Leita í fréttum mbl.is

Veit minna en ekkert og hverjum er ekki sama?

Icesave gæti fellt ríkisstjórnina segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.

Jájá, skemmtilegur möguleiki, rólegur á hryllingnum herra prófessor.

Hvað fengjum við þá?  Hugs, hugs, flettíflett?

Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk með Framsókn á kantinum?

Nú eða Borgarahreyfingu, íhaldi og Framsókn.

Skemmtilegur möguleiki að fá gömlu flokkana aftur saman í stjórn.

Á ekki að leiða mann fyrir aftökusveit bara og ljúka djobbinu.  Ha?

Ég er enn að reyna að komast að niðurstöðu um Icesave.

Ég les allt sem ég kemst yfir.

Eins og Herdísi hér.

Mörð Árnason hér.

Baldur McQueen hér.

Og að lokum Teit Atlason hér.

Svo er annað sem er að trufla mig töluvert og það er viðsnúningurinn í Sjálfstæðisflokki.

Sem eru dedd á móti Icesave, sem er auðvitað þeirri heilagi réttur og allt það kjaftæði.

Í stjórn hins vegar, voru þeir tilbúnir til að skrifa undir þannig að það hvissaði í blekinu og nú spyr ég hvort það geti verið að það sé ekki verið að taka málefnalegar ákvarðanir í þeim flokki?

Getur verið að dagsskipunin sé að vera á móti öllu sem frá ríkisstjórn kemur?

Án tillits til hversu hallærislegt það er svona í ljósi sögunnar, þá talandi um Icesave.

Einver bloggaði um að þar sem VG stæðu í eldlínunni við að þrífa upp eftir hina flokkana og við svona lítil fagnaðarlæti væri mátulegt á íhald og Framsókn að VG rétti þeim ábyrgðina og léti þá um hreingerninguna.

Mikið djöfull væri það mátulegt á þá.

En ég er enn ekki búin að gera upp hug minn varðandi Icesave.

Hallast þó að því að okkur sé best að borga.

En..

Hvað veit ég?

..og hverjum er ekki sama!


mbl.is Icesave gæti fellt stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Kæra Jenný.

Það er ekki best að borga. Þetta eru skuldir einka-aðila og ég vil ekki borga þær. Ekki borgar Nígeríustjórn fyrir Nigeríusvindlarana sem hafa svikið fólk og fyrirtæki hér. Fjármálasvik upp á hundruð milljóna.

Ef þú stofnar fyrirtæki í Bretlandi eða Hollandi og svíkur eitthvað af fólki, þá getur þú alveg gleymt því að ríkið borgi það fyrir þig. Eini munurinn er að með Icesave erum við að tala um hærri upphæðir.

Við eigum ekki að borga og við eigum að lýsa því yfir að við ætlum ekki að gera það. Við eigum að fara með málið strax fyrir alþjóðadómstóla og láta dæma um það... og vittu til, Okkur verður sagt að ríkið á ekki að borga.

Ég er ósammála prófessornum. Ég er klár á því að ef þetta verður samþykkt, þá mun þjóðin fella stjórnina með pottum og pönnum.

Lifðu heil.

OfurBaldur.

Baldur Sigurðarson, 22.6.2009 kl. 08:54

2 identicon

Stjórnvöld eru að gera það eina rétta í Icesave málinu. Það er ekki gott, en það er það eina sem hægt er að gera. Ákvörðunin um að hneppa almenning í þennann skuldabagga var tekin pólitískt þegar neyðarlögin voru sett og innistæður Íslendinga tryggðar, eftir þann gjörning er ekki hægt að snúa við.

Alþjóðasamfélagið hefur látið vera að beita okkur þrýstingi, okkur til heilla. Ef við myndum núna snúa upp á okkur og neita að standa við skuldbindingar okkar, sem eru réttilega íslenska ríkisins síðan að ríkið eignaðist alla bankana, þá fengjum við að finna fyrir hlutum eins og viðskiptaþvingunum og sennilega yrði skrúfað fyrir alþjóðagjaldeyrislánið og við hefðum raunverulega enga valkosti. Gaman að sjá hvernig umhorfs yrði á Austurvelli þegar evan færi að kosta 500 kall

Bogi (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 08:58

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Ef þér er ekki sama um Icesave- niðurstöðuna (sem er ljóst að þér er ekki sama um) þá hlýtur þú að telja dómstólaleiðina heppilegasta, en Icesave- samningurinn felur í sér afsal réttar til þess að leita til hlutlausra dómstóla. Tveir hæstaréttardómarar staðfesta það að um afsal á þessum rétti er að ræða.

Sá sem semur frá sér allan eðlilegan rétt, með það eitt öruggt að borga ofur- fjárhæðir vegna annarra, hann á sér ekki viðreisnar von.

Ívar Pálsson, 22.6.2009 kl. 09:20

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér er ekki sama um Icesave en ég held að flestum sé sama um hvað mér (og öðrum) finnst svona prívat og persónulega, það er þau okkar sem engu ráða.

Ég er ekki búin að gera upp hug minn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2009 kl. 09:34

5 Smámynd: Sævar Helgason

Þessi þjóð lenti í seinni heimstyrjöldinni í þeirri stöðu að vera gríðarlega vel staðsett á milli Sovét og BNA.    Einskonar flugmóðurskip hér norður í ballarhafi .  Þessa stöðu nýttum við til hins ýtrasta í 60 ár - heilan mannsaldur.    Við urðum að dekurdúkkum sem gátum - með hótunum - knúið allt fram okkur í hag.    Bara hóta að reka Kanann úr landi - ef við fengjum ekki þetta og hitt.   Það var allt látið eftir okkur.  Heil þjóð var alin svona upp.  Engin ábyrgð á eigin gjörðum - Kaninn reddaði öllu. Síðan breytast heimsmálin Sovétið fellur- mikilvægi okkar í hinum vestræna heimi þar með.   En þjóðin sem aldrei hafði kynnst ábyrgð á eigin gjörðum-dekurdúkkan - fattaði ekki breytinguna. Kaninn fór eina nóttina og við vorum alein. Þá fórum vi að slá pening útum allan heim til að halda sýndartilverunni áfram.   Nú er allt sprungið- við ein hér norður í ballarhafi og ætlum að neita að borga reikninginn af lántökunum...

Nú er enginn Kaninn- við erum alein og alveg ráðvillt......

Sævar Helgason, 22.6.2009 kl. 09:46

6 Smámynd: Dúa

Jó Jenný! Fólki er ekki sama. Láttu ekki svona. Ég bíð t.d. spennt eftir þinni afstöðu til þess að geta rifist við þig um hana eða að við getum rætt í tætlur hvað við erum ægilega sammála

Mátt ekki hlusta á ISG.....við erum víst þjóðin!

Hætt...áður en ég brest í söng og fer að syngja Ísland ögrum skorið

Dúa, 22.6.2009 kl. 09:48

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Sævar, við berum réttilega ábyrgð á eigin gjörðum; ekki annarra.

Ívar Pálsson, 22.6.2009 kl. 09:54

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Fólk sem heldur að Ísland hafi ekki lengur neitt hernaðarlegt mikilvægi ættu að prófa að athuga hvað NATO myndi segja ef við slitum samvinnu við kafbátareftirlit þeirra í Norður Atlantshafi. Við værum hernumin á nokkrum dögum enda væri þá eftirlitslaust milli Grænlands og Færeyja sem gæfi Rússum möguleika á að komast óareittir ískyggilega nálægt New York höfn með kjarnorkukafbátana sína.

Héðinn Björnsson, 22.6.2009 kl. 10:42

9 Smámynd: Dúa

Æi já bara einu stykki hryðjuverkalögum beitt gegn okkur svona sem lítið dæmi Bogi.

Dúa, 22.6.2009 kl. 10:42

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég get aldrei fyrirgefið þetta með hryðjuverkalögin.

Helvítis tjallarnir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2009 kl. 10:55

11 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Auðvitað ættu Sjallarnir að vera með gúmmíhanskana núna á kafi í stórþrifum á eigin skít. Hins vegar eru þeir ekki menn til þess og því þurfa aðrir að vinna verkið.

Eitt af stóru verkunum er þetta Icesaveklúður sem by the way var búið að setja í ákveðinn farveg strax í haust. Meðal annars vegna þess eru stjórnvöld nú ekki í góðri samningsstöðu.

Því segi ég helvítis fokking Sjallarnir áður en ég tuldra: helvítis fokking tjallarnir!

Soffía Valdimarsdóttir, 22.6.2009 kl. 11:42

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Soffía: Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband