Föstudagur, 31. júlí 2009
Litli Landsímamaðurinn hvað?
Það er talað við konu í Mogganum í dag sem lenti í því að klóakið stíflaðist í sumarbúðstaðnum sem hún dvaldi í og svo ætlaði hún á tónleika með Helga Björns í Valhöll en við vitum hvernig það fór.
Tónleikarnir hurfu í reyk.
Það sem ég skil hins vegar ekki af hverju fjölmiðlar hafa ekki hangið á mínum húni.
Ég var beisíklí síðast kaffigesturinn á þessu sögufræga hóteli eins og frægt er orðið.
En þar sem húsbandið gleymdi að taka með sér sígó og það var bara sitthvor í pakkanum þá stöldruðum við ekki lengur við en sem nemur svona korteri.
En þarna sátum við í sólinni með Norsurum og Svíum á þessu föstudagseftirmiðdegi sem verður skráður í sögubækur, og þá hefur sennilega verið farið að rjúka.
Vonandi var það ekki sígóstubburinn logandi sem ég henti inn um opinn glugga á hótelinu sem magnaði eldinn.
Nei, nei, en ég upplifi mig ógeðslega merkilega vegna nærveru minnar við þennan atburð sem er auðvitað hörmulegur og ekkert öðruvísi.
Skrýtið samt að ekki einn fjölmiðlungur hafi viljað taka við mig exklúsív opnuviðtal með mig reykjandi á forsíðu vegna nálægðar minnar við söguna.
Ég sem er litla Valahallarkonan með insæd informeisjón.
Litli Landsímamaðurinn hvað?
Skömm aðessu.
Klóakið stíflaðist og hótelið brann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Guðiminnjerímías við höfum þá verið á sömu slóðum elskan ók framhjá og allt í ljósum logum, vorum á leið í sumarhúsið sem er í Búrfellslandi rétt hinumegin við vatnið, jæja verðum bara alveg saman næst þegar ég kem suður, sko var að pæla í kaffihúsi þar sem nokkrar gætu hist.
Knús í krús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.7.2009 kl. 13:32
Ég kíkti þarna í síðustu viku og það er bara allto horfið og grænt torfið stóð upprúllað tilbúið að hylja allar minjar og Valhöll, einu sinni var en verður aldrei aftur. Þú ert yndi
Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2009 kl. 13:35
Jónína Dúadóttir, 31.7.2009 kl. 14:57
Dulítil sálgreining hér, frá helsta vasabókarsála þjóðarinnar:
Jenný mín; Þú ert greinilega haldin því, sem við proffurnar köllum "yfirgengilegri játningaþörf".
Búin að rembast eins og rjúpan við staurinn að játa á þig Valhallarbrunann frá fyrsta neista. (Stelur m.a. glæpnum af moi, sem fékk sér örugglega sígó þarna innandyra í brúðkaupsveislu Helga Björns og Villu villtu, vorið 2002).
Nema hvað, að nóg er nú t.d. af óupplýstum mannshvörfum hér á landi. Játa bara núna góða -og létta löggunni lífið.
Varst þú svo ekki örugglega líka að fá þér smók fyrir utan sjoppuna í Kef. sem Geirfinnur fór til að hringja í kvöldið örlagaríka ?
Grunti mig ekki !
Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.7.2009 kl. 15:31
Keyrði þarna fram hjá í fyrrakvöld. Búið a tyrfa og engin merki um stórbrunann,
Ég vil fá þarna aftur hótel og greiðasölu eins fljótt og hægt er. Lítið sætt ráðstefnuhótel með góðum veitingum og þjónustu sem hæfir kóngum, en það er víst of mikið til mælst.
Ía Jóhannsdóttir, 31.7.2009 kl. 15:46
Já þetta minnir mig á þegar ég tók rafmagnið af öllu suðurlandi hér um árið í kvikmyndinni Myrkrahöfðinginn. Búrfellsvirkjun bara stoppaði. Það er ýmisslegt sem við dvergar getum gert ef við erum í þannig stuði sko.
Garún, 31.7.2009 kl. 22:44
Hjartanlega sammála Íu -og Garún; áfram með játningarnar
Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.8.2009 kl. 01:55
http://svartfugl.blogspot.com/2007/01/sminn-er-ekki-landssminn.html
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.8.2009 kl. 03:58
Tek undir Með Íu það væri æðislegt að fá þarna Hótel á ný, maður er vanur að geta skroppið á Þingvöll og fengið sér kaffi, það er einnig komin hefð á staðinn.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.8.2009 kl. 09:01
Þið eruð ógeðslega fyndin villingarnir ykkar.
Játningar mínar munu koma út á bók mjög bráðlega.
Minn þáttur í stórum fíkniefnamálum, Geirfinnsmáli og fleiri óleystum málum mun verða til lykta leiddur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2009 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.