Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Fullorðnist!
Ég er að verða úrkula vonar um að við eigum eftir að skríða á lappirnar og halda höfði við Íslendingar.
Og ég er ekkert sérstaklega svartsýn manneskja svona að upplagi.
En kannski á maður að láta eiga sig að fylgjast með fíflaganginum á þinginu því það gerir mig að minnsta kosti skelfingu lostna varðandi framtíð þessarar þjóðar.
Svo er fólk hissa á að Alþingi skuli hafa tapað virðingu sinni.
Fyrir stórum hluta þingmanna virðist ræðsustólinn vera einhverskonar vettvangur til að halda sjálfshátíðir og málfundaæfingar.
Þetta er með ólíkindum.
Svo líður ekki vika öðruvísi en að Sjálfstæðisflokkur heimti afsökunarbeiðnir hægri - vinstri.
Svo situr fólk og nagar á sér kjúkur vegna óöryggis um framtíðina sem bíður okkar.
Fólkið sem nú þegar hefur verið slegið út af laginu, misst vinnu, tekjur og öryggi vegna sukksins og spillingarinnar sem hér hefur svo lengi verið við líði.
Ég er algjörlega komin með nóg af þessu standandi hormónapartíi sem er á fullu blasti í þingsal Alþingis.
Er til of mikils mælst að ætlast til að þingmenn hagi sér í samræmi við alvöru málsins og sleppi leikaraskapnum, tilgerðinni og upphrópununum?
Fullorðnist!
Krefst þess að Árni Þór biðjist afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þú ert mikið meðvirk með núverandi stjórnvöldum að þú sérð ekkert athugavert við að Árni Þór beiti starfsmenn Seðlabankans skoðanakúgun og dragi faglega hæfni þeirra í efa af því að álit þeirra hentar ekki ríkisstjórninni.
Mikið er ég steinhissa á þér og er hrædd um að Steingrímur J léti hátt væri hann í stjórnarandstöðu og sjálfstæðisþingmaður hefði sagt það sama og Árni Þór.
Guðrún (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 15:17
Ég er að tala um ALLA alþingismenn Guðrún, sem haga eins og kjánar og virðast algjörlega búnir að gleyma því ástandi sem fólkið í þessu landi býr við.
Ég undanskil ENGAN þegar að fíflagangi kemur.
Skrítið að þú gefir þér að ég sé bara að tala um stjórnarandstöðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2009 kl. 15:23
Ég verð nú að vera sammála Jenný þetta er orðið fyrir neðan allar hellur hvernig þjóðkjörnir fulltrúar í stjórn sem stjórnarandstöðu haga sér í dag, eins og smákrakkar í sandkassaleik orðin dauðþreytt á þessu pakki.
Sigurveig (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 15:33
Þú talar um allt Alþingi, en í grein þinni er *suprise suprise* Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem nefndur er á nafn. Ég man eftir því að þú og þitt lið drulluði nægilega vel yfir fyrri ríkisstjórn, en núna þegar þessi vinstristjórn er alveg að gera í buxurnar þá annaðhvort þegið þið(sem oftast virðist verða fyrir valinu), kennið öðrum um eða kennið öllum um (og passið að ríkisandstöðuflokkarnir fái ögn meiri skít í sig en hinir).
Hve margar greinar hefuru skrifað um Steingrím J. og kúvendingu hans í öllum málum? Eða bara öllum þingmönnum VG? Um kosningaloforð VG sem brotin hafa verið? Um skjaldborgina sem aldrei kemur?
Sæunn (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 15:34
Finnst þér það málfundaæfing og hormónapartý að þingmenn hafi áhyggjur af fagstofnunum sem beittar eru skoðanakúgun af stjórnarþingmönnum?
Guðrún (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 15:34
Algjörlega sammála þér jenný mín, ein af þeim sem hefur valdið mér hvað mestum vonbrigðum og þó ekki vegna þess að ég hafði ekki mikla trú á honum er Bjarni Ben. Kveðja úr sólinni í London
Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2009 kl. 15:44
Hvar er afsökunarbeiðni Sjálfstæðismanna. Davíðs og Geirs sem seldu bankanna og skrifuðu undir samþykki um að stofa ICESAVE. Ég bið enn........
Anna , 14.7.2009 kl. 16:04
Mér finnst IP-fólkið ansi hvatvíst inni í forstofu hjá þér. Sjálfur hef ég þurft að halda orðljótum utan dyra. Keep on rolling..
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 17:06
Ef menn haga sér eins og vitleysingar er mér alveg sama í hvaða flokki þeir eru. Þeir eiga bara ekki að vera á þingi. Þeir geta stofnað götuleikhús.
Finnur Bárðarson, 14.7.2009 kl. 17:30
Ég hélt að Bjarni Ben væri hinn nýji Guð sjálfstæðismanna......
Hrönn Sigurðardóttir, 14.7.2009 kl. 19:51
Mikið er ég sammála þér Jenný.
Það fer allt of mikill tími í skítkast fram og til baka ,það á við um báðar fylkingar ,annars ættu menn að snúa bökum saman og leysa þau mál sem brenna mest á þjóðinni .
Ætla að segja öllum að ESB bjargi öllum málum nú er bull og vitleysa en það er allt í lagi að athuga hvað við fáum og hvað við þurfum að láta af hendi ,það erum jú við sem höfum jú síðasta orðið um ESB.
Hvað varðar Icesave er annað hvort að samþykkja eða fella þar er enginn millivegur ,þar er ekkert sem heitir með fyrirvörum,það er annað hvort fellt eða ekki . Svo einfalt er það .
Davíð var góður meðan það varði en hans tími er liðinn,
Við þurfum leiðtoga sem þorir að tjá sig ,segir hlutina eins og þeir eru og stendur við það sem hann segir ,við þurfum leiðtoga sem lætur hendur standa fram úr ermum og framkvæmir það sem hann talar um.Það er ekkert samansem merki milli þess manns sem blaðrar heil ósköp um nánast ekki neitt eða manns sem segir lítið en það sem hann segir er heilmikið.
Er nú ekki með neinn í huga en þessi maður eða kona er einhverstaðar þarna úti.
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 14.7.2009 kl. 20:26
Þetta eru klikkhausar inni á þingi alveg sama hvaða flokki þeir tiheyra sem kunna ekki tungu sinni forráð og glepjast í hita leiksins í keppni sem engin getur unnið bara tapað! Alþingi er ekki keppnisstaður. Makalaus andskoti þegar fólk þyrpist inn á bloggsíður að kommenta með IP tölunum sínum sem þekkja ekki viðkomandi pistlahöfund rass í bala.
Edda Agnarsdóttir, 14.7.2009 kl. 20:35
eigim við eki að halda tila haga að löffinn úr Seðló mætti á funs untanríkismálanefndar á eigin vegum og básúnaði úr sínu prívat rassgati.
annars bloggar jenný auðvitað ekki um Joð, því hún veit eins vel og ég að Joð er moð.
Brjánn Guðjónsson, 14.7.2009 kl. 20:39
ég afsaka allar insláttarvillurnar í fyrra innleggi.
Brjánn Guðjónsson, 14.7.2009 kl. 20:40
Eru þeir ekki bara að reyna að leyna því að þeir ráða ekkert við ástandið eins og það er? Klóra yfir skítinn sinn með skætingi og orðhengilshætti.
Helga Magnúsdóttir, 14.7.2009 kl. 20:45
Mikið assskoti hittir þú þarna naglann á höfuðið, nú sem endranær Jenný Anna! - Og viðbrögðin láta ekki á sér standa. - Aumingja IP tölurnar verða enn einusinni að grýta frá sér grillsteikunum, og hamast á blogginu, við að hisja upp um fótgönguliða sína á þinginu, sem snúast svo hratt í skoðunum sínum, að IP-tölurnar hafi ekki lengur hugmynd um hvort þeir eiga, að vera með, eða á móti, eða hvað snýr upp, og hvað snýr niður. Minnir mig á söguna um "græna hliðin upp".
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.7.2009 kl. 21:15
Lilja Guðrún: Þú ert með þetta.
Takk öll fyrir innlegg.
Líka ykkur IP-fólkinu sem er dónalegt í skjóli nafnleyndar.
Jájá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.