Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Úff
Ég var að blogga um það í gær að ég treysti engum á Alþingi Íslendinga.
Það gengur eiginlega ekki upp að treysta engum. Það er ávísun á læknisheimsóknir.
Bæði til meltingarlækna og andlegra hreingerningarmanna.
Ég hef því tekið ákvörðun.
Ég ætla að treysta Steingrími J. þar til annað kemur í ljós.
Reyna að minnsta kosti.
Nú ætla ég að fylgjast með þinginu og umfjölluninni um Icesave eins og líf mitt sé undir.
Lesa allt sem ég kemst yfir um málið.
Og mynda mér skoðun út frá því.
Mér líður strax betur eftir að hafa tekið þessa ákvörðun.
Það er auðvitað haugalygi en ég ætla að láta Steingrím J. njóta vafans.
Engir í stjórnarandstöðunni hafa komið með sannfærandi rök.
Borgarahreyfingin er eins og kallinn á kassanum í Hyde Park. Þ.e. spáir heimsenda með því að vísa í leyndarmál.
Fyrirgefið Sjálfstæðismenn og Framsókn eru með skoðanir eftir því hvar í þingsal Alþingis þeir sitja.
Treysti þeim ekki út í sjoppu með þúsundkall hvað þá að ég treysti þeim fyrir framtíð minni og annarra.
Úff.
Erfitt en verður að leysast" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:48 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sniðugt að velja manninn sem lýgur mest. Hann lofaði opnu og gagnsæu stjórnarfari. Síðan vildi hann ekki einu sinni sýna Icesave samninginn. Sagði að hann væri trúnaðarmál!!! Síðan kom í ljós að það var ósatt. Lengi skal manninn reyna, en mundu að það er á þína eigin áhættu. Best er að treysta engum. Vera vakandi. Hugsa sjálfstætt. Ef þú skilur ekki það sem verið er að segja þér, þá er eins líklegt, að sá sem flytur erindið skilji það ekki heldur. Þú treystir Steingrími, Steingrímur treystir Indriða, Indriði treystir Svavari, Svavar treystir hverjum?
Er ekki best að láta stór mál og smá þurfa að fara í gegnum gagnrýna umræðu? Er það ekki lexía undanfarinna ára? Dýrt var námskeiðið, - sérstaklega ef við lærum ekkert af því.
Doddi D (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 08:51
Ég veit ekki hvað vinnuveitendur mínir myndu nenna að hafa mig í vinnu ef ég væri endalaust að tifa á því hvað vinnan mín væri mér erfið, ég yrði annað hvort færður í minna krefjandi starf eða bara rekinn.
Halldór Lárusson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 09:02
Auðvitað er þetta rétt hjá Steingrími.
En að ætla að leysa málið á kosnað kjósenda, en ekki þeirra sem stofnuðu til skuldana... RANGT !
heyrði af Björólfi yngri í Mónakó að spila í rúllettu... vonandi verður hann heppin....
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 09:08
Það hlýtur að vera erfitt núna að hafa kosið Vg í vor. Erfiðara tel ég þó vera að hafa kosið Samfylkinguna. Leynimálin í einkavæðingu bankanna; ríkisstjórnin treysti sér ekki til að hafa sitt fólk og heiðarlegt í skilanefndum bankanna. Fjórflokkurinn er steyptur í sömu vinnubrögð.
Rosa (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 09:20
Ég myndi frekar velja mér eitthvað af hópnum í VG sem ekki alltaf dansar eftir flokkslínunni, s.s. Lilju Mósesdóttur, Guðfríði Lilju eða Ásmund Einar.
Héðinn Björnsson, 21.7.2009 kl. 09:31
Róleg, ég reiknaði ekki með að það brytust út fagnaðarlæti.
Ég er ekki að segja að ég vilji láta þjóðina borga Icesave.
Ég ætla bara að kynna mér málin sjálf nenni ekki þessari upphrópunarpólitík.
Capíss?
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2009 kl. 09:43
Þetta er nú dæmigerð niðurstaða hjá kommum. Láta samflokksmenn sína pönkast yfir sig þangað til ekkert er eftir. Þetta sama syndrom átti sér stað þegar ORG var fjármálaráðherra. Þá var alþýðan og þeir sem kusu hann inn á þing látnir blæða með alls kyns sköttum s.s. matarsköttum öðrum sköttum sem komu auðvitað þeim lægst launuðu verst. Það þurfti helv. mikið til að fólk afneitaði þeim manni, en ekki lengi. Hann var verðlaunaður með forsetatign.
Núna eru VG að ganga á bak svo að segja alls þess sem stóð í þeirra stefnuskrá fyrir kosningar. Ef einhver hefði sagt að Ögmundur og Steingrímur J. hefðu forgöngu um að Ísland sækti um aðild að ESB, þá hefði sá hinn sami fengið á sig skaðabótakröfu frá þeim kumpánum. Það hefði engum dottið það í hug.
Hverjir voru það sem gagnrýndu Icesave mest fyrir bara nokkrum mánuðum? Rétt hjá þér, það voru VG forkólfarnir.
Nú er búið að gera stöðugleikasáttmála, þar á að virkja í neðri hluta Þjórsár. Hverjum ætlar þú að treysta í því?
Það var svo settur upp minnislisti eða aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til 100 daga. Nú eru þessir 100 dagar senn liðnir og svo að segja öll mál sem sett voru fram eru enn óafgreidd. Amk öll þau mál sem varða almenning mest.
Enn er ónefnt mál sem á eftir að reyna á og er niðurskurður í velferðarkerfinu. Þar reynir líka á VG. Þú treystir þeim væntanlega til að byggja upp "skandinavískt velferðarkerfi" eins og Steingrimur nefndi það, en á sama tíma að skera niður um 50 milljarða fram að áramótum!!!!!
Ég held að fólk sem ekki sér hvað er að gerast sé ekki með öllum mjalla.
joi (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 09:48
"Þetta er nú dæmigerð niðurstaða hjá kommum."
þetta er orðið staðlað tilsvar "sjálfstæðis" fólks, og ég skrifa það innan gæsalappa því mér finnst hæðni fólgin í því að FLokkurinn sem seldi sjálfstæðið frá okkur skuli einmitt kenna sig við SJÁLFSTÆÐI...sömu svikarar í öllum flokkum.
Ef þetta iceslave mál verður samþykt þá verður stórbruni við austurvöll.
Skríll Lýðsson, 21.7.2009 kl. 11:12
Þetta er að verða eins og fyrir hrunið. Ekki hlustað á viðvörunarorð. Vaðið áfram í villu og svíma og ekki hlustað á fólkið. Sami rassinn undir þessu fólki og fyrrverandi stjórn. Og ég kaus þessa fólk. Meiri asninn ég.
Rut Sumarliðadóttir, 21.7.2009 kl. 12:08
STÓR. SAMMÁLE
Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 12:37
Ég er þér sammála í fyrrihlutanum, engum að treysta á alþingi engum. 'Eg þarf líka bráðlega að leggjast undir hnífinn, og veit að ég get ekki treyst nokkrum á þeim bæ heldur. Og doc. Sáli hefur sagt við mig að ég geti engum treyst, og engu breytt. Svo vakna ég nú aftur aðgerð sem er í stærri kantinum, þá verða sennilega sömu fíflin við stjórnartaumana, og íslendingar jafn fáfróðir um ESB:(Lissabonsáttm.) Íslendingar verða ekki fróðari um ICESAVE.
errda baraekkialtílagi?
J.þ.A (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 12:50
Eins og Steingrímur lét fyrir kosningar hlýtur hann að hafa góða ástæðu fyrir því u-beygjunni.
Ég get bara ekki grunað Steingrím um fara þá leið sem hann er að gera, nema hann teldi það bestu leiðina og hafa veinhverja vissu fyrir því, enda ber hann sjálfur ekki ábyrgð á hruninu.
Auk þess sem hann hefur mikla reynslu, ólíkt mörgum öðrum og er færari til að lesa út stöðunni flestir þessa.rra nýju þingmanna, eins og þeir hafa sýnt okkur með áberandi hætti
Sævar Finnbogason, 21.7.2009 kl. 16:43
FÁUM BER AD TREISTA NÚ
Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.