Leita í fréttum mbl.is

Sólarsyrpa

Ég er í svo miklu sumarfyrirkomulagi þessa dagana.

Fátt fær við mér hreyft eða þannig.

Að minnsta kosti hef ég ekki kastað mér í vegg nýlega, einfaldlega nenni því ekki.

En um daginn þá útskrifaðist yngsta dóttir mín sem stúdent.

Veislan var flott.

Veðrið yndislegt.

Ég skemmti mér konunglega.

Jájá.

Smá sýnishorn úr veislu, annars er ég orðin löt að setja inn myndir á bloggið, þær eru nefnilega allar á feisinu.

afinn og barnið

Húsbandið og afinn með Jenný Unu, en hún skemmti sér konunglega í veislu móður sinnar, nema hvað.

Elsta barnabarnið mitt hann Jökull er þrusu gítarleikari og þarna er kominn vísir að fjölskyldubandi.  Jenný Una lætur sig ekki vanta í bakgrunninn og sýnist sitja í lótusstellingu en hún var að hoppa hátt út í geim við þetta tækifæri.

húsbandið

pósandi stúdína

Hér pósar svo stúdínan á svölum M13 og mágurinn les á Blackberry.

Elsku fallegi Oliver minn í London kemur í heimsókn í júlí. 

oliver stjarna vikunnar

Um daginn var hann stjarna vikunnar í leikskólanum.  Ekki leiðinlegt.

Halló heimur; Oliver kallar!

halló heimur

Ekki má gleyma litla villingnum honum Hrafni Óla.

Hér í glugga, svo sumarlegur.

lilli

Svo klífur maður fjöll.  Úff, erfitt en brotaviljinn er einbeittur.

lilli1

Og að lokum ein mynd af undirritaðri með Ingu vinkonu minni í Hallargarðinum.

Nokkuð langt síðan.

ég og Inga vinkona

Svo óska ég ykkur gleðilegs dags og dásamlegrar helgar.

Úje.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband