Sunnudagur, 3. maí 2009
Muniði?
Ég man aldrei eftir að það væri talað um kynlífsfíkla þegar ég var barn, unglingur, ung kona og alveg þangað til núna nýlega, svei mér þá.
Það var heldur aldrei talað um átfíkla, spennufíkla eða fólk með lesti og bresti, sem um sjúkdómsástand væri að ræða.
Lengi vel var heldur ekki talað um fíkla varðandi ofnotkun (misnotkun) á vímuefnum.
Það voru einfaldlega til skilgreiningar eins og rónar, dónar, fitubollur og önnur hlýleg lýsingarorð á borð við slík, sem bar vitni opnum huga og miklu fordómleysi samfélagsins.
Hm...
Ég man reyndar bara eftir Leibba dóna, ef við tökum kynlífselementið sem dæmi, sem var svo alls enginn dóni þegar á reyndi heldur áhugamaður um armbandsúr og örlítið nærsýnn með því greyjið.
Svona var lífið einfalt.
(Sem það var auðvitað ekki, allt í felum á bak við byrgða glugga auðvitað).
En ég hékk í volæði mínu inni á ljósmyndasafnsvefnum í dag og rakst þar á nokkrar myndir af fólki frá sólbekkjabrjálæðistímabilinu.
Áttatíuogeitthvað.
Munið þið hversu viðurstyggilega brúnir allir voru þá?
Með sítt að aftan?
Og herðapúða dauðans?
Ég var nefnilega brúnkufíkill. Vissi það auðvitað ekki þá, það er bara núna sem það er að renna upp fyrir mér.
Ég hefði sennilega hent matarpeningunum í ljósabekkinn hefði ég þurft að velja (jabb).
Komst ég ekki í mína nánast daglegu ljósatíma leið mér eins og vélritunarblaði í óopnuðum pakkanum.
Eða eins og Snæfinni Snjókall nýkomnum úr yfirhalningu.
Þá sjaldan sem ég komst ekki í ljósin gat ég ekki beðið með að komast í tíma daginn eftir og þá tvo.
Svo hlustaði ég aldrei á músík á meðan ég lá í bekknum.
Mér fannst einhvern veginn að athyglin á brúnkuvinnunni yrði að vera hundraðprósent, ekkert mátti leiða hugann frá verkefninu.
Svona jafn gáfulegt og að taka sér frí úr vinnunni til að safna hári.
Er þetta ekki bilun?
Minnir mig á þessa elsku hér.
Sjitt, svona læt ég þegar ég hef lofað sjálfri mér að blogga bara fíflafærslur.
Mun leita mér hjálpar hið bráðast.
Jeræt.
Kynlífsfíklum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Bráðskemmtileg fíflafærsla.
Við erum öll fíklar .... í einhverju. Annars finnst mér fyndið þegar þú minnist á Leibba vininn, því hann barst í tal í vikunni yfir matnum.
Umræðan snerist um einelti og svoleiðis og dóttirinn var að reyna að sverja einhverja eineltis sögu upp úr okkur mætu hjónunum. Við minntumst bæði á þrálátar spurningar til Leibba: "hvað er klukkan" og svo sprakk krakkahjörðin úr hlátri. Hvaðan kemur dóninn? "Ekki hugmynd ljúfan, og kláraðu nú af diskinum þínum"
Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.5.2009 kl. 18:11
Þetta er það fyndnasta sem ég hef lesið! Að taka sér frí í vinnunni til að safna hári er náttúrulega bara snilld. AAAARRRRGGGG...Djöfull þykir mér vænt um þig!
Garún, 3.5.2009 kl. 21:00
Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2009 kl. 21:50
Ég var nágranni Leibba dóna og sá ég oft hversvegna hann fékk "dóna" viðaukann við nafnið sitt. Hann stóð oft á milli trjánna í Hallargarðinum og runkaði sér um hábjartan dag. Ég var hrædd við hann.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2009 kl. 00:44
JK: Oj, ég hélt að karlinn hafi verið blásaklaus. Tek það til baka.
Takk krúttin mín fyrir að taka þátt í fíflagangnum með mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2009 kl. 09:43
Jenný þú ert yndisleg.
Laufey B Waage, 4.5.2009 kl. 09:49
Viðurstyggilega brúnir... og svo tók fólk e-ð sem hét Orobronze til að verða enn brúnna. Mig minnir samt að það hafi orðið appelsínugult.
Emil Örn Kristjánsson, 4.5.2009 kl. 14:03
Ómæ.... Rifjast upp fyrir mér allt appelsínugula fólkið.....
Hrönn Sigurðardóttir, 4.5.2009 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.