Leita í fréttum mbl.is

Kjólar syngja ekki

Ég sagðist hafa bloggað mitt síðasta blogg um Evróvisjón á þessu ári, en var auðvitað að ljúga.

Samt lagði ég ekki upp með það, ónei.

Málið er að önnur hvor frétt á miðlunum þessa dagana eru tilvitnanir í hina og þessa út í heimi.

Einum þótti kjóllinn hennar Jóhönnu eins og brúðarmeyjarkjóll frá áttatíuogeitthvað.

Annar hélt að gjaldþrota slæðukaupmenn hefðu komist í saumavélina með lagerinn og látið það eitt vera markmiðið að klára uppsafnaðan slæðuvanda í kjólinn (ókei, ekki alveg en ég túlka þetta svona).

Það nýjasta er að einhverjum Breta sem kommenterar á keppnina fyrir BBC finnst Jóhanna Guðrún svo lík Scarlett Johansson.

Fyrirgefðu Breti en Jóhanna Guðrún er milljón sinnum fallegri en Scarlett (mér er misboðið).

Varðandi kjólinn þá slakið á umheimur.  Hann kom að minnsta kosti ekki í veg fyrir frábæra frammistöðu okkar konu á sviði.

Kjólar syngja ekki og það sem meira er um vert og mætti skila til annarra (sumra) keppenda í þessari uppákomu, að brjóst, læri og kynfæri gera það ekki heldur.

Þú vinnur einfaldlega ekki Evróvisjón með því að láta sjást í klobba.

Hvað er annars að mér?

Er ég að breytast í Evróvisjonfífl?

Mér gæti ekki staðið meira á sama um þessa keppni nema til að láta hana fara í mínar fínustu.

En svo kom Jóhanna Guðrún og sló mig út af laginu.

En í guðanna bænum Moggi og aðrir miðlar, keppnin er búin gætum við fengið frið þar til að ári?

Þá skal ég blogga um þessa keppni eins og enginn sé gærdagurinn.

Að tala um að blóðmjólka og gott betur?

Jabb, það er að minnsta kosti á hreinu.


mbl.is Líkti Jóhönnu við Scarlett Johansson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag. Hvað kostaði þessi kjóll annars ? Og í framhaldi af því : Hver borgaði ? Mér þykir fullmikið í lagt nú í kreppunni að eyða miklu í svona flík, sem var nú ekki alveg aðgera sig....., því miður.

Baldur Garðarsson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við vitum ekki hvað kjólinn kostaði Baldur, en þú gefur þér að hann hafi verið dýr? Á hverju byggir þú það?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2009 kl. 10:26

3 identicon

einmitt, en nekt virðist aðal atriðið í söng í dag, helsta að stelpurnar séu bara í litlum pjötlum, þannig sýnaist manni flestir söngvarar sem verða frægir að sýna sem mesta nekt af sér, hvað sem söngurinn segir, margir hafa einmitt bent á þetta, sýndist mér það í einu atriðinu þarna að kjóllinn hjá einum þátttakandanun var efnislaus að framan og skein stanslaust í nærur hennar vegna þess, smekklaust en sennilega átt að vinna inn stig út á það..................

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 10:30

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Því meira pláss sem fjölmiðlar setja undir Evruvisjón, þess minna þurfa þeir að segja frá spillingu, pólitík og efnahagsmálum. Þar eru þeir svo vanhæfir en íslenskir fjölmiðlar hafa sérhæft sig í popp-tónlist, fötur/fataleysi og (mis)frægu fólki. Svo nú halda þeir áfram með Evruvisjón eitthvað áfram og þá er komið sumar með gúrkutíð og allir sofna með fjölmiðlunum.

Margrét Sigurðardóttir, 19.5.2009 kl. 10:33

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bretarnir duttu svo sannarlega í "umbúðirnar" þetta árið

Sigrún Jónsdóttir, 19.5.2009 kl. 10:39

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mogginn og fleiri eru greinilega að kreista eins mikið út úr þessu og hægt er. Graham Norton hefur ekki sagt stakt orð um keppnina eða keppendur frá því um keppnisnóttina og því er mogginn að tyggja upp það sem eftir honum var haft á nótt. Samt er látið eins og stöðugt sé verið að fjalla um Jóhönnu í bresku pressunni. Eina ferðina enn, láta íslendingar glepjast af glitterstoltinu.

Persónulega fannst mér það merkilegasta sem Bretar hafa sagt um keppnina er það sem Abdrew Lloyd Webber sagði að henni lokinni að "loksins væri þessi keppni orðin aftur að lagakeppni eins og framistaða íslenska lagsins bæri vitni um."

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.5.2009 kl. 10:56

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sammála, látum búið vera búið

Jónína Dúadóttir, 19.5.2009 kl. 11:16

8 Smámynd: Garún

Mér fannst kjóllinn frábær!  Ég reyndar man ekkert hvernig hann var en mér fannst hann æðislegur.  Minnir að hann hafi verið bleikur með svörtum tjullperlum og jólaserían sem vafin var um axlir Jóhönnu fannst mér koma vel út og sérstaklega litli þjálfaði apinn sem sat á hausnum á henni og reykti vindil.  Skemmtilegt!  Hverjum er ekki sama hvernig fötum hún var í!  Hún stóð sig svo vel og þau öll sem voru á sviðinu.  Annars fannst mér Úkraína með flottustu larfana!  Mig minnir að þeir hafi verið grænir með svona slökkvuliðsmynstri yfir náttbuxurnar! Annars er ég ekki með gott fataminni!

Garún, 19.5.2009 kl. 12:29

9 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Mér finnst þessi kjóll fallegur og hef verið í mikilli baráttu undanfarið við þá sem eru á öðru máli. En þegar Jóhanna hafði landað öðru sætinu þá allt í einu gleymdist öll kjólaumræða..I wonder why...

Brynja Hjaltadóttir, 19.5.2009 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband