Laugardagur, 6. júní 2009
Hverjir eru landráðamennirnir?
Ég er bandbrímandibrjáluð út af Icesave málinu, eins og vel flestir, að ég hygg.
En Egill Helgason hefur til síns máls og það allnokkuð á blogginu sínu um Icesave.
Við getum einfaldlega ekki neitað að borga nema með þeim afleiðingum að verða ein og vinalaus.
Salvör Gissurardóttir kallar Steingrím J. landráðamann.
Væntanlega fyrir að reyna að semja okkur út úr þessu messi.
Vá, sú er ekki að skafa utan af því.
Það var svona fyrirkomulag í gangi þegar böðullinn hengdi bakarann í stað smiðsins.
Það var þetta sem byssumaðurinn flaskaði á þegar hann skaut vesalings sendiboðann.
Ég myndi aldrei kalla hina eiginlegu sökudólga landráðamenn, eins og t.d. Davíð Oddsson, Geir Haarde og Valgerði Sverrisdóttur, sem var bankamálaráðherra þegar bankarnir voru afhentir um árið og leikurinn með fjöreggið hófst.
Ég kalla þau ekki landráðamenn þó þau séu það sennilega og fleiri með þeim.
Það er af því að ég er svo vel upp alin.
Aular.
Þessi færsla fer í flokkinn "Landsbankadeildin", er hún ekki fyrir það annars?
Hvarflar ekki að kjafti hér að kalla spillingarhyskið sem hefur gert okkur gjaldþrota og skemmtir sér nú á snekkjum heimsins, bölvaða Quistlinga?
Ha?
Icesave-samningur gerður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Pepsi-deildin, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jón Frímann: Hjartanlega sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2009 kl. 17:41
Í raun og veru eiga þessir tveir flokkar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur að leggja sig niður. Skömm þeirra varir meðan land byggist.
Þeir eru búnir að rústa efnahag Íslands til áratuga. Ekki kalla ég neinn landráðamann.
Þessir menn vissu ekki hvað þeir voru að gera . Þeir eru miklu frekar fávitar.
Sá sem fremstur fór og skipaði sjálfan sig Seðlabankastjóra var talinn afar fávís meðal kollega sinna í hinum upplýsta fjármálaheimi. því fór sem fór... en við borgum.
Sævar Helgason, 6.6.2009 kl. 17:55
Já, það veina ýmsir núna og segja að annað verði að gera en nú er gert, held þeir viti, eða vilji ekki vita hvað þarf að gera. Auðvitað varð að taka á þessu máli ekki seinna en í gær. Kær kveðja til þín Jenný mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2009 kl. 18:34
Nú, þegar skeina þarf manninum sem skipaði sig seðlabankastjóra, grenjar hann mest.
sr (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 19:16
Jenný... til að gleðja þig, jú, ég nefndi Quislinga hjá Láru Hönnu.....
Einar Indriðason, 6.6.2009 kl. 19:27
Ég er sammála þér Jenny og ykkur hinum um hverjum það er að kenna að Íslendingar eru komnir í þessa stöðu og að þeir eigi að hafa hægt um sig þ.e. hreinlega að skammast sín!
En ég vona svo sannarlega að ríkisstjórnin hafi athugað alla möguleika áður en skrifað var undir þetta samkomulag.
650 milljarðar eru eingir smápeningar. Mér reiknast til að það séu yfir tvær milljónir á hvert einasta mannsbarn.
Ég veit ekki hvað alþjóðalög segja, hvort það sé hægt að gera skattborgara lands ábyrga fyrir þeim skuldum sem einkafyrirtæki hafa stofnað til.
Og á ekki eftir að koma meira? Er ekki sagt að skuldir útrásarvíkinganna séu samanlagt 11 sinnum þjóðarframleiðslan?
Þjóðarframleiðsla Íslands las ég að hefði verið 1000 milljarðar króna árið 2006.
Ef það er rétt þá skuldar hver einasti Íslendingur 35 milljónir!
Ég er hræddur um að ég yrði æði skjálfhentur ef ég ætti að skrifa undir 11 þúsund milljarða skuldaviðurkenningu fyrir hönd þjóðarinnar...
Jón Bragi Sigurdsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 19:31
Svar við fyrirsögn: Sjálfstæðisflokkur og og Framsókn þar með taldir allir Bjöggar þessa lands
Finnur Bárðarson, 6.6.2009 kl. 19:44
Ég er reyndar öskuill, það eru allir búnir að svíkjast undan merkjum og ég er hætt að trúa.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.6.2009 kl. 21:07
Það er full ástæða til að vera reiður - ekkert okkar bað um að vera í þessum sporum. Sjálf er ég fjúkandi reið innra með mér. En gleymum ekki hverjir komu okkur í þessi spor.
Ég er hinsvegar algjörlega ósammála þeim sem bölva Ice-save samningnum. Algjörlega. Og það hefur ekkert að gera með þann eðliseiginleika minn að synda móti straumnum. Nei - nú er það bara heilbrigð skynsemi og raunhæft mat.
http://olinathorv.blog.is/blog/olinathorv/entry/891723/
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.6.2009 kl. 22:00
Bæði þú Jenný og Egill talið eins og það sé gefinn hlutur að við getum borgað þetta lán.Því miður eru það aðeins fullyrðingar.Hvað skeður ef við getum ekki borgað.Þáverðum við væntanlega að taka annað lán eða selja þær auðlindir og fyrirtæki sem íslenska ríkið á eins og til að mynda Landsvirkjun aðgang að fiskimiðum, orkunýtingarréttog allt sem hægt verður að verðleggja.Það er ekkert annað en óskhyggja að við getum borgað, jafnvel þótt þjóðin þræli á hungurmörkum.Þetta eru landráð.Það er eins og þetta draumórafólk sem stjórnar landinu hefi ekki áttað sig á því að þaðvoru erlend lán sem settu landið á hausinn.Þetta er hryllingur.
Sigurgeir Jónsson, 6.6.2009 kl. 22:15
Komið þið sæl !
Jón Frímann ! Glæpaverk; Sjálfstæðis- og Framsóknarflokka, réttlæta ekkert, hlutdeild Samfylkingarinnar, í óhæfuverkum, gagnvart landi okkar - fólki og fénaði.
Fordæðan; Jóhanna Sigurðardóttir, er að kalla hörmungar miklar, yfir okkur, og skal þess hefnt grimmilega - fari allt hér á versta veg.
Ég sá; á eftir 2 (á 30 tugs aldri) frændfjölskyldum mínum, hverfa af landi brott, sökum óhæfuverka hvítflibbahyskisins, Jón Frímann, í líðandi viku.
Hvað; skyldi þú kunna, til, að endurkoma þessa fólks - auk fjölda annarra, mætti skapleg verða, á komandi misserum ?
Á 6. áratug síðustu aldar; gafst þó yngra fólki kostur á, með Nýbýla stefnunni, að hefja búskap, í sveit - líka sem, að smábáta útgerð jókst, víðs vegar um land !!!!!
Hvar; sjást slík úrræði bjóðast, í dag ?
Ætli; Jón Bjarnason; þurfi ekki, að spyrja skriffinna sína nokkurs, áður en tekið yrði, til slíkra SKYNSAMLEGRA kosta ?
Með; andskoti snubbóttum kvaðjum - hinum beztu þó, til Jennýar Önnu /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 22:42
Fólk verður að fara að vakna upp, það hefur sjaldan verið jafn lífsnauðsynlegt og einmitt nú. Og þetta er alls engin hystería. Það er augljóst að Bretar og ESB löndin vilja láta okkur borga svona háa upphæð eingönu til þess að þeir geti hirt auðlindir okkar þegar það kemur í ljós sem mun gera að við getum ekki staðið við undirritaðan samning.
Það er algjört glapræði að loka augunum fyrir því augljósa.
Og það er vitað mál að þegar auðlindirnar fara í hendurnar á erlendum auðhringjum þá fer ekki bara allt fjármagn úr landi heldur öll framleiðsla líka. Svona hefur verið gert í öllum þeim löndum sem IMF hefur komið nálægt. Við megum EKKI láta þetta gerast. Við bara megum það ekki. !!!
Björg F (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 00:34
Sævar H, orðar þetta afskaplega vel. Litlu við það að bæta.
hilmar jónsson, 7.6.2009 kl. 01:30
Ég er orðlaus, eina sem ég get sagt er: Hvernig dettur fólki í hug að ráðast svona heiftarlega á Jóhönnu og Steingrím, þegar þau eru að hamast við að vinna vinnuna sína sem að þau voru kosin til, og bjarga því sem bjargað verður.
Hverslags heift er þetta t.d. í bloggaranum Salvöru, að kalla Steingrím J. landráðamann, hún ætti nú að vita betur. Ef svo væri ekki mundi ég segja svona skrif stafa af fáfræði eða heimsku.
Ekki voru það þau Jóhanna og Steingrímur sem komu okkur í þennan vanda sem Ísland er í, í dag!!!
Ónei, það voru aðgerðir ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðismanna í ofsatrú á framtaki frjálshyggjunnar, sem komu landinu okkar á hausinn, og gerðu Seðlabankann gjaldþrota. Svo og Seðlabankastjórinn fyrrverandi.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.6.2009 kl. 02:11
Ísland var mergsogið og það var ekki óviljaverk. Þvert á móti var um þrautskipulagða áætlun að ræða. Útrásarvíkingarnir (5. valdið) keyptu öll völd í landinu. Fjölmiðlarnir kostuðu sitt en stjórnmálamennirnir hvort sem þeir voru í ríkisstjórn eða borgarstjórn kostuðu miklu minna.
Maðurinn sem keypti Moggann og bogaði prófkjörsbaráttu borgarstjórnans "frænku sinnar", sem nú er þingmaður, fékk allt sem hann vildi í borginni. Um mitt ár 2008 drógu ráðherrar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks heldur ekki af sér að hlaða lofi á bankana.
Ketill marskálkur skrifaði undir uppgjafasamningana við Breta og segist hafa unnið varnarsigur. Kampavín? Nei takk sama og þegið.
Sigurður Þórðarson, 7.6.2009 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.