Leita í fréttum mbl.is

Hálfvitar í Evrópu?

 cute-stupid

Eiturbrasarinn McDonalds ætlar að flikka upp á ímynd sína með því að bjóða kúm á sjö bæjum í Evrópu upp á vatnsrúm og fótaböð í hverri viku.

Halló, stendur hálfviti á enninu á fólki í Evrópu?

Af hverju bjóða þeir ekki líka upp á manikjúr, meikóver, spa og enskunámskeið fyrir beljurnar?

Alveg er ég viss um að þær yrðu yfir sig hamingjusamar með að fá klaufsnyrtingu, plokk og gætu svo lært að bjarga sér á enskri tungu.

Rannsóknir hafa sýnt að matur frá þessari keðju er bráðdrepandi.

Þetta vita flestir Evrópubúar og fáir lifa á þessu fæði nánast daglega eins og Kanarnir.

Svei mér þá þetta er sama ruglið og í því fólki sem aldrei hefur séð sjó nema á myndum og heldur að hvalir séu með akademískt próf í tungumálum og samskiptatækni og sá tími sé handan við hornið að hvalir og menn fara að ræða saman um heimsmálin.

Ekki það að ég vilji láta veiða hvali, en kommon.


mbl.is Kýrnar fá vatnsrúm og fótabað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Er fólk orðið vitskert?

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 21.7.2009 kl. 14:39

2 identicon

Já hálfvitar .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 15:23

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Súpersæs mí, Ennítæm !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.7.2009 kl. 15:39

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha ertu ekki að grínast?

Hrönn Sigurðardóttir, 21.7.2009 kl. 15:51

5 Smámynd: Arnar Guðmundsson

GÆTI VERIÐ

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 15:58

6 identicon

Pant vera Mu mu

Berglind Haþórsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 17:24

7 Smámynd:

Ruglað fólk

, 21.7.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.