálfstæðisflokkurinn mælir með henni eða friðargöngunni á Þorláksmessu? Þetta er rökleysa og þú veist það alveg sjálf. Ég barðist ekki fyrir að koma hægristjórninni frá til þess að láta nýtt fólk framkvæma sömu stefnu. Ég mótmælti hægristefnu og auðvaldsdekur stjórnar Geirs H. Haarde og ég mun mótmæla slíku í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er stefnan sem ég er ósammála og sem ég tel af hafi brugðist og ekki bara fólkið eins og hefur verið mantra Sjaĺfstæðisflokksins. Þess vegna verður að breyta stefnunni og það hefur enn ekki verið gert.

Héðinn Björnsson, 13.8.2009 kl. 15:36

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þokkalegt að vera kölluð ótrúleg, jólasveinn og hvaðeina af því maður deilir ekki skoðunum með fólki.

Pant samt vera hurðaskellir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 15:37

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert sérdeilis í essinu þínu í dag svíthart! Er þetta dagurinn "bezt að gera alla brjálaða" hjá þér?

Ég skal vera grýla ef þú ætlar að fara að sýna einhverja jólasveinatilburði ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2009 kl. 15:41

21 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég kalla þig jólasvein af þeirri ástæðu að þessi fjórflokkahugsunarmáti er það sem kemur sundrung og klofningi í almenning í landið og viðheldur spillingunni.

Ég stóð í fremstu röð í vetur, ekki til þess að sjá VG og XS gera það sama og sjallarnir.

En þér er greinilega sama hvað þetta fólk er að gera, bara ekki í hvaða flokki það er.

Það er að vera jólasveinn.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 15:41

22 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Skárra en Kertasníkir !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 13.8.2009 kl. 15:42

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmm án þess að mér komi það puntustrá við - þá eru jólasveinar menn sem birtast í kringum jól og hverfa stuttu eftir áramót. Þeir eru oft klæddir rauðum buxum og rauðum jakka með svart belti og eru oftar en ekki í Nokia stígvélum. Líklega vegna þess að jólasveininn á uppruna sinn að rekja til Finnlands.

Þeir eru líka ljóshærðir með krullað skegg - segja ho - ho - ho og syngja mikið. Allavega síðustu árin.

Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2009 kl. 15:45

24 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég er að vera kurteis með því að nota orðið jólasveinn.

Ekki biðja mig um að fara að nota orðin sem ég er að hugsa.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 15:53

25 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Er þetta of jákvætt upplegg ?? 

Jón Ingi Cæsarsson, 13.8.2009 kl. 16:02

26 identicon

Bíddu nú lafhæg...

Þetta hljómar eins og þú hafir mætt á Austurvöll í vetur sem leið. Á fundi sem stjórnað var af tónlistarmanni og „skemmtiatriðin“ þrumulestur Einars Más og tónlistarflutningur KáKás. Fundarstjóri var að vísu Hörður Torfa... ahh...kannski það sé ,,pointið“? Þú fílar ekki Egil?

Steinar (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 16:05

27 Smámynd: Finnur Bárðarson

Standa við hliðina á Bjarna Ben og Sigmundi, ekki ræða það

Finnur Bárðarson, 13.8.2009 kl. 16:26

28 identicon

Ef þetta væru Vg eða samfylking sem stæðu að þessum samstöðufundi myndir þú þá mæta??

Þú getur ekki verið sátt við stöðuna eins og hún er í dag, sástu biðraðirnar í fjölskylduhjálpinni og mæðrastyrksnefnd í gær.  Hættu að láta þetta snúast um sjálfstæðismenn, þú ert betri en það.  Við þurfum að standa saman í hvaða flokki sem við stöndum.  Ástandið er svo slæmt og við getum ekki annað en mótmælt því að láta taka okkur í þurrt rassgatið.  Það kurrar í þjóðinni og ég hræðist afleiðingarnar ef við bara látum sem okkur sé sama. 

kjósandi Vg s.l. vor

Berglind Elva (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 16:37

29 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Berglind Elva: Nei ég er svo sannarlega ekki sátt við stöðuna eins og hún er í dag.

Ef, ef, ef, ég get ekki svarað því hvað ég myndi gera ef.

Ég er hvorki sátt né sæl og ég gagnrýni hiklaust þann flokk sem ég kaus í vor (VG) en ég hef ekki trú á þessum mótmælum.

Ég ætla EKKI að leggja mitt á vogarskálarnar til að styðja íhald og Framsókn við að komast aftur að völdum en allur þessi leikur með Icesave er til þess gerður.

þeir eru skelfingu lostnir við komandi uppljóstranir.

Steinar: Þetta hljómar ekki EINS og ég hafi mætt á Austurvöll ég mætti einfaldlega á Austurvöll þegar ég átti heimangegnt.

Það hafði ekki afturenda með Hörð Torfason að gera.

Voðalegur kassahugsanaháttur er þetta.

Þig rekur kannski minni til að það hrundi allt á Íslandi í haust?

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 16:51

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Takk fyrir þennan fyrirlestur.

JEVBM: Þú ert nú meira nátttröllið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 16:52

31 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það má vera, en ég mun ekki daga uppi í ljósi flokkspólítískrar forpokunarvitleysu.

En...

...til hamingju með fimmtugsafmæli tvíburanna. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 17:11

32 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hvarflaði ekki að mér að mæta....af nákvæmlega sömu ástæðum og þú

Sigrún Jónsdóttir, 13.8.2009 kl. 17:40

33 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk JEVBM.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 17:48

34 identicon

Að mínu mati átti að vera þjóðstjórn strax í upphafi hrunsins - Það er ekki hægt að breyta því sem liði er en það er hægt með framtíðina og þá fyrst þurfum við að ganga fram með gott viðhorf.  Verkefnin eru hrikaleg og sundruð náum við engum árangri og því miður finnst mér þessi flokkapólitík vera frekar til sundrunar en hitt. það virðist ekki vera hægt vinna nein mál - oft finnst mér þingmennskan snúast um sandkassaleik/slagsmál, hver er í mínu liði og hver er í þínu liði... er orðin óþolandi þreytt á að fullorðið fólk (þingmenn sem og aðrir) getur ekki staðið saman á þessum tímum - staðan er svo grafalvarleg og við erum nú ekki milljónasamfélag.

Það sem ég er að reyna að koma útúr mér er , að það eru ekki allir slæmir en of margir - verðum að gefa góðum séns og hætta að draga fólk í dilka eftir því hvar í flokki það er statt.

Bara allir saman "grow up"! Hugsum um börnin okkar og framtíðina - hvað viljum við að þau þurfi að borga lengi.

Þessu er ekkert sérstaklega bent til þín Jenný - bara allra landsmanna

Berglind Elva (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 19:09

35 identicon

Baka þér óvinsældir?

Er ekki öllum nákvæmlega sama hvort þú mætir eða ekki?

Ég skal allavega ekki ráðast að þér fyrir að styðja afturhaldið sem er við stjórn, og ætlar að kúga þjóðina til að greiða skuldir annarra.

Þú ert hvort eða er í þessum minnihluta sem lætur stjórnast af flokkshollustu, og ert þar að leiðandi ekkert ólík liðsmönnum Sjálfstæðisflokksins.

P.s.

Sendi þér gíróseðlana mína, vill ekki greiða þá sjálfur og ef þú greiðir þá ekki fyrir mig, skal ég sjá til þess að þú verðir einangruð frá umhverfinu, hvar sem þú nú annars ert.

Deux (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 19:29

36 identicon

Missturðu af Davíð, múúha!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 20:14

37 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég mætti.. á english pub.. sat fyrir utan og klappaði að ég held á réttum stöðum.. ;)

Óskar Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 20:36

38 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

3000 manna mótmælafundur var nú ekki svo slæmur, var það ??

Vonandi drattastu á staðinn næst - ef það verður eitthvað næst !!!

Sigurður Sigurðsson, 13.8.2009 kl. 20:37

39 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

SISI: Nafnleysingi og dóni, drattastu út og vertu þar. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 20:59

40 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ó heitir Sigurður Sigurðsson.  Óska þér til hamingju með þetta frumlega nafn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 20:59

41 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Gísli, helvítis fokking fokk, missti af Davíð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 21:00

42 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Einar Már var frábær. Nýfrjálshyggjupostulunum og lærlingum þeirra svíður örugglega enn í eyrun

Haraldur Rafn Ingvason, 13.8.2009 kl. 21:27

43 Smámynd: Óskar Þorkelsson

3000 manns ?? ég taldi bara 500, enda með löggugleraugun í dag ;)

Óskar Þorkelsson, 14.8.2009 kl. 01:18

44 identicon

Rosalega ertu barnaleg Jenný að segja svona

"Þá létu Sjálfstæðismenn ekki sjá sig, höfðu skömm á skrílnum úti í kuldanum."

þetta er einfaldlega rangt hjá þér.... það var fullt af sjálfstæðismönnum sem létu sjá sig þarna

ég meðtalinn (fyrrverandi sjálfstæðismaður í dag eins og margir)

yfirlýsingagleði þín afhjúpar heimsku þína

Siggi (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:06

45 identicon

"Í vetur voru mótmælendur, lýður og skríll og ekki fólkið í landinu eins og frægt er orðið."

Er síðasta commentið í þessari línu ekki komið frá Ingibjörgu sólrúnu

pake a pill

Siggi (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:16

46 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Siggi: Ég er ekki að tala um almenna kjósendur.

Ég er að tala um þekkta menn, eins og þingmenn og aðra.

Já ég er barnaleg.  Agú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 11:51

47 Smámynd: Pétur Kristinsson

En burtséð frá því hvort fólk sé sjálfstæðismenn eða ekki, er ekki allt í lagi að ýta á eftir betri samningum um ICESAVE? Er það ekki það sem þessi fundur snerist um?

Pétur Kristinsson, 14.8.2009 kl. 13:06

48 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég mætti með hroðvirknislega skrifað karton:  "Icesave útihátíð í boði kapítals.  Borgum ekki Icesave"  Flýtirinn og pirringurinn olli hroðvikninni. 

Einar Már hélt ræðu í anda þjóðrembuvinstristefnu, sem aðeins undirstrikaði hversu fjarstæðukennd þessi samkoma var.  Og sætti kannski einhverja við tilveruna, kannski?  Blekkingarleikur auðvaldsins og sjálfgræðisflokkurinn notfærði sér að sjálfsögðu samkomuna í ábyrgðarlausri baráttu sinni u.m völdin.    Nærvera Mr. Oddsons undirstrikaði hið fjarstæðukennda!

Auðun Gíslason, 15.8.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.