Miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Aldrei hægt að fyrirgefa
Flott framtak hjá Mogga að setja inn Icesave-reiknir.
Það er ef fólk hefur taugar til að velta sér upp úr þessum hroða.
Eftir fréttir og Kastljós gærdagsins ásamt öðrum fréttum af því sem hér hefur gerst er mér algjörlega nóg boðið.
Ég hef ekki tölugreind sem nægir mér til að meðtaka þessar stóru upphæðir.
Ég skil núna að ég þarf að eiga tæpar 700 þúsund til að borga minn hluta í gjaldþroti Björgólfs.
Meira til, til að slengja út fyrir Icesave.
Almættið veit hvað Kaupþingsstrákarnir og allir hinir eru búnir að fokka miklu upp til að gera mig nánast gjaldþrota.
Þetta er orðið persónulegt.
Samt er ég ekkert svo rosalega reið út í glæpamennina og stórþjófana eins og ætla mætti.
Málið er að ef þú átt demantaverslun og skilur hana eftir opna og ferð í kaffi eða á skíði bara, þá er varla hægt að lá þjófunum sem láta greipar sópa á meðan er það?
Þess vegna beinist reiði mín fyrst og fremst að stjórnvöldum sem á þessum tíma bjuggu til umhverfið fyrir glæpina og að eftirlitsstofnunum sem sinntu ekki hlutverki sínu.
Þeirra ábyrgð er stór og svei mér þá ef það er nokkurn tímann hægt að fyrirgefa.
Icesave-reiknir á Mbl.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég tel það hárrétt sem fólk er að segja núna, að Björgólfur Guðmundsson sé mesti viðskiptasóði íslandssögunnar og jafnvel allrar Vestur-Evrópu. Hann er gjörsamlega búinn að rústa orðspori fjölskyldu sinnar, ættingja og raunar allra íslendinga. Bretar keppast nú enda við að skrifa sóðalega sögu hans, allt frá því er Hafskip sökk. Og já, það er verðugt rannsóknarefni að finna út úr því hvernig hægt var að safna saman svona samviskulausum glæpalýð inn í Kaupþing.
Stefán (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 10:36
Nei, það er aldrei hægt að fyrirgefa það. Það lengsta sem maður kannski kemst er að fyrirgefa fólkinu sem kaus þá af því að: fjölmiðlarnir voru svo lélegir.
María Kristjánsdóttir, 5.8.2009 kl. 10:37
Fyrirgefa, nei varla, lifa með, tilneydd.
Það sem er verst við þetta allt saman er að þetta heldur áfram því það tekur of langan tíma að gera þetta og gera hitt til að stoppa þessa menn af.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.8.2009 kl. 11:29
100% sammála Jenný og þetta er góð samlíking hjá þér, með að yfirgefa sjoppuna og skilja hana eftir opna fyrir glæpamenn .
Verum ekki það áttavillt að við gleymum því að þau stjórnvöld sem sátu, áttu að gæta hagsmuna okkar, en hleyptu þessu ógeði yfir almenning, eru í 1. sæti hvað varðar óvini þjóðarinnar..
Það gengur ekki að það fólk sitji áfram og sleppi undan ábyrgð , eða hagi sér nú á þann hátt eins og það hafi aldrei við völd verið, eða jafnvel kannist ekki við þá stefnu og framkvæmdir sem flokkar þess praktiserað.
Björn Bjarna er sorglegt dæmi um þetta, í allri þeirri ímyndarendurnýjun sem hann virðist vera á fullu í.
hilmar jónsson, 5.8.2009 kl. 12:43
Praktikseruðu..hljómar betur..
hilmar jónsson, 5.8.2009 kl. 12:45
VILLISVÍNAFLENSA.
"...safna saman svona samviskulausum glæpalýð inn í Kaupþing." Það er nú málið, það voru varla allir sem féllu inní þessa skilgreiningu, þegar þeir hófu störf.
Það voru bara nokkrir helsjúkir yfirmenn sem blésu siðleysisflensunni framan í aðra. Þeir smituðu áfram. Þannig gekk þangað til allir voru það alvarlega veikir að það varð "eðlilegt ástand" / normið. Þegar heilastöðvar meirihlutans eru orðnar óstarfhæfar umpólast viðmiðin og "hinir" verða bilaðir en allt í lagi má þá andlega fötluðu.
Eygló, 5.8.2009 kl. 13:02
Góður pistill hjá þér.
Ljóst er að það verður að minnsta kosti erfitt að fyrirgefa.
Ekki síst í ljósi þess að þeir sem ábyrgðina bera hafa ekki beðist fyrirgefningar!
Mér finnst ömurlegt og verst að horfa upp á þann flokk manna sem hér öllu réði ekki sýna vott af auðmýkt eða iðrun. Þeir fremur reyna allt hvað þeir geta til að leggja stein í götu núverandi stjórnvalda! Og því er sök þeirra meiri. Við blasir að þeir eru skíthræddir um að nú riði einkahagsmunanet og valdakerfi til falls. Og þeir svífast einskis til að slá ryki í augu fólks, benda á flísina í auga bróðurins fremur en bjálkann í eigin auga. Slíka menn má þjóðin aldrei aftur kjósa yfir sig! Það verður þjóðin að læra og muna.
Eiríkur Sjóberg, 5.8.2009 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.