Leita í fréttum mbl.is

Aldrei, aldrei, aldrei, fótboltablogg!

 

bild2

Einn af andlausari dögum þessa sumars er í dag hvað mig varðar og vonandi verður hann fljótur að líða.

Er reyndar með flensu og var slegin þeirri hugsun áðan að kannski væri það svína.

Hélt jafnvel að það kæmi í bakið á mér að vera með yfirlýsingar um daginn um að ég hræddist ekki flensur, af hvaða toga sem væri.

Það er yfirleitt þannig hjá mér í lífinu að ég má ekki fullyrða um nokkurn skapaðan hlut, þá hreinlega gerist það gagnstæða og lætur sjaldnast bíða eftir sér.

Fullyrðingar eins og; ég ætla aldrei að blogga, aldrei að fara á feisbúkk, aldrei að versla í Bónus (eftir hrun), aldrei á sólarströnd, aldrei að borða hákarl, aldrei að verða alki (já ég veit, manni er ekki við bjargandi), aldrei að falla fyrir tónlistarmanni, hvað þá giftast einum, aldrei að blogga um fótbolta, hafa heldur betur komið aftan að mér.

Nú er sem sagt komið að síðasta lið á aldrei listanum.

Fótboltabloggi.

En það er út frá fagurfræðilegum sjónarmiðum sem ég blogga um Ronaldo.

Róleg, nei mér finnst hann ekkert ofboðslega fagur þó hann sé sykursætur og svona.

Hann er nefnilega plebbi.

Hangir með París Hilton.

bilde

Er í Gucci skóm, með tösku, belti og bílsæti "to match".

bild1

Er ofurtanaður.

Algjör "tíu árum síðar" nörd.

Svo er hann montinn eins og hani.

En hvað um það.

Hugsí, hugsí, hvað á ég eftir að gera sem ég ætla aldrei að gera?

Jú, halda á spikfeitri könguló.

Það verður friggings aldrei.

Tókuð þið eftir að það er ekki minnst einu orði á bolta í þessu fótboltabloggi?

Súmí.


mbl.is Ronaldo útskýrir af hverju hann yfirgefur United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Millfóturinn hans er greinilega líka eftirsóttur

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Dúa

Kemur grannvaxin könguló til greina?

Dúa, 21.6.2009 kl. 20:13

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Öfund nokkuð í gangi???

Halldór Jóhannsson, 21.6.2009 kl. 21:41

4 identicon

Jeræt, nú þarf maður að fylgjast með fótboltanum líka hjá þér...úff.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 21:43

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég var að hugsa um að heimsækja þig í morgun, þar sem ég gisti nánast í næsta húsi við þig.

Eins gott að ég gerði það ekki. Ég nenni ekki að fá svínafótaflensu.

Hrönn Sigurðardóttir, 21.6.2009 kl. 22:03

6 Smámynd: Dúa

Ég var smá að velta fyrir mér kommenti Halldórs, sem er svona: "Ekki-setja-út-á-neitt-því-þá-ertu-abbó".

En svo sá ég að mér og hætti því

Dúa, 22.6.2009 kl. 00:14

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Fúlt að fá flensu á lengsta degi ársins kæra vina, vona að þú snýtir henni fljótt út, með lýsi, bláberjasafa, og góðri hvíld.

Er búin að vera í algjöru workát fríki þessa viku, búin að ganga samtals í  15 klst, og berja 300 bolta langt út í buskann.  Jamm maður er gjörsamlega fallin flatur í þessa litlu hvítu kúlu íþrótt.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.6.2009 kl. 01:30

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einhver nefndi öfund hérna... mér finnst það vera algerlega út úr kortiÉg get nefnilega ekki með nokkru móti ímyndað mér að Jenny langi til að vera karlkyns pjattrófa með vitið í fótunum

Jónína Dúadóttir, 22.6.2009 kl. 08:19

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Öfund?  Hahahaha.  Nei mig langar ekki að vera karlmaður auli.

Takk fyrir skemmtileg innlegg.

Jenný: Ertu að gólfa?  Djísús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2009 kl. 08:46

10 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Þetta innlegg mitt var bara í gríni sett...ekkert annað...Biðst afsökunar ef þið haldið að ég sé að meina eitthvað annað(eða þið viljið túlka mín orð öðruvísi úr því að ég er karlmaður)..Og Jenný ég skal taka til mín að ég sé auli,ekkert mál...Ég las þín skrif sem grín...en það gildir kanski annað um mín skrif..

Ef vilt skal ég ekki kommenta hjá þér aftur...

Eigið góðar stundir..

Halldór Jóhannsson, 22.6.2009 kl. 21:18

11 identicon

Það eru allir að grínast hér Halldór.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 23:00

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Halldór minn ég var bara að grínast og meinti ekkert með þessu. 

Það er alveg satt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband