Leita í fréttum mbl.is

"Massage med dansk uden" - frussssssssssssss

Þegar ég var ung og vitlaus (já ég var það einu sinni en bara í nokkra daga og þá þroskaðist ég andlega og það svona líka svakalega) þá var ég að vinna í Köben.

Mér var sýnd Istegade hvar konur götunnar stóðu og ég ætlaði ekki að trúa því að svona illa gæti verið komið fyrir fólki.

Ég fékk líka fyrirlestur um hass sem ég hélt að væri blandað saman við áfengi þangað til ég var upplýst um notkun og aðferðarfræði við inntöku efnis.

Ég nýtti mér sem betur fer ekki kunnáttuna á hampjurtinni enda nógu rugluð fyrir.

Svo voru mér sýndar einkamálaauglýsingarnar þar sem vændi var auglýst af mikilli útsjónarsemi enda hvert orð dýrt í smáauglýsingum.

Ég var að verða brjáluð yfir auglýsingunum sem voru með lýsingum eins og t.d:

"Massage og dansk uden".

"Massage ej k. fransk med".

Ég gat ekki spurt hvern sem var um þýðingu "fransk med" og "dansk " og "ej k."

Loksins fékk ég svarið frá stelpum utanað landi sem virtust saklausar en voru það hreint ekki.

Massage og dansk uden - Nudd og  hefðbundnar samfarir án smokks.

Nudd, ekki kossar og franskar samfarir með smokk.

Hvernig franskar samfarir eru varðar ykkur ekkert um en þið náið pointinu nema ef þið hafið lagt ykkur fallega fram við að komast hjá kynlífsfræðslu.

Það má líka geta þess að eftir hafa séð vændi nánast í beinni , neyðina og niðurlæginguna sem fylgdi, þar sem ég dvaldi á Colbjörnsensgade og sá athæfið út um gluggann, þá hef ég verið heitur andstæðingur hins skelfilega kynlífsiðnaðar.

En það er önnur saga.

En af hverju er ég að blogga um danskan með og franskan án?

Jú af því að munnmaka "fréttin" kastaði mér til baka í tíma.

Hm...

Frussssssssssssssssssssssssssss

Fraudiskt eða hvað?


mbl.is Munnmök engin fyrirstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... ég var að ljúka símtali við minn ljúfa yfirmann - spurði hann m.a. hvort hann væri, eins og stelpurnar í Amsterdam, í þægilegri innivinnu....

En þetta voru gagnlegar upplýsingar! Franskt með þýðir sumsé ekki pylsusinnep í veldi Dana?

Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2009 kl. 14:40

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Jenný, ég reikna fastlega með að sjá þig á skemmtilegum kellingafundi í Iðnó á eftir. Klukkan 5. Koma svo!

Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.5.2009 kl. 15:12

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Arrrrrrrg! aldrei er ég nálægt skemmtilegum kellufundum, hefði sko viljað vera með ykkur í Iðnó, yndislegt hús að skemmta sér í.

Er líka á móti kynlífsiðnaði, hvort sem það er på dansk eller fransk.
knús í bæinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.5.2009 kl. 15:37

4 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Jenný það er þá ekki hægt að setja að þú sért bara vitlaus núna! Nei sorry gat ekki stillt mig

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.5.2009 kl. 15:50

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvað skildu skemmtilegar kellur eins og ragnhildur ætla að ræða þarna í Iðnó?

Ef þú mætir JennýPenný, þá held ég þó að munnmök geti alveg "Borið á góma"!?

Annars stóð ég nú einu sinni við hina frægu Ístegade í Köben. Hvað ætli ég annars hafi verið að þvælast þar, aðeins 13 ára gamall?SVei mér, þetta gæti alveg sem best verið ekki miklu síðar en Jenný var að kynnast alvöru lífsins þarna!?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2009 kl. 16:35

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

bara einu sinni komið til danaveldis og þá bara í 2 vikur. þar af 1 sólarhringur í Kjötbeinhán.

hef því ekki náð að kynnast skvísunum á ystugötu.

tómt runk.

Brjánn Guðjónsson, 20.5.2009 kl. 21:00

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hef margoft gist á Istedgade :)  Hotel Absolon td..

Óskar Þorkelsson, 20.5.2009 kl. 21:47

8 Smámynd: Ibba Sig.

Plís, plís segðu mér frá þessum frönsku. Ég er alveg úti að aka  hér en á sama tíma ferlega forvitin.

Ibba Sig., 20.5.2009 kl. 22:44

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Fyrir margt löngu bjó eg um tíma með nokkrum dönskum vinkonum mínum í pinkulítilli íbúð við  Abel Kathrines Gade, lítilli hliðargötu við hina alræmdu Istedgade.

Á horninu var svona hjálpartækjbúð ástarlífsins  -fyrir S/M fólk.

Í glugga verslunarinnar blast við risastór gapastokkur, sem mikið var fíflast með í vinkvennahópnum.   Okkur blóðlangaði í græjuna til þess að geta haft hana heima í stofu.   Segja síðan aldrei neitt við gesti sem kæmu í heimssókn, heldur láta eins og það væri eðlilegasti hlutur í heimi að vera með rammgerðan gapastokk á miðju stofugólfinu.

Því miður var engin okkar með nógu stóra stofu, eða djúpa vasa, til að festa kaup á þessum kostagrip.

Ætti ég hann í dag, myndi ég sennilega dömpa honum á Austurvöll, í allt öðrum tilgangi en þeim að fíflast í matargestum.

p.s.  Þó að við stelpurnar höfum flissað mikið út af gapastokknum á sínum tíma, þá var skuggahliðin á glensinu auðvitað sú, að á þessum slóðum fór ekkert milli mála hvað kynlífsiðnaðurinn er skelfilega sorglegt fyrirbæri.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.5.2009 kl. 01:06

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góð pæling var einmitt að hugsa um sinnep eins og Hrönn hvort það gæti verið meiningin með med eller uden. 

Knús inn í góðan og bjartan daginn.

Ía Jóhannsdóttir, 21.5.2009 kl. 07:23

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragnhildur: Sá þetta of seint.  Sjitt.

HH: Arg hvað ég fíla þennan húmor.  Hvar hefurðu verið allt mitt líf?

Takk öll fyrir komment.

Ibba: Ég held við verðum að "bak"færa þennan franska.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2009 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband