Leita í fréttum mbl.is

"In case" ég veikist eða slasist

Ég nenni ekki neinni jákvæðni í dag.

Í mínum huga er bara mánudagur og þá er gott að taka út pirringinn fyrir vikuna.

Ég var nefnilega haldin sjúklegri jákvæðni á s.l. mánudag og er enn að jafna mig.

Fyrsta mál á dagskrá er þessi glataða auglýsing frá Byr um fjárhagslega heilsu.

Eru ekki peningar búnir að gera okkur að bullandi lasinni þjóð og fjárhagslega fárveikri?

Fyrir utan að ég er búin að fá nóg af því að peningum sé troðið inn í alla skapaða hluti.

Þar er það búið.  Tjékk.

Og talandi um heilsu.

Ég þarf stundum af fara til læknis.

Eins og flestir.

En það er sama hvað hrjáir mig ég fæ standard svar frá öllum læknum sem ég rekst á (ókei, ýkjur en ég má, þetta er mín síða).

Ég datt (full) á svölunum um árið þegar ég reikaði um með bjór í hendi grillandi eins og fífl og var að reyna að herma eftir lífi venjulegs fólks.

Hvað um það, ég fór á slysó, slösuð á hné (ó þú yndislega afneitun, mér láðist að útskýra hvernig ég gat mögulega hafa troðið löppinni undir gasgrillið, sem var framkvæmanlegt á 15.  í bjór, vegna þess að nefndir útlimir voru orðnir mjúkir og útvatnaðir, en það er önnur saga).

Læknirinn sagði mér að hætta að reykja.

Það sprakk í mér hljóðhimnan um daginn, læknir kom heim, hann var fínn og gaf mér lyf við ígerðinni í eyranu og sagði mér í leiðinni (rarararara) að hætta að reykja.

Ég gæti dáið hérna úr fótbroti, alkahólisma (eins gott að ég er hvínandi edrú), astma, sólarexemi, gláku eða heimakomu (hvað er það?) af því að læknirinn sæi ekki í gegnum reykkófið.

Það gæti keyrt á mig ökutæki og mér yrði sagt að hætta að reykja!

Fjandinn hafi það, ég verð að hætta að reykja.

In case ég veikist eða slasist.

Djöfuls verkun, þetta endar með að ég losna frá jörðinni upp í fjandans himinhvolfið í dúndrandi háheilagleika.

Svo fullkomin sem ég er að verða.

Dæs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Úr HERMAN,eftir Jim Unger. Læknirinn með pilluglas í hendi;"Taktu 2 svona áður en þú ferð að sofa,  og 2 áður en þú vaknar.

Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2009 kl. 12:46

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heyri að þetta er að verða að veruleika og þess vegna ætla ég að kvetja þig og segja þér að fyrst mér tókst það stórreykingarmanneskjunni eins og ég var þá getur þú það.  Taktu þér bara góðan tíma í það að heilaþvo sjálfa þig.  Djöfull það sem mig langar í sígó ákkurat NÚNA!!!!

Tvær til þrjár sekuntur og svo er þetta liðið hjá.

Ía Jóhannsdóttir, 18.6.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú getur alveg hætt, þú ert nógu ákveðin til þess. Mana þig

Ásdís Sigurðardóttir, 18.6.2009 kl. 13:42

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Það er þerópía gegn mánudagspirringi að lesa það sem vellur úr hugskoti þínu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.6.2009 kl. 14:09

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe undir gasgrillið segirðu. Já það er merkilegt hvað reykleysi er svar lækna við ÖLLU. Ekki að ég sé að mæla reykingum bót. Langt í frá.

Ég hringdi í þig í gær addna. Fórstu í skrúðgöngu?

Jóna Á. Gísladóttir, 18.6.2009 kl. 14:13

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maður á alltaf að vera í hreinum nærbuxum og hættur að reykja ef maður skyldi nú verða fyrir bíl.

Helga Magnúsdóttir, 18.6.2009 kl. 14:14

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Á mánudögum eru menn andlausir og borða ýsu", skrifaði meistari Þórbergur Þórðarson og rakti síðan helstu einkenni og venjur allra daga vikunar .  Frídagar í miðri viku geta auðvitað sett þetta úr skorðum.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 14:41

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég lagði mig Jónsí mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2009 kl. 16:26

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er nottla hrikalega hættulegt að reykja undir gasgrillinu.....

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2009 kl. 23:24

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Segðu enda maður varla til frásagnar um það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 16
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 2987147

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband